Morgunblaðið - 24.03.2015, Qupperneq 31
Konráð rakti sögu hótelsins sem
hann á svo ríkan þátt í. Í lok
myndarinnar afhenti Konráð mér
lyklana að Sögu og sagðist kveðja
sáttur við Guð og menn.
Þrátt fyrir heilsuleysi síðustu
æviárin er ég þess fullviss að
Konráð kvaddi einnig lífið sáttur
við Guð og menn. Fjölskyldu
Konráðs votta ég mína dýpstu
samúð og þakka fyrir góðar
stundir með þessum einstaka
manni.
Hrönn Greipsdóttir –
fyrrverandi hótelstjóri
Hótel Sögu.
Á þeim árum sem ferðaþjón-
ustan var að byrja að þróast sem
ný atvinnugrein var Konráð Guð-
mundsson á upphafsárum starfs-
ferils síns. Hann var hótelstjóri á
Hótel Sögu og þar með í fram-
varðarsveit nýrrar atvinnugrein-
ar. Sem hótelstjóri um langt ára-
bil naut hann mikillar virðingar
allra, samstarfsfólks síns jafnt
sem gesta. Segja má að hann hafi
verið samnefnari við hótelið, nafn
hans var jafnan nefnt þegar rætt
var um Sögu.
Konráð hafði víðtæk áhrif á
greinina, hann hafði mikinn
metnað og lagði áherslu á að
veita alltaf sem besta þjónustu.
Hann lagði mikla áherslu á
menntun og þjálfun starfsmanna
ekki síst menntun matreiðslu-
manna og framreiðslumanna,
bæði í hótel- og veitingaskólan-
um, en ekki síður í þjálfun nema á
hótelinu. Hann gerði kröfur til
samstarfsmanna sinna, og sjálfur
var hann sérstaklega ósérhlífinn
og vann langan vinnudag.
Konráð hafði sterka nærveru
og þegar hann talaði var tekið
eftir því sem hann sagði. Hann
ávann sér traust samstarfsaðila í
ferðaþjónustunni og var iðulega
valinn til forystu í samtökum
ferðaþjónustunnar og vinnuveit-
enda.
Hann hafði skýra sýn á vöxt og
viðgang fyrirtækisins og sam-
starfsfólkið átti auðvelt með að
skilja stefnu hans og deila sýn-
inni með honum. Hann þekkti vel
allar hliðar rekstrarins og oft tók
hann til hendinni og vann við hlið-
ina á samstarfsfólkinu við ýmis
störf. Grundvallarreglur voru
samstarfsfólkinu skýrar eins og
t.d. að standa ávallt við það sem
lofað var.
Forseti Íslands sæmdi Konráð
Fálkaorðunni í kringum 1980.
Starfsfólk hótelsins var stolt af
sínum manni, en sjálfur vildi
hann sem minnst gera úr því.
Þessi viðbrögð lýstu honum vel.
Metnaðurinn beindist að því að
skila góðu verki og efla starfsem-
ina, en ekki að eigin ágæti.
Við störf mín á Hótel Sögu
naut ég leiðsagnar Konráðs um
árabil. Hann gaf góð ráð og veitti
mér mikinn og góðan stuðning
sem ég minnist með þakklæti. Ég
naut þannig reynslu hans og
þekkingar, en ekki síst lærði ég
af gildum hans í lífi og starfi.
Fjölskyldu Konráðs sendi ég
samúðarkveðjur.
Jónas Hvannberg.
Við viljum með þessum fátæk-
legu orðum þakka Konráð Guð-
mundssyni fyrir áratuga sam-
starf og samveru. Hann var
okkur sem og fjölmörgum öðrum
mikil og góð fyrirmynd í leik og
starfi. Háttvísi hans, umhyggja
og tillitssemi var alveg sérstök og
á sama tíma var hann bráð-
skemmtilegur félagi í ýmsum fé-
lagsmálum sem við deildum með
honum.
Það var okkur sem og öðrum
sem umgengust hann síðastliðinn
áratug mikil sorg að sjá þennan
glæsilega og geðþekka mann
hverfa okkur hægt og sígandi í
baráttu sinni við erfiðan sjúk-
dóm, en minningarnar um þenn-
an félaga okkar eru okkur þeim
mun dýrmætari.
Á þessari kveðjustund þökk-
um við Konráð og Eddu konu
hans góða vináttu um langa tíð og
vottum aðstandendum öllum
samúð okkar.
Kjartan Lárusson, Kristján
Jónsson, Steinn Lárusson.
og afi gerðuð í gamla daga, þá
spilaði afi undir á nikkuna. Það
er nú ekki svo langt síðan að þú
varst í fullu fjöri í fertugsafmæl-
inu mínu, gekkst á milli gesta
brosandi og kát.
