Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 49
framarlega. Verslun okkar við Austurlönd
verður orðin mun meiri. Líftækni og líf-
fræði mun skipta meira máli en efna- og
eðlisfræði,“ sagði Þorkell.
Þorkell sá fyrir sér að ný tækni myndi opna
möguleika fyrir nýja tegund glæpa. „Vasaþjófn-
aður verður úreltur, svo og það að stela hlut-
um í verslunum. Tölvurnar munu „brjótast inn“
á bankareikninginn þinn og hvítflibbaglæp-
um fjölgar. Þegar ekki er lengur hægt að
svíkja undan skatti, smygla bjór og brennivíni,
og svo framvegis, þá beita menn nýjum brögð-
um.“
Af ýmsu öðru úr spánni
Fjölmiðlar verða komnir að mestu frá prent-
tækni í tölvutæknina, ferðalög eiga enn eftir að
aukast og ferðamannastraumurinn á eftir að
hafa umtalsverð áhrif á íslenskt efnahagslíf sam-
kvæmt spá Þorkels árið 1987. Góðar samgöngur
innanlands, sérstæð náttúra landsins og áhugi
manna á einhverju nýju mun gera ferðamanna-
iðnaðinn einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar.
Allir þjóðvegir verða með bundið slitlag
og leysistækni myndi opna ýmsa nýja
möguleika í „blóðlausum“ skurðaðgerð-
um.
Almennt var Þorkell bjartsýnn á framtíðina árið
1987, bjartsýnni en hann segist vera í viðtali hér
að neðan en hann taldi þó þá, og enn vera svo, að
einn af stærstu ógnvöldum okkar yrði mengunin.
Þeim sem vilja kynna sér þessa gömlu spá Þor-
kels til hlítar er bent á að á timarit.is má lesa göm-
ul Morgunblöð en spá hans birtist í Lesbók Morg-
unblaðsins 21. desember 1987.
hvaða akstursleið er fljótlegust. Þegar
þið komið heim, kveikið þið á sjónvarpinu
sem birtist á stórum skerm í stofunni. Þar sjá-
ið þið nýjustu fréttirnar og á meðan velur
tölvan matinn og hitar hann upp. Í fréttunum
er sagt frá því að konur hafa nú náð jafnri
stöðu á við karlmenn í viðskiptalífinu.“
Þorkell taldi að menntun og endur-
menntun myndi verða mun eðlilegri þáttur í
lífi hvers og eins, alla ævina. Danskan og
enskan dygði okkur ekki lengur. Spænska,
þýska og jafnvel enn fjarskyldari mál yrðu
mikilvæg til að ná árangri í viðskiptum.
Þorkell spáði því að bílar myndu endast
lengur, líklega í 20 ár, hurðir opnuðust á
heimilum með því að tala við þær, plastefni
yrðu notuð í stað járns á mörgum sviðum.
Tæknivæðing í atvinnulífi myndi vaxa, bæði í
iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi. Fólki
fækkaði verulega í þessum hefðbundnu at-
vinnugreinum, en næg atvinnutækifæri yrðu
annars staðar. Tölvur yrðu jafn sjálf-
sagður hlutur og reiknivélin og sím-
inn, á vinnustað og heimilum og sími
og sjónvarp í hverju herbergi.
Hvað atvinnumál varðar sagði Þorkell
meðal annars að konur myndu vinna úti til
jafns við karlmenn.
Verslun og viðskipti
„Ferðamannaiðnaður mun skipta verulegu
máli, og ekki ólíklegt að 20-25% af okkar
gjaldeyristekjum verði af ferðamönnum.
Á því sviði verðum við orðnir mjög
Áður en þú byrjar að vinna, greiðir þúnokkra reikninga. Til þess notarðu tölvu-
skerm, sem tengdur er gegnum símalínu við
bankann. Þú tekur út af reikningnum og greiðir
bílatrygginguna, símareikninginn og mat-
arreikninginn. Úr því að þú ert sest við skerm-
inn, velurðu þér einnig myndir sem þú vilt sjá í
sjónvarpinu í kvöld og tekur frá sæti nr. 57 og
58 í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöldið.“
Þetta brot úr framtíðarspá sem birtist í Les-
bók Morgunblaðsins fyrir meira en aldar-
fjórðungi er um margt merkilegt. Ýmislegt hef-
ur ræst í spánni þó að árið 1987 hafi afar margt
af þessu þótt fjarstæðukennt. Spámaðurinn var
Þorkell Sigurlaugsson, þá 34 ára viðskiptafræð-
ingur og framkvæmdastjóri þróunardeildar
Eimskips.
