Morgunblaðið - 24.03.2015, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Landnámsplattar til sölu
Nánari upplýsingar í s. 867-4183
Rafmagnsreiðhjól, eldri árgerð
seld með allt að 50% afslætti,
verð nú frá 75.000, takmarkað
magn. www.el-bike.is
Hvaleyrarbraut 39, 220
Hafnarfirði, opið virka daga
8–16, sími 864 9265
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
TILBOÐ VIKUNNAR
Teg. DALILA - stakar stærðir C-
FF á kr. 4.800.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Teg. BIJOU - D-H skálar á kr.
12.900, buxur við á kr. 5.990.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Húsviðhald
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373.
brbygg@simnet.is
Hreinsa þakrennur,
laga vatnstjón, ryð á
þökum og tek að mér
ýmis smærri verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smáauglýsingar
Atvinnublað
alla sunnudaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Kolbrún Her-mannsdóttir
fæddist á Land-
spítalanum í
Reykjavík 14. jan-
úar 1952. Hún lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 8.
mars 2015.
Foreldar Kol-
brúnar voru hjón-
in Hermann Guð-
mundsson, f. 22.
desember 1914 í Bæ við Stein-
grímsfjörð, d. 8. júní 1980, og
Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 15.
desember 1916 í Heiðarbæ við
Steingrímsfjörð. Hún lifir
dóttur sína.
Systkini Kol-
brúnar eru Jón, f.
8 október 1939,
Ragnhildur, f. 11.
desember 1941,
Guðmundur, f. 23.
febrúar 1943, Að-
alsteinn, f. 10. apr-
íl 1945, Guðjón, f.
3. janúar 1949, d.
7. janúar 1949,
Guðbjörg, f. 3. des-
ember 1950, d. 7. mars 2003.
Sambýlismaður Kolbrúnar
var Guðlaugur Gísli Reynisson,
f. 8. janúar 1950, d. 10. ágúst
1982.
Kolbrún var í Vogaskóla
og lauk þaðan gagnfræða-
prófi, einnig var hún í námi
í Noregi í eitt og hálft ár á
vegum Blindrafélagsins og
lærði handverk. Hún var
snemma sjónlítil og síðar al-
blind. Hún var handlagin og
gekk vel í sinni vinnu hjá
Blindrafélaginu þar sem hún
bjó og kynntist Gísla sínum,
en hann dó eftir allt of
skamman tíma í sambúð
þeirra. Kolbrún var ákveðin
og sjálfstæð, leigði íbúð ut-
an blindraheimilis, síðan
keypti hún eigin íbúð í
Breiðholtinu og bjó þar til
yfir lauk. Hún var í nýrna-
vél þrisvar í viku síðustu 10
árin og stóð sig vel til síð-
ustu stundar.
Kolbrún verður jarð-
sungin frá Langholtskirkju í
dag, 24. mars 2015, kl. 13.
„Mamma mín, farðu með
pabbabænir fyrir mig“:
Blunda í ró mín, blíða Kolla, í nótt,
beri þig inn í draumalöndin fljótt.
Svefndísin góða silfurvængjum á,
sýnir þér fegurð lífsins mesta þá.
Blunda í ró, þú barn, svo þreytt af
leik,
bætist nú þróttur styrkist lundin
veik.
Vaknaðu glöð sem vorfugl morgni á,
verndi þig guð og bægi hættum frá.
(Hermann Guðmundsson
frá Bæ við Steingrímsfjörð)
Börnin mín ávallt blessa þú,
ég bið þig faðir minn.
Gef að þau standi sterk og trú,
við störf og lærdóm sinn.
Finnist þeim lífsins fjúkið kalt,
ó, faðir bænheyrðu mig.
Láttu þau muna umfram allt,
að elska og biðja þig.
(Hermann Guðmundsson
frá Bæ við Steingrímsfjörð)
Kveðja, elsku vina, þín
mamma.
Aðalbjörg Jónsdóttir.
