Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 29

Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 ✝ Gróa fæddist íGarðbæ, Höfn- um, 4. maí 1919. Hún lést á hjúkr- unarheimili Hrafn- istu í Hafnarfirði 11. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ólafsdóttir, hús- freyja í Hafn- arfirði, f. 16.2. 1893, d. 9.6. 1979, og Frímann Þórðarson verka- maður og grenjaskytta, f. 23.4. 1893, d. 3.6. 1979. Systkini Gróu voru Ólafur, f. 1921, d. 1987, El- ín, f. 1924, d. 2006, Þorsteinn, f. 1926, d. 1982, Guðjón, f. 1928, Svanþrúður, f. 1930, d. 2010, og Einar, f. 1931, d. 2004. Gróa giftist hinn 24.12. 1946 Sigurjóni Magnúsi Guðmunds- syni vélstjóra, f. 20. mars 1919, d. 16. nóvember 1953. Heimili þeirra var á Austurgötu 19, Hafnarfirði. Foreldrar Sigur- jóns voru Jónína Dórothea Ólafsdóttir húsmóðir, f. 1885, d. 1962, og Guðmundur Sigur- jónsson sjómaður, f. 1889, d. 1986. Börn Gróu og Sigurjóns eru: 1) Guðrún hjúkrunarfræðingur, f. 18.10. 1946, maki Jóhannes M. býliskona Linda Sigurjóns- dóttir, f. 1973. Börn: Eneka Aris og Myrkvi. c) Silja Ósk Georgs- dóttir, f. 1984, maki Sigurgeir Valgeirsson, f. 1983. Börn: Sara Dís, Viktor Ingi og Lovísa Ósk. 3) Frímann sjómaður, f. 14.11. 1949, d. 8.11.1968. 4) Dórothea hjúkrunarfræðingur, f. 10.10. 1951, maki Hilmar Karlsson kjötiðnaðarmaður, f. 1948. Dótt- ir þeirra er Andrea, f. 1985. Sonur hennar: Hafsteinn Þór. 5) Ólafur umsjónarmaður Flug- fraktar, f. 28.5. 1953. Synir hans og Rutar Sigurðardóttur: a) Sigurður, f. 1973, maki Sonja Gräns Ólafsdóttir, f. 1971. Börn: Ágúst Óli og Rut. b) Sigurjón Magnús, f. 1977, maki Guðrún Sunna Egonsdóttir, f. 1982. Börn: Ólafur Darri og Anna Rakel. c) Frímann Dór, f. 1984. Fram til 16 ára aldurs ólst Gróa upp í Garðbæ, Höfnum hjá móðurforeldrum sínum, Ólafi Einarssyni, f. 1862, d. 1940, og Gróu Þorkelsdóttur, f. 1863, d. 1929. Gróa flutti árið 1935 í Hafnarfjörð og tók við heim- ilinu þegar móðirin fór á Vífils- staði. Eftir fráfall eiginmanns síns starfaði Gróa við fram- reiðslustörf, í fiskvinnslu og við skúringar. Hún vann síðast um árabil í Sparisjóði Hafn- arfjarðar. Gróa dvaldi síðustu þrjú árin á Hrafnistu, Hafn- arfirði. Útför Gróu verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 24. mars 2015, kl. 13. Gunnarsson læknir, f. 1945. Börn: a) Gunnar, f. 1968, maki Anna María Sigurjónsdóttir, f. 1971. Börn þeirra eru Ásdís Björk, Jóhannes Birkir og Guðrún Ágústa. b) Gróa Björk, f. 1969, maki Halldór Snæ- björnsson, f. 1966. Börn: Ármann Óli og Guðný. c) Kristín, f. 1975, maki Erlingur Guðmundsson, f. 1971. Börn: Áslaug, Gunnar Eg- ill og Guðrún Dóra. 2) Guð- mundur lögregluþjónn, f. 7.7. 