Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Side 22
Á vefnum www.sykurmagn.is sem Embætti landlæknis hefur sett í loftið má sjá sykurmagn í
nokkrum útvöldum vörutegundum. Meiri sykur leynist oft í bragðbættum drykkjum og mjólk-
urvörum en neytendur gera sér grein fyrir. Vefurinn getur nýst við að skoða hversu mikinn
sykur er að finna í nokkrum vörum, en marga drykki og mjólkurvörur vantar þó á vefinn.
Landlæknir kannar sykurmagn nokkurra vara
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015
Vestrænar og austrænar lækningar
eru meðal viðfangsefna nýrrar bók-
ar, Hreint mataræði, sem vænt-
anleg er um miðjan febrúar hjá
bókaútgáfunni Sölku en höfundur
er Alejandro Junger.
Bókin hefur vakið mikla athygli
vestanhafs og setjið í nokkra mán-
uði á metsölulista New York Times
en bókin kennir aðferð sem sögð
er ætla að endurbyggja mannslík-
amann með hreinsunaraðferðum,
bæði andlega og líkamlega, og inni-
heldur þriggja vikna prógramm
með „hagnýtri afeitrun“ að því er
segir í tilkynningu.
Dagskráin á að henta fólki sem
er á ferð og flugi en í henni er með-
al annars að finna fjöldann allan af
uppskriftum, fræðslu og heilsu-
tengd ráð.
Höfundur bókarinnar lauk námi í
hjartalækningum og hefur lagt
stund á austrænar lækningar á Ind-
landi og gefið út nokkrar bækur um
heilsutengd málefni. Nanna Gunn-
arsdóttir og Guðrún Bergmann
þýddu bókina á íslensku.
NÝ HEILSUBÓK FRÁ SÖLKU
Aðhald í
21 dag
Hreint mataræði eftir Alejandro Jun-
ger er vinsæl vestanhafs.
Heilsa og hreyfing
Á árinu 2014 komu upp 644 tilvik
af mislingum í 27 fylkjum í Banda-
ríkjunum en það er metfjöldi. Frá
1. janúar til 30. janúar 2015 greind-
ust 102 einstaklingar frá 14 fylkj-
um með mislinga. Flestir þeirra
sem fengu sjúkdóminn reyndust
óbólusettir.
Á heimasíðu
landlæknis stend-
ur að mislingar
séu veirusjúkdóm-
ur sem er mjög
smitandi og ein-
kennist af hita og
útbrotum um allan
líkamann. Hann
getur verið hættulegur og jafnvel
valdið dauða.
Börn á Íslandi eru bólusett við
mislingum við 18 mánaða aldur og
svo aftur við 12 ára aldur. En ekki
eru þó öll börn bólusett. Þátttakan
er mismunandi eftir aldri og al-
gengara að yngri hópurinn taki
minni þátt. Þórólfur Guðnason, yf-
irlæknir hjá sóttvarnalækni á emb-
ætti landlæknis, segir að til þess að
ná að halda sjúkdómnum frá land-
inu þurfi þátttaka í bólusetningu að
vera rúmlega 90%. „Þátttaka við 18
mánaða aldur hefur verið um 90%,
stundum undir þeirri tölu og stund-
um yfir. Það er í raun og veru ekki
alveg nógu gott því mislingar eru
mjög smitandi,“ segir Þórólfur.
Þátttakan við 12 ára aldur er betri
eða milli 90-95% sem er mjög gott
að sögn Þórólfs. Ástæðuna segir
hann vera að börn í kringum 18
mánaða aldur eru berskjölduð fyrir
ýmsum flensum og því oft lasin.
Þar af leiðandi geti þau ekki mætt
í bólusetningu og þurfa að fá nýjan
tíma sem getur gleymst.
„Með ófullnægjandi þátttöku
gætum við hugsanlega séð lítinn
faraldur af mislingum. Það yrði
aldrei stór faraldur en það gæti
gerst,“ segir Þórólfur. „Í kringum
2005 fengum við lítinn faraldur af
hettusótt hjá óbólusettum ein-
staklingum en sá fjaraði tiltölulega
fljótt út.“ Aðspurður hvort ein-
hverjir hafi neitað að láta bólusetja
barnið sitt segir hann að eitthvað
hafi verið um það en það sé lítill
hluti. Það komi í bylgjum og gerist
venjulega þegar ýmsir sjúkdómar
sem er bólusett gegn sjást ekki í
samfélagi. „Þegar fólk hættir að sjá
þessa sjúkdóma og þekkir engan
sem hefur fengið sjúkdóm eins og
t.d. mislinga, sem geta verið mjög
alvarlegir, þá heldur fólk að sjúk-
dómarnir séu ekki til og sjá þá
ekki ástæðu til að bólusetja. Svo
koma upp tilfelli og þá sækir fólk
frekar í bólusetningar. Þannig
sveiflast þetta upp og niður. En
það hafa verið gerðar kannanir hér
sem hafa sýnt fram á að fólk sé al-
mennt mjög jákvætt í garð bólu-
setninga barna eða um 97% þeirra
sem tóku þátt í könnuninni.“
gunnthorunn@mbl.is
ÞÁTTTAKA Í BÓLUSETNINGUM MÆTTI VERA MEIRI
Óbólusettir í bylgjum
Þegar fólk hættir að sjá sjúkdóma sem bólusett er gegn og þekkir ekki nærtæk
dæmi um veikindi er algengt að fólki þyki ekki ástæða til að bólusetja.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TILFELLI MISLINGA HAFA
ALDREI VERIÐ FLEIRI Í
BANDARÍKJUNUM, FLEST
HJÁ ÓBÓLUSETTUM EIN-
STAKLINGUM. LANDLÆKNIR
SEGIR ÞÁTTTÖKU FÓLKS Í
BÓLUSETNINGUM HÉR Á
LANDI VERA ÁGÆTA EN
MÆTTI VERA BETRI.
Þórólfur
Guðnason
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEG
T
•100%
NÁTTÚRUL
EG
T
•
Fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
UPPLIFÐUMUNINN!
Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt
öðrum öflugum góðgerlum
Oft spurt?
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð-
gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga-
erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang,
uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl.
Svar
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa
ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana.
Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur
þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum,
vinnusamur og stöðugur.
Notkun
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir
sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari.
- Prófaðu og upplifðu muninn