Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015
Bækur
Gula spjaldið í Gautaborg,Þín eigin þjóðsaga og Vís-indabók Villa 2 voru með-
al tíu mest seldu bóka á síðasta ári.
Það er óalgengt að barnabækur
raði sér svo ofarlega á lista yfir
mest seldu bækur hér á landi þeg-
ar teknir eru saman allir flokkar
yfir allt árið. Í það minnsta komust
ekki svona margar bækur ætlaðar
börnum og ungmennum á topplist-
ann árin á undan.
Að sögn Bryndísar Loftsdóttur,
starfsmanns Félags bókaútgefenda,
er tilfinning bókaútgefenda sú að
barna- og ungmennabækur séu í
mikilli sókn. „Við merkjum aug-
ljósan kipp í lesefni fyrir börn og
ungmenni, bæði í aukinni útgáfu og
sölu.“
Bryndís segir þessa þróun, þ.e.
aukna útgáfu barnabóka og aukna
sölu, ríma við þróun sem átt hefur
sér stað í Svíþjóð. Á síðasta ári
hafi sala á bókum fyrir börn og
ungmenni í Svíþjóð aukist langt
umfram aðra flokka.
„Svíar telja að helsta ástæða
þess að bækur fyrir börn og ung-
menni seljist svo vel nú sé slæm
útkoma sænskra grunnskólanema
úr PISA-rannsókninni, sem fékk
mikla umfjöllun þar. Nærtækasta
skýringin á þessari söluaukningu
er talin vera sú að foreldrar séu að
bregðast við þessari slæmu útkomu
og fregnum af minnkandi lesskiln-
ingi.“
Hún bendir einnig á að vegur
barnabókmennta hafi verið að
aukast hér á landi, en á síðasta ári
var bætt við flokki barnabóka inn-
an Íslensku bókmenntaverð-
launanna. Tímakistan eftir Andra
Snæ Magnason hlaut verðlaunin
fyrir árið 2013 en Hafnarfjarð-
arbrandarinn eftir Bryndísi Björg-
vinsdóttur hlaut verðlaunin í þess-
um flokki árið 2014.
Barnabók hefur þó aldrei náð að
vera mest selda bókin yfir heilt ár.
Arnaldur Indriðason og Yrsa
Sigurðardóttir hafa verið nefnd
kóngur og drottning íslenskra met-
sölulista. Nafngiftin er engin til-
viljun því bækur eftir þau hafa
raðað sér í efstu sæti topplistans
síðustu ár. En reyndar mætti jafn-
vel frekar segja að Óttar Sveins-
son ætti tilkall til einhvers konar
titils, en Útkallsbækur hans hafa
verið fastagestir á topplistanum í
yfir tvo áratugi – geri aðrir betur.
Þegar árslistinn yfir heildarsölu
á íslenskum bókum er skoðaður
fyrir síðustu fimm ár má sjá að
bækur Arnaldar tróna þrisvar á
toppnum, árin 2010, 2013 og 2014
og bók eftir Yrsu einu sinni. Það
var árið 2011 en þá náðu tvær
bækur hennar inn á listann, í
fyrsta og tíunda sæti. Árið 2012
skákaði hins vegar Ingibjörg
Reynisdóttir bæði kóngi og drottn-
ingu og hrifsaði til sín efsta sæti
topplistans með bókinni Gísli á
Uppsölum.
Íslenskar glæpasögur hafa verið
þýddar á mörg tungumál og eru
þannig orðnar að útflutningsvöru.
Bryndís Loftsdóttir telur að ís-
lenskar barnabækur geti vel orðið
það einnig. „Það er afskaplega
ánægjulegt bæði að svona góðar
bækur skuli að koma út fyrir
þennan aldurshóp og að viðbrögðin
séu góð. Við auðvitað vonumst til
þess að það verði til að auka og
bæta þessa útgáfu sem er svo mik-
ilvæg. Og helst viljum við sjá að
hún verði jafngóð söluafurð erlend-
is og glæpasögurnar.“
KIPPUR Í SÖLU OG ÚTGÁFU BARNABÓKA
Aukinn áhugi
á barnabókum
Í Svíþjóð er talið að aukin sala á barna- og ungmennabókum sé til marks um
viðbrögð foreldra við slakri útkomu úr PISA-rannsókninni. Leiða má að því lík-
um að hið sama sé uppi á teningnum hér á landi.
Morgunblaðið/Golli
ÞRJÁR BÆKUR AF TÍU MEST SELDU Á SÍÐASTA ÁRI VORU
BARNABÆKUR. BÓKAÚTGEFENDUR MERKJA AUGLJÓSAN
KIPP Í SÖLU OG ÚTGÁFU BÓKA FYRIR BÖRN UM UNG-
MENNI. SAMA ÞRÓUN HEFUR ÁTT SÉR STAÐ Í SVÍÞJÓÐ.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Af miklum fjölda uppáhaldsbóka, sem ég
endurles reglulega, má nefna Nafn rósar-
innar e. Umberto Eco, sem fléttar saman
listilega vel gerða morðgátu við almennan
miðaldafróðleik og deilur milli ólíkra
klausturreglna um jafn fáránlegan hlut og af-
stöðu Jesú til eignarréttarins. Þar sem ég
hef alltaf haft mikinn áhuga á góðum morð-
gátum, miðöldum og trúarbragðasögu skipar
þessi bók sér ofarlega á listann yfir uppá-
haldsbækurnar.