Elsku Kolla. Nú ert þú farin
til pabba, ömmu og Guggu syst-
ur, ásamt sambýlismanni þínum
Gísla, sem dó svo ungur.
Barátta þín við nýrnavélina
var aðdáunarverð líkt og sjálf-
stæði þitt, þrátt fyrir blindu
lengst af ævi. Kjarkurinn við að
kaupa eigin íbúð, reka hana og
fara flestra þinna ferða, á tón-
leika, matsölustaði og leikhús
með aðstoð þinnar ágætu hjálp-
arkonu, Lilju, og Þorsteins bíl-
stjóra, var aðdáunarvert.
Ég veit að þú vildir helst kom-
ast heim í þína eigin íbúð, en það
átti ekki að verða, lífið fjaraði út.
Mamma, okkar ástkæra móð-
ir, var alla tíð vakin og sofin með
hugann hjá þér, las fyrir þig
pabbabænir fram á síðasta dag.
Elsku pabbi, sem dó 1980, orti
og söng um og fyrir þig, gaf þér
margar gleðistundir og var þér
félagi, ásamt mömmu að sjálf-
sögðu sem var þér svo mikilvæg
alla tíð.
Sérstakar þakkir færast því
fólki sem best um þig hugsaði.
Að sjálfsögðu mömmu, Jóhönnu
og Aðalsteini og svo öllum þeim
öðrum sem mest aðstoðuðu þig
við lífið.
Þín ró og staðfesta
var fáum gefin,
en brosið þitt var frá
Monu Lisu
Kveðja yfir!
Guðmundur bróðir, Klara
og fjölskylda, Ragnhildur
systir og fjölskylda.
Nú þegar komið er að
kveðjustund hjá okkur Kollu
rifjast upp margar minningar.
Sem barn og unglingur var
ég oft hjá afa og ömmu í Sól-
heimum í lengri og skemmri
tíma þegar ég kom úr sveitinni
og kynntist ég Kollu því vel. Ég
ætla að setja á blað tvö minn-
ingarbrot sem ég hef oft hugs-
að til í gegnum tíðina.
Ég hef verið um 5 ára gamall
og var staddur hjá ömmu og
afa í Sólheimunum ásamt
Kollu. Það var ekki mikið af
leikföngum á heimilinu en ein-
hver gaf mér rauðan stóran
Willys jeppa, sem ég brunaði
með um gólfin. Einn daginn
þegar ég var inni í herbergi hjá
Kollu kom ég auga á heilmikið
safn af dúkkulísum, heilu
kóngafjölskyldurnar krýndar
kórónum og fallegum fötum
ásamt nánast allri flóru mann-
kyns og dýra. Stærsta dúkku-
lísusafn sem ég hef séð fyrr og
síðar.
Kolla lánaði mér allt safnið
til að keyra um með í nýja jepp-
anum mínum. Það gladdi lítinn
strák mikið að fá að bruna um
alla íbúðina með allt þetta fal-
lega pappírsfólk.
Mörgum árum seinna, eða
þegar ég var um tvítugt og ný-
kominn heim frá Kaupmanna-
höfn bjó ég um tíma í Sólheim-
unum hjá ömmu. Við Gugga
frænka ætluðum að fara í
Hollywood sem þá var vinsæl-
asti skemmtistaðurinn í bænum
og við vildum endilega bjóða
Kollu með okkur og hún var al-
veg til í það.
Það var samþykkt af ömmu
sól með þeim skilyrðum að við
gættum hennar vel og skiluðum
henni heim í Hamrahlíðina eftir
dansleikinn. Kvöldið var mjög
skemmtilegt hjá okkur öllum og
þegar kom að heimferð hitti
Kolla góða vinkonu í fataheng-
inu sem vildi endilega sjá henni
fyrir fari í Hamrahlíðina og við
Gugga samþykktum það.
Þegar við Gugga vöknuðum
morguninn eftir og komum
fram í eldhús sáum við hvar
Kolla sat fremur niðurlút við
eldhúsborðið og amma sól stóð
alvarleg í bragði og horfði á
okkur.
