Morgunblaðið - 24.03.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.03.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 FYRIR BETRI BORGARA LANDSINS Prófaðu hamborgarasósuna frá E. Finnsson og gerðu gott betra. 31 18 -V O G – V E R T. IS Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil hreyfing á fylgi stjórnmála- flokka og stofnun nýrra flokka er ekki bundin við Ísland og dugar hrunið því ekki eitt sem skýring. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, bendir á þetta þegar hann er spurður hvað skýri umrótið í stjórn- málunum, sjö árum eftir hrunið. Stiklað er á stóru á þessu óróa- skeiði hér fyrir ofan, nú þegar Pí- ratar mælast stærsti flokkur Ís- lands. „En auk slíkra almennra tilhneig- inga er líklegt að hrunið hafi leitt til félagslegrar og pólitískrar kreppu sem við erum ekki búin að sjá fyrir endann á enn þá. Það er ómögulegt að spá um það á þessu stigi máls hvenær öldurnar fer að lægja,“ seg- ir Ólafur sem telur útilokað að segja fyrir um hvort ný framboð nái að festa sig í sessi eða hvort rótgrónari flokkar nái aftur fyrri þingstyrk. Mesta sveiflan frá 1931 Spurður hvort umrótið í íslensk- um stjórnmálum frá 2009 eigi sér fordæmi í lýðveldissögunni segir Ólafur að fylgið hafi áður sveiflast mikið og ný framboð náð árangri. „Sveiflan í fylgi flokka í alþingis- kosningum 2013 var sú mesta frá a.m.k. 1931. Þeir flokkar sem unnu á – eru og allir nýir flokkar þar með taldir – bættu samtals við sig um 38% at- kvæða og er heildartap þeirra sem töpuðu því sama tala. Áður hafði slík sveifla verið mest 1978, 1987 og 2009 – um og yfir 20%. Samanlagt tap ríkisstjórnarflokkanna 2013 var 28% – áður var slíkt tap mest 18% 1978, en hefur oftast verið innan við 10%. Aðrir flokkar en þeir fjórir hefð- bundnu fengu samanlagt um 25% atkvæða 2013, svipað og 1987. Í öll- um öðrum kosningum frá 1931 hef- ur þetta hlutfall verið undir 15%. Árið 2013 fengu flokkar sem engum manni komu á þing samanlagt tæp 12% atkvæða, enda buðu miklu fleiri flokkar fram en nokkurn tíma áður. Frá innleiðingu uppbótarsæta 1934 hafði hlutfall „dauðra atkvæða“ aldrei farið yfir 6% og oftast verið innan við 4%. Sigur Framsóknar- flokksins 2013, sem bætti við sig 9,6%, var ekki stærri en við höfum séð áður, t.d. fékk nýr flokkur, Borgaraflokkur, 10,9% árið 1987 og 1978 bætti Alþýðuflokkur við sig tæplega 13 prósentustigum. Við höf- um séð stórar sveiflur í skoðana- könnunum eftir 2009, en fyrir þann tíma voru líka mörg dæmi um stór- ar sveiflur, t.d. hjá Kvennalista í tíð Viðeyjarstjórnar,“ segir Ólafur. Er líklegt að Samfylkingin hafi tapað fylgi til frambúðar, að óbreyttu, m.a. hjá ungu fólki? „Um það er ekkert hægt að full- yrða, en haldi aðrir flokkar í kring- um miðjuna áfram umtalsverðu fylgi verður erfitt fyrir Samfylkingu að ná 25-30%, eins og hún gerði 1999-2009. Síðustu áratugi hefur fylgi ungs fólks við stjórnmálaflokka gjarnan breyst milli kosninga – þeir eru venjulega hreyfanlegustu kjós- endurnir,“ segir Ólafur. Sviptingar í stjórnmálunum 30.1.2009 Minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar mynduð. 6.3.2010 Icesave II samningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. 93,2% sögðu nei, 1,8% sögðu já og auðir og ógildir voru 5%. 9.4.2011 Icesave III samningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nei sögðu 59,8%, já 40,2%. 4.2.2012 Stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð stofnaður. Jón Gnarr situr í fjöl- mennri stjórn flokksins. 12.3.2015 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sendir ESB bréf. Um það spinnast deilur. 27.4.2013 Sjálfstæðisflokkurinn fær flest atkvæði í þing- kosningum, 26,7%, og Framsóknarflokkurinn fær 24,4%. Saman mynda þeir stjórn. 20.2.2013 Stefnir í að minnst 12 stjórnmálaflokkar bjóði fram til alþingiskosninga; Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Framsóknarflokkur, VG, Björt framtíð og Hægri grænir. Þá Dögun, sameiginlegt framboð Borgarahreyfing- arinnar, Hreyfingarinnar, Frjálslynda flokksins og fleiri aðila, Píratar, Alþýðufylkingin, Lýðræðisvaktin, Landsbyggðarflokkurinn og Húmanistaflokkurinn. Samstaða mun hins vegar ekki bjóða fram. Lýðfrelsis- flokkurinn og Bjartsýnisflokkurinn fjarlægjast framboð. Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, útilokar ekki framboð. Úr verður framboð Regnbogans. 30.6.2012 Ólafur Ragnar Grímsson fær flest atkvæði í forsetakosningum. Icesave-málið hefur mikil áhrif í kosningabaráttunni. 