Aðra bók má nefna en það er bókin Un-
der the Tuscan Sun e. Frances Mayes.
Ekki aðeins er þetta töfrandi ævintýrasaga
um háskólakennara sem tekur upp á því að
gera upp gamalt hús í sveitum Toscana
(löngu áður en það komst í almenna tísku)
heldur er hún full af matarlýsingum og mat-
aruppskriftum en það er efni sem ég er
mjög veik fyrir. Bókin bókstaflega gælir við
öll skilningarvitin.
Enn aðra bók má nefna sem er A Short
History of Nearly Everything e. Bill Bry-
son þar sem hann tekst það verkefni á
hendur að lýsa í einni bók því helsta sem
gerðist frá miklahvelli og þar til nútímamað-
urinn kom fram. Þetta hljómar að sjálfsögðu
eins og þrautleiðinleg vísinda- og fræði-
lesning en er það ekki. Bill Bryson er með
fyndnari höfundum, sem skilar sér í þessari
stórskemmtilegu bók.
Enn ein bók væri Gamlinginn sem
skreið út um gluggann og hvarf e. Jo-
nas Jonasson, sem ég las reyndar á frum-
málinu. Ég skellti ítrekað upp úr við lestur
hennar og geri enn við endurlestur og bara
fyrir það eitt á hún skilið að vera með í
þessari upptalningu.
BÆKUR Í UPPÁHALDI
KRISTBJÖRG STEPHENSEN LÖGMAÐUR
Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður á sér þónokkrar
uppáhaldsbækur sem hún les aftur og aftur.
Morgunblaðið/Þórður
1. Kamp Knox.
Arnaldur
Indriðason
2. DNA. Yrsa
Sigurðardóttir
3. Öræfi. Ófeigur
Sigurðsson.
4. Gula spjaldið
í Gautaborg.
Gunnar Helgason.
5. Útkall - Örlaga-
skotið.
Óttar Sveinsson.
6. Þín eigin þjóðsaga.
Ævar Þór Benediktsson.
7. Vísindabók Villa 2.
Vilhelm Anton
Jónsson.
8. Saga þeirra,
saga mín.
Helga Guðrún Johnson.
9. Sveitin í sálinni.
Eggert Þór Bernharðsson.
10. Ljónatemjarinn.
Camilla Läckberg.
TOPPLISTINN 2014
1. Skuggasund.
Arnaldur
Indriðason
2. Lygi. Yrsa
Sigurðardóttir
3. Vísindabók
Villa. Vilhelm
Anton Jónsson.
4. Veisluréttir
Hagkaups.
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir.
5. Guðni: léttur í
lund. Guðni Ágústsson.
6. Lágkolvetna lífsstíllinn.
Gunnar Már Sigfússon.
7. Fiskarnir hafa enga fæt-
ur. Jón Kalman Stefánsson.
8. Útkall: lífróður. Óttar
Sveinsson.
9. Rangstæður í Reykja-
vík. Gunnar Helgason.
10. Hemmi Gunn:
sonur þjóðar. Orri Páll
Ormarsson.
TOPPLISTINN 2013
1. Gísli á
Uppsölum.
Ingibjörg Reyn-
isdóttir.
2. Reykjavíkurnætur.
Arnaldur Indriðason.
3. Kuldi.
Yrsa Sigurðardóttir.
4. Hárið.
Theodóra Mjöll.
5. Grillréttir
Hagkaups.
Hrefna Rósa
Sætran.
6. Heilsuréttir
fjölskyldunnar.
Berglind Sigmarsdóttir.
7. Iceland Small World.
Sigurgeir Sigurjónsson.
8. Fimmtíu gráir skuggar.
E.I Jones.
9. Ósjálfrátt.
Auður Jónsdóttir.
10. Húsið.
Stefán Máni.
TOPPLISTINN 2012
1. Brakið.
Yrsa Sigurðar-
dóttir.
2. Einvígið. Arnaldur
Indriðason.
3. Gamlinginn sem
skreið út um gluggann.
Jonas Jonasson.
4. Heilsuréttir
Hagkaups. Sól-
veig Eiríksdóttir.
5. Stóra Disney
köku- og brauðbókin.
Disney.
6. Útkall: ofviðri í
Ljósufjöllum.
Óttar Sveinsson.
7. Hollráð Hugos.
Hugo Þórisson.
8. Málverkið. Ólafur Jóhann
Ólafsson.
9. Hjarta mannsins. Jón
Kalman Stefánsson.
10. Ég man þig. Yrsa
Sigurðardóttir.
TOPPLISTINN 2011
1. Furðustrandir.
Arnaldur
Indriðason.
2. Léttir réttir Hag-
kaups. Friðrika Hjördís
Geirsdóttir.
3. Ég man þig. Yrsa
Sigurðardóttir.
4. Stóra Disney-matreiðslu-
bókin. Ýmsir höfundar.
5. Gunnar Thoroddsen.
Guðni Th. Jóhannesson.
6. Eyjafjallajökull. Ari
Trausti Guðmundsson og Ragn-
ar Th. Sigurðsson.
7. Lífsleikni Gillz.
Egill Gillz Einarsson.
8. Svar við bréfi
Helgu. Bergsveinn
Birgisson.
9. Hreinsun. Sofi
Oksanen.
10. Bók fyrir forvitnar
stelpur! Þóra Tómasdóttir og
Kristín Tómasdóttir.
TOPPLISTINN 2010