Við vissum ekki hvaðan á
okkur stóð veðrið og skildum
ekki af hverju Kolla var mætt í
Sólheimana. Eftir smá þögn
sagði amma sól, „vitið þið hvað,
hún Kolla kom heim rétt áðan í
fylgd tveggja lögregluþjóna“
sem sögðu að hún hefði gist í
fangageymslunum í nótt vegna
ölvunar.
Það var ekki alls kostar rétt,
hún var ekki ofurölvi, þeir átt-
uðu sig ekki á því fyrr en morg-
uninn eftir að Kolla var veru-
lega sjónskert! Kolla hafði orðið
viðskila við vinkonu sína í fata-
henginu og var að feta sig
áfram fyrir utan Hollywood
eins og hálf reikul í spori í leit
að henni þegar komu tveir
myndarlegir lögreglumenn og
sögðu henni að koma með sér,
hún var vissulega þakklát þess-
um góðu mönnum fyrir að bjóða
sér far.
Við Gugga vorum svo hissa
og amma sól svo alvarleg að við
skelltum upp úr og Kolla líka
þar til tárin runnu, á endanum
gaf amma sól sig og hló að
þessu öllu saman með okkur.
Þennan atburð rifjuðum við
Kolla og Gugga stundum upp
eftir á og höfðum gaman af.
Elsku Kolla, takk fyrir sam-
fylgdina.
Árni Jónsson.
Kolbrún
Hermannsdóttir
✝ Guðrún Jóns-dóttir (Rúna)
fæddist á Fitjum í
Hrófbergshreppi á
Ströndum 12.
mars 1924. Hún
lést á sjúkrahús-
inu á Akranesi 13.
mars 2015.
Foreldrar Rúnu
voru Jón Ottós-
son, f. 14.6. 1891,
d. 26.5. 1970, og
María Bjarnadóttir, f. 25.5.
1893, d. 7.11. 1971. Rúna var
sjöunda barn þeirra af tólf
systkinum. Eftirlifandi
bræður hennar eru Pétur, f.
20.7. 1927, og Gylfi, f. 25.5.
1933.
19. júlí 1952 giftist Rúna,
Bjarna Inga Bjarnasyni mál-
ara og organista í Akranes-
kirkju, f. 5.4. 1909, d. 17.5.
1995. Dóttir Rúnu og Bjarna
er Helga, f. 10.11. 1947. Helga
giftist Birni H. Tryggvasyni,
f. 3.8. 1947, d.
18.1. 2012, og
eignuðust þau þrjú
börn. 1) Bjarni
Ingi Björnsson,
kvæntur Ingi-
björgu Kristínu
Barðadóttur, þau
eiga 4 börn, 2)
Guðrún Hallfríður
Björnsdóttir, í
sambúð með Bergi
Jónssyni, hann á 3
dætur, 3) Elínborg Björns-
dóttir, í sambúð með Sturlu
Magnússyni, þau eiga 2 syni.
Rúna byrjaði ung að vinna
við síldarverkun á Raufarhöfn,
Seyðisfirði, Siglufirði og
Akranesi á haustin. Á Akra-
nesi vann hún hjá Akraprjóni í
um 30 ár og eftir það prjónaði
hún heima, allt þar til undir
lokin.
Rúna verður jarðsungin frá
Akraneskirkju í dag, 24. mars
2015, og hefst athöfnin kl. 14.
Amma, elsku amma Rúna.
Fyrsta minning mín af ömmu
Rúnu var þegar hún sat við eld-
húsborðið á Kirkjubraut 17 og
var að spila kana við Bjarna
bróður, Ástu Vestmann og
Gústu.
Ég var gjörsamlega dolfallin
yfir spilamennskunni frá degi
eitt og naut þess að fá að vera
með, spilaði frekar við þig á
kvöldin á unglingsárunum held-
ur en að fara niður í bæ og
vera með vinkonum mínum. Ef
ég vissi að Mæja frænka var að
fara að koma upp á Skaga til að
spila þá sleppti ég öllum áform-
um og rauk beint til ykkar. Svo
mikið gaman var að spila við
ykkur. Get með sanni sagt að
það verður erfitt að fylla í
skarð þitt þar, ef mögulegt er.