Ég byrjaði á því að tala um
umhyggju. Sumir myndu segja
að þetta hefði verið óþarfa dekur
en ég veit að þú myndir fussa við
því og segja að við ættum alltaf
að sýna börnum okkar kærleik.
Er ekki kærleikurinn mestur
þegar við sýnum öðrum um-
hyggju og látum þarfir annarra
ganga fyrir okkar eigin?
Elsku amma, ég veit að það
eru tveir góðir sem taka á móti
þér og einhvers staðar er hugg-
un í því að nú fær engillinn minn,
Sindri Snær, að njóta allra þinn-
ar umhyggju og kærleiks. Samt
sem áður á ég eftir að sakna þín
sárt. Þangað til næst, bless,
elsku amma og takk fyrir allt.
Þín ömmustelpa,
Hjördís.
Elsku amma mín, ég get ekki
lýst því hversu mikið ég sakna
þín og hversu mikils virði þú
varst og ert mér. Frá þeim degi
sem ég kom í heiminn gafst þú
mér alla þá hlýju og ástúð sem
þú hefðir mögulega getað gefið.
Það eru ekki allir sem hafa átt
ömmu eins og þig og ég er svo
þakklát fyrir tímann sem við
fengum saman. Þú kenndir mér
svo margt. Þú elskaðir að syngja
og mikið söngstu fallega. Ég
man þegar ég var lítil og þú
varst að kenna mér að flauta. Þú
fórst með mig út í glugga og
sagðir mér að hlusta á vindinn,
svo þegar hann blés heyrðist
flaut og þá sagðirðu mér að
herma eftir. Ég reyndi eins og
ég gat og eftir nokkur skipti
heyrðist lítið flaut. Ég var svo
ánægð og þú varst ekkert nema
stoltið. Þú varst alltaf stolt af
öllu sem börnin þín, barnabörnin
og barnabarnabörnin þín gerðu.
Þegar ég fæddist varst þú að
hætta að vinna svo þegar ég var
lítil var ég aldrei send í pössun
annað en til þín. Þitt líf snérist
um mig og alla fjölskylduna. Þú
og afi voruð alltaf til staðar fyrir
mig. Heimilið ykkar var heimilið
mitt og ég vona að ég hafi sýnt
þér og ykkur hversu þakklát ég
er fyrir það. Þú passaðir alltaf að
mér liði vel.
Þú elskaðir landið þitt og við
fórum oft saman í göngutúra að
skoða náttúruna. Þú varst besta
amma sem nokkur hefði getað
hugsað sér og ég mun aldrei
gleyma hvað þú brostir mikið og
hlóst. Þú varst svo glöð og þú
tókst alla aðra framyfir þig
sjálfa. Þú lifðir fyrir það að sjá
um aðra. Sérstaklega fjölskyld-
una þína. Þú ert góðhjartasta
manneskja sem ég hef nokkurn
tímann kynnst. Þú kenndir mér
að lífið snýst ekki bara um pen-
inga og veraldlega hluti. Þú
kenndir mér að lífið snýst um að
vera með fjölskyldunni og fólk-
inu sem manni þykir vænt um og
að vera góð við hvert annað.
Það er alveg sama hversu
mikið ég skrifa í þessari grein,
ég veit að ég mun aldrei geta lýst
því hversu góð þú varst og
hversu mikið mér þykir vænt um
þig. Takk fyrir allt, elsku fallega
amma mín, ég lofa þér að standa
mig vel í lífinu og vera góð við
fólkið í kringum mig. Ég mun
aldrei gleyma þér og tímunum
sem við áttum saman. Ég sakna
þín svo ótrúlega mikið. Þú ert og
verður alltaf stór hluti af mér.
Ég bið að heilsa afa og öllum hin-
um fallegu englunum. Hvíldu í
friði, fallegi engill og megi guð
geyma þig. Ég elska þig að eilífu.
Þín ömmustelpa,
Birgitta Svava.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
✝ Guðlaug Gísla-dóttir fæddist
á Neðri Fitjum 12.
júni 1920. Hún lést
að hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 16.
mars 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Árna-
son. f. 21.3. 1884,
d. 19.8. 1955, og
Margrét Pálsdóttir,
f. 18.6. 1886, d.
23.11. 1970.
Guðlaug var elst fjögurra
systkina er voru Sigríður, Ingi-
björg og Árni Vernharður, auk
þess sem hún átti tvo fóst-
bræður, Hörð Pétursson og
Stefán Jóhann Jónatansson.
Systkini Guðlaugar eru öll lát-
in.
Guðlaug giftist Birni Ingvari
Jónssyni, f. 1.10. 1905, d. 16.3.
