Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 46
T ónlistarkonan Dísa Jakobsdóttir hefur í nógu að snúast þessa dag- ana en hún útskrifast úr bæði lagasmíðanámi og nuddnámi í vor. Þegar blaðamaður slær á þráðinn til Dísu er hún stödd í London að semja og taka upp fyrir næstu sólóplötu sína sem verður útskriftarverkefni hennar við laga- smíðar í Rytmisk Musikkonservatorium í Danmörku. Í lok janúar sendi hún frá sér lagið Marry You af væntanlegri smáskífu eða EP plötu sem kemur út 24. mars og ber nafnið Sculpture. Óhætt að segja að hún lofi góðu. „Útskriftarverkefnið mitt er í raun næsta sólóplata mín en hún kemur út á eftir þess- ari EP-plötu sem kemur út í vikunni. Smá- skífan er fremur óhefðbundin því hún kemur út á netinu en ekki í föstu formi, ef svo má að orði komast. Maður er svona að reyna að vera í takt við tæknina og vera með puttann á púlsinum,“ segir hún og hlær. „Nei, ég segi svona.“ Kölluð „guðmóðirin“ í dag Dísa útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð með stúdentspróf og nokkru seinna gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Dísa. Viðbrögð við plötunni voru góð og ljóst að þarna var á ferðinni ung og hæfileikarík tón- listarkona. Hún flutti til Danmerkur árið 2009 en þá hafði hún þegar kynnst dönskum manni, Mads Mouritz, í lagasmíðabúðum sem hún hafði sótt. „Þessi hátíð kallast Nordic- cowrite og er í samstarfi við SPOT- tónlistarhátíðina í Danmörku. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, verkefnastjóri NOMEX, Útflutningsstofu norrænnar tónlistar, hringdi í mig einn morguninn og sagði að mér væri boðið að taka þátt í þessum lagasmíðabúð- um. Ég þurfti að gefa svar þá og þegar,“ segir Dísa. „Anna Hildur er svo æðisleg. Hún hefur hjálpað mörgum tónlistarmönnum og opnað fyrir þeim margar dyr.“ Eftir að- eins nokkrar sekúndur sló Dísa til. „Það er því eiginlega Önnu Hildi að þakka að ég kynntist Mads. Við köllum hana guðmóður barnanna okkar, þetta er allt henni að þakka,“ segir hún hlæjandi. Þetta var rétt eftir hrun og segir Dísa að erfitt hafi verið að fá vinnu og húsnæði á Íslandi. „Hann bauð mér að koma út sem ég gerði og ég hef ekki snúið heim síðan.“ Skilnaður alltaf erfiður Saman eiga þau Mads tvo drengi, Magnús sem er fjögurra ára og Jóhannes sem er tveggja og hálfs árs. Fyrir um ári ákváðu Mads og Dísa að slíta sambandinu. Þau bjuggu þó saman áfram í einhvern tíma þar sem að yngri sonurinn var svo lítill. „Þetta er allt saman gert í góðu og hentar bara vel. Við erum góðir vinir og það er það sem við leggjum allra mestu áherslu á, að vera góðir vinir. En ég meina, skilnaðir eru alltaf mjög erfiðir og þetta hefur ekki beinlínis verið dans á rósum,“ segir Dísa einlæg. „Stuttu eftir að ég var flutt í eigin íbúð kom í ljós að þar var rottugangur svo ég þurfti að forða mér þaðan. Það er ekki auðvelt að finna íbúð í Kaupmannahöfn þannig að ég er búin að vera á svolitlu flakki.“ Það heyrist samt vel á rödd Dísu að hún tekur þessum breytingum af æðruleysi og hefur jákvæðnina að vopni. „Við vorum búin að vera saman í fimm ár. Og tókum þetta bara á túrbó-hraða. Spil- uðum saman, eignuðumst tvö börn saman á stuttum tíma og kannski hefur það bitnað á öllu, ég veit það ekki. En við fengum tvo yndislega gullmola út úr þessu þannig að ég þakka bara fyrir.