1948. Börn Guðmundar og Magnhildar Erlu Halldórs- dóttur: a) Guðríður Margrét, f. 1967, sambýlismaður Þórarinn Guðjónsson, f. 1971. Sonur: Guðmundur Björn Guðnason. b) Þorbjörg, f. 1973, maki Gunnar Ragnar Hjartarson, f. 1976. Börn: Þorgrímur Magni Sveins- son, Guðberg Ólafur, Sigurjón Birgir og Guðbjörg Ósk Gunn- arsbörn. c) Sigurjón Guðmund- ur, f. 1975, d. sama ár. Seinni kona Guðmundar er Ingibjörg Aradóttir, f. 1957. Börn: a) Ragnheiður, f. 1990. b) Heiðar Örn Kristjánsson, f. 1974, sam- Við andlát móður leitar hugur okkar barna hennar til uppvaxt- aráranna. Þegar pabbi fórst í sjó- slysi árið 1953 var mamma 34 ára gömul, börnin fimm, það elsta sjö ára og hið yngsta fimm mánaða. Mamma sagði einhvern tíma að enginn tími hefði verið til að syrgja látinn eiginmann, hið eina í stöðunni var að fara út að vinna til að sjá barnaskaranum far- borða. Hún starfaði við framreiðslu, skúringar, í fiskvinnu og við ráðskonustörf. Nokkur sumur stóð hún fyrir heimili fyrir þreyttar mæður. Maður velti því stundum fyrir sér síðar hver þessara mæðra hefði verið þreyttust, ekkjan með börnin sín fimm eða konurnar sem nutu hvíldar og fengu þjónustu í mat og drykk í dásamlegri náttúru þar sem Álverið í Straumsvík stendur nú. Mamma barmaði sér ekki, var jákvæð og reyndi að njóta lífsins eins og hún gat. Hún söng lengi í kirkjukór Fríkirkj- unnar, lék á orgel og var undir- leikari á ýmsum mannamótum. Einnig var hún liðtæk í undirspili þegar fólk safnaðist saman í fjöldasöng. Margar gleðistundir gáfust m.a. austur í Hreppum hjá góðvinum á Hverabakka. Þar leið henni vel. Mömmu var annt um útlit sitt og var alltaf vel klædd. Dagurinn var ekki hafinn fyrr en hún var búin að „setja á sig andlit“ eins og hún orðaði það. Mamma sá til að okkur skorti aldrei neitt, saumaði á okkur, heklaði og prjónaði fallega hluti sem við eigum marga enn og hún var meistarakokkur. Henni þótti gaman að lesa góðar bækur, var ljóðelsk og átti sína uppáhalds- höfunda, s.s. Vilhjálm frá Ská- holti og Sigurð frá Arnarholti. Hún saknaði þess að hafa ekki gengið menntaveginn og sagði stundum að hún hefði numið fornleifafræði hefði hún haft tækifæri til. Mamma missti mið- barnið sitt, Frímann, 18 ára í slysi á sjó, í nóvember, sama mánuði og faðir okkar fórst. Mamma syrgði Frímann mjög. Allt frá því voru nóvember og desember henni þungbærir. Mamma naut velvildar margra. Fólk virti hana fyrir dugnað og eljusemi og að standa keik þrátt fyrir erfiði og amstur. Vinnuveitendur hennar sýndu henni ætíð virðingu og þakklæti fyrir vel unnin störf. Við bjuggum í sama húsi og föðurforeldrar okkar. Sambýlið var mömmu styrkur. Hjá þeim bjó einnig Gunnar, fatlaður son- ur þeirra. Mamma annaðist hann eftir að amma og afi féllu frá. Barnabörnum sínum sýndi hún mikla umhyggju og lengi prjón- aði hún sokka á allan skarann. Þegar leið að jólum var handa- vinnukarfan orðin full af dýrgrip- um handa fólkinu hennar. Á langri ævi fékk hún að fylgjast með langömmubörnunum sínum, sem hændust að henni. Mamma bjó á Austurgötunni þar til hún fór á Hrafnistu fyrir þremur árum. Hún naut ein- stakrar umhyggju starfsfólks og þökkum við öllum þeim sem önn- uðust hana. Mamma vissi að hverju fór og var tilbúin að kveðja. Hún trúði á líf eftir dauð- ann og að hún ætti endurfundi vísa með ástvinum sem á undan voru gengnir. Að leiðarlokum þökkum við systkinin mömmu samfylgdina, konu sem gat séð okkur farborða þrátt fyrir lítil