Morgunblaðið - 07.03.2015, Síða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015
Það magnaða við örmyndir er að
þær geta verið í nær hvaða formi
sem er,“ segir Harpa Fönn Sigur-
jónsdóttir, einn skipuleggjenda ör-
myndahátíðarinnar Örvarpsins sem
fram fer í Bíó Paradís um helgina.
„Fjölbreytnin er mikil, eina skil-
yrðið er að verkið sé ekki lengra en
fimm mínútur. Þetta er í annað
skiptið sem við höldum hátíðina.
Okkur bárust sextíu og tvær mynd-
ir að þessu sinni og voru tólf þeirra
valdar til birtingar,“ segir hún.
Tvær teiknimyndir
Það má segja að hátíðin hafi verið
í gangi frá því síðasta haust en þá
fékk fjöldi örmynda að njóta sín á
vef RÚV en sérstök valnefnd valdi
síðan tólf þeirra til birtingar í Bíó
Paradís á laugardaginn og munu
þær þar keppa um Örvarpann,
verðlaun fyrir örmynd ársins. Auk
þeirra mynda sem voru valdar
munu stjórnendur velja nokkrar
myndir aukalega til að hafa til sýn-
ingar. Samtals verða því sýndar um
tuttugu örmyndir en meðal þeirra
sem eiga verk á hátíðinni eru Kitty
Von-Sometime, Ari Alexander Erg-
is Magnússon og Laufey Elíasdótt-
ir.
„Í hópnum eru líka tvær teikni-
myndir. Það getur verið mjög tíma-
frekt og dýrt að gera slíkar myndir
og örmyndaformið því tilvalið fyrir
slíka listamenn. Dómnefndina, sem
kemur til með að velja vinnings-
myndina sem síðar verður sýnd á
RÚV, skipa Hafsteinn Gunnar Sig-
urðsson, Davíð Óskar Ólafsson og
Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Haf-
steinn er þekktur kvikmyndagerð-
armaður og Davíð Óskar er fram-
leiðandi. Margrét Elísabet kemur
síðan úr myndlist þannig að þetta
er rosalega víður hópur. Örmynda-
formið getur náttúrlega, eins og áð-
ur segir, náð til mjög margra list-
greina,“ segir Harpa Fönn.
Örmyndavettvang vantað
Nokkuð jafn áhugi virðist vera á
milli kynja þegar kemur að ör-
myndum en þrettán af þeim tuttugu
og fjórum leikstjórum sem eiga
verk á hátíðinni eru konur. Frá því
hátíðin var sett á laggirnar hafa um
150 örmyndir komið á hennar borð
og segist Harpa Fönn vonast til
þess að hátíðin sé komin til þess að
vera.
„Það er bara spurning hvernig
RÚV tekur í þetta. Hátíðin hefur
fengið mjög góðar viðtökur enda
hefur þennan vettvang algjörlega
vantað hér á landi,“ segir Harpa
Fönn að lokum. Kvikmyndahúsið
verður opnað klukkan 18 og lýkur
formlegri dagskrá um kl. 21.
davidmar@mbl.is
Örvarpskonur Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir,
skipuleggjendur Örvarpsins. Örmyndir verða sýndar í Bíó Paradís.
Örvarpinn afhentur í annað sinn
Örmyndahátíð Örvarpið fer fram í Bíó Paradís um helgina
Yfirlitssýning á verkum Iðunnar
Ágústsdóttur verður opnuð í dag
kl. 15 í Listasafninu á Akureyri,
Ketilhúsi. Tilefnið er 75 ára af-
mæli listakonunnar sem fædd er
og uppalin á Ak-
ureyri. Iðunn
hóf myndlist-
arferil sinn árið
1977 en fyrsta
einkasýning
hennar var
haldin 1979 í
Gallerí Háhóli.
Hún var einn
meðlima Mynd-
hópsins sem
stofnaður var
1979 og var meðal annars formað-
ur hans og gjaldkeri um tíma,
eins og segir í tilkynningu. Iðunn
vann aðallega með olíuliti og
pastelkrít í verkum sínum og
hennar helstu viðfangsefni hafa
verið landslagið, náttúran, fólk og
hið dulræna. Iðunn hefur haldið
fjölmargar einkasýningar og tek-
ið þátt í fjölda samsýninga bæði
hér á landi og erlendis. Þetta er
fyrsta yfirlitssýningin á verkum
hennar og á henni er lögð áhersla
á olíu- og krítarverk.
Sýningarstjóri er sonur Iðunn-
ar, Eiríkur Arnar Magnússon
myndlistarmaður, sem opnar í
dag kl. 16 sýningu á eigin verkum
í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á
Akureyri. Hann sýnir olíu-
málverk, portrett af ömmu sinni,
móður og sjálfum sér og er til-
efnið skemmtilegt því á morgun
lýkur yfirlitssýningu á verkum
móður Iðunnar og ömmu Eiríks,
Elísabetar Geirmundsdóttur, í
Listasafninu á Akureyri. Það
verður því hægt að skoða verk
þriggja ættliða í gilinu um
helgina og í tilefni af síðustu sýn-
ingarhelgi á verkum Elísabetar
verður boðið til söngveislu í aust-
ursal Listasafnsins kl. 14 í dag.
Þar munu nemendur Tónlistar-
skólans á Akureyri og Kór Ak-
ureyrarkirkju flytja söngdagskrá
með lögum og ljóðum Elísabetar.
Verk þriggja ætt-
liða í Listagilinu
Eiríkur Arnar
Magnússon
d
KYNNTU ÞÉR ÁSKRIFTARLEIÐIR Í SKJÁHEIMI
– PAKKAR FRÁ AÐEINS 1.990 KR. Á MÁNUÐI.
SKJÁRINN | WWW.SKJARINN.IS
SPENNAÁÖLLUM
VÍGSTÖÐVUM
Hjól, skautar, skíði, bolti og margt fleira – og kitlandi spenna
á öllum vígstöðvum.
FrábærdagskrááEurosportogEurosport2 –eingöngu íSkjáHeimi.
EUROSPORT / LAUGARDAGUR
13.15. Heimsmeistaramót í skíðagöngu.
Æsispennandi keppni í sprettgöngumeð
hefðbundinni aðferð í karla- og kvennaflokki.
Heimsmeistaramótið fer fram í Lahti,
Finnlandi.
EUROSPORT / SUNNUDAGUR
18.00. Heimsbikarmót FIA í Argentínu.
Hraði, vélagnýr og kitlandi spenna í einni
æsilegustu akstursíþróttakeppni í heimi.
EUROSPORT 2 / LAUGARDAGUR
12.45. Strade Bianche.
Strade Bianche ermeð sterkustu hjólreiða-
keppnum í heimi. Frábærir hjólreiðakappar
takast á í glæsilegu umhverfi í Toscana á Ítalíu.
EUROSPORT 2 / SUNNUDAGUR
19.30. Heimsbikarmót í skautahlaupi.
Skautahlaup á braut er hröð og spennandi
keppnisgrein þar sem hver hreyfing getur ráðið
úrslitum.Mótið fer fram í Calgary í Kanada.
skjárheimur er fáanlegur bæði hjá vodafone og símanum
Úrslitaleikur Algarve Cup
í beinni 11. mars