Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 43
almennri lyflæknisfræði og hjarta- læknisfræði með undirsérgrein í kransæðaþræðingum og aðgerðum. Þorbirni var í framhaldinu boðin staða sérfræðings á Háskólasjúkra- húsinu í Madison og á Monroe Clinic í Monroe Wisconsin og gegndi því starfi í fjögur ár. Fjölskyldan flutti loksins heim 2005 en vegna tregðu á húsnæðissölumarkaði vestra á þess- um árum var Þorbjörn ekki alkominn heim fyrr en í nóvember 2006. Þorbjörn hefur sinnt stöðu hjarta- sérfræðings á lyflækningadeild Land- spítala – Háskólasjúkrahúss frá þeim tíma og rekið stofu, fyrst í Lækna- setrinu og síðar Hjartamiðstöðinni, samhliða vinnu á Landspítala. Auk sérhæfðrar vinnu á hjartadeild við umönnun hjartveikra nýtur Þor- björn þess að vinna með læknanem- um og unglæknum: „Ég hef alltaf haft sérstakan áhuga á kennslu enda flyt ég reglulega fyrirlestra á íslenskum og alþjóðlegum ráðstefnum á Íslandi. Önnur áhugamál mín tengjast svo öll náttúrunni – fjallgöngum, golfi og hundunum okkar. Ég uni mér best í faðmi fjallanna í íslenskri náttúru og við hjónin reynum að komast í göngur um hálendið sem oftast. Á bernskuárunum og fram undir tvítugt var ég á kafi í allskonar íþrótt- um, körfubolta, handbolta, frjálsum íþróttum og sundi. Á fertugasta afmælisdaginn minn færði konan mín mér golfsett sem hún hefði betur látið ógert því ég fékk fljótlega golfdellu sem er ekkert að linna. Það er svo ekki hægt að ræða áhugamál mín án þess að nefna hundana. Við höfum átt Golden re- triever-hunda í 16 ár og finnst mér erfitt að ímynda mér heimilið án þeirra. Við ræktuðum hunda í Bandaríkj- unum og erum aðeins byrjuð á því hér á Íslandi en við fengum einmitt fallega hvolpa síðastliðið sumar.“ Fjölskylda Eiginkona Þorbjörns er Þórdís Bragadóttir, f. 7.4. 1964, sálfræð- ingur. Foreldrar hennar eru Bragi Sigurþórsson, f. 19.11. 1931, bygg- ingaverkfræðingur, og Inga Björk Sveinsdóttir, f. 24.4. 1941, kennari. Börn Þorbjörns og Þórdísar eru Heba Björk, f. 28.1. 1992, og Tómas, f. 1.4. 1994. Systkini Þorbjörns eru Elín Guð- jónsdóttir, f. 7.1. 1964, hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, en maður hennar er Stefán Arnarson hagfræðingur, og Stefán Broddi Guð- jónsson, f. 23.7. 1971, sérfræðingur í Arion banka, en kona hans er Þuríður Anna Guðnadóttir hjúkrunar- og lýð- heilsufræðingur. Foreldrar Þorbjörns eru Guðjón Ingvi Stefánsson, f. 3.3. 1939, verk- fræðingur og fyrrv. framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfélaga í Vest- urlandskjördæmi, og Guðrún Broddadóttir, f. 22.8. 1941, hjúkr- unarfræðingur í Borgarnesi og Reykjavík. Úr frændgarði Þorbjörns Guðjónssonar Þorbjörn Guðjónsson Guðrún Pálsdóttir úr Vatnsfirði, húsfr. á Bíldudal Þorbjörn Þórðarson héraðslæknir á Bíldudal Guðrún Þorbjarnardóttir húsfr. í Rvík Dr. Broddi Jóhannesson rektor Kennarahákóla Íslands Guðrún Broddadóttir hjúkrunarfræðingur í Borgarnesi og Reykjavík Ingibjörg Jóhannsdóttir húsfr. og kennari í Skagafirði Jóhannes Þorsteinsson b. og kennari í Skagafirði Kristín Þorbjarnardóttir skrifstofum. í Rvík Björn Þorbjarnarson skurðlæknir í New York Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur í Rvík Þórður Þorbjarnarson Ph.D. í lífefnafræði í Rvík Þorbjörn Broddason professor emeritus við HÍ Broddi Broddason fréttam. á RÚV Kristín