Morgunblaðið - 07.03.2015, Page 26

Morgunblaðið - 07.03.2015, Page 26
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Íslenskir vinstrimenn erufarnir ræða um samstarfflokka sinna á nýjan hátt. Ístað þess að vera uppteknir af hugmyndinni um sameiningu allra vinstri flokka og félagshyggjumanna undir einum hatti, á sú skoðun nú vaxandi fylgi að fagna, að það geti skilað betri ár- angri að starfa í mörgum flokkum og samtökum. Að- alatriðið sé að ná málefnalega sam- an um stjórn eða andstöðu í sveit- arstjórnum, rík- isstjórn og á Al- þingi. Skýrasti vitnisburður um þessi veðrabrigði í vinstri pólitíkinni er grein sem þungavigtarkona í Samfylkingunni, Margrét S. Björnsdóttir, birti í Fréttablaðinu fyrr í þessari viku. Margrét sagði þar að það væri ekki nauðsynlega slæmt fyrirkomulag að vinstri menn störfuðu í fjórum flokk- um eins og nú væri. Þegar horft er um öxl, horft er til þess hve „sameiningarmálin“ hafa verið fyrirferðarmikil í sögu vinstri hreyfingarinnar á Íslandi áratugum saman, má segja að hér sé um merki- leg tímamót að ræða: ný hugsun og ný nálgun virðist vera að leysa af hólmi gamla hugmynd sem hefur ver- ið svo áleitin og yfirþyrmandi í stjórnmálunum að tala má um mein- loku eða þráhyggju. Sjálf hafði Mar- grét sig mjög í frammi í umræðum um sameiningu vinstri manna fyrr á tíð og var mjög virk og áhrifamikil í því starfi öllu. Fullvíst má telja að skrif hennar nú endurspegli þau við- horf sem nú eru að ryðja sér til rúms meðal vinstri manna. Segja má að umræðan um nauð- syn sameiningar vinstri manna í einn flokk hafi byrjað þegar eftir að kommúnistar klufu sig út úr Alþýðu- flokknum 1930. Þá var mikið talað um að allir jafnaðarmenn og verkalýðs- sinnar ættu að vera í einum flokki. Næstu áratugi voru gerðar ýmsar til- raunir í þessa átt. Þannig urðu Sósí- alistaflokkurinn, Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna til á landsmálavettvangi. Ekki tókst þeim að sameina vinstri menn. Meiri árangur varð í sveitarstjórnum víða um land, en yfirleitt tímabund- inn. Stærsti viðburðurinn var stofnun Reykjavíkurlistans 1994 en sá listi stjórnaði höfuðborginni í tólf ár. Þá var komin þreyta í samstarfið og óánægja með miðstýringuna og flosn- aði framboðið upp. Á landsvettvangi urðu stærstu tíðindin í þessum mál- um um aldamótin þegar höfuðflokkar vinstri manna, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið, drógu sig í hlé og studdu stofnun Samfylkingarinnar. En ekki tókst sú sameining þó betur en svo að róttækasti hluti Alþýðu- bandalagsins vildi ekki ganga til liðs við nýja flokkinn og stofnaði Vinstri hreyfinguna – grænt framboð. Flokkshollusta á undanhaldi Eftir skipbrot vinstri stjórnar þessara flokka í síðustu þingkosn- ingum og stofnun nýrra vinstri flokka hófust aftur umræður um það að þessir flokkar ættu allir heima undir sama þaki. Ekkert hefur af þeirri umræðu leitt og nú virðast ráðandi menn í vinstri hreyfingunni vera bún- ir að átta sig á því að sannleikurinn býr ekki í flokkum, heldur í fólki með einbeittan ásetning og skýr markmið. Margrét orðar þetta svo að flokk- arnir fjórir höfði til mismunandi, en mikilvægra hópa vinstra megin við miðju, eitthvað sem einn flokkur myndi ekki gera. Flokkshollusta sé á undanhaldi og kjósendur vilji geta valið sér mismunandi áherslur á mis- munandi tímum. Sú gamla hugsun að fólk í öðrum vinstri flokki sé and- stæðingur sé liðin undir lok. Það sýni best nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur. „Ég held því að við eig- um að horfa á þessa flokka sem bræðra- og systraflokka, þar sem vilji kjósenda á hverjum tíma ræður hvaða áherslur vega þyngst,“ segir Margrét og boðar samstarf í stað sameiningar. Líta nú á sameiningu sem gamla meinloku Morgunblaðið/Árni Sæberg Sameiningin mikla Össur Skarphéðinsson ávarpar stofnfund Samfylk- ingarinnar fyrir fimmtán árum. Vinstri menn væntu mikils af flokknum. 