efni. Mætrar konu er sárt saknað af öllum sem tengdust henni. Guðrún, Guðmundur, Dórot- hea og Ólafur Sigurjónsbörn. Mig langar til að minnast tengdamóður minnar, hennar Gróu, með nokkrum orðum. Ég var 16 ára gamall þegar ég kom fyrst inn á heimili hennar, þá nýbyrjaður að vinna með Guð- mundi syni hennar. Ég tók strax eftir því að þarna var kona sem stjórnaði heimili sínu af ákveðni og æðruleysi. Það var ávallt pláss fyrir vini barnanna, oft var þröng á þingi og glatt á hjalla. Gróa gaf sér tíma til að spjalla við unga fólkið um lífsins gagn og nauð- synjar, þar kom maður ekki að tómum kofanum enda hún vel að sér í lífshlaupinu. Hennar fram- lag og ráðleggingar voru okkur dýrmætt veganesti. Og ekki sak- aði það að ávallt var eitthvað gott að maula þó ekki væri mikið til skiptanna. Ég varð fljótlega heimagangur og lærði sannar- lega margt. Eitt sem vakti mig til umhugsunar var það að ef ein- hver unglingurinn fór á manna- mót þá var kvöldinu ekki lokið fyrr en viðkomandi hafði tyllt sér á rúmstokkinn hennar Gróu, lát- ið vita af sér og málin rædd. Þessi trúnaður og traust sem þarna birtist mér lýsir samskipt- um hennar við börnin sín vel. Á þessum tíma hvarflaði ekki að mér að þessi merka kona ætti eftir að verða tengdamóðir mín. En mér til happs felldum við Dóra saman hugi er fram liðu stundir. Það var Gróu sem og allri fjöl- skyldunni mikið áfall þegar hún missti Frímann son sinn af slys- förum í blóma lífsins. En styrkur hennar var með ólíkindum, hún gafst ekki upp, lífsbaráttan hélt áfram. Hún hafði einstakt lag á því tengjast unga fólkinu. Hún Andrea okkar og síðar hann Haf- steinn eru dæmi um þetta, hún átti hug þeirra og hjörtu. Þar er þín mikið saknað og senda þau kveðju sína. Gróa mín, það er svo margt sem ég gæti sagt eftir að hafa verið þér samferða í rúmlega 50 ár, en það er óþarfi gagnvart þeim sem þekktu til þín. Ég þakka þér alla elskuna sem þú veittir okkur og eins allar sam- verustundirnar sem við fengum notið með þér, Þinn tengdasonur Hilmar. Að mjög áliðnu kvöldi, eftir bíóferð með eldri dóttur Gróu, var mér af mikilli kurteisi boðið inn. Allir voru gengnir til náða og hvergi ljós í húsinu. Þegar ég nokkru síðar var að læðast út varð mér á að reka fótinn í eitt- hvað sem reyndist vera búr tveggja páfagauka sem valt um koll og opnaðist. Upphófst há- vært garg og fjaðrafok. Allar dyr gangsins opnuðust og tólf furðu lostin augu birtust gestkomanda. Eftir vandræðalega skýringartil- raun gestsins sagði húsráðandi: „Þetta er allt í lagi góði minn, ég hef bara eignast sjötta barnið.“ Þarna birtist hjartahlýja verð- andi tengdamóður sem ég naut æ síðan. Gróa var elst sjö systkina. Berklar herjuðu á heimilið og elstu börnunum var komið fyrir. Gróa ólst upp í Garðbæ í Höfnum við gott atlæti. Stutt barnaskóla- ganga var allt sem bauðst fátæk- um stúlkum. Síðar fékk hún til- sögn í orgelleik sem dugði til að spila á samkomum, m.a. bindindisstúkunnar og til heima- brúks eins og hún sagði með glampa í auga. Á unglingsárum flutti hún til foreldra sinna sem sest höfðu að í Hafnarfirði. