Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 24
H
lutagerðin er þverfaglegt hönn-
unarteymi sem varð til haust-
ið 2012. Hlutagerðin sam-
anstendur af þeim Elínu Brítu
Sigvaldadóttur og Hirti Matthíasi Skúla-
syni vöruhönnuðum og Hrönn Snæ-
björnsdóttur menningarmiðlara. Hluta-
gerðin hlaut þann heiður í byrjun árs að
sýna verk sitt í Grand Hornu-ný-
listasafninu í Belgíu á hönnunarsýning-
unni Futur Archaïque sem nú stendur
yfir til 19. apríl 2015. Futur Archaïque
sækist eftir að varpa ljósi á þær teng-
ingar sem nútímahönnun hefur við for-
tíðina, á bæði móralskan og efnislegan
hátt.
„Dregin er fram sú staðreynd að nú-
tímahönnun hefur tekið stakkaskiptum
síðustu árin, innblástur og verkmenning
frá fornri tíð spilar þar stóra rullu. Sýn-
ingin Futur Archaïque samanstendur af
verkum 30 hönnuða og hönnunarteyma
sem horft hafa með jákvæðu viðhorfi til
róta sinna og nýtt þá vitneskju til að
búa til eitthvað nýtt,“ segir Hjörtur
Matthías. Verkin sem Hlutagerðin sýnir
á sýningunni heita Brynja og Skjöldur
en kveikjan að verkefninu og aðferðin
sem var notuð er innblásin af te-
trekkingu og hita. Leitast var við að sjá
hvernig efni umbreytast og hugmyndin
var að te-trekkingaraðferðin myndi móta
útkomuna. Brynja er nokkurskonar te-
hetta og Skjöldur er spjaldtölvuskjól.
„Valið var að nota íslenska lambsgæru,
en hún hefur lengi haldið hita á íslensku
þjóðinni. Gærunni var dýft í sjóðandi
vatn, en soðið leður var notað fyrr á
öldum við gerð orrustubrynja og veittu
þær innblástur fyrir útlit og notagildi
verksins.“
Hjörtur segir Hlutagerðina hrífast af
náttúrulegum efnivið, fallegu handverki,
og auðvitað það mikilvægasta við það að
vinna skapandi störf er heiðarleiki í
hegðun og verki.
Aðspurður hvaða þýðingu sýningin hafi
fyrir hönnunarteymið segir Hjörtur hana
gríðarlega gott tækifæri. „Að taka þátt í
sýningu sem þessari er ómetanlegt fyrir
ungt hönnunarteymi sem okkur. Safnið
Grand Hornu stendur við borgina Mons í
Belgíu og þetta árið er Mons menningar-
höfuðborg Evrópu.
Að vera beðin af einni stærstu menn-
ingarstofnun Belgíu um að fá að sýna
verkin okkar er vel þegið klapp á bakið,
tækifæri sem gefast allt of sjaldan, sér-
staklega fyrir unga hönnuði á Íslandi.“
Á Futur archaïque sýna fleiri hönnuðir
sem ættu að vera kunnugir Íslendingum
því þar er einnig Julia Lohmann sem
var þátttakandi í hönnunarverkefninu
Austurland: Design: From Nowhere sem
hlaut Íslensku hönnunarverðlaunin 2014.
Aðspurður hvað sé næst á dagskrá hjá
Hlutagerðinni segir Hjörtur spennandi
verkefni í vinnslu sem verður kynnt síð-
ar meir.
„Við stefnum á að halda áfram á þeirri
braut sem við erum á. Við tökum hvert
verkefni fyrir í einu, förum okkur hægt
og gerum okkar besta, við erum alltaf
opin fyrir einhverju nýju hvort sem það
er efniviður, samstarf við aðra hönnuði
og eða stofnanir.“
Hlutagerðina
skipa þau Hrönn
Snæbjörnsdóttir, Elín
Bríta Sigvaldadóttir og
Hjörtur Matthías Skúlason.
Hjörtur segir mikinn heiður fyrir unga hönn-
uði að fá tækifæri til þess að sýna verk sín á
Grand Hornu-nýlistasafninu í Belgíu.
Hönnunarsýningin Futur Archaïque, sem
stendur yfir til 19. apríl 2015, sækist eftir því
að varpa ljósi á þær tengingar sem nútíma-
hönnun hefur við fortíðina, á bæði
móralskan og efnislegan hátt.
HLUTAGERÐIN SÝNIR Í BELGÍU
Hrífast af
náttúrulegum efnivið
HÖNNUNARÞRÍEYKIÐ HLUTAGERÐIN SÝNIR VERK SÍN BRYNJU OG SKJÖLD Á GRAND
HORNU-NÝLISTASAFNINU Í BELGÍU Á HÖNNUNARSÝNINGUNNI FUTUR ARCHAÏQUE. KVEIKJAN AÐ
VERKEFNINU OG AÐFERÐIN SEM VAR NOTUÐ ER INNBLÁSIN AF TE-TREKKINGU OG HITA.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Brynja er nokkurskonar tehetta og Skjöldur er spjaldtölvuskjól úr íslenskri lambsgæru.
Hjörtur Matthías Skúlason vöruhönnuður.
Heimili
og hönnun
Morgunblaðið/Ómar
*Laugardaginn 7. febrúar verða Íslensku lýs-ingarverðlaunin afhent í fyrsta sinn við hátíð-lega athöfn í Perlunni. Dagskráin hefst klukk-an 18. Þá hafa félagar í Ljóstæknifélagi Íslandsséð um að koma Perlunni í skemmtileganbúning með ljósinnsetningum. Einnig verðurkvikmyndin Iceland Aurora, sem gefin er út
af hönnunarstofunni Borgarmynd, frumsýnd.
Íslensku lýsingarverðlaunin afhent í fyrsta sinn