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Björgunar-sveitar-menn hafa staðið í ströngu í vetur enda hefur hvert illviðrið rekið annað. Framlag björg- unarsveitanna til þess að tryggja öryggi við erfiðar að- stæður er ómetanlegt og ekki má gleyma því að iðulega leggja liðsmenn þeirra sig í hættu við að bjarga þeim sem eru hætt komnir. Þeir sem búa á Íslandi ættu að þekkja íslenska nátt- úru og hafa vit á því að fara sér ekki að voða. Það sama er kannski ekki hægt að segja um ferðamenn og því er brýnt að gera þeim grein fyr- ir þeim aðstæðum, sem hér geta skapast nánast fyr- irvaralaust og hversu mik- ilvægt er að kynna sér færð og spár um veður áður en lagt er í hann. Í gærmorgun var greint frá því á mbl.is að tveir skíða- menn hefðu haft samband við Neyðarlínuna og óskað eftir hjálp til að komast til byggða. Vissulega mætti tína til fjölda sambærilegra frétta frá undanförnum mánuðum, en þessi hafði þó sérstöðu. Ferðamennirnir höfðu nefnilega neitað að fara með björgunarsveitarmönnum til byggða á þriðjudag þegar fé- lagi þeirra var sóttur veikur á jökulinn. Björgunarsveitarmenn- irnir gerðu mönnunum tveimur grein fyrir því að von væri á illviðri og spáin væri slæm næstu daga, en þeir neituðu að koma niður af jöklinum og aftóku að færa sig neðar. Þegar þeir sendu út neyð- arkallið í gær höfðu þeir misst allt ofan af sér, tjald og annan búnað, eins og það var orðað í fréttinni. Þessum mönnum þurfti sem sagt að bjarga tvisvar. Í umsögn Slysavarna- félagsins Landsbjargar við frumvarp Alþingis til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til að vernda nátt- úru og minjar kemur fram að í fyrra sinntu björgunar- sveitir félagsins 2.500 „atvik- um“ þar sem ferðamenn áttu í hlut. Kemur fram að rúm- lega 6.000 ferðamenn hafi komið við sögu í þessum til- vikum. Af þessum 2.500 skiptum, sem björgunar- sveitirnar voru kallaðar til voru, að sögn Jóns Svanbergs Hjartarsonar, framkvæmd- arstjóra Landsbjargar, um þúsund útköll boðuð með for- gangi. Þá má ekki gleyma því að Ís- lendingar ferðast einnig meira en áður og eru iðnari við að ganga á fjöll og ferðast um óbyggðir. Oft reynast útköll léttvæg eins og þegar erlend ferða- kona tók þátt í leit að sjálfri sér, en oftar er háski á ferð jafnvel lífsháski. Lýsingin á aðstæðum mannanna tveggja, sem í gær biðu björgunar á Vatnajökli, var skelfileg. Það eru til takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á björgunarsveitirnar. Útköll við tvísýnar aðstæður valda ekki bara álagi á liðsmenn þeirra, sem ekki má gleyma að sinna björgunarverk- efnum í sjálfboðavinnu, held- ur einnig fjölskyldur, sem bíða heima í óvissu. Þá hlýtur að reyna að þolinmæði vinnu- veitenda gagnvart því að leyfa starfsmönnum ítrekað að fara úr vinnu. Í það minnsta er ljóst að brýnt er að hægt verði að fækka útköllum. Annað mál er hvernig það verður gert. Augljóst er að meiri áherslu þarf að leggja á að upplýsa ferðamenn um hætturnar, sem leynast hér á landi, sér- staklega að vetrarlagi. Landsbjörg og fleiri standa að verkefni, sem nefnist Safetravel og sér meðal ann- ars um að koma upplýsingum til skila í gegnum samnefnda vefsíðu og á skjáum á áning- arstöðum víða um landið. Á vefsíðunni er hægt að fá upp- lýsingar um færð og veður hverju sinni auk þess sem rækilega er fjallað um nauð- synlegan búnað og mikilvægi þess að gera ferðaáætlun og láta vita af fyrirætlunum sín- um. Það er hins vegar spurning hvort slíkar upplýsingar nái í raun í gegn til þeirra, sem sárasjaldan hafa verið í um- hverfi sem ekki er af mönn- um gert; þeim, sem alltaf hafa haft þægindi siðmenn- ingarinnar innan seilingar, sé fyrirmunað að átta sig á hvað náttúran getur verið óblíð. Kannski er kominn tími til að setja verðmiða á útköll og mætti þá byrja á tilfellum þegar ferðamenn komast í sjálfheldu við aðstæður sem voru fullkomlega fyrirsjáan- legar. Í það minnsta er ljóst að takmörk eru fyrir því