Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 53
22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 púsl sem vantaði enda hafi þeirra eigin viðhorf verið eins langt frá þessum „rusl- menningar“-viðhorfum og hægt var. „Þeir náðu vel til fólks hvar sem við komum, það var rosalegur lykill, fólk tók þeim fagnandi.“ Hann segist hafa áttað sig á að hann hafi haft ákveðna fordóma gagnvart fólkinu á rúntinum og útskýrir það í ritgerðinni: „Ég uppgötvaði að viss fyrirfram mótuð skoðun mín á rúntinum var röng, það voru fordómar. Fólkið á rúntinum var skemmtilegt, áhugavert, leiðinlegt, grunn- hyggið, djúpt og svo framvegis.“ Á jafningjagrundvelli Honum fannst mikilvægt að vinna þetta verkefni á jafnræðisgrundvelli. „Við vorum með þetta mottó að setja okkur aldrei á háan hest. Fólk fór aldrei í vörn gagnvart okkur og við settum okkur ekki á stall. Ég held að maður missi rosalega mikið í heimildarmyndagerð ef maður fer í þær stellingar. Allir sem hafa gert heimild- armyndir af þessu tagi vita að það er lyk- ilatriði að leyfa fólkinu að vera það sjálft. Það mikilvæga er að finna sjálfið í fólki og spegla það eins og það er,“ segir Steingrímur Dúi og útskýrir að honum þyki mikilvægt að samtímamenningu séu gerð góð skil. „Það er ástæðan fyrir því að mér finnst mikilvægt að klára þetta verkefni og að þessi heimild sé til sem slík. Það hefur svo margt breyst síðan þetta var tekið upp. Þetta er sem dæmi ákveðin heimild um margar vegasjoppur við hringveginn sem nú eru flestar farnar.“ Hann segir tökurnar hafa farið vel fram að mestu. „Við lentum í allskonar að- stæðum en ég tók þann pól í hæðina ef ég væri að fara að klippa þetta svona miklu seinna að sneiða hjá neikvæðu hlut- unum.“ Hann fór að vinna við sjónvarp eftir nám í kvikmyndaskóla. „Ég datt bara inn í sjónvarp og heillaðist af því og langaði ekki að vera annars staðar,“ segir Stein- grímur Dúi sem hefur gert mikið af heim- ildarefni fyrir RÚV og til dæmis unnið í Kastljósi og gert þættina Adrenalín fyrir SkjáEinn. Forréttindi að vinna í sjónvarpi Hvernig er að hafa fylgst vel með sam- félagi okkar í svona langan tíma? „Það eru forréttindi að vinna í sjón- varpi, að hitta allt þetta fólk. Kastljósið var sem dæmi mjög mikil lífsreynsla, að koma inn í allskonar aðstæður, bæði gleði- legar og sorglegar.“ Hann segir meistaranámið í menningar- stjórnun hafa verið skemmtilegt. „ Maður er alltaf að fjalla um menningu og skoða menningu í þessu fjölmiðlaumhverfi,“ segir hann um reynsluna af kvikmyndagerð en segist hafa fundið sig í fræðunum. „Ég fékk mikið út úr náminu. Það var ákveð- inn léttir að geta sest niður með fræði- grein og farið í akademískt nám eftir að hafa unnið svona mikið í sjónvarpi og við kvikmyndagerð.“ Hann er nú umsjónarkennari í nám- skeiði í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. Hann segist vera þessi týpíski Íslendingur í skapandi geiranum, sem sé í mörgum störfum til viðbótar við „hina andlega gef- andi kvikmyndagerð sem menn verði seint ríkir á“. En til viðbótar er hann strand- vörður í Nauthólsvík, sem er hans uppá- halds staður, og þriggja barna faðir. Hægt er að skoða hráar klippur úr fyrsta þætti Rúntsins á vefsíðunni karol- inafund.com en þar stendur nú yfir söfnun til að hægt sé að klára verkefnið. „Enn- fremur erum við í augnablikinu að velta fyrir okkur að fara aftur í upprunalegu hugmyndina og klippa Rúntinn sem 90 mínútna mynd auk sjónvarpsþátta. En næsta skref er að klára fjármögnunina,“ segir Steingrímur Dúi sem hefur fengið góð viðbrögð við myndbrotinu, sem er frá Akranesi. „Það eru allir spenntir að sjá þetta. Eflaust á einhverjum eftir að bregða en það þarf enginn að hafa áhyggjur. Það kemur enginn illa út úr þessu.