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Sigurjóni M. Guðmundssyni vél- stjóra. Þau byggðu við hús for- eldra hans á Austurgötu 19 sem varð heimili Gróu í 60 ár. Þau eignuðust fimm börn á þeim sjö árum sem þau áttu saman. Sig- urjón fórst með Mb. Eddu frá Hafnarfirði. Þá voru sjómenn ótryggðir og fátt til bjargar ekkju með fimm ung börn annað en að taka alla vinnu sem gafst og samkennd hafnfirskra sjó- manna sem réttu henni marga fiskspyrðuna. En aldrei skyldi hún láta börnin frá sér, það hlut- skipti þekkti hún of vel. Eftir því sem börnin komust á vinnufæran aldur léttist róðurinn. Þá sýndi hún enn hve raungóð hún var er hún tók að sér þriggja mánaða ávöxt ástar okkar páfagauka- hrella í eitt ár svo frumburðurinn gæti framfleytt námsmanni og syninum litla. En þá syrti að meir en nokkru sinni þegar 18 ára sonur fórst á sjó. En tíminn græðir sárin þó að ör sitji eftir. Enn átti hún eftir að taka að sér eitt „barnið“, mág sinn sem bjó á neðri hæð hússins við Austur- götu og efndi þar með gamalt lof- orð við tengdamóður sína um að liðsinna mági sínum. Gróa kunni vel að gleðjast með fólki og eiga samtal um annað en hversdags- leika, hafði sterkar skoðanir á samfélagsmálum sem hörð lífs- barátta mótaði, fróð um margt, enda vel greind, minnug, ljóðelsk og tónelsk og tryggust vina. Hún naut aldrei tilsagnar í tungumál- um en las dönsku sem hún lærði af systrunum á Jósepsspítala er hún vann hjá um tíma. Þegar hún á efri árum ferðaðist með okkur hjónum um Danmörku reyndist hún best við að koma Dönum í skilning um hvað við vildum sagt hafa. Ég lýk þessum orðum með broti úr kvæði eftirlætisskálds hennar Sigurðar frá Arnarvatni: Sól stattu kyrr. Þó að kalli þig sær til hvílu, ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær. Og eins hvort þú skin, eða bæn minni neitar. Ég sæki þig nær, þótt þú færir þig fjær, þótt þú fallir í djúpið mitt hjarta til geislanna leitar. Hvíli Gróa Frímannsdóttir í friði Guðs. Jóhannes M. Gunnarsson. Nú þegar amma Gróa hefur sagt skilið við þessa jarðvist langar mig til að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orð- um. Ég á ömmu mikið að þakka, en fyrstu ár mín ólst ég að miklu leyti upp hjá henni á meðan mamma og pabbi sinntu námi og vinnu. Eftirminnilegustu stundir mínar með ömmu eru þó frá heimsóknunum á Íslandi á ung- lingsárunum, en þá naut ég þess að búa hjá henni á Austurgöt- unni. Þá fann ég vel fyrir vænt- umþykju hennar og fannst mér vera á milli okkar einhvers konar ósýnilegur strengur. Amma bakaði heimsins bestu lagtertur og sagði hún margoft að hún ætlaði að taka uppskrift- ina með sér í gröfina eins og hún orðaði það. Í eitt skiptið þegar við Anna heimsóttum ömmu á Austurgötuna kom bakstur á lag- tertum til tals og spurði ég hana þá hvort hún væri til í að deila með okkur uppskriftinni. Reyndist það auðfengið, skrif- uðum við hana niður og fengum leiðbeiningar um öll litlu atriðin sem skiptu mestu máli. Nú er bakstur á fjögurra laga tertunum hennar ömmu fastur liður í jóla- undirbúningi