Morgunblaðið - 07.03.2015, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015
Við eigum fleiri auðlindir en við höldum eins ogsmátt og smátt er að koma í ljós með náttúru Ís-lands, sem er með beinum hætti farin að aflaþjóðarbúinu tekna vegna heimsókna erlendra
ferðamanna, sem náttúran dregur að.
Önnur slík auðlind er vatn. Við tökum varla eftir því
hvað við eigum mikið vatn, hvað þá að við lítum á það sem
einhver verðmæti að ráði. En það er vatnsskortur víða um
heim. Í grein sem Andrés Arnalds, fagmálastjóri Land-
græðslunnar, skrifaði í Morgunblaðið í apríl 2009 vakti
hann athygli á spá OECD þess efnis að um 2030 muni
helmingur jarðarbúa, um 3,9 milljarðar, búa við ófullnægj-
andi aðgang að vatni.
Um þetta sagði Andrés:
„Stundum virðist umræðan um vatn á Íslandi og jafnvel
lög og reglur um vatn og vatnsvernd snúast fyrst og
fremst um hagsmuni vegna rafmagnsframleiðslu og í
minna mæli veiðar. Íslenzkt vatn mun í framtíðinni gegna
mun fleiri lykilhlutverkum. Erlendis er umræðan að
breytast og æ fleiri raddir heyrast um að vatn sé að taka
við af olíu sem sú náttúruauðlind, sem mannkynið muni
hafa mestar áhyggjur af.
Á sama tíma og skortur á fersk-
vatni fer vaxandi víða um heim gæti
vatn orðið ein af undirstöðum blóm-
legs efnahags á Íslandi á næstu ára-
tugum. Ekki endilega með beinum
útflutningi á vatni, því umhverfis-
kostnaður slíkra flutninga er mikill, heldur í óbeinu formi
sem grundvöllur nýrrar byltingar í framleiðslu landbún-
aðarafurða, iðnaðarvara og annars varnings, sem krefst
mikillar vatnsnotkunar.“
Fyrir einu og hálfu ári var því haldið fram í írska dag-
blaðinu Irish Times að mikil framtíð væri í matvælafram-
leiðslu þar sem íbúum jarðar mundi fjölga um 2 milljarða
fram til ársins 2050. Simon Conveney, þá landbúnaðarráð-
herra Íra, sagði þá að á árinu 2030 eða eftir 15 ár, þegar
hér er komið sögu, verði þörf fyrir 40-50% meiri mat en
nú. Hann sagði að eftirspurn yrði eftir fiski, mjólkurafurð-
um og rauðu kjöti. Stefnt væri að því að Írar auki fram-
leiðslu sína á öllum þessum sviðum.
Staðan er þá þessi: Fólki í heiminum fjölgar. Það kallar
á vaxandi eftirspurn eftir mat, sem aftur leiðir af sér
hækkandi verð á matvælum. Ekki sízt vegna þess að á
sama tíma og eftirspurn fer vaxandi þrengist að mögu-
leikum matvælaframleiðslu.
Af hverju?
Vegna þess að það er vaxandi skortur á vatni og að sögn
Andrésar Arnalds í fyrrnefndri grein notar landbúnaður
um 70% af ferskvatni heimsins.
Vatnsauðlindir Íslendinga eru því grundvöllur „nýrrar
byltingar í framleiðslu landbúnaðarafurða,“ eins og Andr-
és bendir á og vitnað var til hér að framan.
Sú sýn sem hér hefur verið vitnað til hjá sérfræðingum
á Íslandi og Írlandi hlýtur að móta nýja stefnumörkun í
málefnum landbúnaðarins á Íslandi. Þessi framtíðarsýn
hlýtur að hvetja til þess að í stað áratuga gamals karps um
hvort landbúnaður ætti yfirleitt rétt á sér verði markvisst
unnið að því af hálfu bænda sjálfra en stjórnvalda líka að
búa íslenzkan landbúnað undir þetta nýja hlutverk.
Auðvitað er ljóst að þegar ein milljón erlendra ferða-
manna er í augsýn kallar sá fjöldi þá þegar á aukna fram-
leiðslu landbúnaðarvara. En hin stærri mynd er sú, að rök-
studd ástæða er til að ætla að landbúnaðurinn verði á
næstu áratugum mjög öflug útflutningsatvinnugrein, sem
aflar þjóðarbúinu gjaldeyristekna ekki síður en sjávar-
útvegur, ferðaþjónusta og orkufrekur iðnaður.
En það þarf að vinna skipulega að því að svo verði.
