Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 39
Á mörgum heimilum eru spjaldtölvur orðn- ar jafnsjálfsagður hlutur og veski eða snjallsími en svo virðist sem notkun á slíkri tölvu geti valdið umtalsverðu álagi á háls þess sem á henni heldur. Nið- urstöður nýrrar rannsóknar leiða í ljós að tæki á borð við iPad hafi í för með sér allt að því þrefalt meira álag á hálsvöðva okkar en það að sitja við hefð- bundna borðtölvu. Þetta álag getur svo leitt af sér bakverki og ýmis önnur vandamál, segja sérfræðingar. Fyrri rannsóknir hafa jafnframt bent til þess að það að beygja höfuðið að 60 gráðu horni setji þrýsting upp á 27 kíló á hálshrygg, þann hluta hryggjarins sem er fyrir ofan axlirnar. Það er svipað því að vera með sjö ára gamalt barn á herðunum. Spjaldtölvunotkun hefur aukist gríðarlega á síðustu árum þótt sölutölur bendi til þess að dregið hafi úr sölu þeirra. Í fyrra áttu um 42% bandaríska ungmenna undir 18 ára aldri spjaldtölvu og meira en helmingur þeirra á aldrinum 35-49 ára notaði slíkar tölvur reglu- lega. Í rann- sókninni, sem birt var í tímarit- inu Ergonomics, sagði að „spjald- tölvunotkun krefjist þess að höfuð og háls beygist og það geti mögulega leitt til hálsmeiðsla fyrir notendur“. Þá sagði að fyrri rannsóknir hefðu sýnt fram á tengsl milli sársauka og þess að beygja höfuð og háls í aukn- um mæli. Rannsóknin var framkvæmd við Wash- ington-háskóla og fól í sér að fylgst var með 33 há- skólanemum og starfsfólki sem notar spjaldtölvur. Þátttakendur voru látnir nota tölvurnar í ýmsum stell- ingum á meðan þeir lásu og skrifuðu í um 2-5 mínútur. Röntgenmyndir voru svo teknar til þess að greina álag á háls og höfuð á meðan tölvan var í notkun. NÝJAR RANNSÓKNIR Spjaldtölvur sagðar valda hálsmeiðslum 22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Ríkisstjórnir munu nýta hvaða tækni sem í boði ertil að berjast við aðalóvin sinn – sína eigin borgara.Noam Chomsky Um miðjan 10. áratuginn dreymdi mörg íslensk börn og unglinga um að eigast Sega Mega Drive-leikja- tölvu. Hún var fallegur og heillandi gripur, svartur með rauðum tökkum til að slökkva á eða endurræsa tölvuna. Japis seldi hana á heilar 10.990 krónur árið 1995 og gefur það ágætisvísbendingu um hvernig ís- lenska krónan hefur þróast síðan þá, enda kosta nýj- ar leikjatölvur í dag um það bil átta sinnum meira. Í gegnum Sega-tölvuna, eins og hún var iðulega kölluð, eignaðist fólk kæra félaga á borð við Sonic the Hedgehog, og sumir stálust jafnvel til að spila slags- málaleikinn alræmda Mortal Kombat, eitt, tvö eða þrjú. Mikil framþróun hefur auðvitað átt sér stað síðan Sega-tölvan kom til Íslands og nýjustu leikjatölvurnar eru bókstaflega óendanlega mikið öflugri en þessir gömlu jálkar Sega-tölvan og Nintendo-tölvan. Því verður þó ekki neitað að þessar tölvur höfðu um- talsverðan sjarma enda var þetta í árdaga leikjatölv- unnar og ekki búið að fastsetja allar reglur og átta sig fullkomlega á því hvað neytendur nákvæmlega vildu. GAMLA GRÆJAN Sega Mega Drive Gömlu leikjatölvurnar höfðu einhvern sjarma sem þær nýju eiga erfitt með að keppa við. Iðnir notendur fartölva ættu að kannast við það að loka tölvunni í skamma stund og þurfa svo að slá inn lykilorð þegar hún er opnuð að nýju. Þetta getur orðið þreyt- andi til lengdar, lykilorðið er að sjálfsögðu til að verjast því að hver sem er geti opnað tölvuna í fjar- veru þinni og nálgast þar persónu- leg gögn, en raunveruleikinn er hins vegar sá að yfirleitt er það eigandi tölvunnar sem þarf ítrekað að slá inn sama lykilorðið aftur og aftur. Hér kemur appið Tether til sögunnar. Það byggist á því að tengja saman Mac-tölvu og iP- hone-síma og styðjast við blueto- oth tækni til þess að slá sjálfkrafa inn lykilorðið þegar síminn er ná- lægt tölvunni. Svo í hvert skipti sem eigandinn sest við tölvuna ætti síminn hans að vera búinn að slá inn lykilorðið fyrir hann. Hér er auðvitað gert ráð fyrir að við- komandi eigandi sé stöðugt með iPhone-síma hjá sér en eigendur slíkra síma ættu að kannast við þá tilfinningu að geta eiginlega ekki lagt þá frá sér. Appið fær góða dóma og er sagt einfalt, sárs- aukalaust og skilvirkt. APPIÐ Láttu símann sjá um lykilorðið Fermingar- tilboð MacBook Air 13” 128GB Fermingartilboð* 189.990.- Fullt verð: 199.990.- MacBook Pro Retina 13”128GB Fermingartilboð* 249.990.- Fullt verð: 269.990.- B ir t m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og ve rð br ey tin ga r. Fe rm in ga rt ilb oð gi ld a til 26 .m ar s 20 15 ,e ða m eð an bi rg ði r en da st . FREYJU PÁSKAEGG NR 6 Fylgir með fyrstu 125 fermingartilboðum*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.