Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Gatnamót Grensásvegar og Miklu- brautar eru hættulegustu gatna- mót höfuðborgarsvæðisins und- anfarin fimm ár. Í skýrslu sem Samgöngustofa er að vinna um umferðarslys á árinu 2014 kemur þetta fram. Alls urðu 162 slys og óhöpp á gatnamótunum. Alls urðu 19 slys þar sem meiðsli á fólki eru skráð. Gatnamótin hafa verið hættu- legustu gatnamót landsins mörg undanfarin ár en þau voru einnig í efsta sætinu yfir slys frá 2008- 2012. Miklabraut tengist gatnamót- um í þremur efstu sætunum Miklabraut sker sig töluvert úr sem hættulegasta gata borgar- innar en hún tengist gatnamótum í þremur efstu sætunum þegar kemur að slysum og óhöppum með og án meiðsla á þessu fimm ára tímabili. Ein helsta skýringin á þessu er auðvitað sú að Mikla- brautin er helsta umferðaræð borgarinnar og um hana fara þús- undir ökutækja á hverjum sólar- hring. Önnur hættulegustu gatnamótin á höfuðborginni eru Miklabraut/ Kringlumýrarbraut en 160 slys og óhöpp urðu þar með og án meiðsla. Séu aðeins slysin skoðuð þar sem urðu meiðsli á fólki eru gatnamótin í 11. sæti með níu slys á fólki. Topp tíu listann yfir hættuleg- ustu gatnamót höfuðborgarsvæðið má sjá efst á síðunni. Þegar litið er til slysa með meiðslum lítur listinn aðeins öðru- vísi út, en þó eru gatnamót Miklu- brautar og Grensásvegar einnig efst á lista því þar urðu 19 slys með meiðslum á síðustu fjórum árum. Gatnamótin við Háaleitisbraut og Miklubraut eru í öðru sæti með 17 slys eins og gatnamótin við Reykjanesbraut og Bústaðaveg. Önnur tenging Hafnarfjarðar við Reykjavík, gatnamótin við Hraun- brún og Reykjavíkurveg og Flata- hraun og Reykjavíkurveg, eru í fjórða sæti með 16 slys. Gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar hættulegust  Alls eru skráð 19 slys þar sem fólk hefur meiðst  Miklabrautin er tjónahæst Hættulegustu gatnamótin í þéttbýli Slys og óhöpp, með og án meiðsla 2010-2014 Reykjavík Grensásvegur / Miklabraut 162 Reykjavík Miklabraut / Kringlumýrarbraut 160 Reykjavík Háaleitisbraut / Miklabraut 137 Reykjavík Njarðargata / Hringbraut 113 Hafnarfjörður Flatahraun / Bæjarhraun 97 Slys með meiðslum 2010-2014 Reykjavík Grensásvegur / Miklabraut 19 Reykjavík Háaleitisbraut / Miklabraut 17 Reykjavík Reykjanesbraut / Bústaðavegur 17 Hafnarfjörður Hraunbrún / Reykjavíkurvegur / Flatahraun / Reykjavíkurvegur 16 Reykjavík Háaleitisbraut / Bústaðavegur 12 Morgunblaðið/Golli Varasöm gatnamót Flest slysin í höfuðborginni verða á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Grímur Sæmundsen, formaður Sam- taka ferðaþjónustunnar (SAF), sem jafnframt er formaður Valsmanna hf., og Helga Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri SAF, fóru fyrr í vik- unni á fund Ólafar Nordal innanrík- isráðherra þar sem m.a. málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd. Ráðherranum var afhent bréf frá SAF þar sem þess var farið á leit við ráðherrann að hún tæki „málefni flugbrautar 06/24 á Reykjavíkur- flugvelli upp við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að tryggja flugöryggi á flugvellinum og jafnframt verði kannað innan ráðuneytisins hvort Reykjavíkurborg hafi heimild til að taka jafn afdrifaríka ákvörðun um þetta mikilvæga samgöngu- mannvirki og raun ber vitni um“, eins og segir orðrétt í bréfi SAF. Grímur var í gær spurður hvort hann bæri ekki kápuna á báðum herðum, varðandi það að vera for- maður SAF, sem berst fyrir óbreytt- um Reykjavíkurflugvelli, og