Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 55
Það er augljóst að þessir listamenn sem eiga verk hér velja málverkið vegna þess að það talar til kynslóðar þeirra.“ Mikill áhugi nú á málverki – Forstöðumenn myndlistarstofnana hafa fengið að heyra að þeir sinni málverkinu lít- ið. Nú síðast fagnaði Einar Hákonarson því að vera boðið að sýna á Kjarvalsstöðum eftir langt hlé og sagði málverkinu hafa verið haldið utan safnanna. „Við höfum sýnt mikið af málverki á Kjar- valsstöðum og því hef ég verið nokkuð laus við þá gagnrýni. Þessar deilur um málverkið hafa staðið lengi; ég er af þeirri kynslóð að þegar ég var upp úr tvítugu voru vinir mínir í myndlist í miðju deilnanna um nýlistadeild- ina í MHÍ og málverkið. Það er orðið svo feikilega langt síðan að mér finnst vera kom- inn tími til að taka nýjan pól í hæðina.“ Talið berst að áherslum kynjanna og í ljós kemur að um fjörutíu prósent sýnenda á báð- um hlutum Nýmálað eru konur. Því er eng- inn sláandi munur. „Hins vegar eru aðeins sjö af 27 lista- mönnum á þessum fyrri hluta sýningarinnar konur, hér í Hafnarhúsinu. Kynjaskiptingin er nokkuð jöfn á Kjarvalsstöðum, á seinni hluta sýningarinnar. Við vitum ekki enn hvað við getum lært á þessari sýningu en ég tel að ýmislegt forvitnilegt eigi eftir að koma í ljós. Fyrir nokkrum árum settum við hér upp sýninguna Ljóslitlífun, með verkum ungra listamanna sem nálguðust málverkið á per- sónulegan hátt, og hún var mjög vinsæl og höfðaði til ungs fólks. Með þeirri kynslóð held ég að aldursdreifing þeirra sem hafa áhuga á málverki hafi orðið miklu breiðari. Það er athyglisvert sem ég hef heyrt utan að mér, að það er mikill áhugi nú í Lista- háskólanum á málverki, miklu meiri en fyrir nokkrum árum …“ Hafþór nefnir dæmi um málverkasýningar um þessar mundir í mörgum helstu söfnum Vesturlanda. „Söfnin eru að bregðast við áhuga fólks,“ segir hann. 245 sýningar á vaktinni Í haust eru tíu ár síðan Hafþór tók við stöðu forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur. Sam- kvæmt reglum borgarinnar var hann þá ráð- inn til fimm ára og einungis mátti framlengja ráðningartímann einu sinni. Hann lætur því af störfum í haust. Er þetta síðasta sýningin sem hann setur saman í safninu? „Nei, sú síðasta verður sýning á verkum Richards Serra sem verður opnuð hér í Hafnarhúsi í maí og tengist 25 ára afmæli Áfanga, hins mikla verks hans í Viðey. Við sýnum grafísk verk og teikningar sem Serra gerði í tengslum við það. Grafísku verkin eru í eigu Landsbankans en teikningarnar í eigu Listasafns Íslands.“ Ef horft er út um gluggann á skrifstofu Hafþórs, þar sem við sitjum nú, má sjá glitta í stuðlabergspörin voldugu sem Serra kom fyrir í Viðey. Verður þá fljótlega auðlýst eftir nýjum forstöðumanni? „Ég læt af störfum 31. ágúst – það er eins gott að það er 31 dagur í þeim mánuði því ég á eftir að gera svo mikið,“ segir Hafþór og brosir. „Ný manneskja mun taka við 1. sept- ember. Ég geri ráð fyrir að staðan verði aug- lýst í mars. Þetta eru spennandi tímar. Nú eru nýir safnstjórar í Gerðarsafni og á Akureyri, fyrir ekki svo löngu var skipt um í Hafnarborg, svo er nýtt fólk í leikhhúsunum. Það er spennandi endurnýjun í þessum menning- arstofnunum.“ – Þessi tíu ár hljóta að hafa verið mikill annatími. Er ekki eins með þessa menning- arstofnun og aðrar hér á landi: of fátt fólk að sinna mörgu? Hér eru margir salir og sífellt nýjar sýningar; Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn, þið sjáið líka um opinber listaverk borgarinnar. Hafþór kinkar kolli. „Það er mjög margt undir. 245 sýningar hafa verið settar upp hér á minni vakt. Við munum hafa gefið út 25 bækur, sjálf og í samstarfi við aðra. En við gerum ekki bara sýningar heldur er það líka öll þessi vinna sem fer fram hér bak við tjöldin og fólk gerir sér ekki grein fyrir. Til dæmis hefur feikilega mikil vinna verið und- anfarin fimm eða sex ár með safneignina. Við settum um 9.000 verk úr safneigninni á vef- síðu okkar, hvert verk hefur verið ljós- myndað faglega, síðan er það öll skráning- arvinnan, það þarf að mæla verkin og setja saman upplýsingar um þau. Þessi faglega vinna á sér öll stað innan safnsins. Á næstu vikum munum við síðan opna nýja vefsíðu með upplýsingum um allar sýn- ingar safnsins frá 1973. Þær eru hátt í eitt þúsund talsins.“ Og hann sýnir blaðamanni efnismikinn vefinn. Meðal annars mun fólk nú hafa þar aðgang að um 900 sýningar- skrám sem hafa verið skannaðar inn. Maður verður að finna leiðir – Snýst stór hluti starfsins ekki um glímu um peninga, til að halda þessari miklu menn- ingarstofnun í borginni gangandi? „Jú, vissulega. Ég var búinn að vera hér í þrjú ár þegar hrunið skall á okkur. Ég ákvað þá að fagdeildirnar héldu sínu striki, enda var ekki hægt að minnka þær, en við þurft- um að skera féð til sýningahalds niður um fjörutíu prósent. Samt að halda dampi.