okkar. Ömmu verður minnst fyrir að vera beinskeytt, hnyttin og að liggja ekki á skoðunum sínum. Gott dæmi um þetta eru fyrstu kynni Önnu af henni en við höfð- um keypt rúm sem við þurftum að geyma tímabundið. Í heim- sókn hjá henni spurði ég hvort við gætum geymt rúmið hjá henni í einhvern tíma. Ekki stóð á svarinu, „það er svosem í lagi að geyma skeiðvöllinn hjá mér“. Elsku amma, takk fyrir allt. Gunnar Jóhannesson. Stundum verða á vegi manns einstaklingar sem skilja eftir sig djúp og eftirminnileg spor. Fyrir tveimur árum var ég svo lánsöm að kynnast Gróu Frímannsdótt- ur þegar ég vann sem sumar- starfskona á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Einhverra hluta vegna varð okkur vel til vina – e.t.v. vegna þess að Gróa var óvenju ern og með ríka kímnigáfu. Gróa sagði mér margar áhugaverðar sögur af lífi sínu í Hafnarfirði. Hún varð ung ekkja og ól önn fyrir barnahópnum sínum af stakri samviskusemi og elju. Gróa var falleg kona og lagði mikið uppúr því að vera vel til höfð og fallega klædd. Þrátt fyrir að vera komin vel á tíræðisald- urinn var hún minnug með af- brigðum og afar vel lesin. Við ræddum bókmenntir löngum stundum og seinna sendi ég henni BA-ritgerðina mína til lestrar en hún fjallaði um bækur sem við báðar mátum mikils. Eft- ir að ég hætti störfum á Hrafn- istu heimsótti ég Gróu reglulega og þrátt fyrir að heilsu henni hrakaði stöðugt, fagnaði hún mér alltaf og hélt sinni reisn til dauðadags. Ég minnist Gróu Frí- mannsdóttur með hlýju og þakk- læti fyrir samfylgdina, þótt stutt væri. Aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ragnheiður Davíðsdóttir. Gróa Frímannsdóttir Upp úr miðri síð- ustu öld skapaðist, að frumkvæði Guð- mundar Norðdal og Vigdísar Jakobs- dóttur, jarðvegur fyrir stofnun tónlistarskóla í Keflavík. Hópur áhugafólks tók sig saman og stofnaði skólann árið 1957. Fyrsti kennarahópurinn saman- stóð að miklu leyti af valinkunn- um og vel menntuðum hljóðfæra- leikurum af höfuðborgarsvæðinu s.s. Ragnari Björnssyni, Herbert H. Ágústssyni, Pétri Þorvalds- syni, Guðmundi Norðdal o.fl. Margir þessara kennara eru gengnir á vit feðra sinna og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir allt það sem þeir gerðu fyr- ir samfélagið á Suðurnesjum. Árni Arinbjarnarson kom til starfa sem fiðlukennari við tón- listarskólann í Keflavík árið 1959 og starfaði óslitið í 23 ár eða til ársins 1982. Árni varð fiðlukenn- arinn minn árið 1970 og kenndi mér í 11 ár eða allt þar til leiðin Árni Arinbjarnarson ✝ Árni Ar-inbjarnarson fæddist 8. sept- ember 1934. Hann lést 1. mars 2015. Útför Árna fór fram 11. mars 2015. lá til frekara náms í Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1981. Áður hafði ég verið tvo vetur í for- skóla og blokkflaut- unámi hjá Ragnari Björnssyni og einn vetur í fiðlunámi hjá Inga Gröndal. Við Árni urðum góðir vinir og þótt sam- bandið væri ekki mikið eftir að leiðir skildi lágu leiðir okkar stundum saman, nú síðast á Sinfóníutónleikum í Hörpu fyrir nokkrum mánuðum, og þá töluðum við alltaf