Svo þegar ég heyrði að Guð-
rún systir var að fara að flytja
að heiman og ég fengi stóra
herbergið, var ég svo himinlif-
andi að það hálfa væri nóg. Ég
vissi þá að ég fengi að horfa á
bannaðar myndir og vaka örlít-
ið lengur en leyfilegt var.
Best þótti mér þó að vita af
þér inni í herbergi að lesa langt
fram eftir nóttu því mér fannst
alltaf erfitt að sofna ef aðrir
voru sofnaðir á undan mér. Það
var alltaf svo mikið öryggi að
vita af þér að lesa.
Ég á aldrei eftir að gleyma
því þegar þú fórst með Marinó
í göngutúr, þá 89 ára gömul og
komst ekki til baka fyrr en
rúmum klukkutíma seinna. Þá
fóruð þið niður á skólalóð í
boltaleik og að horfa á krakk-
ana leika sér. Ég fékk líka oft
að heyra það hversu öflug kona
þú værir, svo dugleg að fara
með strákana mína í göngutúr
um bæinn. Þú varst alltaf til
staðar fyrir mig og mína og
alltaf tilbúin að gera allt ef þú
gast það.
Ég verð þér ævinlega þakk-
lát fyrir það og mun geyma svo
margar góðar og fallegar minn-
ingar um þig í hjarta mínu.
Ég kveð þig með miklum
söknuði, elsku besta amma mín.
Þú varst engri lík!
Elínborg Björnsdóttir.
Elsku hjartans amma mín,
vinkona og mamma númer tvö.
Konan sem ég er skírð í höf-
uðið á og besta amma í öllum
heiminum hefur kvatt þennan
heim.
Það sem ég á eftir að sakna
þín, að hringja í þig til að
spjalla, fíflast í þér og hlæja.
Knúsa þig og kyssa, tosa í
skinnið á handarbakinu, nudda
hendurnar, pússa og lakka
neglurnar.
Hún elskaði það því þá var
hún svo fín að eigin sögn. Að
sýna henni og segja henni hvað
mér þótti vænt um hana og
elskaði hana mikið. Að þurfa að
kveðja hana verður erfitt,
skrýtið og vont en það kannski
venst.
Amma var einstök, ljúf og
góð og lifði fyrir fjölskylduna.
Hún dýrkaði okkur barnabörn-
in og barnabarnabörnin sín.
Hún var kona sem allir gætu
tekið sér til fyrirmyndar fyrir
það eitt að hún kvartaði aldrei
og var alltaf jákvæð.
Þegar amma varð níræð í
fyrra kom ég henni á óvart og
mætti í veisluna hennar. Það
sem við vorum ánægðar með að
sjá hvor aðra, við fórum báðar
að gráta af gleði og þetta er
stund sem ég gleymi aldrei. Ég
á fullt af góðum minningum um
ömmu sem ég mun ávallt
geyma í hjarta mínu og minn-
ast.
Ég er endalaust þakklát fyr-
ir að hafa náð að eyða með
henni síðustu stundunum henn-
ar. Að horfa á hana og hlusta á
andardráttinn hennar, halda í
höndina á henni, strjúka ennið
og hárið og toga í skinnið í síð-
asta sinn.
Ég kveð nú ömmu í hinsta
sinn með kökkinn í hálsinum og
tómleika í hjartanu með þeim
orðum sem ég notaði alltaf þeg-
ar við kvöddumst. „Jæja, tútta,
við heyrumst“, nema hvað að
við heyrumst ekki aftur.
Ég á eftir að sakna þín,
elsku hjartans amma mín, en
nú ertu komin á annan stað.
Stað þar sem afi og pabbi taka
vel á móti þér.
Þangað til næst.
Guðrún Hallfríður.
Guðrún Jónsdóttir