Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 48
Í kvikmynd sem meirihluti Íslendingakannast við, Back to the Future II með Michael J. Fox í aðalhlutverki, fóru hann og félagi hans, Doc Brown, fram til ársins 2015. Hug- myndir handritshöfundanna árið 1989 um árið 2015 er for- vitnilegt að bera saman við það sem kom svo á daginn. Marty, Michael J. Fox, notaði gleraugu sem segja má að séu komin á markað í formi Google- gleraugna og eru þau þó enn þró- aðri en þau sem Marty notaði í myndinni. Reyndar var hægt að svara í símann með gleraugum Martys en það er líklega það eina sem þau hafa fram yfir Google-gleraugu nútímans. Í myndinni var notast við símtöl í gegnum sjónvarpsskjá, að vísu mjög stóran sjónvarpsskjá en flest erum við á Skype í dag svo þar má finna góð líkindi. Það sem er algilt í myndinni er ekki sjálfsagt í dag. Að nú- tímasamgöngur fælust í fljúgandi bifreiðum er fjarri lagi í dag og svifbretti sem unga fólkið var á í myndinni er fjarlægt enn þótt fréttir hafi að vísu borist þess efnis að búið sé að hanna frumstæða gerð sem er þó ef til vill frumgerð þess sem koma skal. Eflaust hefði enginn neitt á móti því að þetta hefði orðið að raunveruleika: Jakki með eins konar innbyggða þurrku sem blæs burt bleytu á svipstundu og skór sem reima sig sjálfir. Að vísu standa vonir til að þess sé ekki langt að bíða frá Nike. Engum handritshöfundi datt í hug að faxtækin heyrðu sögunni til árið 2015 og þau voru út um allt í myndinni en hafa í dag verið borin til grafar á flestum stöðum. Annað sem kvikmyndin var sannspá um eru flatskjáir og að hægt væri að horfa á sex sjónvarps- stöðvar í einu á einum og sama skjánum. En tískuspá- mennskan var ekki upp á marga fiska. Það myndi enginn láta sjá sig í þeim fatnaði sem 2015-fólkið í kvik- myndinni flíkaði. SÁU FYRIR SKYPE OG FLATSKJÁI EN EKKI ÚTFÖR FAXTÆKJA Tískuspáin fyrir 2015 virðist ekki hafa ræst. Úttekt 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Draumurinn er að árið 2015 verði á Íslandistunduð fjölbreytt framleiðsla á eftirsóttum úrvalsafurðum sem upprunnar eru úr auðlindum landsins, hafi, landi og vatni. Stunduð verði ferðaþjónusta sem veiti hæfilega mörgum ferðamönnum sem greiða sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fegurð landsins.“ Orð þessi lét Baldvin Jónsson falla fyrir 15 árum, en hann var þá verkefnisstjóri átaksverkefnisins Áforms, sem stjórn- völd höfðu staðið að frá 1995. NÁTTÚRUPASSI 2015 Koma þarf lambakjöti inn á markað smárétta ogskyndirétta,“ sagði Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, á fyrsta Búnaðarþingi sameinaðra bænda- samtaka, sem fram fór á Hótel Sögu fyrir tuttugu árum. Á þinginu var farið yfir tekjufall sauðfjárbænda sem var mikið um þær mundir milli ára og hagur þeirra almennt hafði versnað til muna. Gunnar sagði í erindi sínu að árið 2015 væri útlit fyrir að kynslóð sem væri milli þrítugs og fertugs, unga fólkið þá, myndi ekki borða lambakjöt og hvað þá börnin þess. „Okkur vantar miklu meiri vöruþróun í sambandi við markaðssetningu á kindakjöti innanlands. Mér skilst að nú séu Samtök um sölu lambakjöts að hefja áróður fyrir kjötsúpunni og saltkjöti og baunum. Það er svo sem gott og blessað en það gengur ekki í unga fólkið,“ sagði Gunnar sem leit frekar til skyndiréttanna. FJÖLSKYLDUR FÚLSA VIÐ LAMBAKJÖTI Menn sáu fyrir sér að til að lambakjöt yrði árið 2015 enn á borðum landsmanna yrði að nota það í skyndibita. Hvalfjörðurinn verður brúaður ogleiðin til Akureyrar liggur um Sprengisand,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur í Lesbók Morgunblaðs- ins fyrir um 27 árum. Í grein sem þar birtist var rætt við nokkra málsmet- andi menn og konur um hvernig þau sæju íslenskt samfélag á 2. áratug 21. aldarinnar, eftir um 25 ár og for- vitnilegt að skoða þau orð nú þegar spáin ætti að vera komin fram. „Tölvur verða á hverju heimili og vinnustað, og margir nýta sér þá fjarskiptatækni sem tölva opnar og vinna heima. Eru tengdir móðurtölvunni í vinnunni, en geta verið heima.“ Lára sá fyrir sér að kostnaður við húsbyggingar yrði minni en þá árið 1987 og húsnæðismálin „ekki annar eins klafi“. Lára sá ennfremur fyrir sér að heilbrigðiskerfið yrði enn sem fyrr dýrt og umfangsmikið en áhersla væri lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem líkamsrækt. Lára vonaðist til að framtíðin yrði án kjarnorkuógnar. LEIÐIN TIL AKUREYRAR UM SPRENGISAND Lára V. Júlíusdóttir sá Hvalfjörðinn fyrir sér brúaðan og að menn notuðu Sprengisandinn mest til að keyra til Akureyrar. Lára V. Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.