Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015
Græjur og tækni
Google mun gera Gmail-notendum í Bretlandi kleift að senda
peninga sín á milli. Þjónustunni verður hleypt af stokkunum á
næstu 18 mánuðum og verður gjaldfrjáls. Merki breska sterl-
ingspundsins mun birtast í tölvupóstum og notendur munu
aðeins þurfa að smella á það og setja inn þá upphæð sem ósk-
að er eftir að millifæra. Þjónustan verður aðeins fyrir eldri en
18 ára og þeir verða að tengja bankareikninga sína eða debet-
kort við þjónustuna sem nefnist Google Wallet.
Millifærðu peninga í tölvupósti
L
eigubílaþjónusta Uber
sprettur nú upp í fleiri
borgum um víða veröld og
aðrar þjónustur hafa þurft
að bregðast snögglega við sam-
keppninni, til dæmis með verð-
lækkunum og tilboðum. Í Lund-
únum býður leigubílaþjónustan
Addison Lee nú viðskiptavinum
sínum upp á 10 punda afslátt,
panti þeir sér leigbíl í gegnum
snjallsímaforrit fyrirtækisins. Úr-
ræðið er augljóslega aðgerð til að
bregðast við tilkomu Uber enda
panta viðskiptavinir sér far frá
síðarnefnda fyrirtækinu í gegnum
snjallsíma.
En fyrirtækið hefur stærri
áform á prjónunum og ætlar sér
ekki að láta staðar numið við að
setja samkeppni á leigubílamark-
aði í uppnám. Uber setti nýlega
á fót Uber Advanced Technology
Center í Pittsburgh í Bandaríkj-
unum þar sem markmiðið verður
að „rannsaka og þróa tæknibún-
að, og þá aðallega á sviði kort-
lagningar, öryggis og sjálfvirkni“.
Á vef the Guardian kemur fram
að fjárfestingin feli í sér risavax-
ið skref og ljóst sé að fyrirtækið
ætli sér stóra hluti í framtíðinni,
sérstaklega í ljósi þess að það
hefur til þessa einblínt á að þróa
snjallsímaforrit sitt og tæknina
sem býr því að baki. Þá bárust
einnig fréttir þess efnis í vikunni
að ýmislegt bendi til þess að Go-
ogle ætli sér í beina samkeppni
við Uber á þessu sviði.
„Náunginn“ er dýrari en
bíllinn
Uber hefur hins vegar áður gefið
vísbendingar um að fyrirtækið
stefni í átt sjálfvirkra bíla. Fyrir-
tækið gerir sér grein fyrir því að
stærsti hluti kostnaðar viðskipta-
vinar felst í launum bílstjórans
og hefur af þeim sökum beint
sjónum sínum að sjálfvirkum bíl-
um til þess að frelsa það undan
þessum kostnaðarlið. Í maí í
fyrra lét framkvæmdastjóri Uber,
Travis Kalanick, hafa eftir sér á
ráðstefnu að „ástæða þess að
Uber sé öðru hverju dýr þjón-
usta sé sú að þú sért ekki að-
eins að borga fyrir bílinn – held-
ur náungann í bílnum
sömuleiðis“.
„Þegar það er enginn náungi í
bílnum, mun kostnaðurinn við að
taka Uber-bíl hvar sem er verða
lægri en að eiga sjálfur bíl. Svo
töfrarnir munu felast í þessu, þú
lækkar kostnaðinn svo mikið að
hann verður lægri en sá kostn-
aður sem fellur til vegna eign-
arhalds á bifreið, og þá munu
bílar í einkaeigu hverfa.“ Að öll-
um líkindum er Uber ekki eina
fyrirtækið á sviði fólksflutninga
sem horfir til þess að segja upp
starfsfólki sínu og skipta því út
fyrir vélmenni, en það er eitt
fárra slíkra fyrirtækja sem þorir
að orða þá hugsun opinberlega.
Uber hefur jafnframt yfirburði
yfir önnur fyrirtæki þegar kemur
að deilum við starfsfólk í ljósi
þess að það hefur afskaplega fáa
fasta starfsmenn. Í staðinn ræður
það ökumenn sem sjálfstæða
verktaka sem er frjálst að koma
og fara eins og þeim sýnist. Í
augnablikinu ræður það bílstjóra
í massavís og gengur svo langt
að veiða þá frá öðrum þjón-
ustum, en fyrirtækið getur skrúf-
að fyrir slíkar ráðningar að vild
og sagt upp fólki eins og því
sýnist.
Óhreyfðir einkabílar
Rætist draumur Uber svo að
kostnaður viðskiptavina þess muni
aðeins felast í eldsneyti og við-
haldi, gæti slíkt haft alvarlegar
afleiðingar fyrir bílaiðnaðinn.