saman og rifjuðum upp góðar samveru- stundir. Árni var einstaklega ljúfur og góður maður sem náði að laða fram það besta í hverjum og ein- um. Ég var örugglega ekki í hópi bestu eða duglegustu nemenda Árna en ég man aldrei eftir að hann hafi skammað mig eða brýnt raustina. Með lagni og natni náði hann að viðhalda áhuganum á því magnaða hljóð- færi sem fiðlan er, meira að segja í gegnum unglingsárin þegar það þótti alls ekki töff að spila á fiðlu. Síðar átti ég þess kost að verða kennari og skóla- stjóri við Tónlistarskólann í Keflavík og þá hugsaði ég oft til þessara góðu fyrirmynda. Hvernig hefðu þeir leyst þetta eða hitt úrlausnarefnið? Ég vil þakka Árna, og öllum hinum brautryðjendunum, fyrir þeirra mikilvæga frumkvöðla- starf. Það var ekki sjálfgefið að menn væru tilbúnir til þess að leggja á sig nokkrar ferðir í viku suður með sjó, meira að segja fyrir daga Reykjanesbrautarinn- ar, til þess að kenna börnum og ungmennum á Suðurnesjum tón- list. Fyrir það erum við afar þakklát. Síðar sameinuðust sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir, og tónlistarskólarnir í Keflavík og Njarðvík, og til varð Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Hann byggir á þessum mikil- væga og trausta grunni sem lagður var af hugsjónafólki fyrir tæpum 60 árum og þúsundir bæjarbúa hafa notið æ síðan. Fjölskyldu Árna votta ég dýpstu samúð. Kveðja frá Keflavík, Kjartan Már Kjartansson. Sunnudaginn 1. mars lést Árni Arinbjarnarson þá áttræður að aldri. Árni starfaði sem fiðluleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands um áratugabil, eða frá 1961-1996. Árni var þannig í framvarðarsveit þeirra tónlistar- manna sem lögðu grunninn að listrænum framförum hljóm- sveitarinnar á mótunarárum hennar. En Árni starfaði ekki eingöngu sem fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveitinni. Hann var jafnframt orgelleikari og starfaði sem orgelleikari og söngstjóri Hvítasunnukirkjunn- ar Fíladelfíu á árunum 1952-1988 og var orgelleikari Grensás- kirkju fram til ársins 2014. Auk þess kenndi Árni við Tónlistar- skólann í Keflavík, Tónlistarskól- ann í Reykjavík og Nýja tónlist- arskólann. Það er því óhætt að segja að Árni hafi verið mikil- virkur í íslensku tónlistarlífi allt sitt líf. Nú hefur Árni Arinbjarnarson sofnað svefninum langa. Þess er minnst í sögu Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands eftir Bjarka Bjarnason að Árni Arinbjarnar- son hafi í tónleikaferð hljóm- sveitarinnar til Færeyja 1977, sem jafnframt var fyrsta utan- landsferð hljómsveitarinnar, leikið d-moll-fúgu Bachs á org- elið í Klakksvíkurkirkju og þann- ig skapað félögum sínum ógleymanlega stund. Slíkir starfsfélagar eru ómetanlegir. Dætur Árna og eiginkonu hans, Dóru Lydiu Haraldsdóttur, hafa nú tekið við kefli föður síns og leika nú og starfa með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og halda þannig nafni hans og minningu á lofti. Við sem byggjum á arfleifð hans þökkum hans mikla fram- lag til Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.