Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræðanum hiðóvænta hvarf Pútíns í tíu daga tók á sig ansi skrítnar myndir. Milli þess sem fólk velti fyrir sér hvort Rússlandsforseti væri við völd lengur mátti jafnvel lesa furðufregnir um það að Pútín hefði eignast barn með ástkonu sinni, eða að hann væri látinn eða alvarlega veikur, og báru fréttirnar um sumt merki óskhyggju og vangnaveltna. Sjálfur lét hann sér fátt um finnast þeg- ar hann loksins kom fram í dagsljósið á ný, og sagði að lífið yrði leiðinlegt án slúðurs. Um sumt sýnir umræðan stöðu Pútíns á sviði heims- stjórnmálanna síðustu miss- erin, því að eðlilega vekur það athygli þegar einn valdamesti maður heims afboðar alla fundi í tíu daga. Á sama tíma sýnir fjarvera Pútíns það hversu langt Rússland er frá því að geta talist vera opið samfélag, þar sem engar skýringar fengust frá rúss- neskum stjórnvöldum um ástæður „hvarfsins,“ sem ýtti stórlega undir söguburðinn. Þegar Pútín steig til baka inn á sjónarsviðið sendi hann skýr skilaboð um að fjarveran skyldi ekki tekin til marks um að hann væri að linast. Sam- dægurs mælti hann fyrir um víðtækar heræfingar Norður- Atlantshafsflota Rússa, þar sem um 38.000 sjóliðar taka þátt. Á yfirborðinu eiga æf- ingarnar að vera svar við samsvarandi heræfingum Atlantshafsbandalagsins í Noregi, en þær eru mun minni í sniðum. Daginn áður birtist viðtal við hann, þar sem hann játaði að hafa verið tilbúinn að beita kjarn- orkuvopnum þegar deilan um Krímskagann stóð sem hæst. Pútín markar því endurkomu sína með því að láta glitta ansi ískyggilega í klærnar. Ummælin um kjarn- orkuvopnin komu í sérstökum sjónvarpsþætti þar sem þess var minnst að ár er nú liðið frá því að rússneskar her- sveitir lögðu Krímskagann undir sig. Á því ári hefur ekk- ert gerst sem bendir til þess að stjórnvöld í Kænugarði muni aftur fá hann til sín. Raunar er líklegra að þau muni þurfa að gera sér að góðu að missa einnig í reynd yfirráð sín yfir nokkrum af austurhéruðum Úkraínu. En það er ekki aðeins Pútín sem veifar kjarn- orkuvopnum fyrir hönd Rússa. Um helgina bættist við hótun frá sendiherra Rúss- lands í Danmörku, sem skrif- aði um það í Jyllandsposten að Danmörk hefði ekki gert sér fyllilega grein fyrir því að tæki landið þátt í eld- flaugavörnum Nató yrði land- ið skotmark kjarnorkuvopna Rússa. Áróðursstríð rússneskra stjórnvalda er ekki aðeins háð með ógnvekjandi yfirlýs- ingum eða misvel dulbúnum hótunum um beitingu her- valds og jafnvel kjarn- orkuvopna. Rússar hafa einn- ig lagt aukna áherslu á hefðbundna pr-starfsemi, stundum með aðstoð þekktra vestrænna fyrirtækja á því sviði, og með sendiherrum sem umgangast fjölmiðla af lipurð. Þeir halda einnig úti miklum her áróðursmanna á netinu, sem reynir að hafa áhrif á umræðuna, ekki síst um deiluna um Úkraínu og Krímskaga, og gera út op- inbera fjölmiðla sem hafa það hlutverk að fjalla um atburði líðandi stundar svo yfirvöld- um líki. Netáróðurinn hefur raunar gengið svo langt að nú hyggst Evrópusambandið bregðast við og ætti þetta áróðursstríð á netinu að vekja almenning til umhugs- unar um áreiðanleika þess sem þar er að finna á blogg- síðum og vafasömum fjöl- miðlum eða þeim sem lítið er vitað um. Óvíst er hvert þessi átök orðanna munu leiða. Ganga má út frá því að Pútín sé ekki tilbúinn til þess að láta Krím- skagann af hendi, jafnvel þó að bæði Bandaríkin og Evr- ópusambandið hafi heitið því að refsiaðgerðir þeirra muni standa þangað til skaganum verði skilað til réttmætra eig- enda. Störukeppnin virðist því líkleg til þess að standa lengi enn og gæti jafnvel farið út í deilur eða átök um fleiri svæði. Hvort sem ummæli Pútíns um að hann hafi verið tilbúinn að grípa til kjarnorkuvopna eru rétt, eða einungis sýnd- armennska, sýna þau þó að í slíkri keppni, þar sem vilji ræður oftar en ekki úrslitum, geti það verið óvarlegt að veðja á að Rússar muni láta undan. Pútín og félagar beita margvíslegum áróðursbrögðum, en er alvara að baki orðunum?