1982, 14. júní 1947.
Sonur Björns og Margrétar
Karlsdóttur var Grettir, f. 2.5.
1931, d. 20.10. 2005. Börn Guð-
laugar og Björns eru: Jón
Gunnar, f. 6.4. 1950, kona hans
er Elín Magnea Hjartardóttir.
Börn þeirra eru; Björn Óttarr,
Vigdís Edda og Birgir Örn, og
eiga þau sex barnabörn. Mar-
inó, f. 28.5. 1951. Börn Marinós
og Jóhönnu Oddnýjar Sveins-
dóttur eru; Sonja Karen, Kol-
brún Sif og Rúnar Örn, barna-
börn eru fimm. Sigurður Ingvi,
f. 9.4. 1954. Börn Sigurðar og
Guðrúnar Guðmundsdóttur eru;
Guðmundur Halldór, Guðlaugur
Torfi, Ásgerður
Kristrún og Björn
Benedikt, barna-
börnin eru tvö.
Árni, f. 31.8. 1960,
kona hans er Bryn-
dís Ingibjörg Jóns-
dóttir. Börn þeirra
eru Björn Ingi, Atli
Þór og Anna Mar-
grét og eiga þau
eitt barnabarn.
Guðlaug ólst upp
á Neðri Fitjum fyrstu fimm ævi-
árin en fluttist að Litlu Tungu í
Miðfirði með foreldrum sínum
1925 og bjó þar til fullorðins-
ára. Hún stundaði nám í
Kvennaskólanum á Blönduósi
veturinn 1941-42 auk þess sem
hún var hálfan vetur við saum-
anám í Reykjavík.
Guðlaug og Björn byrjuðu
búskap að Litla Hvammi vorið
1946 en ári síðar fluttu þau að
Torfastöðum þar sem þau
bjuggu til ársins 1978 er þau
hættu búskap og fluttu suður til
Reykjavíkur. Guðlaug starfaði
við saumastörf í Hildu hf. og
síðar Hlín eftir að hún flutti
suður, allt til ársins 1987 er hún
lét af störfum.
Guðlaug bjó lengst af á Soga-
vegi 148 en síðustu árin bjó hún
á Skúlagötu 20 eða allt þar til
heilsu hennar fór að hraka og
hún flutti á hjúkrunarheimilið
Skjól.
Guðlaug verður jarðsungin
frá Áskirkju í dag, 24. mars
2015, kl. 11.
Fyrir næstum 35 árum síðan
hitti ég tengdamóður mína í
fyrsta sinn, þegar Árni, yngsti
sonur hennar, kynnti mig inn í
fjölskylduna. Margt kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til baka
til þessara ára sem ég átti með
tengdamömmu. Orðið glæsileiki
er þar ofarlega, en það var eitt
af því sem einkenndi hana, hvort
sem um var að ræða hana sjálfa,
heimili hennar eða það sem hún
tók sér fyrir hendur. Strax við
fyrstu kynni þá gerði ég mér
grein fyrir því að þar fór kona
með ákveðnar skoðanir á flestu
og þá ekki hvað síst því sem
sneri að hennar nánustu sem
hún bar alla tíð mikla umhyggju
fyrir. Hún var ákaflega stolt af
afkomendum sínum, ekki hvað
síst langömmubörnunum sem
eru orðin 14 talsins. Fylgdist vel
með þeim, hvað þau væru að
gera og hvernig þeim vegnaði.
Hannyrðir voru í miklum
metum hjá tengdamömmu og
saumaði hún ófáar flíkurnar,
hverja annarri glæsilegri. Ef ég
þurfti á leiðbeiningum að halda
varðandi saumaskap þá var gott
að geta leitað til hennar.
Einnig var hún mikil blóma-
kona og átti margar plönturnar
sem henni af einstakri lagni
tókst að láta vaxa og dafna.
Ekki má heldur gleyma hversu
mikil húsmóðir hún var og gest-
risin. Alltaf átti hún eitthvað til
þess að bjóða gestum og helst
ekki færri en 17 sortir voru
ásættanlegar á veisluborðin hjá
henni þegar hún bauð fólki
heim.
Með þessum ljóðlínum langar
mig að kveðja elskulega tengda-
móður mína.
Hafðu þökk fyrir allt
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Þín tengdadóttir,
Bryndís.
Guðlaug
Gísladóttir
Síðsumar 1986 fengu sex mis-
jafnlega lífsreynd ungmenni á aldr-
inum 21-26 ára óvænt og kærkomið
tveggja vikna sumarfrí. Kúrsinn
var níu mánuðir og ekki hafði verið
gert ráð fyrir frídegi, en þar sem
Hermisþjálfun hafði gengið betur
en allar áætlanir gerðu ráð fyrir
var það ákvörðun skólastjórnenda
að ungmennin ættu skilið frí. Það
fannst okkur líka.