til hvers er hægt að ætlast af björgunarsveitunum. Kallaðar til 2.500 sinnum í fyrra vegna ferðamanna} Álag á björgunarsveitir Þ að hefur verið forvitnilegt að fylgj- ast með kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar verða haldnar þar í landi í byrjun maí. Samkvæmt skoðanakönnunum er ekki teljandi munur á fylgi Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins, en það má vera að með síðasta útspili sínu hafi David Cameron for- sætisráðherra skotið sig í fótinn og þar með fært Ed Miliband, leiðtoga Verkamanna- flokksins, forskot á silfurfati. Downingstræti sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni, þess efnis að Cameron væri reiðubú- inn til að taka þátt í einum kappræðum, og að- eins einum, við leiðtoga þeirra sex flokka sem BBC hefur samþykkt til þátttöku. Í samtali við fjölmiðla sagðist Cameron með þessu vilja höggva á þann hnút sem hefði myndast í sam- bandi við kappræðurnar og lagði sökina á því að ekki hefði nást samkomulag um fyrirkomulag að fótum sjón- varpsstöðvanna. Samstarfsnefnd sjónvarpsstöðvanna fjögurra sem hugðust sýna frá kappræðunum; BBC, ITV, Channel 4 og Sky News, höfðu lagt til þrennar kappræður. Tvennar sjöleiðtogaviðræður og eitt einvígi milli Camerons og Milibands. Fram að þessum óvænta leik Downingstrætis hafði manni virst sem forsætisráðherrann hefði ákveðna vigt, gravitas, umfram Miliband. Nú hefur þetta snúist við, en andstæðingar Camerons hafa stigið fram hver á fætur öðrum og sakað forsætisráðherrann um frekju og kjark- leysi. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hefur lýst sig viljugan til að mæta Miliband telji Cameron sig of upptekinn til þess, en hann hefur jafnframt skotið á íhalds- menn fyrir að setja mönnum afarkosti og sagt þá hegða sér „eins og þeir séu að panta drykk í stássstofu Downton Abbey“. Sá sem stendur með pálmann í höndunum er hins vegar Mili- band, sem benti á að forsætisráðherrann væri að ganga á bak orða sinna og skoraði hann hreinlega á hólm: „Ég skal í kappræður við hann hvenær sem er, hvar sem er.“ Þegar þetta er ritað er óvíst um fram- haldið. Menn halda því fram að Cameron þori einfaldlega ekki í Miliband, en það er undir sjónvarpsstöðvunum komið hvernig spilast úr stöðunni. Nigel Farage, leiðtogi UKIP, er meðal þeirra sem hafa hvatt stöðvarnar til að halda sig við upphaflegar áætlanir, óháð þátttöku Came- rons. Yrði þeim fram haldið þyrfti forsætisráðherrann að gera upp við sig hvort hann játaði sig sigraðan og mætti eða léti stól sinn standa auðan í upptökuverinu. Menn hafa dregið í efa að ríkisfjölmiðillinn BBC muni bjóða Íhaldsmönnum birginn með þessum hætti og þá hafa ein- hverjir léð máls á því að það að efna til kappræðna án þátttöku annars stóru flokkanna gæti brotið gegn reglum um hlutleysi fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Eitt er víst; þessi endavitleysa er fjarri því að þjóna kjós- endum, en það er nú það sem leiðtogarnir keppast allir við að lofa að gera. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Farsakenndur kosningaslagur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Veigamikill þáttur í sinnaskipt- um vinstri manna í „sameining- armálinu“ kann að vera sú mikla breyting sem orðið hefur á fylgi og stöðu tveggja höfuðflokka landsins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, ekki síst hins síðarnefnda. Aflvaki umræðna um sameiningu var upphaflega að jafnaðarmenn mættu ekki vera áhrifaminni en framsóknar- og sjálfstæðis- menn. Síðar mátuðu vinstri menn sig einkum við Sjálfstæð- isflokkinn sem hafði áratugum saman álíka yfirburðastöðu hér á landi, með 35-40% kjörfylgi, og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum. En þegar Sjálf- stæðisflokkurinn virðist fastur í um 25% fylgi er hann ekki sú viðmiðun sem áður var. Ekki lengur viðmiðið HORFT VAR TIL VALHALLAR Margrét S. Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.