Árnad. húsfr. í Nesi í Norðfirði Bjarni Vilhjálmss. þjóðskjala- vörður Vilhjálmur Bjarnason alþm. Árni Geir Stefáns- son lektor við KHÍ Unnar Stefánsson viðskiptafr. og ritstj. Sveitarstjórnarmála Kristín G. Guðmundsdóttir starfsm. Lyfjaverslunar Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir á líknardeild LSH Elín Guðjónsdóttir hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti Stefán Broddi Guðjónss. sérfræðingur í Arion banka Gerður Aagot Árnadóttir heilsugæslulæknir í Garðabæ Kristján Már Unnarsson fréttam. á Stöð 2 Ingunn Guðmundsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Guðjón Þorsteinsson sjóm. á Eyrarbakka Elín Guðjónsdóttir húsfr. í Hveragerði Stefán Jóhann Guðmundsson byggingam. og hreppstj. í Hveragerði Guðjón Ingvi Stefánsson verkfr. og fyrrv. framkvæmdastj. Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi Valgerður Árnadóttir frá Grænanesi, húsfr. í Laufási Stefanía Stefánsdóttir húsfr. í Norðfirði Stefanía Erlendsdóttir húsfr. á Húsavík og í Neskaupstað Ármann Snævarr háskólarektor Guðmundur Stefánsson smiður og fræðim. í Laufási í Norðfirði Sigríður Snævarr sendiherra Valborg Snævarr hrl. Sigurður Guðmundsson landlæknir Þórður Ingvi Guðmundsson framkvæmdastj. Þórunn Þórðardóttir læknir Bryndís Sigurðardóttir læknir ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Smith skíðagleraugu. Verð frá 4.995,- Smith skíðahjálmar. Verð frá 9.995,- Sigurbjartur fæddist á Bala íÞykkvabæ 7.3. 1918. For-eldrar hans voru hjónin Jón- ína Valgerður Sigurðardóttir frá Akranesi, húsfreyja, og Guðjón Guð- mundsson frá Búð í Þykkvabæ, en hann lést úr spönsku veikinni sama ár og Sigurbjartur fæddist. Þá fór Sigurbjartur í fóstur til hjónanna Tyrfings Björnssonar, bónda á Bryggjum í Austur- Landeyjum, og k.h., Sesselju Guð- mundsdóttur húsfreyju, frá Búð í Þykkvabæ, en hún var föðursystir Sigurbjarts. Þau bjuggu fyrst á Bryggjum en fluttu að Hávarðarkoti í Þykkvabæ árið 1934 þegar Sigur- bjartur var 16 ára. Jónína, móðir Sigurbjarts, giftist síðar Friðriki Friðrikssyni, kaupmanni í Miðkoti í Þykkvabæ. Eiginkona Sigurbjarts var Hall- dóra G. Magnúsdóttur frá Vest- mannaeyjum sem lést 2004 og eign- uðust þau fjögur börn. Sigurbjartur lauk hefðbundinni skólagöngu í Landeyjum. Hann stundaði nám í orgelleik hjá Páli Ís- ólfssyni í tvö ár á unglingsárunum og var síðan þrjár vertíðir í Vest- mannaeyjum. Þá starfaði hann á sín- um yngri árum við Verslun Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ og lærði þar bókhald. Sigurbjartur og Halldóra gengu inn í búreksturinn með fósturfor- eldrum Sigurbjarts og tóku síðan við búi í Hávarðarkoti. Þar stunduðu þau hefðbundinn blandaðan búskap, framan af, en kartöfluræktin varð þó sífellt fyrirferðarmeiri eins og al- menn þróun gekk fyrir sig á þeim árum í Þykkvabænum. Sigurbjartur varð organisti Þykkvabæjarkirkju er hann var 16 ára og sinnti því hlutverki til sjötugs eða í 54 ár. Þá varð hann oddviti í Þykkvabæ í Djúpárhreppi er hann var 28 ára og gegndi því embætti í samtals 36 ár. Árið 1993 flutti Sigurbjartur til Reykjavíkur og starfaði hjá fjöl- skyldufyrirtækinu Tanna á meðan heilsan leyfði. Sigurbjartur lést 31.8. 