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með því hvað ís-
lenzka skyrið er að ná miklum vinsældum, bæði austan
hafs og vestan, en það er að seljast fyrir um níu milljarða á
ári í útlöndum. Með vísan til þess sagði Guðni Ágústsson á
aðalfundi Samtaka afurðastöðva í
mjólkuriðnaði fyrir skömmu:
„Ég tel að mjólkuriðnaðurinn
ætti því að einsetja sér það metn-
aðarfulla verkefni að skapa útflutn-
ingsost sem væri með íslenzka
ímynd og sérstöðu og ætti svipað
erindi á erlenda markaði og íslenzka skyrið.“
En Guðni vék líka að öðrum og jafnvel enn mikilvægari
þætti þessa máls, þegar hann minnti á mikilvægi þess að
fjölskyldubúin verði áfram kjarninn í íslenzkum landbún-
aði og að þeim verði ekki rutt úr vegi með verksmiðjutækni
nútímans.
Fjölskylduframleiðsla, sem byggir á hreinu og tæru
vatni, vaxandi kornrækt vegna hlýnandi loftslags, í eftir-
sóttri náttúru þessarar norðlægu eyju, verður það vöru-
merki, sem getur hafið landbúnaðarframleiðslu hér í nýjar
hæðir.
Þetta er ekki draumsýn gamals fjósamanns. Þetta eru
raunhæf tækifæri sem blasa við.
Nú sitja við stjórnvölinn þeir tveir stjórnmálaflokkar,
sem frá upphafi hafa átt sterkastar rætur í sveitum lands-
ins. Í stað þess að vera í stöðugri vörn vegna landbúnaðar-
ins, sem er uppáhalds skotmark háskólaelítunnar, sem tel-
ur sig vera öðrum hæfari til þess að móta framtíð þjóðar-
innar en sér í raun enga aðra kosti en að hverfa í 500
milljóna mannhaf á meginlandi Evrópu, eiga Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur nú að hefja gagnsókn með
þessa framtíðarsýn í málefnum landbúnaðarins í fyrirrúmi.
Það þarf að gerast strax á þessu kjörtímabili. Það er
ekki eftir neinu að bíða.
Skynsamir stjórnendur fyrirtækja byggja vöxt þeirra á
þeim grunni, sem lagður var í upphafi. Frá því að Ísland
byggðist hefur fólkið í þessu landi lifað á landbúnaðí og
fiskveiðum.
Þær atvinnugreinar eru ekki úreltar.
Þær eiga þvert á móti mikla framtíð fyrir sér.
Vatnið grundvöllur nýrrar
byltingar í landbúnaði
Fjölgun jarðarbúa og vaxandi
skortur á vatni skapa íslenzk-
um landbúnaði ný tækifæri.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Ívikunni kom upp órói á kaffistofunni á Árnastofnun þar sem allt er aðjafnaði í föstum skorðum: Skipt hafði verið um dúk á eldhúsbekknumog mörg söknuðu þess gamla. Nývirkið dró að sér athygli, nýi lit-urinn þótti ýmist blár eða grænn og eftirsjá var að gömlu sprung-
unum. Umræðurnar staðnæmdust þó ekki fyrr en við orðið eldhúsbekkur.
Sunnlendingar þekktu það ekki, héldu að það ætti við bekk sem fólk sæti á
við eldhúsborð en fólk að norðan var með á nótunum, þekkti eldhúsbekk
sem eldhúsinnréttingu með hirslum og vaski.
Þegar þarna kom sögu birtist Guðrún Kvaran, fyrrverandi ritstjóri Orða-
bókar Háskólans (þess ber
að geta að á Árnastofnun
hættir enginn í rannsóknum
við starfslok heldur verður
mörgum mest úr verki milli
sjötugs og níræðs, án þess þó
að mæta á fundi, sinna
skýrslu- og áætlanagerð eða
skrifa umsóknir), og rifjaði upp að hún hefði spurst fyrir í þættinum um ís-
lenskt mál í útvarpinu hvort hlustendur könnuðust við orðið bekkjarýja.
Það reyndist vel þekkt á útbreiðslusvæði eldhúsbekkjarins og upp úr kafinu
kom að bekkjadrusla er líka til og eru bæði þessi orð notuð um borðtusku.
Vandinn leystist ekki með útbreiðslurannsókn því eftir sem áður var und-
arlegt að kalla eldhúsinnréttingu eldhúsbekk. Ekki var vitað um sambæri-
legt orð úr dönsku, líkt og tíðkast um orð sem eitt sinn voru hámóðins, og
orðið gat varla átt enskar rætur. Hér var úr vöndu að ráða og ekki í boði að
hringja í Árnastofnun, eins og alsiða er þegar málfarsvandamál koma upp á
kaffistofum landsins.
