Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP)
eru margverðlaunuð fyrir hönnun,
myndgæði, notagildi, umhverfisvernd
og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga,
rekstrarleigusamninga og alhliða
prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur
sem eiga það sameiginlegt að gera
kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
• BLI A3 MFP Line of the Year 2013
• BLI A3 MFP Line of the Year 2012
• BLI A3 MFP Line of the Year 2011
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
Besta leikkona
í aðalhlutverki
ÍSLENSKUR TEXTI
NÝ STUTTMYND
VERÐUR SÝND Á UNDAN
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á
- bara lúxus
HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN
Insurgent, eða Uppreisnarmaður,
nýjasta myndin í syrpunni sem
byggð er á Divergent-bókunum,
er tekjuhæsta kvikmynd bíóhúsa
landsins að liðinni helgi og sáu
hana rúmlega 3.000 manns. Mynd-
in var frumsýnd föstudaginn sl.
Í öðru sæti er Cinderella, eða
Öskubuska, byggð á samnefndu
ævintýri eftir leikstjórann Ken-
neth Branagh. Hasarmyndin
Kingsman: The Secret Service
trekkir enn að og hafa nú um
22.500 manns
séð hana.
Sama er að
segja um
frönsku mynd-
ina Ömurleg
brúðkaup sem er
aðra helgina í
röð sú sjötta
tekjuhæsta og
hafa um 19.500
manns séð hana
frá upphafi sýninga.
Bíólistinn 20. - 22. mars 2015
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Insurgent
Cinderella
The Gunman
Kingsman: Secret Service
Focus
Ömurleg brúðkaup (Serial BadWeddings)
Chappie
The SpongeBob Movie: Sponge Out of Water
Ný
1
Ný
3
2
6
4
9
1
2
1
6
3
9
3
8
1
2
3
4
5
6
7
8
Bíóaðsókn helgarinnar
Uppreisn og Öskubuska
Shailene Woodley í
Insurgent.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Einn vinsælasti grínisti heims,
Englendingurinn Eddie Izzard,
flytur uppistandssýningu sína
Force Majeur í Eldborg Hörpu á
laugardaginn, 28. mars, kl. 20. Til-
kynning um það
barst um
helgina, fyr-
irvarinn því afar
stuttur og miða-
sala hefst á
morgun á midi.is
kl. 10. „Þetta er
mjög sérstakt,
að Eddie Izzard
skuli hafa sam-
band og segja að
hann vilji halda
sýningu á Íslandi í næstu viku,“
segir Ísleifur Þórhallsson, fram-
kvæmdastjóri tónlistar- og við-
burðasviðs Senu sem skipuleggur
sýninguna en fulltrúar Izzards
höfðu samband á föstudaginn sl.
„Hann er búinn að vera á fleygi-
ferð með þessa sýningu, 2013 og
2014 og hann hefur heimsótt rúm-
lega 25 lönd um allan heim,“ segir
Ísleifur.
Afar virtur meðal grínista
En hver er Eddie Izzard, fyrir
þá sem ekki þekkja til hans?
„Þetta er örugglega einn af fimm
stærstu grínistum heims og allra
tíma. Hann er mjög virtur meðal
annarra grínista og vinsæll um all-
an heim. Það má segja að hann sé
brautryðjandi og hefur líka gert
það gott sem leikari í kvikmyndum
og sjónvarpsþáttum þannig að
hann er orðinn ansi þekktur líka í
gegnum það,“ segir Ísleifur sem
stóð fyrir uppistandi með Izzard á
Broadway árið 2005. Ísleifur rifjar
hlæjandi upp að þegar Izzard hafi
komið á svið Broadway hafi hann
sagt staðinn einhvern þann furðu-
legasta sem hann hafi komið fram
á. Fólkið sem hann væri að
skemmta væri sumt fyrir aftan
hann!
Izzard á það til að troða upp í
kvenmannsfötum og háhæluðum
skóm og spurður að því hvort hann
verði þannig klæddur segist Ísleif-
ur ekki vita það. „Hann er nátt-
úrlega þekktur fyrir að koma
stundum fram í dragi, en hefur
gert minna af því síðastliðin ár.
Hann er gagnkynhneigður, en
finnst bara gaman að klæða sig í
kvenmannsföt, hver hefur ekki
gaman af því? Hann hefur lýst
sjálfum sér bæði sem „lesbíu fastri
í karlmannslíkama“ og „fullbúnum
stráki og hálfri stelpu,“ segir Ís-
leifur og hlær.
Hvað umfjöllunarefni Izzards
varðar segir Ísleifur að hann komi
víða við, vaði úr einu í annað og
láti allt flakka sem honum detti í
hug, fylgi sjaldan handriti, geri
óspart grín að sjálfum sér og eigi
fjörug samskipti við áhorfendur.
Einnig velti hann fyrir sér stórum
málum á borð við trúmál og pólí-
tik. „Hann er ekkert sérstaklega
grófur en fer þó inn á alls konar
viðkvæm svæði, eins og allir góðir
grínistar gera,“ segir Ísleifur.
Á bólakaf í innflutning
á uppistöndurum
Það hefur sannarlega verið mikil
uppistandsveisla á Íslandi síðustu
mánuði. Jimmy Carr, landi Izzards
og einn af vinsælli uppistöndurum
heims, hélt fjórar sýningar í Há-
skólabíói í gær og fyrradag á veg-
um Senu, það er uppselt á Gabriel
Iglesias í maí og í október sl. tróðu
upp Jim Breuer, Stephen Merc-
hant o.fl. á hátíðinni Reykjavík
Comedy.
„Við erum komnir á bólakaf í
innflutningi á uppistöndurum í
samstarfi við mjög öfluga, erlenda
aðila og fyrst þetta hefur gengið
svona vel munum við halda því
áfram á fullu,“ segir Ísleifur. „Nú
er þetta komið á þann stað að Ed-
die Izzard hefur samband og spyr
hvort við getum haldið sýningu í
næstu viku!“ segir Ísleifur og
hlær, enda tilefni til.
Einn sá vinsælasti í heimi
Grínistinn Eddie Izzard verður með uppistand í Eldborg
á laugardaginn Sýningin haldin með viku fyrirvara
Grínstjarna Eddie Izzard er ein skærasta uppistandsstjarna heims.
Vefsíða Izzards: eddieizzard.com.
Ísleifur
Þórhallsson
Glæpasagnahöfundurinn James Patterson hefur að
undanförnu gefið bókasöfnum í bandarískum al-
menningsskólum fé sem nemur nær 200 milljónum
króna, til kaupa á bókum og aðkallandi viðhalds.
Metsöluhöfundurinn vissi að þörfin væri mikil. Hann
hefur fengið um 10.500 beiðnir um styrki og hefur
gefið frá 1.000 til 10.000 dali í hvert sinn. Hann til-
kynnti síðan að verkinu væri hvergi nærri lokið.
Skólaútgáfan Scholastic Reading Club styrkir sam-
hliða kennara um námsgögn í skólastofur.
Arið 2013 gaf Patterson sjálfstæðum bókaversl-
unum í Bandaríkjunum yfir milljón dali þar sem þær
ættu undir högg að sækja. James Patterson
James Patterson styrkir skólabókasöfn