Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 52
Samfélagið 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Þ etta merkilega fyrirbæri tekur á sig ýmsar myndir. Það er eins og ákveðinn hópur fólks sé allt í einu orðinn rosalega viðkvæmur, og stökkvi upp á nef sér af litlu tilefni ef eitthvað er sagt eða gert sem ekki fellur að ströngustu kröfum um „pólitíska réttsýni“. Skemmtikrafturinn Chris Rock vakti at- hygli í viðtali sem birt var í New Yorker seint á síðarsta ári, þar sem hann sagðist hættur að troða upp fyrir háskólanemendur. Ástæð- una sagði hann vera, í grófum dráttum, að þar mætti engan styggja og ekki von á góðu ef einhverjum í áhorfendahópnum þætti grín- ið ekki sýna nægilega nærgætni í garð ein- hvers minnihlutahópsins. Tilefni þessara ummæla var undirskrift- arsöfnun meðal nemenda við Kaliforn- íuháskóa í Berkeley, til að koma í veg fyrir að skemmtikrafturinn Bill Maher yrði þar feng- inn sem ræðumaður á útskriftarathöfn. Hann væri of hlutdrægur í skoðunum sínum og hefði sagt hluti sem væru móðgandi í garð ýmissa hópa samfélagsins. Önnur birtingarmynd er hugtakið „trigger warning“. Er um að ræða viðvörun sem skeytt er framan við texta, eða annað efni, ef þar kemur eitthvað fyrir sem gæti mögulega komið fólki í uppnám. Það geti fengið svo mikið á fólk sem hefur t.d. verið þolendur of- beldis eða mismununar að lesa grein eða skáldsögu þar sem eitthvað í textanum minnir á slæman atburð úr fortíðinni. Tvístígandi kennarar Í desember fjallaði Slate um að þetta væri farið að valda vandræðum við lagadeildir há- skóla s.s. þegar kemur að því að fjalla um hvernig löggjöfin og dómskerfið tekur á nauðgunarmálum. Nemendur biðja prófessora jafnvel um að hafa ekki spurningar um nauðgunardóma á prófum því það gæti verið truflandi fyrir þá. Prófessor sem þorði aðeins að tjá sig nafn- laust við blaðamann New York Magazine seg- ir háskólakennara lafhrædda við að segja og gera óvart eitthvað sem gæti komið nemanda í uppnám, og kalla þannig yfir sig kvartanir, kærur og heilt flóð af vandamálum. Hér er rétt búið að skoða toppinn á ísjak- anum, og öfgarnar verða bara meiri. Þannig ákvað leikhópur við Mount Holyoak College að hætt yrði við frekari sýningar á The Vag- ina Monologues, Píkusögum, því að þetta mergjaða feminíska verk útilokaði reynslu- heim þeirra kvenna sem ekki eru með leg. Umræðan um kyn og kynvitund virðist hafa tekið á sig allt aðra mynd, og ný „kyn“ bæst við orðaforðann til að endurspegla ótrú- legan margbreytileika mögulegrar kynvit- undar. „Ze“ á t.d. að vera hvorugkynsorð fyr- ir þá sem staðsetja sig mitt á milli karlkyns og kvenkyns, og „fae“ merkilegt nok, á að nota til að vísa til þeirra sem staðsetja kyn- vitund sína mitt á milli þess að vera engill og álfur. Fleiri raddir upp á yfirborðið Gyða Margrét Pétursdóttir er doktor í kynja- fræði og lektor við stjórnmálafræðideild Há- skóla Íslands. Hún kannast við það sem lýst er hér að ofan, en deilir ekki endilega áhyggj- um blaðamanns um að réttsýnin sé komin út í öfgar. Gyða var nýlega í löngu rannsókn- arleyfi í Bandaríkjunum og segir mjög áhuga- vert að skoða hvaða félagslegu breytingar séu í gangi sem gera að verkum að umræðan er orðin svona. Netið leiki þar stórt hlutverk. „Við erum að sjá nýja miðla verða til þess að miklu fleiri raddir fá að heyrast; raddir fólks sem áður hafði ekki sama aðgang að umræðunni og samfélaginu. Sem kennari í kynjafræði þykir mér mikilvægt að sem flest- ar raddir heyrist, og að umræðunni sé ekki stjórnað af fáum valdamiklum hópum.