Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 29
LÍTIÐ FYRIR ÓÞARFA PUNT É g er ekki með þennan týpíska skandinavíska stíl, frekar blöndu af honum, New York loft stíl og hlýlegum LA arkitektastíl. Ég er lítið fyrir óþarfa punt og vil helst ekki eiga hluti sem þjóna ekki ein- hverjum tilgangi,“ segir Jóhanna Björg sem fær innblástur frá ferðalögum, tímaritum og af internetinu af síðum eins og Pinterest. Jóhanna hrífst af svörtum og dökkum litum. „Næst þegar ég mála ætla ég að mála einn vegg miðnæturbláan. Ég hef oft tekið eftir því þegar ég horfi á bíómyndir og þætti að vondu karakterarnir eru með sama stíl heima hjá sér og ég. Allt mjög „sharp“ og „clean“, á meðan hinir búa í bjartari og krúttlegri íbúðum. Spurning hvað það segir þá um mig,“ segir Jóanna og hlær. Jóhanna segir samhengið skipta öllu máli við innréttingu heimilisins, bæði í litum og stærðarhlutföllum svo það sé ákveðin ró yfir heimilinu. Hún segist jafnframt eiga mjög erfitt með „clutter“ og kýs að hafa litinaeinfalda en að það þýði samt ekki að allt þurfi að vera hvítt. Í sambandi við gólfefni og innréttingar þá skiptir Jóhönnu máli að velja vönduð efni og hugsa til lengri tíma, reyna að elta ekki tískubylgjur. Hún velur þá frekar lausnir sem geta aðlagast mismunandi stílum. „Ég versla mikið í Ikea og Söstrene Grene, mér finnst það ótrúlega skemmtilegt. En ég kaupi húsgögnin og hlutina sem setja mestan svip á heimilið eins og rúm, sófa og slíkt annars staðar. Ég á þrjú börn og hef hreinlega ekki haft áhuga á að eiga of dýr húsgögn sem ég þarf að passa. En mig dreymir um að eignast heimili þegar krakkarnir eru orðnir stærri þar sem fallegir hönnunarstólar og fínni húsgögn geta fengið að njóta sín.“ Aðspurð hver sé uppáhaldsstaðurinn á heimilinu segir Jóhanna það vera eldhúsið og baðherbergið. „Ég hannaði baðherbergið eins og lítið spa og ég nýt þess að slaka á þar inni. Við hjónin förum saman í bað á hverju kvöldi þegar börnin eru sofnuð. Þá höfum við smátíma bara hvort með öðru án barna, síma, sjónvarps eða internets.“ Chanel Boy Bag fær auðvitað gott pláss á veggnum. Hönefoss- speglarnir úr Ikea koma vel út sem bakkar. Jóhanna Björg og Martin Christensen ásamt Benjamín litla. Innblástur frá ferðalögum JÓHANNA BJÖRG CHRISTENSEN, RITSTJÓRI TÍSKUTÍMARITSINS NUDE MAGAZINE, BÝR ÁSAMT EIGINMANNI SÍNUM MARTIN CHRISTENSEN OG ÞREMUR BÖRNUM ÞEIRRA, ANDREAS, MATTHILDU OG BENJAMÍN, Í FALLEGU HÚSI Í KÓRAHVERFINU Í KÓPAVOGI SEM JÓHANNA SÁ SJÁLF UM AÐ INNRÉTTA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Tekkskenkinn erfði Jóhanna frá ömmu sinni og er hann henni afar kær. Gengið er út á stóran pall út frá aðalrýminu. Í innrétt- ingum og efnum valdi Jóhanna stílhrein efni í náttúru- legum litum sem aðlaga sig að nánast hverju sem er. Skvísulegt herbergi Matthildu, 6 ára. Yngsti sonurinn Benjamín Hugo. Skemmtilegt skipulag á naglalökkunum. Á náttborði ritstjórans liggja að sjálf- sögðu tískubækur og skart. 8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 REYK JAV ÍK | AKUREYR I OVALIS AFMÆLISVASINN. Framleiddur í tilefni af 100 ára afmæli TaipoWirkkala hönnuðar ULTIMA THULE línunnar SYLVESTER eldhússtóll með krómlöppum margir nýir litir TILBOÐ 11.990 Fullt verð 13.990 NÝJARVÖRUR FRÁ BROSTE SGÖGNUM OG SMÁVÖRU Á GÓÐU VERÐI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.