25.4.2009 Samfylkingin fær 29,8% atkvæða í þingkosningum og VG 21,7%. Samanlagt fá flokkarnir 51,5% atkvæða og mynda stjórn. Borgarahreyfingin fær 7,2% atkvæða. Flokkurinn var stofnaður eftir hrunið. Sjálfstæðisflokkurinn fær sína verstu kosningu frá upphafi, fær 23,7% atkvæða. Borgarahreyfingin klofnar um sumarið í Hreyfinguna og fjórði þingmaðurinn, Þráinn Bertelsson, verður óháður. 29.5.2010 Listi Besta flokksins er sigurvegari sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík, fær 34,7% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fær 33,6% atkvæða og var það versta útkoma flokksins í borginni til þessa. Jón Gnarr verður borgarstjóri Reykjavíkur. 31.1.2013 Björt framtíð mælist með 18,6% fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup. 31.5.2014 Björt framtíð fær 15,6% atkvæða og Píratar 5,9% atkvæða í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkur fær 25,7% sem er það minnsta frá upphafi. Samfylking, Björt framtíð, Píratar og VG mynda meirihluta. 27.3.2013 Framsóknarflokkurinn mælist með 29,5% fylgi í könnun MMR. Flokkurinn nýtur afstöðu sinnar í Icesave-málinu eftir Icesave-dóminn í janúar 2013. 10.2.2012 Samstaða mælist með 21% fylgi í skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sundrung verður flokknum að falli strax í marsbyrjun 2012, er Sig- urður Þ. Ragnarsson segir skilið við flokkinn. Lilja Mósesdóttir, formaður flokksins, tilkynnir í ágúst 2012 að hún sækist ekki eftir formennsku áfram. 9.11.2011 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 36% stuðning í könnunum Gallup fjóra mánuði í röð. Athygli vekur að 14% neita að svara og rösklega 15% sögðust ætla að skila auðu. Besti flokkurinn hafði þá boðað stofnun nýs flokks og Lilja Mósesdóttir sagðist líka vinna að stofnun flokks. 13.3.2015 Píratar mælast með 21,9% fylgi í könnun Fréttablaðsins. 21. mars er fylgið komið í 29,1% í næstu könnun blaðsins. Um- ræða um kosningabandalag Pírata og vinstri flokka fer af stað. Pólitísk og félagsleg kreppa á Íslandi  Stjórnmálafræðiprófessor segir ómögulegt að spá hvort ný framboð muni festa sig í sessi  Efnahagshrunið dugi eitt og sér ekki sem skýring á mikilli hreyfingu á fylgi stjórnmálaflokka Ólafur Þ. Harðarson Guðni Th. Jó- hannesson sagn- fræðingur rifjar upp að tímabilið frá 1978 til 1987 hafi verið við- burðaríkt í stjórnmálum á Íslandi. Árið 1978 hafi Sjálfstæðisflokk- urinn misst meirihluta í Reykjavík í fyrsta sinn og Gunnar Thoroddsen myndað ríkisstjórn 1980 eftir djúpstæðan klofning í Sjálfstæðis- flokknum. Vilmundur Gylfason hafi stofnað Bandalag jafnaðarmanna og fengið fjóra menn á þing 1983. Kvennalistinn hafi boðið fyrst fram í sömu kosningum og fengið þrjá þingmenn. Fyrir þingkosningarnar 1987 hafi Albert Guðmundsson gengið úr Sjálfstæðisflokknum, stofnað Borgaraflokkinn og svo rokið upp í kosningum, fengið sjö menn á þing. Sjálfstæðisflokkurinn hafi goldið afhroð í kosningunum, tap- að 11,1% fylgi frá kosningunum 1983. „Svo lægir öldurnar aftur og allt kemst að mestu í föstu fjór- flokkaskorðurnar á ný,“ segir Guðni um þetta tímabil. Sjö ár eru nú liðin frá hruninu og hefur síðan tvisvar verið gengið til alþingiskosninga og jafn oft til sveitarstjórnarkosninga. Efna- hagsbatinn er ótvíræður og stöð- ugleiki í efnahagsmálum, þótt blikur séu á lofti varðandi kjara- samninga. Efniviður í óstöðugleika er því ekki augljós. Spurður hvaða undiralda sé í ís- lensku þjóðfélagi, þegar svo langt er liðið frá hruni, leiðir Guðni líkur að því að óánægja fólks með starfshætti Alþingis eigi hlut að máli. „Meistarar málþófsins geta drepið mál. Venjulegu fólki finnst þetta ekki vera rétta leiðin til að leiða land og þjóð fram á við,“ seg- ir Guðni um óánægju kjósenda. Á grafinu hér fyrir ofan er stikl- að á stóru í óróaskeiði síðustu ára. Efnahagshrunið 2008 ól af sér Borgarahreyfinguna og gaf Sam- fylkingunni og VG byr í seglin. Van- traust í garð stjórnmálanna hafði augljós áhrif á sveitarstjórnar- kosningarnar 2010 í Reykjavík, er Jón Gnarr kom, sá og sigraði. Sú velgengni Besta flokksins ól af sér Bjarta framtíð í sveitarstjórnar- kosningunum fjórum árum síðar. Icesave-deilan er einnig örlaga- valdur. Hún var sem myllusteinn um háls ríkisstjórnar Samfylkingar og VG vorið 2013 og naut Fram- sóknarflokkurinn afstöðu sinnar í þessu harða deilumáli fyrir kosn- ingarnar 2013. Þá féllu loforð Framsóknarflokksins um skuldir heimila í frjóan svörð. Minnir á annað umbrotaskeið SAGNFRÆÐINGUR RIFJAR UPP 9. ÁRATUGINN Guðni Th. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.