“ Hún segir þannig mega líta á „trigger warnings“ sem birtingarmynd þessara fjöl- breyttu radda. Þar hafi komið fram rödd sem minnti á að reynt væri að taka aukið tillit til þeirra sem t.a.m. hafa orðið fyrir kynferð- islegu ofbeldi. Hitt megi svo deila um hvort þessi tegund tillitssemi hjálpi eins og til er ætlast. Segir Gyða að út frá geðlæknisfræði og sálfræði megi skilja að það að reyna að hlífa fólki við stuðandi efni skapi í reynd falskt öryggi. Hver er mesta fórnarlambið? En svo er líka spurning hvort þessi áhersla, þessi orðræða, um skaða, áföll og viðkvæmni sé til gagns eða ógagns. Gyða vísar í pistil trans-mannsins og aktivistans Jack Halbers- tam. Hann skrifaði að útkoman gæti orðið sú að hópar sem ættu að standa saman virtust í staðinn farnir að skipta sér í fylkingar þar sem virðingarröðin fer eftir því hver er særð- astur. Halberstam sagðist „sjaldan fara á ráð- stefnu, hátíð eða samkomu nú til dags, þar sem ekki blossa upp mótmæli vegna þess að eitthvað var sagt sem „triggeraði“ einhvern í hópnum. […] Við erum óðum að missa sjónar á heildarmyndinni og í stað þess að starfa saman erum við að brjóta niður breiðfylk- ingar sem voru skapaðar með miklum erf- iðismunum.“ Nefnir Halberstam dæmi um fjargviðri sem blossaði upp í kringum Trannyshack, rótgróinn næturklúbb í San Francisco þar sem dragg-sýningar hafa verið helsta skemmtunin í tæpa tvo áratugi. Þótti sumum, réttsýnum, vel meinandi og tillitsömum týp- um, að orðið „tranny“ væri óviðeigandi. Ein draggdrottningin brást ókvæða við og skrifaði pistil á Facebook um að hún væri „æf yfir þessari ómerkilegu vitleysu“, að mörgum þætti „yndislegt að vera „tranny“,“ og þeir létu ekki „orðalögregluna“ búa til andrúms- loft skammar og þöggunar. Réttsýna vinstrið „étur sjálft sig“ Pistlahöfundurinn Jonah Goldberg tekur í svipaðan streng í grein í National Review, en það hlakkar í Goldberg, sem staðsetur sig á hægri enda stjórnmálalitrófsins, því hann lýs- ir stöðunni sem svo að réttsýna vinstrið sé að „éta sjálft sig“. Máli sínu til sönnunar vitnar Golderg í grein vinstrisinnaðra nemenda í skólablaði Berkeley þar sem þeir afneita sjálfum Karli Marx, ekki vegna galla á kenn- ingum hans, heldur vegna þess að Marx væri enn einn hvítur karlmaðurinn, og þar sem skoðanir hans væru of karllægar ættu þær ekki erindi í kennslustofuna. Hvað segir Gyða um þessa þróun? Er rétt- sýnin farin að valda sjálfsritskoðun í kennslu- stofunni og þöggun í umræðunni? „Það verður að skoða samhengið. Strúkt- úrinn í akademíunni hefur oft verið þannig að prófessorinn er nánast guðleg vera, bók- staflega hafður á stalli í skólastofunni þar sem nemendurnir læra við fótskör meist- arans. Þegar fleiri hópar öðlast rödd getur prófessorinn staðið í þeim sporum að geta ekki lengur flutt sínar einræður trufl- unarlaust. Nú þarf hann að þola ákveðið að- hald frá nemendum.“ Gyða segir að á meðan leitað sé að réttu jafnvægi geti það gerst að gengið sé of langt í sumum tilvikum, en hún verður þess ekki vör að kennarar hér á landi eða vestanhafs hafi miklar áhyggjur af þróuninni eða finnist hún hafa áhrif á störf sín. Kúgandi tilfinninganæmi Hinu hefur Gyða meiri áhyggjur af, að „trig- ger warnings“ og skyld fyrirbrigði geti orðið að tæki valdamikils meirihluta til að hefta minnihlutann. Hún minnist atviks sem kom Fórnarlambakynslóðin EITTHVAÐ UNDARLEGT VIRÐIST Á SEYÐI Í BANDARÍKJUNUM. SUMIR LÝSA ÞVÍ ÞANNIG AÐ AUKIÐ OFSTÆKI SÉ HLAUPIÐ Í UMRÆÐUNA UM MANNRÉTTINDI OG JÖFNUÐ. PÓLITÍSKA RÉTTSÝNIN SÉ FARIN ÚT AF SPORINU OG KOMIN ÚT Í ÖFGAR. HÁSKÓLAKENNARAR ÞURFA AÐ GÆTA SÍN Á AÐ SEGJA EKKERT EÐA GERA SEM GÆTI STUÐ- AÐ NEMENDUR, „TRIGGERAГ ÞÁ EINS OG ÞAÐ ER KALLAÐ, OG MINNIHLUTAHÓPAR VIRÐAST METAST UM HVER SÉ MESTA FÓRNARLAMBIÐ. BLAÐAMAÐUR RÆDDI ÞRÓUN MÁLA VIÐ DR. GYÐU MARGRÉTI PÉTURSDÓTTUR EN HÚN SEGIR M.A. AÐ MEÐ NÝJUM MIÐLUM SÉ RÖDDUM FLEIRI HÓPA AÐ TAKAST AÐ KOMAST UPP Á YFIRBORÐIÐ. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það er einkenni á öllum svona samfélagsbreytingum að það tekur tíma að finna jafnvægið. Þar geta hinar svokölluðu öfgar gegnt því hlutverki að vera eins konar ísbrjótur,“ segir Gyða Pétursdóttir. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.