Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 39
M
ethagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi
2014 átti rót sína að rekja til gegndar-
lausrar iPhone-sölu. 18 milljarða dollara
hagnaður er mesti hagnaður sem nokkurt
fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi. Annar
hluti af starfsemi Apple kom ekki jafnvel út á sama
tíma. Á þessum síðasta ársfjórðungi seldi Apple 21,4
milljónir iPad-spjaldtölva, til samanburðar við 26 millj-
ónir sem seldar voru á síðasta ársfjórðungi 2013.
Fækkunin nam 17,7%. Apple er ekki eina fyrirtækið
sem hefur þurft að sætta sig við dvínandi eftirspurn
eftir spjaldtölvum. Markaðsfyrirtækin IDC og Canalys
hafa lýst því yfir að sala á spjaldtölvum hafi minnkað
á heimsvísu milli ára alveg síðan Apple hleypti lífi að
nýju í iðnaðinn með tilkomu iPadsins árið 2010. Fram-
leiðendur senda frá sér færri tölvur og almennir not-
endur kaupa færri eintök.
Hvað veldur þessari þróun?
1 Spjaldtölvunotendur nota tækin lengurÁrið 2010 var enginn viss um hversu oftspjaldtölvunotendur myndu uppfæra búnað sinn.
Sumir héldu að það myndi gerast á um 12-18 mánaða
fresti eins og á við um snjallsíma, en aðrir bjuggust
við að endurnýjunin færi sjaldnar fram og myndi frek-
ar minna á ferðatölvur en farsíma. Nú, fimm árum síð-
ar, hefur fengist ágætismynd á þróunina. „Endurnýj-
unarferlið er lengra,“ sagði Tim Cook,
framkvæmdastjóri Apple, nýlega. „Það er lengra en
með iPhone-inn, liggur einhvers staðar á milli síma og
tölvu. Við höfum ekki verið í spjaldtölvubransanum
nógu lengi til þess að fullyrða alveg um þetta.“ Annar
sérfræðingur, Ranjit Atwal, segir að líftími spjaldtölva
sé lengri. „Við deilum þeim með fjölskyldunni og hug-
búnaðaruppfærslur, sérstaklega fyrir iOS-tæki, halda
þeim nútímalegum.“ Þá er ljóst að flestir spjaldtölvu-
eigendur nýta þær að mestu leyti í að skoða tölvupóst,
vafra um netið og horfa á myndbönd. Þessi takmark-
aða notkun veldur því að lítill hvati er til þess að upp-
færa þær reglulega.
2 Stærri skjáir vinsælir Lítill vöxtur og minnkandisölur í spjaldtölvuiðnaði haldast í hendur viðauknar vinsældir þess sem stundum er nefnt
„phablet“, sem eru snjallsímar með stærri skjái en
tíðkast á venjulegum símum. Í fyrstu voru það helst
Android-símar sem voru fáanlegir með slíkum skerm-
um, en Apple kynnti loks til leiks einn slíkan haustið
2014. Stórir snjallsímar geta í raun framkvæmt allar
aðgerðir sem spjaldtölvur eru færar um og mörkin
milli þessara tveggja flokka eru ekki skýr í dag. Cana-
lys, fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsrannsóknum,
ályktar að um helmingur þeirra Android-tækja sem
seld voru á síðasta ársfjórðungi 2014, hafi verið spjald-
tölvur og að þetta séu þau tæki sem séu mest ógn við
framþróun síma með stóra skjái.
Á sama tíma hafa margir dyggir viðskiptavinir
Apple hikað við að fá sér nýjan iPad vegna áhuga á
nýjum iPhone og Canalys bendir á að eftirvænting
vegna nýs iPhone hafi án nokkurs vafa stuðlað að
minnkandi sölu spjaldtölva fyrirtækisins.