2003. Merkir Íslendingar Sigurbjartur Guðjónsson Laugardagur 95 ára Svava J. Brand 85 ára Baldur Helgason Hólmfríður Leifsdóttir Svanhildur Gestsdóttir 80 ára Adolf Bjarnason Jónas Gunnlaugsson 75 ára Anna Elísabet Möller Ásmundur Jónsson Gunnar Bjarnason Hulda Gunnarsdóttir 70 ára Anna Leósdóttir Guðmundur Einarsson Guðmundur Þórarinsson Guðný G. Kristjánsdóttir Guðrún S. Guðjónsdóttir Guðsteinn Hallgrímsson Ingibjörg Kristjánsdóttir Viðar Markússon Þorbjörg Skarphéðinsdóttir 60 ára Agnar Davíðsson Anna Dóra Árnadóttir Anna María Halldórsdóttir Ásta Guðmunda Ástþórsdóttir Bryndís K. Benónýsdóttir Elín Bergsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Halldór Aðalgeirsson Íris D. Randversdóttir Magnús E. Kristinsson Ragnheiður Sigurðardóttir 50 ára Aðalheiður Guðmundsd. Charles William M Ross Friðgeir E. Kristjánsson Haraldur Eiríksson Haraldur Örn Jónsson Hjörtur Svavarsson Igor Benco Jakob Guðmundsson Kári Eiríksson 40 ára Árdís Elfa Ragnarsdóttir Bergdís Ösp Bjarkadóttir Birna Pála Rúnarsdóttir Dimitar Slavov Dimitrov Elva Björg Pálsdóttir Elva Ósk S. Wiium Guðbjörg Helgadóttir Guðjón Kjartansson Gunnbjörn H. Arnljótsson Harpa M. Hermannsdóttir Harpa Þ. Böðvarsdóttir Martha S. Örnólfsdóttir Óskar Örn Pétursson Somkiat Tongpraphan Þórólfur Örn Einarsson 30 ára Aðalsteinn V.Grétarsson Ariel Daniel Sawicki Ásdís Birna Árnadóttir Edyta Baranowska Einar Ingi Jónsson Emma D.Kristrúnardóttir Guðmundur Kristbjörnsson Gunnar Sigfús Jónsson Karen Lilja Hafsteinsdóttir María Ósk Guðbrandsdóttir Monika Filipczuk Sigmundur Hermannsson Sigrún Ása Magnúsdóttir Sigrún Jóhannesd. Færseth Sunnudagur 95 ára Sigfríður Runólfsdóttir 90 ára Júlíus Gunnar Þorgeirsson 85 ára Rakel Guðmundsdóttir 80 ára Guðbjörg Jóna Jónsdóttir Guðmundur Gústafsson Jytte Eiberg Valdimar Ásmundsson 75 ára Auður Sveinsdóttir Ásdís Sveinbjörnsdóttir Hjalti Skaftason Nanna Sigurðardóttir Sigurlaug Kristjánsdóttir 70 ára Björgvin Óskar Bjarnason Gréta María Garðarsdóttir Halldór Magnússon Hallveig Björnsdóttir James Arthur Hathaway Jóhann Ingiþórs Ingason Karl Hermannsson 60 ára Árný Ingibjörg Marinósdóttir Ásgeir Eiríksson Bozena M. Bartkowiak Jón Ingi Arngrímsson Jón Þór Guðjónsson Karl Ómar Jónsson Kristinn S. Ásmundsson Laufey Ingadóttir Oddný V. Guðmundsdóttir Soffía Svava Harðardóttir Stanislaw Zenon Piwek Sumarliði Óskarsson Þorgeir Óskarsson 50 ára Erla Hafdís Steingrímsdóttir Gísli Friðrik Hauksson Hrönn Jóhannsdóttir Ómar Bragason Pálmi Hjaltalín Sigríður B. Snæbjörnsdóttir Sigurbjörn Snjólfsson Sigurjón Pálsson Steinmar Gunnarsson Sævar Örn Bergsson Theódór Blöndal Einarsson 40 ára Ásdís Sif Kristjánsdóttir Daníel Borgþórsson Guðmundur H. Sigurðsson Hrafnhildur Halldórsdóttir Jónas Þorkelsson Jón Elimundur Maríuson Jón Viðar Gestsson Katrín Rós Gunnarsdóttir Paulo J. Da Cruz Gramata Sigurborg Sveinsdóttir Sólveig Sigurgeirsdóttir Theódór Kelpien Pálsson Tómas Tam Kien Huynh 30 ára Abdu Yahya Aneta Monika Wlodarczyk Anna B. Björnsdóttir Anna G. Guðmundsdóttir Atli Sævarsson Atli Viðar Jóhannsson Beata Zysk Berglind Dögg Einisdóttir Björn Magnus Andersson Davíð Steinn Davíðsson Evelyn Honrejas Cagati Geisli Hreinsson Hamza Chaib Hróðný Kristjánsdóttir Hrönn Kristjánsdóttir Hörður Kristjánsson Íris Hrund Þorsteinsdóttir Íris Stefánsdóttir Ísak Sigurðsson Jón Trausti Arason Magnús Ingi Finnbogason Málfríður Guðmundsdóttir Þorri Birgir Þorsteinsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.