Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 47
Tími vinstrimanna á Íslandi er að líða undir lok. Viðtaka hægrivindar sem eiga eftir að blása um samfélagið líkt og norðanáttin þegar verst lætur í höfuðborginni,“ stóð skrifað í DV, af ónefndum ritstjórnarmanni þar um borð fyrir áratug, en Eiríkur Jónsson var þá rit- stjóri blaðsins. Pistlahöfundur gerði þá ráð fyrir að hægrimenn væru að hefja sig til flugs árið 2005 en færu úr tísku nú í ár; árið 2015. „Þetta gerist einfaldlega vegna þess að þeir eru ferskari, hægrimennirnir. Það er búið að hvíla þá svo lengi. Þeir hafa setið á bekknum. Á meðan hjúpur vinstrimennskunnar hefur legið yfir öllu líkt og lausn á öllum vandamálum heimsins. Sem vinstrimenn eru ekki frekar en hægri- menn.“ Pistlahöfundurinn sagði kraft hægrimennskunnar felast í því að almenningur væri ginnkeyptari fyrir því nýja en gamla. „Sem þýðir einfaldlega að vinstrimenn eru að detta úr tísku. Hvorugur hópurinn hefur rétt fyrir sér. Það er allt sem þið þurfið að vita. Það er ekkert vit í þeim, hvorki vinstrimönnum né hægrimönnum, en þegar best lætur geta þeir fært okkur fram veginn. Í þessum átökum felast nefnilega framfarir. Það er þess vegna sem við látum þetta yfir okkur ganga. En þangað til röð- in kemur að vinstrimönnum aftur geta þeir sleikt sárin og búið sig undir að komast í tísku árið 2015. Þá gæti runnið upp nýr blómatími með frið og spekt, fjölkvæni og frjálslyndi, sem við þekkjum svo vel frá þeirri kynslóð sem nú er að reskjast.“ Miklabrautin var tvær akreinar árið 1980, fjórar árið 1990 og átta árið 2000. Miðað viðþetta verður Miklabrautin sextán akreinar árið 2015. Árið 1980 var einn bíll á þrjá Reyk- víkinga og margir tóku strætó. Árið 1990 var einn bíll á hverja tvo og unglingar og aumingjar tóku strætó. Árið 2015 mun hver Reykvíkingur vera á tveimur bílum og fjar- skiptatæknin mun gera þeim kleift að aka þeim báðum í vinnuna sam- tímis.“ Svo sagði Andri Snær Magnason rit- höfundur fyrir um fimmtán árum. Til- efnið var ráðstefna sem Reykjavík- urborg bauð til undir yfirskriftinni Farsæld og fánýti. Í sínu erindi velti Andri Snær því meðal annars fyrir sér hvernig Reykjavík myndi líta út árið 2015. Andri Snær sagðist ímynda sér að hvert heimili yrði með eigin heimasíðu. „Glaðheimar átján punktur is, þar verður hægt að fá allar upplýsingar um heimilisfólkið.“ Þá sagði rithöfund- urinn að sumir yrðu með heimilisiðnað til sölu á netinu, allt frá vöfflum til hjónalífsmynda. Síminn yrði auk þess ókeypis en símnotendur þyrftu að hlusta á kókauglýsingar í fimmtán sekúndur. Það sama ætti við um heita og kalda vatnið en það væri ókeypis á milli þess sem kók rynni úr krönum. Andri Snær sagðist vonast til þess að þróunin yrði sú að fólk byggi í litlum einingum fyrir utan Reykjavík en leitaði til borg- arinnar til að sækja annað líf svo sem leikhúsin og veitingastaðina. Segja má að heimili í dag, árið 2015, eigi mörg hver eins konar heimasíðu þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru gjarnan á Facebo- ok, með öllum helstu upplýsingum um sig sjálfa. Þá er sannarlega hægt að kaupa ýmiss konar heimilisiðnað á netinu og víða er hægt að vera í ókeypis símaá- skrift að einhverju leyti en gjarnan þarf þá að hlusta á auglýsingar símafyrirtækjanna meðan beðið er. HÆGRIMENN ÚR TÍSKU 2015 