3 Ferðatölvurnar eru lífseigarÞað er gömul saga og ný að ný vara verði aðganga af annarri vöru dauðri til þess að slá í
gegn. Í tilfelli spjaldtölva var talið líklegast að þær
myndu ganga hart að ferðatölvum, þegar eftirspurnin
eftir þeim tók að aukast árið 2010. Á hinn bóginn hafa
ferðatölvurnar reynst mun erfiðari viðureignar en
fyrst var talið. Margir eigendur stórra snjallsíma eru
taldir líklegri til þess að laðast að tilhugsuninni um að
eiga ferðatölvu samhliða símanum, í stað þess að fá
sér spjaldtölvu. Þeir eru líklegri til þess að líta svo á
að spjaldtölvan sé lúxusvara. „Maccarnir og símarnir
hafa án nokkurs vafa áhrif á söluna á spjaldtölvum,“
sagði Tim Cook. „Ég er viss um að margir hafa horft
til skiptis á Mac-tölvu og iPad og afráðið að fá sér
ferðatölvu. Og mér finnst það allt í fínasta lagi.“
Ódýrari ferðatölvur frá Google og kraftmiklar her-
ferðir í kringum Windows-tölvur hafa jafnframt stuðl-
að að dvínandi eftirspurn eftir ferðatölvum. „Aukin
eftirspurn eftir ódýrum ferðatölvum hefur án nokkurs
vafa stuðlað að því að neytendur kjósa frekar að end-
urnýja tölvurnar sínar.“
4 Samsung og Amazon einnig í klípuApple var ekki eini spjaldtölvuframleiðandinnsem horfði upp á minnkandi sölu á síðasta árs-
fjórðungi 2014. IDC áætlar að sölur Samsung hafi
dregist saman um 18,4% og ýmsir hafa gefið í skyn að
Android-spjaldtölvur standist einfaldlega ekki þær
kröfur sem gerðar séu á spjaldtölvumarkaði samtím-
ans. Á yfirborðinu virðist Amazon jafnframt hafa átt
dapurlega þrjá mánuði á þessum tíma þar sem sölum
fækkaði úr 5,8 milljónum eintaka í 1,7 milljónir. Hins
vegar seldi fyrirtækið víst vel af Fire HD-spjaldtölvu
en þær tölur voru ekki teknar með í ljósi þess að tölv-
an var of lítil til að uppfylla skilyrði þess að teljast
spjaldtölva í augum margra markaðsaðila.
5 Hefur spjaldtölvuiðnaðurinn staðnað?Síðasta kenningin sem sett hefur verið framum hvað valdi því að spjaldtölvusala hafi minnk-
að, er sú að þau módel sem komu fram árið 2014 hafi
skort spennandi og frumlegar nýjungar sem væru lík-
legar til þess að laða að viðskiptavini. Ýmsir sérfræð-
ingar halda því fram að skortur á nýjungum verði til
þess að fæla viðskiptavini frá. Módel ársins 2014 fólu
að mestu í sér endurbætur af hálfu spjaldtölvufram-
leiðenda á möguleikum sem þegar voru til staðar. Erf-
itt er að segja hvers konar nýjungar væru líklegar til
þess að laða viðskiptavini aftur að spjaldtölvunum.
Stærri skjáir? Sérhæfðari spjaldtölvur, t.d. fyrir börn?
Því hefur verið haldið fram að mögulega gætu töfrarn-
ir falist í hugbúnaði á borð við Siri, þ.e. stafrænum
hugbúnaði sem getur sagt fyrir um þarfir notenda og
aðstoðað þá að ýmsu leyti.
Spjaldtölvueftirspurn
dvínar milli ára
Á SAMA TÍMA OG APPLE SKILAÐI METHAGNAÐI VEGNA GÍFURLEGRAR IPHONE-SÖLU
HEFUR SPJALDTÖLVUEFTIRSPURN DREGIST SAMAN Á HEIMSVÍSU. SETTAR HAFA VERIÐ
FRAM ÝMSAR KENNINGAR TIL AÐ SKÝRA ÞESSA ÞRÓUN.
Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is
Steve Jobs með hinn byltingarkennda iPad árið 2010. Mikið
vatn hefur runnið til sjávar á þessum fimm árum og spjald-
tölvuiðnaðurinn hefur minnkað mikið á síðustu árum.
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
* Allir meðtaka svo mikið magn upplýsinga ádegi hverjum að þeir glata almennri skynsemi sinni
Gertrude Stein
Verð frá74.990.-
Verð frá49.990.-