Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015
U
mræðan um samþykkt ríkis-
stjórnarinnar á bréfi utanríkis-
ráðherra hennar til Evrópusam-
bandsins varð heldur dapurleg.
Samt varð hún eins og við mátti
búast.
Ó, hve illt upphaf fékk
Til aðildarumsóknar að ESB var stofnað snemma ár-
ið 2009. Ekki hefur verið rætt um málið af heilindum
síðan. Þá var línan lögð og allur ferillinn varðaður
óheilindum, ósannindum, leikaraskap og blekkingum.
Þó fór þar mál sem sumir aðstandenda sögðu það
mikilvægasta sem rekið hefði á fjörur þessarar þjóð-
ar. Þjóðin sú var þá í uppnámi, illa löskuð eftir
dramatíska atburði haustsins á undan.
En nú hefur komið á daginn og er almennt viður-
kennt, ekki síst ytra, að í beljandanum sem brast á
brugðust íslensk peningamálayfirvöld hárrétt við.
Þau ákváðu á ögurstund að öllu varðaði að þjóðinni
yrði ekki gert að axla ábyrgð annarra á því sem gerst
hafði. Það tókst að leggja þessa línu þótt valdamenn
og valdablokkir Evrópu hefðu aðra stefnu og sóttu
hana af harðfylgi. Í Evrópu var ákveðið í hásölum
valdsins að hagsmunir lánastofnana skyldu ganga
fyrir öllu öðru. Þar var illum launað. Stjórnendur
þeirra höfðu breytt sér í spákaupmenn og átt á tryll-
ingslegum uppgangstíma óeðlilega samfylgd með
peningalegum áhættufíklum.
Velferð þessara var nú sett í forgang og saklaus al-
menningur landa evrunnar látinn tryggja skaðleysi
skaðvaldanna. Íslendingar voru beittir miklum þrýst-
ingi um að fara sömu leið. Sú saga hefur ekki enn öll
verið sögð.
Það var erfiðara að standast þann þrýsting og hót-
anir sem honum fylgdu, vegna þess að innlendir að-
ilar, þar með taldir allir fjölmiðar landsins, einnig
Morgunblaðið, lögðust á sveif fjárglæfranna. Sama
liðið fór síðar hamförum í Icesave-málinu, sem ýmsir
létu undan þá, og háir þeim síðan.
Ef núverandi forysta hefði verið í Seðlabankanum
haustið 2008 myndi Ísland vafalaust hafa farið leið
Grikklands og Spánar.
Blásið til valdsóknar og byltingar
Á haustmánuðum ársins 2008 hófust með leynd þreif-
ingar stjórnarflokksins Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna um að sprengja ríkisstjórn Geirs H. Haarde.
Mótmæli voru skipulögð á strategískum stöðum og
athygli markvisst beint frá þeim sem spilað höfðu
stærsta rullu í ógöngunum. Að lokum var svo komið
að engu mátti muna að hið fámenna hugrakka lög-
reglulið landsins fengi ekki tryggt að skríll næði ekki
stjórnkerfinu á sitt vald. Fjölmargir, sennilega flestir
sem tóku þátt í mótmælunum, gerðu það af réttlátri
reiði, en ekki til að kollvarpa hinu seinfengna lýðræði
landsins.
Í fyllingu þessara óláta splundraðist ríkisstjórnin
og ný var mynduð. Sú var minnihlutastjórn undir for-
ystu þess flokks sem allra flokka mest hafði ýtt undir
hömluleysi útrásarvíkinga og gert allt sem mátti til
að koma í veg fyrir að spyrnt væri við fótum. En þeg-
ar stjórn var mynduð undir forystu þess sama flokks
duttu öll mótmæli í dúnalogn. Gott skipulag og ótrú-
lega samræmdur áróður höfðu skilað sínu.
Framsóknarflokkurinn lét undan þrýstingi og
veitti ríkisstjórninni hlutleysi, sem var óþarfi, því að
forseti hefði skipað minnihlutastjórn án þess. Hlut-
verk minnihlutastjórnarinnar var að undirbúa kosn-
ingar, en hún lét ekki við það eitt sitja. Sjálfstæðis-
flokkurinn var sem lamaður í þinginu, ef frá eru
taldir reyndir þingmenn á borð við Björn Bjarnason
og Sturlu Böðvarsson. Kosningabaráttan var fyrir-
sjáanleg. Sjálfstæðisflokkurinn tók þann kost að ráði
almannatengla að vera með „afsakið-fyrirgefið þið“-
upplit alla kosningabaráttuna og sogaði þar með til
sín alla sök á áfallinu sem varð, á meðan Samfylk-
ingin, flokkur útrásarvíkinganna, komst upp með að
láta eins og hún hefði komið til landsins daginn áður,
eftir langa dvöl á suðurskautinu.
Falska flaggið dregið niður
Það stefndi strax í sigur „vinstri“-flokkanna tveggja
og að mynduð yrði „hrein“ vinstristjórn en Framsókn
fengi ekkert fyrir sinn snúð. En engum datt í hug að
fyrsta verk nýrrar vinstristjórnar yrði að gjörnýta hið
íslenska tjón og koma þjóðinni vankaðri inn í ESB,
ekki frekar en að hin tæra vinstristjórn myndi gefa
erlendum kröfuhöfum tvo stærstu banka Íslands!
Mönnum var vorkunn varðandi fyrra atriðið. Allir
vissu að Vinstri grænir, undir forystu hins skelegga
Steingríms J. Sigfússonar, voru langhörðustu and-
stæðingar aðildar Íslands að ESB. Ýmsir töldu, þegar
þarna var komið, ástæðu til að óttast að Sjálfstæðis-
flokkurinn yrði ónýtur í þessu máli. Töldu jaðar-
stuðningsmenn flokksins því nauðsynlegt að setja at-
kvæði sitt á þá sem helst mætti treysta í þessu
örlagamáli. Þeir, eins og hefðbundnir kjósendur VG,
gengu öruggir til svefns síðasta kvöld kosningabarátt-
unnar.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hafði talað
tæpitungulaust, eins og svo margoft áður.
Ekkert fór á milli mála.
Orðaskiptin voru þessi:
Sigmar Guðmundsson: „Kemur það til greina Stein-
grímur bara svo ég spyrji þig – bíddu Ástþór – kemur
það til greina að hefja undirbúning að því að sækja
um, strax núna eftir kosningar …“
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG: „Nei!“
Sigmar Guðmundsson: „… vegna þess að þannig
hefur samfylkingarfólkið talað.“
Steingrímur J. Sigfússon: „Nei!“
Sigmar Guðmundsson: „Að þetta byrji í sumar?“
Steingrímur J. Sigfússon: „Nei!“
Sigmar Guðmundsson: „Hvenær getur þetta byrj-
að?“
Steingrímur J. Sigfússon: „Það samrýmist ekki
okkar stefnu og við hefðum ekkert umboð til slíks. Og
þó við reyndum að leggja það til, forystufólkið í
flokknum, að það yrði farið strax í aðildarviðræður,
Morgunblaðið/Golli
Framsöguháttur, við-
tengingarháttur og aula-
háttur eru ekki allir
skyldir mér og gettu nú,
sagði aulabárður
Reykjavíkurbréf 20.03.15