Þorkell ímyndaði sér meðal annars hvernig
dagur í lífi Jónu Jóns yrði þegar nálgast færi
2015 og það er ískyggilegt hve nærri Þorkell
kemst um hvernig dagurinn yrði.
Verslað í gegnum tölvu
„Heimilistölvan vekur hana með tónlist
sem verður háværari ef ekki er ýtt á
rétta takkann, eða segir henni að lækka tón-
listina. Tölvur lærðu árið 1997 að skilja manna-
mál. Fyrst ensku, en nú eru þær ágætar í ís-
lensku, ef talað er rólega án flókinna hugtaka.
Tölvan stillir hitastigið á heimilinu, lokar fyrir
þjófavarnarkerfið og byrjar að hita kaffi.“
Peningaseðlar eru lítið notaðir í spá Þorkels.
Í stað þess er „bankakort“ notað eða gjald-
fært af bankareikningnum þínum í svo til öllum
viðskiptum. Jóna verslar á internetinu,
heima í gegnum tölvu og biður um að vörurnar
séu sendar heim klukkan fjögur.
„Tölvan „pípir“ skyndilega og minnir þig á
fund sem þú átt í dag með forstjóra Bílamark-
aðsins, en þú vinnur að kynningarmálum fyrir
þá. Þú ýtir á takka og tengist honum Óla,
sem birtist á skerminum.“ Þá pantar Jóna
flug í gegnum tölvuna.
Margt hefur breyst í samgöngum en sumt
haldist eins. Geimferðir eru farnar að ryðja sér
meðal annars til rúms meðal almennings en all-
ir fara enn í líkamsræktarstöðina í hverfinu.
Staðsetningartæki í bílum
„Í bílnum rifjið þið upp hversu frumstæðir bíl-
arnir voru fyrir 25 árum. Þá var enginn radar í
bílnum, sem sýndi þér hvar þú varst í bænum
og hvaða leið væri fljótlegust á leiðarenda með
tilliti umferðar. (…) Núna geta sendi-
ferðabílstjórarnir, sem fara þurfa með 10
matarsendingar á jafnmörg heimili, sett
inn í tölvuna heimilisföngin og fengið út
MEIRA EN ALDARFJÓRÐUNGSGÖMUL SPÁ RÆTTIST
Þorkell Sigurlaugsson segir hugmyndaauðgi fylgja því að vera
ungur og því hafi hann reynst sannspár árið 1987, 34 ára gamall.
Úr greininni sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1987 þar sem fimm Ís-
lendingar úr ólíkum áttum spáðu fyrir um framtíðina, þeirra á meðal Þorkell.
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Það kom Þorkeli Sigurlaugssyni nokkuð áóvart þegar Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins rifjaði upp fyrir honum hans
gömlu spá um hvernig umhorfs yrði á Íslandi
þegar nálgast færi 2015. Það er að segja;
hversu nærri hann var um margt. Þorkell
starfar í dag sem framkvæmdastjóri fast-
eigna og fasteignaþróunar hjá Háskólanum í
Reykjavík og er einnig stjórnarformaður
Framtakssjóðsins. Hann hefur komið víða
við í viðskiptalífinu, setið í stjórn fyrirtækja
svo sem Marels og Össurar og margra
sprotafyrirtækja og þar sem fyrri spáin stóð
svo nærri þótti ekki úr vegi að fá hann til að
spá hvernig umhorfs yrði eftir 25 ár héðan í
frá.
„Ég hafði ekki sérstaklega miklar áhyggj-
ur af heimsfriðnum þarna árið 1987 en því
miður þá eru meiri óvissutímar núna. Ég
held að því miður geti staðið yfir alvarlegt
stríð sem ógni öllum heiminum,“ segir Þor-
kell og segir að slíkt geti rústað öllum fram-
förum og breytt framtíðarsýn okkar.
