Morgunblaðið - 24.03.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Það er mikil þörf á að tæknivæðaalla hluti. Það er eðlilegt svo
spara megi mönnum erfiði. En
ákafamenn gleyma sér og tækni-
væða þótt óþarft sé.
For-manns-
kosning á
fámennum
fundi Sam-
fylkingar
var rafræn. Þegar kosningatími var
úti mátti því ýta á einn takka og úr-
slitin lágu fyrir.
Ella hefði þurft að skipta 482 at-kvæðum í tvo bunka (með 1
seðil utan bunka). Fáeinar mínútur
hefði tekið að telja hvorn bunka og
úrslit hefðu legið fyrir. En nú tafð-
ist óvænt að birta úrslit hjá Sam-
fylkingunni, rétt eins og tölvan
hefði frosið af tilfinningaástæðum,
sem er óvenjulegt fyrir tölvur.
Reyndar eru samfylkingartölvuróvenjulegar. Þar var eitt sinn
kosinn varaformaður með helmingi
fleiri atkvæðum en voru á kjörstað.
En svo er hitt þegar menn nota
ekki tæknina, þótt hún sé fyrir
hendi. Síðustu árin eru útifundir
meðal til að skelfa stjórnmálalegar
skræfur. Þá er betra að fundir séu
fjölmennir en hitt.
Á dögunum mótmælti slíkurfundur bréfi til Brussel. Össur
Skarphéðinsson sagði nokkrum
dögum síðar að 8.000 hefðu mót-
mælt. Virtist hafa fjölgað um 1.000
á fundinum eftir að honum lauk,
miðað við tölu hins opinbera, sem
var 7.000. En þegar loftmyndir
voru stækkaðar og þrír aðskildir
aðilar töldu „hausa“ varð miðtalan
2.900 og skakkaði tæplega 100 til
eða frá.
Notar hið opinbera gamlar tölv-ur Samfylkingar?
Ótalnaglöggar
tölvur
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 23.3., kl. 18.00
Reykjavík -1 skýjað
Bolungarvík -3 skýjað
Akureyri -2 snjókoma
Nuuk -1 skafrenningur
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 7 skýjað
Kaupmannahöfn 7 heiðskírt
Stokkhólmur 6 skýjað
Helsinki 2 súld
Lúxemborg 8 léttskýjað
Brussel 11 léttskýjað
Dublin 8 léttskýjað
Glasgow 10 léttskýjað
London 12 léttskýjað
París 12 léttskýjað
Amsterdam 8 skýjað
Hamborg 10 heiðskírt
Berlín 11 heiðskírt
Vín 8 léttskýjað
Moskva 0 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 7 skúrir
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 12 alskýjað
Winnipeg -2 snjókoma
Montreal -15 skýjað
New York -2 heiðskírt
Chicago 0 snjókoma
Orlando 20 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:15 19:54
ÍSAFJÖRÐUR 7:18 20:01
SIGLUFJÖRÐUR 7:01 19:44
DJÚPIVOGUR 6:44 19:24
Um helmingur loðnuflotans var enn á miðunum í
Breiðafirði og við Snæfellsnes um miðjan dag í
gær og halda menn í vonina um að einhver
veiðanleg loðna kunni enn að vera á ferðinni. Lít-
ið var þó um að vera og sum skipin varl kastað
síðustu sólarhringa. Heimaey náði þó afla í tveim-
ur köstum á sunnudag og höfðu menn á orði að
með því hefði vertíðin verið framlengd um viku.
Loðnan virðist að mestu vera hrygnd og lögst á
botninn og því er ekki annað en karlfiskur í boði,
sem fer í bræðslu ef hann þá veiðist. Á vef Fiski-
stofu kemur fram að eftir sé að veiða rúm 60 þús-
und tonn, en ætla má að það sé eitthvað minna,
trúlega um 50 þúsund tonn. Reynt verður til
þrautar að ná kvótanum og hugsanlega hafa
menn tíma fram undir páska til að kroppa í kvót-
ann.
Skipin Börkur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA
eru lögð af stað til kolmunnaveiða á alþjóðahaf-
svæðinu vestur af Írlandi. Norsku skipin Vestvik-
ing og Hargun lönduðu kolmunna á Fáskrúðsfirði
í síðustu viku og á sunnudag kom norska skipið
Hardhaus til Neskaupstaðar með um 1.850 tonn
af kolmunna. aij@mbl.is
Eftir að veiða um 50 þúsund tonn
Aðeins karl í boði, sem fer í bræðslu Tvö skip til kolmunnaveiða við Írland
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Heimaey VE Í þungum sjó í vetur.
Veðurstofan gerir ráð fyrir nokkuð
svölum degi í dag og ætti að viðra vel
til hjóla- og gönguferða.
Með kvöldinu mun hinsvegar
hvessa vestan til á landinu og í kvöld
og nótt má búast við stormi. Har-
aldur Ólafsson, veðurfræðingur hjá
Veðurstofunni, segir að hvassviðrið
sé ekkert í líkingu við það sem hefur
komið upp að landinu að undanförnu
en allur sé varinn góður. „Ætli flest
tré ættu ekki að standa þetta veður
af sér.
Við höfum kynnst ýmsum veðrum
í vetur en aðra nótt verður mjög
hvasst. En þetta hægir fyrst vestan-
lands. Versta veðrið gengur yfir í
nótt en þetta er það sem Íslendingar
myndu í eðlilegu árferði kalla hvass-
viðri. Ekkert eins og var laugardag-
inn 14. mars,“ segir Haraldur.
benedikt@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Svalt Vel viðrar í dag til útivistar.
Hvessir með
kvöldinu
Svalur dagur í dag