Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 59
22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Sá dularfulli rithöfundur Stella Blómkvist sendi frá sér bókina Morðið í Skálholti í vikunni. Þetta er áttunda bók Stellu, en áður hafa komið út Morðið í Stjórnarráðinu, Morðið í sjón- varpinu, Morðið í hæstarétti, Morðið í alþingishúsinu, Morð- ið í Drekkingarhyl, Morðið í Rockville og Morðið á Bessa- stöðum. Söguhetjan er sú sama og alltaf, Stella Blómkvist, lög- fræðingur sem tekur að sér verkefni sem aðrir ekki ráða við og svífst einskis til að kom- ast á snoðir um hið sanna, þeysir um á silfurfák, hefur þrá- hyggjulegan áhuga á eldvatni frá Tennessee og kynlífi og stundar hlutabréfabrask í frístundum. Stella í Skálholti Bækur Hugleiks Dagssonar hafa verið gefnar út ytra á síðustu átrum og skemmst er að minnast þess að breska blaðið The Sun hvatti til þess að bækur hans yrðu bannaðar þegar fyrsta bókin kom út á ensku á sín- um tíma. Í Finnlandi er Hugleikur aftur á móti í miklum metum og bækur hans rata gjarnan inn á met- sölulista. Hugleikur segist hafa farið tíu sinnum ef ekki oftar út til Finnlands á síðustu árum, „fór fjórum sinnum á síðasta ári og hef farið árlega frá því bækurnar fóru að koma út sem var 2006 að mig minnir. Þetta eru metsölubækur í Finnlandi, ég er alltaf á einhverjum listum og er reglulega fenginn til að koma í viðtöl og til að árita“, segir Hugleikur, en eftir að Ari Eldjárn „smitaði hann af uppistandi“, eins og hann orðaði það, hefur hann líka farið út til að skemmta. „Það orsakaðist þannig að við Ari fórum saman í standup og höfum farið þrisvar til Finnlands saman að vera með standup, tvisvar á stan- dup-hátíðir og svo fór- um við einu sinni stan- dup-túr saman.“ Hvað valdi því að hann sé svo vinsæll í Finnlandi segir Hug- leikur það augljóst, Finnar séu með svo góðan smekk. „Þeir eru mjög hrifnir af þessum myrka húmor og eiginlega með kald- hæðnari húmor en Ís- lendingar.“ Fimm bækur Hug- leiks hafa komið út í Finnlandi og síðan bækur í Popular hits-röðinni og úr Bestsellers-röðinni og Garðarshólmi, myndasagan úr Símaskránni, alls tíu bækur, „allt gefið út á finnsku og það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig þeir orða þessa brandara,“ segir Hugleikur. HUGLEIKUR VINSÆLL Í FINNLANDI Hugleikur Dagsson Skammt er síðan glæpasagan Alex eftir franska rithöfund- inn Pierre Lemaitre var sölu- hæsta bókin í verslunum Ey- mundsson í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Gott tækifæri gefst fyrir áhuga- sama að láta Lemaitre árita eintök sín í haust, því Pierre Lemaitre verður meðal gesta á Bókmenntahátíð í Reykja- vík sem haldin verður 9. til 13. september næstkomandi. Lemaitre er margverðlaun- aður fyrir bækur sína, hlaut til að mynda Goncourt-verðlaunin frönsku ár- ið 2013 og verðlaun breskra glæpasagnahöfunda, CWA rýtinginn. Hann hefur einnig hlotið fjölda annarra verðlauna í heimalandi sínu og á Ítalíu fyrir bækur sínar sem eru alls átta. Af öðrum höfundum sem eru væntanlegir má nefna Bandaríkjamanninn Teju Cole, þá David Nicholls og David Mitchell frá Bretlandi, þýska rithöf- undinn Timur Vermes og argentínska rithöfundinn Ana María Shua. Pierre Lemaitre er væntanlegur til Íslands á Bókmenntahátíð í Reykjavík í haust. LEMAITRE KEMUR Kyrrlátur heimur, örsögur og ljóð heitir bók sem þeir gerðu saman Sigurður Gylfi Magnús- son sagnfræðingur og 12 ára fóstursonur hans, Pétur Bjarni Einarsson. Á bókarkápu kemur fram að bókin innihaldi sundur- lausar ferðasögur þriggja ein- saklinga úr sömu fjölskyldu sem teygja sig yfir átta ára tímabil. Kyrrlátur heimur er sjálf- stætt verk sem birtist í fram- haldi af þremur bókum: Næt- urnar hafa augu eins og þú, Andardrátturinn þinn er tungumálið mitt og Spánar kóngurinn. Miðstöð einsögurannsókna gefur bókina út. Kyrrlátur heimur, örsög- ur og ljóð Teiknimynda- sögur og fær- eysk ungmenni FJÖLBREYTT ALLT OF LÍTIÐ ER GEFIÐ ÚT AF NORRÆNUM BÓKMENNTUM HÉR Á LANDI, ÞÓ GLÆPA- SAGNAHÖFUNDAR FÁI JAFNAN NOKKUÐ FYRIR SINN SNÚÐ. ÞAÐ ER ÞVÍ FENGUR AÐ FÁ FÆR- EYSKA VERÐLAUNABÓK Á ÍSLENSKU, EN AF ÍSLENSKUM BÓKUM ER LÍKA NÓG OG EKKI ER HÆGT AÐ KVARTA YFIR FJÖLBREYTNINNI. Fyrir stuttu kom út ljóðabók- in Mjálm eftir Sigurbjörgu Sæ- mundsdóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar, Bókaútgáfan Deus gefur út. Bókin er gefn út í 100 tölusettum eintökum. Útgefandi lýsir bókinni svo að hún innihaldi ljóðamyndir og fjalli um leitina að sannleik- anum. Bókin er skreytt ljós- myndum Sigurbjargar, en mynd á kápu málaði Sigurdís Harpa Arnarsdóttir. Leitað að sannleikanum Bókaormurinn bókaútgáfa hefur gefið út unglingabókina Skrifa í sandinn eftir Marjun Syderbø Kjælnes. Auk Skrifa í sandinn hefur Marjun Syder- bø Kjælnes skrifað smásögur og útvarps- leikrit; smásagnasafnið Ein farri av kolvetni kom út 2004 og ljóðabókin Róttripp 2012. Skrifa í sandinn fékk barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2012 og barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2013. Hún hefur að auki fengið ýmis verð- laun önnur, þar á meðal barnabókaverð- laun í Þýskalandi. Skrifa í sandinn var valin til upplestrar í unglingaflokki á Norrænu bókasafnavikunni 2015. Margverðlaunuð færeysk unglingabók BÓKSALA 11.-17. MARS Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Britt - Marie var hérFredrik Backman 2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 3 ViðDavid Nicholls 4 AfturganganJo Nesbø 5 Meðvirkni Orsakir, einkenni,úrræði Ýmsir höfundar 6 AlexPierre Lemaitre 7 KortAleksandra Mizielinscy/Daniel Mizielinscy 8 NáðarstundHannah Kent 9 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 10 VesturfarasögurnarBöðvar Guðmundsson Íslenskar kiljur 1 Britt - Marie var hérFredrik Backman 2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 3 ViðDavid Nicholls 4 AfturganganJo Nesbø 5 AlexPierre Lemaitre 6 NáðarstundHannah Kent 7 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 8 VesturfarasögurnarBöðvar Guðmundsson 9 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 10 Kamp KnoxArnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.