Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Side 45
Gjalddagar yrðu einfaldlega færðir aftur, allt fram til
2055, og afborganir Grikkja yrðu auk þess beintengdar
við hagvöxt í landinu. Efnahagssérfræðingar bentu á
að Merkel kanslari hlyti að geta fallist á slíka nið-
urstöðu því að halda mætti því fram með trúverðugum
hætti að þar með væri ekki verið að velta skuldum
Grikkja af herðum þeirra yfir á herðar þýskra skatt-
greiðenda. Hlutabréf ruku upp á ný og það líka í grísk-
um bönkum.
Wolfgang og Varoufakis
Seinasti fundur þessarar lotu hjá hinum 53 ára fjár-
málaráðherra, Giannis Varoufakis, fyrrverandi pró-
fessor í hagfræði, var með starfsbróðurnum í Berlín,
Wolfgang Schäuble. Sá fundur var auðvitað mikil-
vægastur og virðist hafa gengið langverst.
Schäuble fjármálaráðherra sagði í lok hans að þeir
tveir hefðu orðið sammála um það eitt að vera ósam-
mála. Grikkinn svaraði því til að hann gæti ekki tekið
undir það. Sitt mat eftir fundinn væri það að þeir tveir
hefðu ekki einu sinni náð því að verða sammála um að
vera ósammála.
Sá gríski taldi með öðrum orðum að ráðherrarnir
tveir hefðu ekki einu sinni náð alþjóðlegu lágmarki illa
heppnaðra samningafunda.
Og Varoufakis bætti við: „Þegar ég kem heim í kvöld
verð ég staddur á þingi þar sem þriðji stærsti þing-
flokkurinn er ekki nýnasistaflokkur heldur nas-
istaflokkur. Við þurfum því á þýskum almenningi að
halda sem bakhjarli.“
Fyrirstaðan virtist fara vaxandi í Evrópu eftir væn-
lega byrjun. Seðlabanki evrunnar tilkynnti aðgerðir
gegn grískum bönkum og gríska ríkinu. Venjulegri
fyrirgreiðslu yrði hætt og aðeins neyðaraðstoð í boði
með íþyngjandi vaxtaskilyrðum. Grikkir réru þá
snögglega á annað borð. Þeir gerðu nú gælur við Rússa
og gáfu til kynna að þeir ætluðu bæði að greiða at-
kvæði gegn auknum efnahagsþvingunum við Rússa og
endurnýjun þeirra aðgerða sem eru að renna út. Þegar
þýski varnarmálaráðherrann varaði Grikki við og sagði
þá skaða stöðu sína innan Nató með afstöðu sinni til
Rússa svaraði gríski starfsbróðir hans, Kammenos, því
til „að Grikkir hefðu staðið við hlið bandamanna í
heimsstyrjöldinni síðari „þegar þeir ráku flótta þýska
hernámsliðsins“.
Haft samband við farmiðasöluna
Það var farið að hitna í kolum.
Kannski hafði þessi þáttur málsins áhrif á þá ákvörð-
un Hollande, forseta Frakklands, og Merkel, kanslara
Þýskalands, að óska eftir að fá að mæta á þykka teppið
í Kreml, til Pútíns, sem er húsráðandi þar.
Nú þarf ekki að taka fram að þau Hollande og Mer-
kel eru enginn Chamberlain og Pútín er að sjálfsögðu
enginn Hitler en fundatilhögunin og fundafrumkvæðið
vekur þó óneitanlega athygli.
Vitað er að efnahagsþvinganir ESB hafa haft sára-
litla þýðingu. Ef heimsmarkaðsverð á olíu hefði ekki
hrunið hefði Pútín hrist þvinganir ESB af sér eins og
gæs af sér vatn. En þvinganirnar eru veikum efnahag
evruríkjanna sjálfra til óþurftar.
Síðustu níu mánuði hafa 5.000 manns fallið í Úkra-
ínu. Obama forseti hefur allan þann tíma velt fyrir sér
hvort hann ætti að hefja sendingu á raunverulegum
vopnum til Úkraínu.
ESB og þó sérstaklega Nató óttast að Rússar muni
næst ögra Eystrasaltslöndunum þremur til að sýna
fram á að 5. grein sáttmálans, sjálf ósæð Nató-
samstarfsins, haldi ekki gagnvart þeim löndum þegar á
reynir.
Svo kölluð hraðsveit Nató, sem skipuð er 5.000 her-
mönnum frá nokkrum ESB löndum, er ekki líkleg til
að skjóta Rússum skelk í bringu. Þvert á móti.
Hafi þau Hollande og Merkel óskað eftir því að fá að
koma og setjast á stóra hvalbeinið hjá Pútín í Kreml
skiptir miklu hvað það var sem rak þau þangað. Var
það langvarandi hik Bandaríkjanna við að vopnvæða
Úkraínu? Var það framgangur herliðs uppreisnar-
manna í Austur-Úkraínu og hótun þeirra um að fjölga í
liðinu upp í 100.000 menn? Telja menn þá hótun raun-
hæfa? Var það ótti við að Pútín myndi láta reyna á 5.
gr. sáttmála Nató í Eystrasaltslöndunum, með þeim
afleiðingum sem hik og vandræðagangur myndi hafa
fyrir trúverðugleika Nató?
Réði hótun Grikkja einhverju? Hótun um að beita
neitunarvaldi í leiðtogaráðinu gegn efnahagsþving-
unum við Rússa – lítt dulin efnahagslega kúgun.
Eða hafa þau tvö eitthvað í pokahorninu sem Pútín
óttast að heyra? Hvað í ósköpunum getur það verið?
Eða eru þau með eitthvað sem hann langar til að
heyra: Að hætt verði að amast við yfirtöku á Krím.
Haldfast loforð verði gefið um að Úkraína fái hvorki að
ganga í Nató né ESB.
Hefðu þessir tveir leiðtogar umboð til að bjóða slíkt?
Varla er Rússland svo sterkt í deilunni að ástæða sé til
að teygja sig svo langt að það hljóti að verða tekið sem
ígildi uppgjafar ESB og Bandaríkjanna í deilunni og
setja stjórnina í Kiev í dapurlega stöðu.
Þegar þetta er skrifað virðist Kremlarför tvímenn-
inganna enn hafa alvarleg veikleikamerki.
Rétt er að vona að annað komi á daginn.
Það er auðvitað alls ekki útilokað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45