Sjálfvirkir bílar gætu kallað fram
sólarlag einkabílsins þar sem
þjónustur á borð við Uber gætu
boðið almenningi upp á ódýr
ferðalög og gert fólki kleift að
komast hjá því að láta bifreið,
sem er margra milljóna króna
virði, standa óhreyfða í inn-
keyrslu mestan hluta sólarhrings-
ins. Sjálfvirkur bíll gæti skutlað
fólki til og frá vinnu, sótt svo
einhvern á flugvöll og þá flutt
pakka til einhvers, allt saman á
meðan venjulegur bíll í einkaeigu
safnaði snjó í bílastæði.
Þetta kann að vera ástæða
þess að hefðbundinn bílaiðnaður
hefur ekki sýnt sjálfvirkum bílum
mikinn áhuga, og einblínt meira
á margvíslega sjálfvirka mögulega
til þess að auka öryggi fólks, í
stað þess að stefna að því að
losna við ökumanninn. Ýmsir nýir
bílar í dag geta haldið hraða sín-
um stöðugum, haldið sig innan
marka á akrein og í öruggri fjar-
lægð frá öðrum bílum. Allur
akstur stefnir augljóslega í átt til
aukinnar sjálfvirkni en bíla-
framleiðendur verða hikandi við
að taka lokaskrefið.
Á hinn bóginn kann að vera að
Uber þurfi að horfast í augu við
þann verueika að sjálfvirkir bílar
séu langt undan. Þróaðasta tækn-
in í dag, frá Google, styðst við
ævintýralega nákvæm kort til
þess að framkalla rýmisgreind
bílsins, en slík kort eru dýr og
tímafrek í hönnun, og sérfræð-
ingar telja ekki útilokað að
ómögulegt sé að hanna slíkt kort
fyrir heilt land.
Verði hægt að leysa þetta
vandamál blasir hins vegar önnur
og stærri hindrun við. Þótt bílar
í dag verði sífellt sjálfvirkari er
ennþá gerð krafa um bílstjóra af
holdi og blóði í allri umferð-
arlöggjöf. Þótt sjálfvirkir bílar
kunni að vera mun öruggari en
venjulegir bílar, er ekki þar með
sagt að það verði leikur einn að
binda notkun þeirra lögum og
reglum.
Uber fram-
kallar sólarlag
einkabílsins
SJÁLFVIRKIR BÍLAR ERU FRAMTÍÐIN OG ALLT STEFNIR NÚ Í
AÐ LEIGUBÍLAÞJÓNUSTAN UBER OG NETRISINN GOOGLE
GÆTU ORÐIÐ SAMKEPPNISAÐILAR Í NÁINNI FRAMTÍÐ.
Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is
Leigubílaþjónusta um allan heim tekur nú miklum breytingum og forvitnilegt
að sjá hvað verður um rótgróna þjónustu líkt og Yellow Cabs í New York.
Uber hefur mætt mótmælum leigubílstjóra um
víða veröld. Hér sjást bílstjórar í Portland,
Bandaríkjunum mótmæla komu fyrirtækisins.
Í kringum síðustu aldamót var ekki óalgengt að sjá
ferðaspilara með geislaspilara í auglýsingum fyrir snjall-
ar fermingargjafir. Slík tæki vermdu mörg unglingsskrif-
borð eða gluggakistur og einnig var hægt að hafa þau
meðferðis í ferðalög til að hlusta á útvarp, spólur eða
geisladiska og segja má að ferðaspilarinn hafi verið
mikilvægt skref í þeirri þróun að hver maður gæti
gengið með allt tónlistarsafn heimsins í vasanum eins
og tíðkast í dag. Vinsældir ferðageislaspilarans áttu
ekki síst rætur sínar að rekja til bandarískra kvikmynda
þar sem töff krakkar í víðum gallabuxum ferðuðust um
stræti á hjólabrettum og héldu á ferðageislaspilara,
sem þá var iðulega nefndur „gettóblaster“. Þá tíðk-
aðist jafnframt meðal götulistamanna að koma fyrir
gettóblaster á horni, leggja teppi á götuna og leggja þar
stund á skrykkdans. Ferðageislaspilarinn kom fyrst á
almennan markað á 9. áratug síðusu aldar og hélt vin-
sældum sínum allt fram að aldamótum, þegar ný tækni
tók að ryðja sér til rúms og geisladiskar fóru að úreld-
ast með tilkomu mp3-möguleikans.
GAMLA GRÆJAN
Ferðatæki með geislaspilara
Ferðaspilarinn var afar algeng
fermingargjöf í kringum síðustu alda-
mót og háði harða samkeppni við önn-
ur nýstárleg raftæki um hylli ungmenna.