“ Á tónleikaferðalagi kasólétt Mads er einnig tónlistarmaður og starfar hann sem slíkur. „Já, hann er líka mjög öfl- ugur í sínu. Hann er náttúrlega með verk- efnið sitt, Mouritz/Hørslev Projektet þar sem hann semur lög við ljóð Lone Hørslev sem er ein af vinsælustu rithöfundum Dan- merkur um þessar mundir.“ Mads starfar einnig sem tónleikabókari, kennari í tveimur lýðháskólum og þá kennir hann við laga- smíðadeild í skólanum sem Dísa gengur í. „Það er örugglega eitthvert svona kenn- arastofugrín í gangi þar,“ segir hún og skell- ir upp úr. Saman hafa þau brallað mikið saman í gegnum tíðina. Til að mynda stofnuðu þau dúó sem hét Song for Wendy og sömdu þau hugljúfar ballöður við ljóð sem þau fundu í bókum af bókasafninu. „Þetta var algjörlega ómeðvitað. Við vorum stödd uppi í bústað með ljóðabækur í farteskinu sem við fíluðum svo vel. Við tókum upp gítarinn og fórum bara að spila. Meiningin var ekki sú að gefa út plötu eða neitt slíkt á þeim tíma en áður en við vissum af vorum við komin með fullt af lögum og ákváðum að gefa út plötu. Þetta var bara voðalega kósí verkefni sem við átt- um saman.“ Platan sem þau gáfu út heitir Meeting Point og innihélt ellefu lög. Mads og Dísa ferðuðust víða um Dan- mörku og héldu tónleika þar sem þau fylgdu plötunni eftir. Þau spiluðu á tónleikum sam- an þangað til að Dísa var komin viku fram- yfir settan dag með eldri son sinn Magnús. „Þetta leystist síðan bara upp að sjálfu sér hjá okkur enda afar ópraktískt að báðir for- eldrar séu að spila og nota launin í barna- píu.“ Æskuárin í London Eins og flestum er kunnugt er Dísa dóttir Stuðmannanna Ragnhildar Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar. Dísa er fædd í Reykjavík en ólst að mestu upp í London. Hún flutti þangað með foreldrum sínum fjögurra ára gömul þegar Jakob Frí- mann var ráðinn í starf forstöðumanns sendiráðsins í London árið 1991. Ragnhildur sótti leiklistarnám í London Academy of Mu- sic & Dramatic Art eða LAMDA og vann einnig í eigin plötu ásamt því að starfa í mis- munandi verkefnum með virtum tónlist- armönnum. Ragnhildur og Jakob unnu síðan saman í plötugerð fyrir hljómsveitina Ragga & the Jack Magic Orchestra en Ragnhildur var söngkona sveitarinnar. Fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands um aldamótin þegar Dísa var tólf ára gömul. Þá fór hún í Landakotsskóla og var ári á undan þar sem börn í Bretlandi fara í skóla ári á undan íslenskum börnum. Ragnhildur og Jakob Frímann skildu að borði og sæng og segir Dísa það ekki hafa haft mikil áhrif á sig. „Þau gerðu þetta svo vel. Þau voru áfram í hljómsveit og hafa allt- af haft gott samband á milli. Þau eru góðir vinir og það munar öllu fyrir börnin í svona ferli. Ég fann ekkert fyrir þessu, þannig,“ segir Dísa. „Kannski hafa einhverjar sögur verið á kreiki en ég varð ekki vör við nein leiðindi. Þegar ég lít til baka var þetta fyrir mér mjög góður skilnaður, ef svo má segja. Mér finnst ég hafa verið mjög lánsöm og ég átti skemmtilegt uppeldi.“ Hún á þrjú hálfsystkin, eldri systur sem er dóttir Ragnhildar og svo tvær yngri systur sem eru dætur Jakobs. „Það var svolítið fyndið þegar ég sagði pabba að ég væri ólétt aftur, þá svaraði hann: „Já en fyndið! Birna líka!