“ Morgunblaðið/Kristinn Viðar H. Gíslason tónlistarmaður og Ólafur Jónsson arkitektanemi voru ráðnir sem leikarar. Steingrímur Dúi Másson við gamla rúntinn í Austurstræti. Tökuliðið heimsótti tíu staði víðsvegar um landið. „Hvað er þá sjálft athæfið rúnturinn? Það er félagsleg (stundum jafnvel andfélagsleg) hegðun ungs fólks á aldrinum 15 til 30 ára aldurs. Fólk á í samskiptum aðallega á föstudags- og laugar- dagskvöldum og bíllinn er sameiningartáknið. Þetta er hátíð þar sem hversdagsleikinn er að baki og vissum hömlum er lyft. Neysla áfengis er helsta leiðin til að komast í vímu en auðvitað eru fleiri vímugjafar sem minna ber á. Vinahópar hittast og sumir detta í það, ástin blómstrar, það er hlegið og grínast og stund- um rifist og slegist. Fyrir ungt fólk sem býr enn í foreldrahúsum er bíllinn notaður sem rými til að djamma og skemmta sér, bíllinn er athvarf. Hann er einnig tákn fyrir sjálfstæði og sjálf- ræði. Bílinn verður tæki til sjálfstjáningar, sú tónlist sem maður vill tengja sig við er spiluð í botni, strákar og stelpur bera saman farartæki sín og þeir allra hörðustu fara í spyrnukeppni. Um leið er þetta endurtekning, ákveðin leið, oft hringur, er farin og hver bíll er lítið sam- félag. Þessi samfélög stöðva stundum hlið við hlið og eiga í samskiptum, fólk skiptir um bíla og svo er oft gangandi rúntur á rúntleiðinni. Í minni plássum eru það yfirleitt ein til tvær sjoppur sem eru miðstöðvarnar þar sem fólk fer út úr bílunum og talar saman, skiptist á sjússum og sígarettum o.s.frv. Á meðan þetta athæfi er í gangi koma yfir- leitt fram upplýsingar um hvar sé partí eða hvaða skemmtistaður sé „heitur“ það og það kvöldið. Það getur verið áhugavert að kynnast tón- listinni sem er hlustað á, hvaða fatnaður er í tísku, hvaða talsmáti og viðhorf eru samþykkt og hvernig framkoma er ásættanleg. Einnig hvernig fólk hópar sig saman eftir tónlistar- smekk og viðhorfum; þessir hlustuðu á Jenni- fer Lopez og Britney Spears og klæddu sig eft- ir ákveðnu samþykki þess hóps, aðrir hlustuðu á Red Hot Chili Peppers og hegðuðu sér og klæddust samkvæmt því. Rúnturinn er mikilvægt félagslegt fyrirbæri úti á landi. (Ath. að þetta er samkvæmt heimildar- vinnslu frá árinu 1999). Því minna sem sam- félagið er því mikilvægari er hann. Gott dæmi um það var rúnturinn á Hólma- vík, þrátt fyrir að það væru aðeins þrír bílar, var rúnturinn þar mikilvægur fyrir þau örfáu ungmenni sem bjuggu þar. Af þeim tíu stöðum þar sem við fórum á rúntinn sumarið 1999 var Reykjavík eini staðurinn þar sem þessi menn- ing virðist vera liðin undir lok. Í það minnsta er hún vart greinanleg. Akranes, Akureyri, Blönduós, Egilsstaðir, Hólmavík, Höfn, Ísa- fjörður, Keflavík og Vestmannaeyjar bjuggu yfir öflugri rúntmenningu þar sem kraftmikil tján- ing og samskipti áttu sér stað á rúntinum. Það sem okkur datt helst í hug að væri ástæða endaloka rúntsins í Reykjavík voru allir skemmtistaðirnir (pöbbar og næturklúbbar) í miðbæ borgarinnar. Umferð fólks inn og út af þessum stöðum „mengi“ rúntinn og hann sé ekki lengur sýnilegur.“ Úr meistararitgerð Steingríms Dúa í menn- ingarstjórnun sem hægt er að skoða á Skemm- unni, linkur: hdl.handle.net/1946/14021. Hvað er rúnturinn? * Að mörgu leyti er þetta frekar ljótmenning, sjoppumenning með majónessamlokum og áfengisneyslu, en svo er eitthvað mjög fallegt við hana líka, eitthvað séríslenskt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.