Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 51
Bræðurnir Ásmundur og Hafberg Þórissynir. Ásmundur starfar líka hjá Lambhaga. Nýja húsið hjá Lambhaga, reist 2014. Það er 7.000 fm að grunnfleti. Unnið að uppsetn- ingu vélbúnaðar. Fyrir um áratug fékk Hafberg óvænta heim- sókn. Þar var á ferð ísraelskur stjórn- málamaður, Eliezer Moodi Sandberg, sem óskaði eftir því að fá að skoða gróðr- arstöðina. Hafberg brást ljúfmannlega við því og tóku þeir tal saman í framhaldinu. Vel fór á með þeim félögum og bauð Sandberg Hafberg í framhaldinu í heimsókn til Ísrael. Þangað hefur hann nú komið nokkrum sinnum, var meðal annars gestur í brúð- kaupi sonar Sandbergs árið 2013 ásamt flestum helstu fyrirmennum í landinu helga. „Þegar við hjónin komum til Ísraels gat Sandberg ekki tekið á móti okkur eins og áformað var vegna þess að hann var að stjórna þætti um Bítlana í útvarpinu eins og hann gerir á hverjum fimmtudegi. Sandberg er mikill aðdáandi Bítlanna,“ segir Hafberg. Sandberg sat lengi á ísraelska þinginu, Knesset, og gegndi ráðherraembætti á ár- unum 2003-04 fyrir Shinui-flokkinn. Að sögn Hafbergs er hann ekki bara vel tengd- ur heimafyrir, heldur líka erlendis. Þekkir meðal annarra Vladimír Pútín og Hillary Clinton. Fyrir fáeinum árum kom upp vatns- skortur í Ísrael og fékk Sandberg þá vin sinn til að grennslast fyrir um útflutning á vatni frá Íslandi. Ekki kom til þess því skömmu síðar byrjaði að rigna þar eystra. Ríkis- stjórn landsins vildi þó launa Hafberg ómakið og bauð honum í framhaldinu í heimsókn, þar sem hann fékk meðal annars að koma í hinn fræga Zedekiah-helli undir Jerúsalem. „Það var mikil upplifun að vera staddur undir þessari merku borg og Grát- múrnum.“ Hafberg hefur líka komið í Sinai- eyðimörkina, komst þar raunar í hann krappan. „Ég þurfti að kasta af mér vatni og eins og góðra garðyrkjumanna er siður leitaði ég uppi eina tréð í eyðimörkinni og pissaði á það. Varð á meðan var við dróna í loftinu fyrir ofan mig. Ekki leið á löngu þar til hermenn leituðu mig uppi og spurðu mig spjörunum úr. Eftir að ég hafði útskýrt mál- ið skildum við sáttir en í ljós kom að ég hafði pissað yfir í annað ríki. Tréð stóð nefnilega í Jórdaníu.“ Uppákomurnar hafa verið fleiri. Hafberg var til að mynda á leið heim frá Ísrael vorið 2010 þegar öllu millilandaflugi var skyndi- lega aflýst. Eyjafjallajökull var byrjaður að spúa eldi og brennisteini. Vakti hann, Ís- lendingurinn, fyrir vikið mikla athygli á Ben Gurion-flugvelli og vildi sjónvarpsstöð meðal annars hafa við hann viðtal. Það var pent afþakkað. Pissaði yfir í annað land 22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Hafberg Þórisson er fæddur árið 1949, Reykvíkingur í húð og hár. Afi hans byggði Langholt, sem Langholtsvegur er nefndur eftir, og fæddist faðir hans, Þórir Haraldsson, þar. Hann var vöru- bílstjóri. Móðir Hafbergs var Margrét Ásmundsdóttir og samtals áttu þau hjónin tíu börn, sjö saman. Hafberg óx úr grasi á Kleppsveginum, í sextíu fer- metra íbúð í svokölluðum Balbokampi. Það var því þröng á þingi en aldrei heyrðist nokkur maður kvarta. Þvert á móti segir Hafberg lífið hafa leikið við þau systkinin sem bjuggu við gott atlæti og mikið frelsi á þessum uppgangsárum í íslensku samfélagi. Svo skemmtilega vill til að Hafberg lenti fyrir hreina tilviljun í samtali við Lesbók Morgunblaðsins sumarið 1960, þá ellefu ára. Árni Óla, umsjónarmaður Lesbókarinnar, var þá að afla efnis vegna greinar um örnefni sem voru að glatast og eitt þeirra var Köllunar- klettur. Lítill snáði á stórum kassa „Föstudaginn 12. ágúst lagði eg enn leið mína um þessar slóðir til þess að at- huga Köllunarklett betur, og gekk í gegnum Balbóbúðir,“ skrifar Árni. „Þar stendur lítill snáði uppi á skúr eða stórum kassa, réttir fram höndina og býður mér góðan dag. – Hvað ertu að gera þarna uppi? spyr eg. – Eg er hér með dúfu, segir hann og sýnir mér dálítinn kassa, sem vírnet er strengt yfir, en niðri í kassanum var svört dúfa. – Þú mátt ekki geyma dúfuna þarna, segi eg, því að Dýraverndunarfélagið mundi lúskra þér fyrir það, ef það kæm- ist að því. – Þetta er aðeins til bráðabirgða, seg- ir hann. Bróðir minn náði dúfunni og nú er hann að smíða hús handa henni.“ Þarna er Köllunarklettur! Síðar í samtalinu spurði Hafberg Árna hvert hann væri að fara. – Eg er að snuðra hérna um sjávar- bakkana, svarar Árni. Til hvers er þessi girðing hér fyrir neðan? – Ætli hún hafi ekki verið sett til ör- yggis vegna grjótnámsins, segir hann. – Veiztu hvað hann heitir þessi hái hóll þarna fyrir neðan girðinguna? – Hann heitir Grjóthóll. – Ekki var eg að leita að honum, eg var að leita að Köllunarkletti. – Nú, þarna er Köllunarklettur, segir hann og bendir á hólinn með fuglaþúf- unni rétt við veginn upp úr grjótnám- unni. Hafðu blessaður sagt, hugsa eg með mér, en upphátt segi eg: – Hver hefir sagt þér það? – Fullorðnir menn hafa sagt mér það og þar á meðal gamall maður sem nú er í Hrafnistu, en eg man ekki hvað hann heitir. Og það bergmálar mikið þegar kallað er á klettinum, tvöfalt bergmál.“ Vissi betur en gamlir menn „Við tölum margt fleira saman. Dreng- urinn er óvenjulega skír. Móðir hans sagði mér að í frístundum sínum væri hann að grúska í stjörnufræði og vél- fræði. Hann langar mest til að verða flugmaður, þegar hann er orðinn stór. Og þessi ungi drengur gat frætt mig á því, er fjöldi gamalla manna, er eg hafði spurt, vissi ekki. Hann gat staðfest það, sem mig langaði til að fá staðfest, að þarna væri Köllunarklettur, en ekki niðri hjá verksmiðjunni. Kletturinn þar, sem kallaður hefir verið Köllunarklettur, hef eg heyrt að heiti Sýruklettur.“ Spurður um þetta örnefnablæti núna kveðst Hafberg hafa það beint frá föður sínum. „Pabbi talaði um alla stokka og steina eins og hann ætti þá.“ „Drengurinn er óvenjulega skír“ Hafberg Þórisson ásamt foreldrum sín- um, Margréti Ásmundsdóttur og Þóri Haraldssyni, og systkinum. Séð yfir Balbokamp á sjötta áratugnum. Æskuheimili Hafbergs er dökka húsið fyrir miðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.