“ Kannski ekki svarið sem ég bjóst við en bara gaman að fylgjast að.“ Bernskudraumurinn læknisfræði Í viðtali við Morgunblaðið þegar Dísa var nýflutt til Danmerkur sagðist hún stefna á nám í læknisfræði og var á þeim tíma að skoða háskóla. Tónlistin varð hins vegar ofan á enda segir hún að það sé orðið nokkuð ljóst að hún eigi erfitt með að slíta sig frá henni. Tónlistin sé það stór hluti af henni. „Það var þó alltaf draumur minn sem barn að verða læknir. Ég held að ég fylgi þessum gamla draumi mínum hægt og rólega en fari þó ekki í hefðbundið nám. Nuddnámið sem ég hef verið í undanfarið er læknisvið- urkennt diplómanám og minnir svolítið á sjúkranudd. Þetta er heilsunudd og tel ég þetta fínan grunn til þess að fá að kynnast líkamanum. Meðal annars er líffærafræði og lífeðlisfræði kennd í náminu og mér finnst þetta ótrúlega spennandi,“ segir Dísa. „Ég dreif mig líka í þetta nám til þess að geta byggt ofan á það. Það eru svo margir mögu- leikar í þessum geira og hægt að bæta við allskonar námskeiðum og hvaðeina. Það er þægilegt að geta byggt þetta upp eins og legókubba. Síðan mun ég líklega læra nála- stungur en það er eitthvað sem heillar mik- ið.“ Í Danmörku virðast óhefðbundnar lækn- ingar ekki tíðar svo Dísa segir að þetta henti vel, gott sé að byrja á jörðinni en svo sé hægt að færa sig ofar og lengra, jafnvel út í geim. Samtalið berst út í umræðuna hér heima þegar hún stóð sem hæst um óhefð- bundnar lækningar. En í því samhengi segir Dísa að sér þykir ekkert eitt réttara en ann- að. „Mér finnst að þetta eigi að hjálpast að, þetta hefðbundna og óhefðbundna. Það er hægt að nota mikið af aðferðum í óhefð- bundnum lækningum til þess að hjálpa sjúk- lingum og það er það sem mér finnst áhuga- vert. Fólk á að nýta sér það sem virkar og prófa sig áfram. Sumt virkar fyrir einn á meðan annað virkar betur fyrir annan,“ seg- ir Dísa. Hún taki eftir því að fólk sé opnara fyrir óhefðbundnum leiðum í lækningum miðað við t.d. fyrir 10 árum. Hún segir þetta nýjan heim fyrir sér og verði spennandi að sjá jákvæða þróun eftir því sem hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar fléttist betur saman. „Það er mikilvægt að vera með stór- an verkfærakassa í stað þess að vera með fordóma yfir hinu og þessu af því að það heitir eitthvað annað.“ Hrökklaðist úr klassíkinni Fyrsta söngtímann sótti Dísa þegar hún var um tólf, þrettán ára en fór síðan í söngskóla fimmtán ára. Hún söng klassíska tónlist og segir að áhugi fyrir tónlist hafi ekki komið á þeim tíma. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitthvert áhugaleysi á klassíska heim- inum eða bara unglingaveiki. Kannski var þetta bara of mikið fyrir mig en ég einhvern Mikilvægt að hafa stóran verkfærakassa DÍSA JAKOBSDÓTTIR HEFUR BÚIÐ Í DANMÖRKU Í BRÁÐUM SEX ÁR OG SEGIR HJARTAÐ FARIÐ AÐ SÆKJA Í HEIMASLÓÐIR. EFTIR FIMM ÁRA SAMBAND MEÐ DANSKA TÓNLISTARMANNINUM MADS MOURITZ HAFA ÞAU ÁKVEÐIÐ AÐ LEIÐIR SKILJI EN SAMAN EIGA ÞAU TVO FALLEGA DRENGI. DÍSA TEKUR BREYTINGUNUM MEÐ JÁKVÆÐNI AÐ VOPNI OG LEGGJA ÞAU MADS ÁHERSLU Á GÓÐAN VINSKAP. HÚN LEGGUR NÚ LOKAHÖND Á TVENNS KONAR NÁM OG SÓLÓPLATA LÍTUR SENN DAGSINS LJÓS. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.