Morgunblaðið - 24.03.2015, Page 44

Morgunblaðið - 24.03.2015, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 83. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Lyftu bílnum af konunni 2. Ashya laus við krabbameinið 3. Er fjölskyldan loks fundin? 4. Meint svindl aldrei sannað »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, mun kl. 17 í dag halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskrift- inni Leikhúsvélar, tæki og lögmál Donalds Rumsfelds um stig þekk- ingar. Í honum mun Jón Páll fjalla um almenna kenningu sína um samyrkju í sviðslistum; Leikhúsvélina. Kenning þessi hefur bæði vakið alþjóðlega at- hygli og verið kennd í Listaháskóla Ís- lands, en hún er afurð níu ára til- raunavinnu sem miðar að samvinnu í sviðslistum og ber heitið Mindgroup, að því er segir í tilkynningu. Ókeypis er inn á fyrirlesturinn sem er sá tíundi og næstsíðasti í röð fyrir- lestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir yfir- skriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verk- menntaskólans á Akureyri, Háskól- ans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Leikhúsvélar, tæki og lögmál Rumsfelds  Hinn heimskunni bandaríski gítar- leikari Al Di Meola verður gestur á Guitarama-hátíð Björns Thoroddsen gítarleikara í Háskólabíói í október. Di Meola er meðal eftirsóttustu gítar- djassista samtímans og afar vinsæll einleikari. „Þetta er mikill við- burður,“ segir Björn sem hefur undanfarið stýrt vinsælum hátíðum í Kanada og Noregi. »39 Al Di Meola gestur á gítarhátíð Björns Á miðvikudag Suðaustan 15-23 m/s, hvassast við suðvestur- ströndina og slydda eða rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Á fimmtudag, föstudag og laugardag Suðvestlæg átt, 8-13 m/s og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil. Hiti kringum frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt og þykknar smám saman upp, slydda eða rigning á Suður- og Vesturlandi um kvöldið. VEÐUR Skautafélag Akureyrar varð í gærkvöld Íslandsmeistari karla í íshokkíi þriðja árið í röð með því að vinna stór- sigur á Skautafélagi Reykja- víkur, 7:0, í fimmta úrslita- leik liðanna í Skautahöllinni í Laugardal. SA vann þar með einvígið 4:1. Þetta er jafnframt átjándi titill fé- lagsins og margir leikmann- anna hafa leikið hátt í tuttugu sinnum til úr- slita. »1 Þrautreyndir Íslandsmeistarar Eyjólfur Sverrisson segir að Kasakar séu með hraða, flinkir og baráttu- glaðir fótboltamenn og það gæti orðið mikið þolinmæðisverk fyrir íslenska landsliðið að mæta þeim í Astana á laugardaginn kemur. „Ég vona bara að þeir slökkvi ekki ljósin eins og gerðist þrisvar hjá okkur!“ segir Eyjólfur sem var með 21 árs landslið Íslands í Astana fyrir ári. » 4 Vona bara að þeir slökkvi ekki ljósin Tindastóll og Keflavík standa mjög vel að vígi í átta liða úrslit- um Íslandsmóts karla í körfubolta og eru bæði komin í 2:0. Báðum liðum nægir því einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslitin. Tindastóll vann Þór í Þorlákshöfn, 96:85, og Keflvíkingar lögðu Hauka á heimavelli, 84:82, eftir spennandi lokakafla. »2-3 Góð staða Tindastóls og Keflvíkinga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hollvinir Grensásdeildar vinna stöð- ugt að því að safna fé til tækjakaupa og endurbóta á húsnæði deildarinnar. Nú stendur yfir sala á geisladisknum Með sorg í hjarta með hljómsveitinni Gæðablóðum og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Hljómsveitinni renn- ur blóðið til skyldunnar því tónlist- armaðurinn Ólafur Þórðarson, Óli í Ríó, bróðir söngvara Gæðablóða, var sjúklingur á Grensásdeild áður en hann lést. „Það vantar alltaf peninga,“ sagði Ottó Schopka, formaður Hollvina Grensásdeildar. Hann segir að nú vanti meðal annars sjúkrarúm, rafknúinn sturtustól, sturtustól fyrir sundlaug, hjólastóla, meðferðarbekki fyrir sjúkraþjálfun og þrekhjól. Þessi búnaður slitnar hraðar en áður vegna aukinnar meðalþyngdar landsmanna. Orðið mjög þröngt Þá er áhugi á að gera sjúkrastof- urnar vistlegri, t.d. með endurnýjun náttborða, og koma þar fyrir komm- óðum, stólum, lömpum og fleira enda dvelja sjúklingar oft langdvölum á stofunum. Eitt verkefni er þó lang- stærst. „Það hefur lengi staðið til að stækka Grensásdeildina. Húsnæðið hefur ekkert stækkað frá því deildin tók til starfa fyrir rúmlega fjörutíu árum. Það er orðið mjög þröngt og vantar betri aðstöðu fyrir þjálf- un og fleira,“ sagði Ottó. Við- bygging við Grensásdeild kostar um 1.100 milljónir. Ottó sagði að söfnunar- átak Eddu Heiðrúnar Backman, Á rás fyrir Grensás, hefði safn- að um 100 milljónum króna. „Það voru notaðar um 32 milljónir af þeim peningum til að byggja skýli yfir bílastæði svo fólk sem kem- ur í þjálfun þurfi ekki að standa úti í roki og rigningu á meðan það tekur hjólastólinn úr bílnum og kemur sér inn í skjól,“ sagði Ottó. Hann sagði að áhugi væri á að bæta aðgengi sjúk- linga að lóðinni við Grensásdeild svo þeir geti notið útivistar á góðviðris- dögum. Hollvinir Grensásdeildar hafa rætt við stjórnvöld um viðbygginguna við Grensásdeild. Ottó kvaðst gera sér vonir um að hún geti orðið næst í röð- inni á eftir sjúkrahóteli sem fljótlega hefst bygging á. Hann sagði að rætt hefði verið um að hollvinasamtökin settu fjármuni í hönnun bygging- arinnar. Mikilvægt væri að fram- kvæmdir hæfust sem fyrst því hönn- unin úreltist fljótt. Ný viðbygging er draumurinn  Hollvinir Grens- ásdeildar eru á fullu í fjáröflun Morgunblaðið/Kristinn Grensásdeild Otto Schopka, formaður Hollvina Grensásdeildar, í skýlinu sem byggt var yfir bílastæðið. „Óli bróðir minn [Ólaf- ur Þórðarson] lá á Grensásdeildinni í heilt ár áður en hann dó og fékk þar einstaklega góða umönnun,“ sagði Kormákur Bragason, í hljómsveitinni Gæðablóðum. „Okkur datt í hug að það gæti verið við hæfi að styrkja Hollvina- samtök Grensásdeildar með sölu disksins okkar.“ Kormákur var í hljómsveitinni South River Band, ásamt Ólafi og fleirum. Þeir félagar í SRB spiluðu stundum fyrir Óla á meðan hann lá á Grensásdeild og svo fyrir fólkið á deildinni eftir að Óli lést. Það átti sinn þátt í að ákveðið var að selja plötuna til styrktar Grensásdeild. „Þótt platan heiti Með sorg í hjarta, þá er húmorinn allsráðandi, kannski stundum svolítið kald- hæðinn þó,“ sagði Kormákur. Húmorinn allsráðandi DISKUR GÆÐABLÓÐA SELDUR TIL STYRKTAR GRENSÁSDEILD Kormákur Bragason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.