Þetta var fyrir tíð veraldarvefs,
snjáldurskjóðu, snjallsíma og alls-
konar samskiptaforrita. Á þessum
tíma skrifaði fólk sendibréf, og
hringdi stöku sinnum, en ekki
lengi í einu. Flest okkar fóru því
heim í kærkomið frí.
Þarna hitti ég Hjördísi Sigur-
jónsdóttur í fyrsta sinn. Egill Már
sonur hennar hafði boðið mér að
gista áður en ég færi austur á firði.
Það vinarþel sem mér var sýnt á
Nesbalanum síðsumar 1986 varð
að ævilangri vináttu.
Áttum við Egill Már eftir að
vinna saman í mörg ár á ýmsum
stöðum í heiminum, einnig í stjórn
Stéttarfélagsins. Lengst af unn-
um við þó í Keflavík.
Mörg voru jólin og áramótin
þar sem undirritaður naut gest-
risni húsfreyjunnar og fjölskyld-
unnar á Nesbalanum, ef ég komst
ekki austur á firði.
En það sem fáir vita er að við
Hjördís
Sigurjónsdóttir
✝ Hjördís Sigur-jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. maí 1933. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Grund
26. febrúar 2015.
Útför Hjördísar
fór fram frá Sel-
tjarnarneskirkju
10. mars 2015.
Hjördís drukkum
nokkra kaffibolla
saman í eldhúsinu á
Nesbala. Þar var allt
rætt, aldursmunur-
inn enginn.
Hjördís hafði ein-
staklega skemmti-
legan húmor. Lif-
andi frásögn með
skvettu af kaldhæðni
litaði oft skemmti-
lega hennar sögur.
Svo var kryddað að hætti hússins
og í kaupbæti fylgdi blik í auga
þegar henni var skemmt.
Hjördís var af þeirri kynslóð
sem þurfti að hafa fyrir öllu í sínu
lífi. Fékk ekkert upp í hendurnar
og markmiðið var að koma sér
þaki yfir höfuðið og undirbúa börn
sín fyrir lífið og helst að koma
þeim til mennta. Allt unnið af heið-
arleika og heilindum og möglunar-
laust. Fyrst og síðast hugsað um
aðra. Fáir njóta eldanna sem
fyrstir kveikja þá… kemur upp í
hugann.
Hjördís missir eiginmann sinn,
Markús, skyndilega árið 1988. Við
það breytist margt. Sjaldan er ein
báran stök, og ekkert býr fólk
undir að missa barnið sitt, en Sig-
urjón elsta barn þeirra hjóna varð
bráðkvaddur í blóma lífsins árið
2011.
Hjördís bar sig vel, kunni ekki
annað. Einnig var erfiður sjúk-
dómur farinn að gera vart við sig
og því var ævikvöldið ekki með
þeim hætti sem hún átti skilið.
Orð skáldsins koma aftur upp í
hugann… Fáir njóta eldanna sem
fyrstir kveikja þá.
Þakka fyrir alla vinsemdina í
minn garð, en við hittumst síðar.
Guð blessi minningu Hjördísar
Sigurjónsdóttur.
Davíð Heiðar Hansson.
Fósturmóðir okkar,
SÓLVEIG BJÖRNSDÓTTIR,
Hadda,
frá Felli í Sléttuhlíð,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
laugardaginn 14. mars.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
.
Björn Jónasson,
Hilmar Júlíusson, Erna Ingólfsdóttir
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar
okkar elskulega
MAGNÚSAR KRISTJÁNS
MAGNÚSSONAR,
Hamraendum.
Sérstakar þakkir fá Ingibjörg Davíðsdóttir
og Ístak fyrir ómetanlega aðstoð.
.
Marlen Lillevik,
Magnús Magnússon, Inger Traustadóttir
og aðrir aðstandendur.
Þökkum auðsýnda samúð, vinarhug og alla
hjálp vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
HELGA HANNESSONAR,
Jaðarsbraut 23,
Akranesi.
.
Valdís Einarsdóttir,
Sævar Matthíasson, Sigurbjörg H. Guðjónsdóttir,
Kristinn Helgason, Ulrike Ramundt
og afabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTJÁN EMIL FRIÐRIKSSON,
Þjóðbraut 1,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 10. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir
einstaka alúð og umönnun.
.
Dóra, Hálfdán og Rannveig Kristjánsbörn,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
ARNAR GUNNARSSON,
Funalind 1,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 12. mars.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi.
.
Guðrún Gísladóttir.