Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
Þ
órólfur fæddist í Fagra-
dal í Dalasýslu 24.3.
1935 en ólst upp í Mikla-
garði í Saurbæjar-
hreppi, í Hrappsey á
Breiðafirði og á Innra-Ósi í Stranda-
sýslu. Hann flutti til Reykjavíkur
1954, lauk gagnfræðaprófi frá Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni 1955,
hóf flugnám hjá Flugskólanum Þyt
hf. 1956, lauk einliðaflugprófi það ár,
einkaflugmannsprófi 1959 og at-
vinnuflugmannsprófi 1963.
Starfsferill
Þórólfur stofnaði og starfrækti,
ásamt Helga Jónssyni, Leiguflug
Þórólfs Magnússonar og Helga
Jónssonar frá 1963, stofnaði síðan,
ásamt fleirum, Flugfélagið Vængi
1969 og var framkvæmdastjóri þess
fyrstu árin en þeir starfræktu það til
1978. Hann var flugstjóri hjá Arn-
arflugi 1978-90 og starfaði hjá Ís-
landsflugi frá 1990 til starfsloka árið
2000, þá með um 25.000 flugstundir
að baki. Hann stundaði eftir það
járnabindingar með járnaflokki
vaskra járnabindingamanna Ingvars
Sveinbjörnssonar og fleiri fram að
hruni.
Árið 2013 stofnaði Þórólfur með
syni sínum og vinum flugklúbbinn
Vængir EHF og er þar stjórnar-
formaður.
Þórólfur átti sæti í stjórn FÍA
1978-84, fyrst sem varamaður og síð-
an meðstjórnandi, sinnti síðar stöðu
varamanns stjórnar FÍA frá 1992-
99.
Þórólfur hefur sinnt áhugamálum
sínum, m.a. skógrækt á Héraði
ásamt skóg- og kartöflurækt við
sumarafdrep sitt í Grímsnesi síðustu
ár. Hann söng 2. tenór í Karlakór
Reykjavíkur frá 1988 -2000 og er nú
í eldri deild Karlakórs Reykjavíkur.
Fjölskylda
Eiginkona Þórólfs er Þorbjörg
Júlíusdóttir, f. 24.3. 1944, fulltrúi og
húsfreyja. Foreldrar hennar voru
Þórólfur Magnússon, fyrrv. flugstjóri – 80 ára
Fjölskyldan Þórólfur, Þorbjörg, Júlíus B., Jónína Helga, og Aðalheiður Dóra.
Með 25 þúsund flug-
tíma í rúma hálfa öld
Gamalkunnir taktar Þórólfur í gömlu Piper Cup-vélinni sem hann lærði á.
Halla Margrét Jóhannesdóttir er með námskeið í skapandi skrifum
og kallast það Skrif og sköpun – ritsmiðja. „Á námskeiðinu hvet ég
fólk til að skrifa og lifa skapandi lífi, taka ritstjórann af öxl sér og
leyfa sér að gera meira og hugsa minna, allavega á meðan það er
koma sér af stað. Oft stoppar fólk sig áður en það er komið af stað
en það er í skrifum eins og í öðrum greinum og listum að það gerist
ekki allt í einni töku. Oft þurfa að vera undanfarar þegar maður ætl-
ar að vinna skapandi verk.“ Halla er menntuð í ritlist, leiklist og er
einnig íþróttakennari. Hún hefur leikið, leikstýrt og gefið út ljóða-
bók og þekkir því vel til sköpunarferlisins.
„Sjálf er ég að skrifa ungmennabók, þar er fullt af undanförum í
gangi. Ég les líka inn á hljóðbækur og er í ýmsum verkefnum.
Áhugamálin eru mörg, ég fer á skíði og hef gaman af tónlist, fer á
tónleika og hef verið í kirkjukór og kvennakór. Svo er ég í jóga sem
bjargar lífi mínu og hjálpar mér að verða fimmtug.
Ég er alveg búin að plana afmælisdaginn. Það verður farið í
hátíðarjóga um morguninn, síðan verður lesið í stjörnurnar, farið í
nudd og á nemendasýningu hjá Jazzballettskóla Báru en þar ætla ég
að horfa á dóttur mína dansa og svo verður góður matur í kvöld.“
Eiginmaður Höllu er Sólmundur Már Jónsson, viðskiptafræð-
ingur og aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar. Þau eiga þrjú
börn: Jóhannes Kára 18 ára, Laufeyju 12 ára og Teit 11 ára.
Halla Margrét Jóhannesdóttir er 50 ára
Morgunblaðið/Rósa Braga
Nikka Halla hefur gefið út eina ljóðabók og er með bókaforlag sem
heitir Nikka en tvær aðrar bækur hafa komið út á vegum þess.
Hátíðarjóga og
lesið í stjörnur
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Sauðárkróki Brynja
Rósanna Brynjólfs-
dóttir fæddist 13. mars
2014 kl. 22.17. Hún vó
3.925 g og var 54 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Auður Inga Ingi-
marsdóttir og Brynj-
ólfur Þór Jónsson.
Nýr borgari
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is