} Átök orðanna eða eitthvað meira? R íkisstjórnin er bara svo mikið með- ’etta,“ sagði Mekkinó Máni við kærustuna sína þar sem þau sátu á Laundró og krufðu lífið. „Þú’st, mér finnst stundum eins og Sig- mundur bara, sjái inn í sálina á mér skiluru.“ Anastasía Þöll strauk flökkulokk framan úr and- litinu og leit dreymin út um gluggann. „Já, ég held reyndar að ég hafi verið Stein- grímur J. í fyrra lífi. En annars er líka svo mót- sagnakennd dínamík innan Samfylkingarinnar núna sem ég ædentifæa svolítið með.“ Mekkinó kinkaði kolli. „Já maður, og eins og, Össur Skarp segir þá taka vængjaðir flokkar oft flugið.“ Þau horfðust í augu og íhuguðu orðsnilld Össurar. „Það er eins og Össur sé Yoda og þjóðin sé bara að læra að höndla geislasverðið,“ kastaði Anastasía fram og Mekkinó greip hugmyndina á lofti. „Klárlega, fjórflokkurinn er jedi og hinn illi Darth Vader er …“ Þau litu í augu hvort annars, nú alvarleg á svip og muldruðu lágt en ákveðið „Píratar!“ Eftir að hafa velt fyrir sér stefnu og starfsháttum sjóræningjanna var unga parið þó raunar á þeirri skoðun að Píratarnir væru ekkert svo fjarri fjórflokknum góða þegar upp væri staðið. „Ég skil samt ekki þetta aukna fylgi. Þeir eru bara svo gegt óvirðulegir skiluru,“ sagði Anastasía brúnaþung. „Af- hverju í fokkanum var Helgi Hrafn að blóta svona í þing- salnum?“ Mekkinó hristi höfuðið. „Það er eins og Vigdís segir, þú’st, þessar gömlu góðu hefðir þingsins eru sko bara ekkert í heiðri hafðar lengur.“ „Ég væri samt alveg til í að verða alþingis- maður þegar ég verð nógu gömul,“ sagði Anastasía hugsi. „Þú veist, svona 45 ára eða eitthvað.“ Mekkinó dæsti niðurlútur. „Já, ég var orðinn svo spenntur fyrir að vinna í áburðarverksmiðjunni …“ Rödd hans brast og Anastasía tók hug- hreystandi um höndina á honum. „Ráð- herrana vantar þó alltaf aðstoðarmenn, ástin mín, Simmi sér um sína.“ Mekkinó þurrkaði tár af hvarmi og brosti. „Já, ef Bjarni lofar.“ Parið var sammála um að það myndi lík- lega fá valkvíða í næstu kosningum enda hefðu allir flokkarnir svo mikinn skilning á heimi og þörfum ungs fólks. „Ef við getum ekki valið er samt alltaf hægt að kjósa bara Bjarta framtíð, þau eru svo þægileg,“ sagði Anastasía, glöð í bragði. Þau stóðu upp frá borðinu og borguðu með brakandi ferskum tíuþúsundkalli og afgreiðslumaðurinn minntist á hvað íslenska krónan væri nú mikil gersemi. „Já, guði sé lof fyrir gjaldeyrishöftin,“ sagði Mekkinó og nikkaði. Anastasía opnaði dyrnar og steig út í bjart sólskinið. „Pældu í því hvað mannanafnanefnd er frábær,“ sagði hún og leit brosandi á kærastann. „Já úff, pældu í því ef þú hétir bara Alex eða eitthvað álíka kreisí.“ Hlæjandi leiddust þau út í daginn, lukkuleg með lífið og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort þau langaði í ESB eða ekki. annamarsy@mbl.is Anna Marsibil Clausen Pistill Lög unga fólksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Það sem meira er um vert,um öll meginatriðiutanríkisstefnu Íslandsríkir í öllum aðalatriðum sátt,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þegar hann ræddi fyrir nokkrum dögum á Alþingi ár- lega skýrslu sína um utanríkis- og al- þjóðamál. Ekki er víst að stuðnings- menn Evrópusambandsins sam- þykki það. Og þótt ráðherra segi að væntanleg þjóðaröryggisstefna Ís- lands muni hvíla áfram á aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og varnar- samningnum við Bandaríkin eru ekki allir sammála. Þannig var felld naumlega á landsfundi Samfylking- arinnar tillaga sem hefði í reynd merkt úrsögn úr NATO. Ráðuneyti Gunnars Braga er að sjálfsögðu lítið þegar borið er saman við stórþjóðirnar. Framlög til þess eru áætluð tæplega 11,4 milljarðar króna á árinu, þar af renna um 57% til þróunarmála og alþjóðastofnana. Alls búa nú 46.000 íslenskir borgarar í öðrum löndum og gera má ráð fyrir að dag hvern séu nokkur þúsund á ferðalagi erlendis. Fram kemur í skýrslunni að árlega þurfa sendiráð, sendiskrifstofur og aðalskrifstofa ráðuneytisins í Reykjavík að sinna um 30.000 þjónustuerindum sem berast frá borgurunum. Og þar að auki þarf að sinna fyrirtækjum og stofnunum. Sendiskrifstofur eru nú í 20 löndum en þar að auki gegna 243 kjörræðismenn Íslands í 89 ríkjum mikilvægu hlutverki og „leggja á sig ómælt erfiði“ við að aðstoða Íslend- inga, segir í skýrslunni. Fáir þeirra eru íslenskir, þeir þiggja engin laun. En starf þeirra hefur, vegna góðra tengsla þeirra við landið þar sem þeir búa, oft komið sér vel fyrir ís- lensk útflutningsfyrirtæki, segir í skýrslunni um sjálfboðaliðana. Framlögin lækka Framlögin til ráðuneytisins eru nú lægra hlutfall af A-hluta fjárlaga ríkisins, 0,62% en voru 0,68% árið 2014. Nær þriðjungur af framlögum til ráðuneytisins fer í ýmis þróunar- mál og alþjóðlega hjálparstarfsemi og til Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands, ÞSSÍ. Fyrirhugað er að leggja niður þá stofnun og mun starfi henn- ar eftir það verða sinnt beint af utanríkisráðuneytinu. Framlag Ís- lands til þróunarsamvinnu verður áfram 2,1% af vergum þjóðartekjum sem er langt undir því marki sem Sameinuðu þjóðirnar stefna að, þ.e. að efnuð ríki leggi minnst 0,7% af landsframleiðslu sinni til þessa málaflokks. En hér er rétt að minna á að þróunaraðstoð vestrænna ríkja hef- ur sætt mikilli gagnrýni, þannig segja sumir Afríkumenn að hún sé gagnslaus af því að féð renni oftast í vasa spilltra embættismanna í lönd- um þeirra. Oft sé hún auk þess bundin við að keypt sé vara/þjónusta frá gefandanum. Verra er að beitt er blekkingum til að hækka prósentutöluna. New York Times sagði í fyrra að þegar sum Evrópuríki greiddu hryðju- verkamönnum í Afríku lausnargjald vegna gísla væri greiðslan skráð sem þróunaraðstoð! Fram kemur að um 72% af út- flutningi Íslendinga til annarra landa séu til ríkja Evrópusam- bandsins. Raunverulega hlutfallið sé þó sennilega nokkuð lægra vegna þess að oft sé um að ræða vöru sem sé umskipað og hafni ekki endilega í ESB-landi. Um 4,9% útflutnings fara til Bandaríkjanna og 4,4% til Rússlands. Ráðuneyti sem nýtur hjálpar sjálfboðaliða Morgunblaðið/Arnaldur Varið land Öryggis- og varnarmál heyra undir ráðuneyti Gunnars Braga, hér eru erlendir hermenn að æfingum nálægt Sandgerði. Ísland var í fyrra í efsta sæti í heiminum á sviði jafnréttis kynjanna, Súrínam í því neðsta. Utanríkisráðherra sagði í fyrra á þingi SÞ að ríkin tvö myndu standa fyrir „Rakarastofu- ráðstefnu“, málþingi um karla og jafnrétti og fór það fram í aðalstöðvum SÞ í janúar. Þátt- takendur voru á fjórða hundrað, stjórnmálamenn, diplómatar og fleiri og hugmyndin vakti mikla athygli fjölmiðla, m.a. vegna nafngiftarinnar. Markmið þingsins var að virkja karla á öllum aldri í bar- áttu fyrir jafnrétti kynjanna og auka umræðu um kyn- hlutverk. Ekki síst var fjallað um ofbeldi gegn konum, mál sem var of- arlega á baugi kvennaráð- stefnu SÞ í Peking fyrir 20 árum. Nafngift sem vakti athygli Á RAKARASTOFUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.