Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 4
* Þrátt fyrir margtugginn dauða geisladisksins er hannennþá með yfir helming markaðarins. Staðan er ekkialvarlegri en það. Eiður Arnarsson Þjóðmál ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 Ótímabært að afskrifa hljómplötuna Brotthvarf hljómplötuversl-unarinnar Skífunnar afmarkaði markar fyrst og fremst endalok ákveðins tímabils í plötusölu á Íslandi. Þetta er skoð- un Eiðs Arnarssonar, fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra hljómplötuframleiðenda. Sögulega hafi Skífan mjög sterka stöðu en undanfarin ár hafi hlutur hennar í heildarsölu á tónlist farið jafnt og þétt minnkandi og aðrar verslanir og verslanakeðjur, svo sem Hag- kaup, Bónus og jafnvel Penninn, gegnt stærra hlutverki í magnsölu. Þær hafi þó aldrei boðið upp á eins mikið úrval og sérverslanir eins og Skífan. „Vægi Skífunnar í sölu vin- sælustu platna hefur minnkað jafnt og þétt,“ segir Eiður. Spurður hvað endalok Skífunnar þýði fyrir íslenska tónlistarmenn segir Eiður það ekki þurfa að vera svo stórkostlega mikið til að byrja með. Eftir sitja á markaði sérversl- anir með plötur á borð við Smekk- leysubúðina, 12 tóna og Lucky Re- cords í miðbænum og Eiður gerir ráð fyrir að þær muni nú taka meira til sín og auka sitt úrval. Eins keðjurnar sem áður voru nefndar. „Eftirspurnin er ennþá til staðar, þó að rekstrarforsendur Skífunnar sem sérverslunar hafi brugðist. Salan sem átti sér stað í Skífunni færist eflaust bara annað. Ætli mesta þýðingin sé ekki sú að úrvalið mun minnka og það eru út af fyrir sig slæm tíðindi,“ segir Eiður. Hann segir þetta ekki síst eiga við um erlenda tónlist en lang- mest framboð hafi verið af henni í Skífunni. Náði hámarki um aldamót Eiður segir hljómplötusölu hafa náð hámarki í heiminum um alda- mótin en síðan hafi hallað jafnt og þétt undan fæti. Á sama tíma hafi stafræn neysla aukist verulega. „Markaðurinn mun alltaf finna jafnvægi og engin hætta á því að tónlistarmenn hætti að senda frá sér efni. Þetta er í raun og veru ekkert annað en formatbreyting. Einu sinni breyttist formatið úr ví- nyl yfir í CD og núna er það að breytast úr CD yfir í stafrænt.“ Eiður segir stafræna sölu á tón- list hafa verið um 30% á Íslandi á síðasta ári. Vínyllinn, sem hefur verið að sækja í sig veðrið, var með um 7-8%. Geislaplatan afgang- inn, það er yfir 60%. „Þrátt fyrir margtugginn dauða geisladisksins er hann ennþá með yfir helming markaðarins. Staðan er ekki alvar- legri en það.“ Eiður viðurkennir þó að erfiðara sé að verja þessa stöðu á litlum markaði eins og hér á landi. „Hér náum við fyrr þeim mörkum að út- gáfa í föstu formi hreinlega borgi sig ekki. Núna eru stærri markaðir úti í heimi meira að horfa á minnk- andi sölu en forsendubrest. Það er styttra í forsendubrestinn hér nema að stafræni hlutinn komi þeim mun öflugri upp á móti. Það er þó erfitt að sjá það gerast, þar sem aðalvandinn á næstu árum verður fjármögnun á nýrri hljóð- ritun. Stafrænu tekjurnar standa mjög illa undir henni enda þótt þær séu í mörgum tilvikum ágætis viðbót. Enn sem komið er ekki meira en það. Á þessu þarf að finna lausn, opinbera hjálp eða annað.“ Eiður safnar upplýsingum um plötusölu út úr verslunum í viku hverri fyrir félagið og hún er að jafnaði á bilinu 15 til 17 hundruð eintök. Mun meira í nóvember og desember. Nýr markaður hefur risið á um- liðnum árum – erlendir ferðamenn. Að sögn Eiðs kaupa þeir sífellt meira af plötum hér á landi og nær eingöngu íslenskt efni. „Við sjáum það á sölutölum frá viku til viku að ferðamenn eru orðnir stór hluti af sölunni í dag. Plata eins og Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta er ennþá á topp tíu enda þótt erfitt sé að finna Íslending sem á eftir að kaupa hana. Það sést varla erlend plata á topp þrjátíu. Fyrir neðan það er erlent efni mun at- kvæðameira.“ Stíla inn á ferðamenn Plötuútgefendur eru í vaxandi mæli farnir að stíla inn á ferða- menn með útgáfum eins og This is Icelandic Indie Music eða Hot Spring-plöturnar frá Senu, Acous- tic Iceland og annað slíkt. „Þetta efni er á bilinu 30-50% af heildar- sölunni á topp þrjátíu stóran hluta ársins,“ segir Eiður. Núorðið er hægt að finna nær allt á tónlistarmiðlunum á netinu eins og Spotify og upp að vissu marki tónlist.is. Fyrir vikið tengir yngra fólkið ekki með sama hætti við plötuverslanir og þeir sem eldri eru. Það er að segja upplifunina, að fara í plötubúð og verja þar tíma. Hlusta, skoða og kaupa. „Samt sem áður er maður alltaf að rekast á fólk sem er harðir tónlist- arunnendur og vill þessa gömlu góðu snertingu,“ segir Eiður. „Það á ekki síst við um vínylinn. Hann er í tísku í dag og þykir töff. Plötumenningin er ekki horfin.“ Skífan er horfin af sjón- arsviðinu. Hvað verð- ur um geislaplötuna? Morgunblaðið/G.Rúnar ÞRÁTT FYRIR BROTTHVARF SKÍFUNNAR AF MARKAÐI SEGIR EIÐUR ARNARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FÉLAGS ÍSLENSKRA HLJÓMPLÖTUÚTGEFENDA, OF SNEMMT AÐ GEFA ÚT DÁNARVOTTORÐ FYRIR HLJÓMPLÖTUNA Í ÁÞREIFANLEGU FORMI. Gamla góða vínylplatan hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarin ár. Farðu á www.joakims.is og skoðaðu og pantaðu eða sendu tölvupóst á joakims@simnet.is. Sími 698 4651 Veiðivesti kr. 6.500.Öndunarvöðlur kr. 19.000. Vöðluskór kr. 8.500. JOAKIM’SFLUGUVEIÐIVÖRUR FERMINGARTILBOÐ Flugustangir frá kr. 12.500. Fluguhjól frá kr. 16.000. La ge rsa la ím ars -S kú tuv og ur 10 F- Op ið frá 15 -1 8, má n.- fös .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.