formað- ur Valsmanna hf., sem vegna bygg- ingaráforma sinna á Hlíðar- enda vilja neyð- arbrautina 06/24 burt: „Nei, það geri ég ekki. Vals- menn hf. og Knattspyrnu- félagið Valur eru ekki að berjast gegn þessari braut. Valsmenn, sem eru hluti af Knatt- spyrnufélaginu Val, hafa unnið að samstarfi og samningum við Reykja- víkurborg vegna þessa verkefnis í 12 ár. Afstaða Samtaka ferðaþjónust- unnar í flugvallarmálinu er alveg skýr,“ sagði Grímur. Málið er á verksviði stjórnvalda Grímur lagði áherslu á að flugvall- armálið sneri ekki að Val og Vals- mönnum hf. „Þetta mál er á verk- sviði stjórnvalda að leysa. Það er ekki svo að Valur og Valsmenn séu að berjast fyrir því að flugvöllurinn eða þessi varabraut fari,“ sagði Grímur. Hann var spurður hvort það myndi ekki hafa áhrif á bygging- aráform Valsmanna ef 06/24-brautin færi ekki: „Þá verður það eitthvað sem Valsmenn verða að eiga um við Reykjavíkurborg. Valsmenn eru ekki í neinni forystu um það að vera á móti Reykjavíkurflugvelli, síður en svo,“ sagði Grímur. Meðal þess sem segir í ályktun SAF frá í fyrra er: „Aðalfundur SAF haldinn 10. apríl 2014 skorar á forsvarsmenn Reykja- víkurborgar að láta af andstöðu sinni við Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Það er í beinni andstöðu við þá sátt sem verið hefur í þjóðfélaginu um Reykjavík sem höfuðborg lands- manna allra að vinna markvisst að því að þrengja svo að einu mikilvæg- asta samgöngumannvirki landsins að það geti ekki á löglegan hátt sinnt hlutverki sínu, hvorki til almanna- samgangna né til sjúkraflugs.“ Ekki fékkst samband við innan- ríkisráðherra vegna málsins í gær. SAF leituðu til ráðherra vegna flugvallarins  Grímur Sæmundsen er formaður SAF og Valsmanna hf. Grímur Sæmundsen Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Allmörg skip úr loðnuflotanum voru í gær við loðnuleit í Víkurál og víðar út af Vestfjörðum og fleiri voru á leið- inni. Lítið sást af loðnu. Tvö skip köstuðu þó í gær og annað fékk eitt- hvað á annað hundrað tonn. „Það er skítabræla og við erum að dóla í skjól núna. Það er lítið að sjá og það litla sem sést stendur neðarlega,“ sagði Gísli Garðarsson, skipstjóri á Kap frá Vestmannaeyjum, í gær- kvöldi. Gísli sagði að það væri furðulegt háttalag hjá loðnunni að hanga svona niðri. Hún geri það að vísu þegar hún fer að hrygna. Hann vonaðist til að ekki væri alveg komið að því. Hugs- anlega gæti mikill straumur á þessari slóð verið skýringin. Loðnuvertíðin hefur verið ein- kennileg. „Hún er búin að vera lengi fyrir norðan og svo hafa komið spýjur með suðurströndinni. Veðrið hefur líka farið með þetta hjá okkur.“ Spáin er ekki góð fyrir helgina en loðnuskipin verða klár til veiða um leið og veður gefur enda ekki víst hversu margir dagar eru eftir. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Loðna Enn er hráefni í verksmiðjum. Loðnan hangir neðarlega Spáð er sunnan- og suðvestanátt um helgina með éljagangi eða snjó- komu á Suður- og Vesturlandi. Bú- ist er við bjartviðri á Norðuraustur- og Austurlandi. Heldur kólnar á sunnudag. Umhleypingar í veðri halda áfram. Veðurstofan spáir suðaustan hvassviðri eða stormi með snjó- komu eða slyddu á þriðjudag. Veð- ur fer hlýnandi, í bili, og sums stað- ar verður rigning á láglendi. Aftur kólnar á miðvikudag. Lík- ur eru á að þá gangi í hvassa norð- anátt á austurhelmingi landsins með snjókomu. Enn spáð hvassviðri eftir helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.