Morgunblaðið - 24.03.2015, Page 19

Morgunblaðið - 24.03.2015, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Láttu okkur létta undir fyrir næstu veislu Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Serviettu- og dúkaleiga Gardínuhreinsun Dúkaþvottur Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Runnið hafa tvær grímur á Norð- menn vegna sölu á flotastöð í Norður-Noregi eftir að í ljós kom að kaupandinn hefur leigt rússneskum rannsóknaskipum stöðina. Óttast er að Rússar geti notað flotastöðina í hernaðarlegum tilgangi. Í flotastöðinni Olavsvern, nálægt Tromsø, er ekki aðeins höfn, heldur einnig aðstaða fyrir kafbáta og þyrl- ur, og skipgeng göng, sem grafin voru inn í fjall við stöðina, ásamt fleiri mannvirkjum. Norski herinn lokaði flotastöðinni árið 2009 og hún var sett í sölu 2011. Hún var seld tveimur árum síðar á þriðjungi þess verðs sem norska stjórnin vildi fá fyrir hana. Uppsett verð var 105 milljónir norskra króna, jafnvirði 1,8 milljarða íslenskra, en hún var seld á 38,1 milljón norskra króna, 657 milljónir íslenskra. Svæð- ið er alls um 948.900 fermetrar, þar af um 25.000 fermetrar inni í fjallinu. Þar er einnig 3.000 fermetra hafnar- bakki og 124 herbergja gistihús. Norski kaupsýslumaðurinn Gunn- ar Wilhelmsen keypti stöðina. Norska varnarmálaráðuneytið og Atlantshafsbandalagið lögðu blessun sína yfir söluna og töldu að hvorki norski herinn né NATO hefði þörf fyrir hana. Kaupandinn hugðist gera flotastöðina að viðhaldsmiðstöð fyrir borpalla og neðansjávarbúnað sem hægt væri að nota við boranir á hafs- botni á norðurslóðum. Hætt var við það og flotastöðin var leigð rúss- neskum rannsóknaskipum. „Óskiljanleg mistök“ Fjallað er um söluna í nýjasta hefti Newsweek og þar kemur fram að á meðal rannsóknaskipanna sem sést hafi í flotastöðinni sé skip í eigu rússnesks rannsóknarfyrirtækis sem sérhæfi sig í jarðbylgjumæling- um. Á meðal viðskiptavina fyrir- tækisins eru Gazprom og fleiri fyrir- tæki í eigu rússneska ríkisins. Newsweek hefur eftir Göran Frisk, fyrrverandi herforingja í Svíþjóð, að rússnesk rannsóknaskip gegni mikil- vægu hlutverki fyrir rússneska her- inn. „Mikilvægasta verkefni rúss- neska flotans er að tryggja að kjarnorkukafbátar Rússa geti siglt óhindrað um heimshöfin,“ hefur tímaritið eftir Frisk. „Rússnesku rannsóknaskipin eru ekkert grín. Það er óskiljanlegt að norsku stjórn- inni skuli hafa orðið á þessi mistök.“ Að sögn norska ríkisútvarpsins hafa margir stjórnmálamenn og fyrrverandi herforingjar áhyggjur af sölunni á flotastöðinni. „Sú ákvörðun að loka Olavsvern var hneyksli og við mótmæltum henni,“ hefur norska út- varpið eftir tveimur fyrrverandi her- foringjum í Noregi, Jan Reksten og Einar Skorgen. Øvind Korsberg, þingmaður Framfaraflokksins, tók í sama streng í viðtali við norska ríkisút- varpið. Hann sagði að ástandið í ör- yggismálið hefði gerbreyst frá því að ákveðið var að selja flotastöðina. Hættan sem Noregi stafaði af rúss- neska hernum væri meiri nú en árið 2009 og norski herinn þyrfti á flota- stöðinni að halda til að verja landið. Flotastöð í Norður-Noregi Rússland Finnland Noregur Svíþjóð Olavsvern Tromsø Sala á norskri flota- stöð sögð hneyksli  Rússar leigja flotastöð sem var seld í Norður-Noregi Stjórnvöld í Danmörku hafa mótmælt grein sem sendiherra Rússlands í Kaupmannahöfn skrifaði í Jyllands-Posten um helgina þar sem hann varaði við því að dönsk herskip gætu „orð- ið skotmörk rússneskra kjarn- orkuflauga“ ef Danir tækju þátt í eldflaugavörnum Atlantshafs- bandalagsins. Danir hafa lofað að leggja til að minnsta kosti eitt herskip búið ratsjám til að fylgjast með hugsanlegum eld- flaugum. Martin Lidegaard, utanríkisherra Danmerkur, sagði að yfirlýsing sendiherrans væri óviðunandi og Rússum stafaði engin hætta af eldflaugavörn- unum. „Menn eiga ekki að vera með svona alvarlegar hótanir,“ sagði hann. Kjarnorkuárás hótað í grein