“ Hann hristir höfuðið við endurminninguna. „Ef maður nær ekki að halda úti góðri sýn- ingadagskrá þá þarf að finna einhvern annan í verkið, maður verður einfaldlega að finna leiðir. Það var ekki bara að framlögin frá borginni minnkuðu, heldur drógust allar sér- tekjur saman, af vörusölu, útleigu á húsnæði og svo framvegis. En við höfum getað haldið áfram að sýna, innlenda sem erlenda lista- menn, með því að fara til dæmis út í meiri samvinu við erlend söfn. Við höfum fundið leiðir og reynt að fara þangað sem pening- arnir eru. Okkur hefur tekist að fjármagna flutning á sýningum, sem er stór kostn- aðarliður, til að mynda með því að fara í samvinnu við réttu aðilana. Svo tókum við upp aðgangseyri að nýju en hann hafði verið felldur niður í góðærinu, sem var jákvætt enda hafði aðsóknin aukist um áttatíu prósent. Aðsókn dróst saman þeg- ar við tókum aðgangseyrinn aftur upp en er að aukast aftur; nú heimsækja yfir 200.000 manns safnið árlega. Við fáum töluverðar tekjur af því.“ Varðandi sýningar á erlendri myndlist í sölum safnsins segir Hafþór að Listasafn Reykjavíkur sé langstærsta myndlistarsafn á landinu og hann telji það vera eitt hlutverka þess að kynna fyrir gestum hvað sé að ger- ast erlendis á þessu sviði. Listasafn Íslands sinni einnig þessu mikilvæga hlutverki. „Íslendingar þurfa að geta fylgst með,“ segir hann. „Ekki síst eftir hrunið, þegar fólk hafði minni tækifæri til að fylgjast með erlendis. Okkur vantar ekki áhugaverða ís- lenska listamenn, við höfum nóg að sýna, en við þurfum að hafa safnið opið fyrir heim- inum. Við það verða líka til alls kyns tengsl sem koma íslenskum listamönnum líka til góða. Ég er hreykinn af mörgu sem við höfum gert hér á undanförnum árum og eitt af því er Talks eða Umræðuþræðir, sem er sam- vinnuverkefni með Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar og Listaháskólanum. Við fáum toppfólk að utan til að koma inn í um- ræðuna hérna, til að halda opinn fyrirlestur, ræða við nemendur LHÍ og þá er farið með gestina í vinnustofuheimsóknir til listamanna út um allan bæ til að listamenn geti átt við þá samtal. Stór og afar mikilvægur hluti af starfi fólks í safni sem þessu er að vera í sam- skiptum við fólk erlendis. Því er líka mik- ilvægt að þeir sem eru í starfi sem þessu séu talsvert á faraldsfæti. Það hefur dregist mjög saman eftir hrunið en ég vona að hver sá sem tekur við af mér muni halda áfram að vinna í því að styrkja tengslanet safnsins.“ Mörg og spennandi tækifæri Hafþór segir að ekkert sé ákveðið um það hvað taki við eftir 31. ágúst þegar hann kveður Listasafn Reykjavíkur. „Ég er meira að hugsa um allt það sem ég þarf að gera hér áður en ég hverf af vett- vangi. Tækifærin hér í safninu eru svo mörg og spennandi,“ segir hann. „Vissulega eru ýmsir spennandi mögu- leikar fyrir mig í framhaldinu, til dæmis áfram í safnstjórnun og þá erlendis. Mig langar að vinna að ýmiskonar verkefnum, sýningum og rannsóknum sem ég er kominn af stað með og langar að vinna áfram úr og koma á prent. Nú standa mörg verkefni opin og það er lúxus að geta haldið þeim opnum.“ Áður en Hafþór var ráðinn að Listasafni Reykjavíkur starfaði hann hjá Listráði Cam- bridgeborgar í nágrenni Boston. Þá flutti hann heim ásamt Söruh Brownsberger eig- inkonu sinni en þau eiga tvær tvær dætur. Kemur til greina að snúa til Bandaríkjanna? „Það er allt opið, við fylgjumst með hvað er að gerast vestanhafs og annars staðar á Norðurlöndum. Það flækir málin að nú eig- um við barnabörn á Íslandi. Það var lúxus að koma heim þegar báðir foreldrar mínir voru á lífi og geta verið nálægt þeim. Nú eru þau bæði látin en barnabörnin komin í heiminn. Það vaxa ný blóm, nýjar jurtir skjóta rótum. Hvað sem verður viljum við Sarah vera ná- lægt íslenskri flugleið,“ segir Hafþór. „Peacock, Self portrait with strap on,“ eftir Guðnýju Kristmannsdóttur. Nokkur verkanna á sýningunni Nýmálað I í Hafnarhúsinu. „Módernismi“ eftir Kjartan Ólason. „Marlboro“ eftir Magnús Helgason. Ein portrettmynda Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur. * Ég var búinn aðvera hér í þrjú árþegar hrunið skall á okk- ur. Ég ákvað þá að fag- deildirnar héldu sínu striki, enda var ekki hægt að minnka þær, en við þurftum að skera féð til sýningahalds niður um fjörutíu prósent. Samt að halda dampi. 8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.