8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Fyrir tæpum 20 árum taldi Inga Jóna Þórðardóttir, þáverandi borgarfulltrúiSjálfstæðisflokk, að þess væri ekki langt að bíða að höfuðborgarsvæðið næði yfir Borgarfjörð, Suðurnes og Árnessýslu, auk núverandi höfuðborg- arsvæðis sem markast af svæðinu frá Kjósarhreppi suður fyrir Hafnarfjörð. Þessar bollaleggingar setti hún fram í erindi sem hún hélt á ráðstefnu árið 1997 og taldi að þessi þróun yrði orðin að veruleika eftir um 20 ár svo að reyndar eru enn um tvö ár í að byggðin nái að fljóta um allar þessar sveitir. Ólíklegt verður þó að teljast að það takist á jafnskömmum tíma þar sem byggðin er ekki komin lengra en raun ber vitni. Ingu Jónu þótti þetta síður en svo óskapleg til- hugsun; fólk ætti að flytja sig þangað sem það vildi búa. Og fólk vildi búa á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir at- vinnuleysi og lægri meðaltekjur, það væri að sækja í góða félagslega þjónustu og aðra kosti borgarlífsins sem ekki væri hægt að mæla á venjulega kvarða. Inga Jóna taldi að á þessu nýja höfuðborgarsvæði myndu 3⁄4 hlutar þjóðarinnar búa. Fólk myndi dreifast um þetta svæði, sækja í jaðrana en aftur á móti væri hætta á að í miðjunni á núverandi Reykjavíkurborg mynd- aðist láglaunasvæði og það myndi minnka möguleika hennar á að veita góða félagslega þjónustu. Inga Jóna fékk talsverð viðbrögð við sjónarmiðunum enda var meirihluti ráðstefnugesta af landsbyggðinni. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ NÆÐI YFIR BORGARFJÖRÐ OG ÁRNESSÝSLU Fyrir 20 árum sá Inga Jóna Þórðardóttir, þáverandi borgarfulltrúi Reykjavíkur, vel fyrir sér að höfuðborg- arsvæðið hefði náð að teygja sig alla leið í Árnessýslu, næði yfir Suðurnesin og upp í Borgarfjörð. Tölvurnar, símarnir, föxin og sjónvörpin renna saman íeitt tæki. Þau munu fela í sér hvert um sig möguleika til að tengjast öllum hinum á landsvísu og heimsvísu. Öll- um þessum tækjum getur maðurinn komið saman í vasa sinn eða haft í lófa sínum,“ skrifaði Svavar Gestsson, fyrr- verandi alþingismaður og ráðherra, fyrir 20 árum í bók sinni Sjónarrönd en í bókinni skyggndist hann meðal ann- ars fram til ársins 2015. Hann sagði að allir jarðarbúar yrðu meira og minna í símanum árið 2015. „Þessi nýja tækni verður aðgengileg fyrir okkur öll en hún verður miklu auðveldari fyrir börnin okkar sem hafa náð galdrafimi á leikjatölvurnar; Nintendo-kynslóðin tekur bráðum völdin.“ Svavar sagði að regluleg samskipti við heiminn allan myndu hafa áhrif á okkur, til hins betra og til hins verra. Krafist verði svipaðra mælikvarða í efnahagsmálum um allan heim og siðferðiskröfur verði þær sömu á mörgum sviðum. Hættan er að allt verði eins – allt og allir hver öðrum lík. Ferðalög munu aukast árið 2015. „Staðir sem nú eiga að heita afskekktir komast á heimskortið. Súganda- fjörður verður á blaði og birtist á tuttugu millj- ónum tölvuskjáa um allan heim ef við viljum. Eins og Kópasker.“ ALLIR Í SÍMANUM OG KÓPASKER Á HEIMSKORTIÐ Svavar Gestsson var nokkuð viss, fyrir 20 árum, að Íslendingar yrðu meira og minna í símanum árið 2015 og öll okkar samskipti færu í gegnum lítið tæki í lófa. Það má sannarlega gefa honum fullt hús stiga fyrir þá spá. MIKLABRAUT 16 AKREINAR OG KÓK ÚR KRÖNUM Andri Snær Magnason Inga Jóna Þórðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.