DANMÖRK Fyrsti forsætisráðherra Singapúr, Lee Kuan Yew, lést á sjúkrahúsi í fyrradag, 91 árs að aldri. Þúsundir manna vottuðu minningu hans virð- ingu sína í gær með því að leggja blóm við sjúkrahúsið. „Hann barð- ist fyrir sjálfstæði okkar, byggði upp ríki úr engu og gerði okkur stolt af því að vera Singapúrar,“ sagði sonur Lees og núverandi for- sætisráðherra, Lee Hsien Loong. Obama Bandaríkjaforseti fór lof- samlegum orðum um þátt Lees í því að gera Singapúr að alþjóðlegri viðskiptamiðstöð, sagði hann einn af „risum sögunnar“. Lee hafði ver- ið gagnrýndur fyrir pólitíska kúg- un og mannréttindasamtök hvöttu stjórnina í Singapúr til að koma á umbótum í mannréttindamálum. AFP Fyrsti leiðtogi Singapúr syrgður Kosningabandalag hægrimanna fór með sigur af hólmi í fyrri umferð sýslukosninga í Frakklandi á sunnu- dag og fékk meira fylgi en Franska þjóðfylkingin (FN). UMP, kosningabandalag flokks Nicolas Sarkozy, fékk mest fylgi, eða 29,4% atkvæðanna. Franska þjóðfylkingin fékk 25,2% en Sósíal- istaflokkurinn galt afhroð, fékk að- eins 21,9%. Úrslitin eru álitin áfall fyrir Francois Hollande forseta því litið er á sýslukosningarnar sem prófstein á styrk sósíalista fyrir næstu forsetakosningar sem verða árið 2017. „Mikil umskipti“ Mörgum stuðningsmönnum Sar- kozy var létt þegar úrslitin voru til- kynnt því skoðanakannanir höfðu bent til þess að Franska þjóð- fylkingin fengi mest fylgi. Sar- kozy lýsti úrslit- unum sem „mikl- um umskiptum“ og stórum sigri fyrir franska hægrimenn sem hefðu „sameinast að nýju“. Marine Le Pe, leiðtogi Frönsku þjóðfylkingarinnar, fagnaði þó úr- slitunum og sagði að þau væru „mjög mikill sigur“ fyrir flokkinn. „Ég sagði skýrt fyrir kosningarnar að 20% myndu vera góð niðurstaða og 25% sigur,“ sagði hún. Síðari umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn kemur. Hægribandalag sigraði Frönsku þjóðfylkinguna  Franskir sósíalistar guldu afhroð Nicolas Sarkozy Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku verður yfirstaðinn í ágúst, að því er yfirmaður málaflokksins hjá Sam- einuðu þjóðunum segir í viðtali við BBC. Hann viðurkennir að Samein- uðu þjóðirnar hafi gert mistök við að takast á við faraldurinn. Stofn- unin hafi stundum verið full hroka. Nú er ár síðan faraldurinn braust út af fullum þunga. Yfir 10.000 manns hafa dáið af völdum sjúk- dómsins á þeim tíma. Mannúðarsamtökin Læknar án landamæra segja að alþjóða- samfélagið hafi brugðist og að merki um að faraldur væri í upp- siglingu hefðu verið hunsuð. Sam- tökin segja að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) beri m.a. ábyrgð í málinu. Flestir hafa látist í þremur löndum: Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne. Talið er að sá fyrsti sem lést úr ebólu í faraldr- inum hafi verið ungur drengur í Gíneu. Hann lést í desember 2013. Þrír mánuðir liðu áður en WHO lýsti yfir faraldri. Fimm mánuðir til viðbótar liðu áður en WHO lýsti yfir neyðarástandi. Þá höfðu yfir þús- und manns látist úr ebólu. Enn er fólk að smitast og deyja úr ebólu í Vestur-Afríku. Þegar enginn hefur smitast í sex vikur verður formlega tilkynnt að faraldurinn sé yfirstað- inn. VESTUR-AFRÍKA Ebólufaraldurinn yfirstaðinn í ágúst Repúblikaninn Ted Cruz, þing- maður í öldunga- deildinni, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í forkosningum repúblikana þeg- ar forsetaefni þeirra í kosning- unum árið 2016 verður valið. Cruz er 44 ára gamall lögmaður, stund- aði nám við Harvard og Princeton og tók sæti í öldungadeild þingsins fyrir Texas árið 2012. Hann er uppáhald Teboðshreyf- ingarinnar, óhræddur við að taka slaginn við andstæðinga og sam- flokksmenn, og átti stóran þátt í stöðvun hins opinbera síðla árs 2013, þegar hann barðist hatram- lega gegn sjúkratryggingaumbót- um Baracks Obama Bandaríkja- forseta. BANDARÍKIN Ted Cruz tilkynnir framboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.