„Hlutverk Evrópusambandsins var meðal
annars hugsað til að tryggja frið í Evrópu og
uppræta deilur. Vonandi tekst að viðhalda
því. Ástandið í Rússlandi, Arabalöndunum og
Afríku er mikil ógn við friðinn og þessi ógn er
allt annars eðlis þegar trúarbrögð, hatramar
lífsskoðanir og auðlindir heimsins blandast
inn í þetta.“
Þorkell segir að nú séu þjóðir heimsins í
kapphlaupi við tímann í umhverfismálum,
miklar breytingar á því sviði muni breyta lífi
okkar á alla vegu. „Þá er ljóst að misskipting
auðs er að aukast mjög mikið í heiminum og
það mun hafa mikil áhrif á framtíðina eftir 25
ár ef ekkert verður að gert. Þetta er svona
þessi stóra mynd sem maður sér fyrir sér í
heimsmálunum.“
Þorkell segir að ef hann fari lauslega yfir
einstök svið verði tölvu- og upplýsingatæknin
búin að þróast áfram á ógnarhraða. „Allt
mun þróast í átt til rafrænna samskipta og ég
held að tækniþróunin fari enn lengra í áttina
til gervigreindar þar sem hún kemur við sögu
í okkar daglega lífi.“
Tvö kerfi telur Þorkell að muni taka al-
gjörum grundvallarbreytingum. Annars veg-
ar menntakerfið og hins vegar heilbrigð-
iskerfið.
„Menntakerfið er úrelt í dag, sérstaklega
hvernig menntun er stunduð. Ungt fólk í dag
vinnur allt öðruvísi en við gerðum. Þau sækja
sér efnið sjálf, fara inn á google og youtube,
sækja sér myndbönd og kunna að gera margt
í einu. Við læstum okkur inni í herbergi og
puðuðum í einangrun en þau eiga í engum
vandræðum með að horfa á kvikmynd, vera í
símanum og gera lokaverkefnið sitt um leið.
Vinna saman í hóp. Hugsa þverfaglega.
Menntakerfið mun vera búið að aðlaga sig að
þörfum þessarar kynslóðar og farið að fylgja
henni eftir. Kennaramenntun gjörbreytist.“
Meðan aldurssamsetning þjóðfélagsins
breytist endurspeglast það í lífeyrissjóða-
kerfinu og umönnunargeiranum. „Þar verður
orðin gríðarleg breyting og fleiri en ríkið
koma að þeim geira með samspili einkaaðila
og ríkisins. Fólk mun hugsa betur um sig,
svipað og okkur þykir sjálfsagt að hugsa um
bílana okkar í dag og þar með meiri forvarn-
arstarfsemi.“
Þorkell telur að peningar verði alveg
horfnir eftir 25 ár í núverandi mynd. Aðeins
þurfi að nota símann. Bankakerfið gjörbreyt-
ist og öll notkun einstakra gjaldmiðla. „Þar
með deyr íslenska krónan hægt og bítandi og
menn sjá að þetta snýst ekki um að viðhalda
henni. Það verður til alþjóðleg mynt sem við
notum og við verðum að tengjast vel hag-
kerfum heimsins“
Þorkell segist telja að það verði kominn
orkusæstrengur til Evrópu og eldsneyti verði
orðið umhverfisvænt með öllu. Bílaflotinn
mun gjörbreytast og allar samgöngur. Í inn-
viðafjárfestingum þurfi að hafa það í huga.
„Fyrirtækin munu sífellt þurfa að aðlagast
og breytast. Þau deyja hratt ef þau gera það
ekki. Ný fyrirtæki hafa þá sprottið upp sem
gjörbreyta verkefnum og við köllum þetta
þekkingarfyrirtæki. Þá geta menn spurt í
niðurlægingartón hvort það séu þá til van-
þekkingarfyrirtæki en það er ekki það heldur
þurfa fyrirtæki að nýta sér nýja þekkingu til
að breytast því annars staðna þau.“
Þorkell spáði vaxandi ferðamannastraumi
til Íslands í gömlu spánni og gerir það einnig
nú. „Eftir 25 ár verður Ísland orðið eins kon-
ar vörumerki eða „brand“. Við stöndum fyrir
náttúru og góð lífskkjör og allt það góða sem
landið hefur upp á að bjóða. Við erum öll á
sama báti, fámenn þjóð og við viljum að þessi
bátur okkar verði þekktur fyrir frumkvöðla-
starf, nýsköpun, heilbrigði og umhverf-
isvernd og þetta verður vörumerki sem við
munum öll tilheyra. En við verðum að vera
samstíga í þeirri hugsun til að það heppnist
vel. Fara öll að hugsa öðruvísi, hætta að slást
um byggðastefnu eða ekki byggðastefnu
heldur leggja línurnar um okkar stöðu þar
sem varnarlínan okkar er Ísland í heild.“
FENGINN TIL AÐ SPÁ FYRIR 2040
Þorkell sá ekki alveg allt fyrir
en hann spáði því að fóstrur
myndu sækja börnin heim
fyrir leikskólann 2015.