Snjallsímar leystu brátt úr vanda og fundu elsta dæmi um orðið á
timarit.is í Alþýðublaðinu 14. september árið 1920. Þar er sagt frá gistihúsi í
Kristianiu (þ.e. Osló) sem hafði verið kært og sektað um 1000 krónur fyrir
leiguokur; hafði leigt út tveggja herbergja íbúð með eldhúsi, tveimur stól-
um, rúmi, borði og eldhúsbekk til tíu manns sem borguðu samtals um 8000
krónur í leigu þar sem venjuleg leiga hefði átt að vera 500 krónur. Hagn-
aður gistihússins var m.ö.o. sextánfaldur miðað við það sem eðlilegt þótti
(og sló þannig íslensku bankana út, sem okra aðeins tíu sinnum meira en
bankar annars staðar á Norðurlöndum).
Í Ritmálssafni Orðabókarinnar á arnastofnun.is kom í ljós að Guðmundur
Friðjónsson frá Sandi í Aðaldal hafði tekið eldhúsbekk upp árið eftir í smá-
sögunni Hólmganga – eins og eftirfylgni á bókasafninu leiddi í ljós. Að lok-
um var flett upp í islex-gagnagrunninum á arnastofnun.is þar sem segir að
norska orðið um eldhúsbekk sé kjøkkenbenk. Böndin berast þannig að
blaðamanninum sem ofbauð okrið hjá gistihúsinu í Osló svo hann sagði frá
því í Alþýðublaðinu en hefur notast við hráþýðingu á orðinu til að koma
fréttinni til skila við íslenska lesendur. Nú erum við orðin sjálfum okkur nóg
um okurfréttir og því engin hætta lengur á orðanýsmíði í slíkum fréttaþýð-
ingum.
•23•
Eldhúsbekkur og
húsnæðisokur
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Með ólíkindum er, hversu hljóð-lega og átakalaust Ísland
fylgdi Danmörku í Kílarfriðnum, sem
saminn var 14. janúar 1814, en þá var
Danmörk neydd til að láta Noreg af
hendi við Svíþjóð. Með Gissurarsátt-
mála 1262 höfðu Íslendingar þrátt
fyrir allt játast undir Noregskonung,
og um skeið á fjórtándu öld var Ís-
land í konungssambandi við Svíþjóð
eina, hvorki við Noreg né Danmörku.
Þótt Íslandi væri stjórnað frá Kaup-
mannahöfn, var landið jafnan talið
ásamt Grænlandi og Færeyjum til
skattlanda Noregskonungs.
Skýringin er ótrúleg. Samninga-
maður Dana í Kíl var Edmund
Bourke greifi, snjall maður og slæg-
vitur. Hann hafði fengið fullt umboð
Friðriks VI. Danakonungs til að láta
Noreg allan af hendi. En honum tókst
að setja sérstakt ákvæði inn í 4. grein
samningsins, þar sem kveðið var á
um, að Danakonungur afsalaði sér yf-
irráðum yfir Noregi öllum til Svía-
konungs að Grænlandi, Færeyjum og
Íslandi undanskildum. Svo virðist
sem samningamaður Svía í Kíl, Gust-
af af Wetterstedt, hafi ekki vitað, að
þessi þrjú skattlönd voru í upphafi
norsk. Þetta sést af bréfi, sem Wett-
erstedt skrifaði sænska utanríkis-
ráðherranum í Stokkhólmi tveimur
dögum síðar. Það er á frönsku, en
kaflinn um Ísland hljóðar svo (í þýð-
ingu úr Skírni 1888): „Þó að Ísland,
Grænland og Færeyjar hafi aldrei
heyrt til Noregi, þá hefur herra
Bourke beðið um, að þeirra væri sér-
staklega minnst í 4. grein samnings-
ins, og mér hefur fundist, að ég ætti
ekki að neita honum um það.“
Þótt vanþekking hins sænska
samningamanns sé hrópleg, er hún
áreiðanlega líka dæmi um áhugaleysi
Svía á hinum norsku skattlöndum í
Norður-Atlantshafi. Ísland þótti svo
lítils virði, að hvorki Svíar né Bretar
lögðu það undir sig, þótt bæði ríkin
hefðu á því færi. En því má velta fyrir
sér, hver framvindan hefði orðið,
hefðu Svíar tekið við Noregi ásamt
fornum skattlöndum þess 1814, en
ekki samið þau af sér. Hefði Ísland þá
orðið fullvalda ríki í konungs-
sambandi við Noreg 1905, þegar
Norðmenn sögðu upp konungs-
sambandinu við Svía?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Sömdu Svíar af sér
Ísland?
Hágæða flísar frá Ítalíu
60 x 60 cm
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is