Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 55
sónöturnar eftir Bach. Björn Ólafsson leit á þær sem biblíu fiðluleikarans og innrætti mér það en sumir líta á þær sem torf. Þegar ég kom til framhaldsnáms í Bandaríkjunum upp- götvaði ég að ég hafði það fram yfir hina að ég kunni þessi verk öll sömul. Hinir nemend- urnir undruðust það. Þau höfðu annað sem ég hafði kannski ekki eytt tíma í, eins og meiri fingrahraða, en það var bara spurning um að læra tæknina.“ Hlíf stóð sjálf straum af kostnaði við útgáfu disksins með verkunum eftir Bach, sótti margoft um styrk hér til þess en var hafnað. Það situr í henni, þó vissulega hafi það verið sárabót að erlendir rýnar hafi hrósað útgáf- unni og leik hennar í hástert. „Ég fékk engan styrk, verkefnið þótti ekki áhugavert. Ég var reið og þótti miður að þeir sem eiga að ákveða hvað sé menningarlega áhugavert, hafa ekki betri þekkingu en þeir sýndu með vali sínu.“ Hún vísar aftur í verk Sigurjóns, föður síns. „Pabbi gerði aldrei myndir fyrir fólk til að setja í gluggakistur hjá sér, hann vann alltaf stórt, og þegar ég stóð á sýningunni með verkum hans sá ég svo vel að ég verð að gera eins og pabbi og fylgja minni köllun. Hún er að leika á þetta hljóðfæri og komast að öllum leyndarmálum þess. Til að ég nái að túlka allt sem mig langar, þá fyrst verð ég frjáls. Eins og listamenn vita þá velur maður sér verkefni sem ögra, sem maður getur lært af og gera mann betri. Vissulega getur verið erf- itt að æfa sig endalaust en það er nauðsyn- legt, maður byggir sig upp og verður að horf- ast í augu við allar efasemdir. Ég er jafn nakin gagnvart sjálfri mér og áhorfendum þegar ég stend ein á sviðinu með hljóðfærið.“ Hlíf hefur einnig komið fram á samstarfs- diskum, til að mynda tveimur með Duo Land- on sem hafa fengið góðar viðtökur, og þá var hún um tíma í Sinfónuhljómsveit Íslands, þar sem hún var meðal annars formaður starfs- mannafélags hljóðfæraleikaranna. En Hlíf hætti í hljómsveitinni árið 1999. „Þrátt fyrir að það væri eini vinnustaðurinn hér þar sem ég gat fengið greitt fyrir að spila á hljóðfærið varð ég að velja og hafna, ég hélt utan í framhaldsnám. Ég veit ekkert ljúfara en að spila með öðrum, ég hef oft haft tæki- færi til þess en stundum strandar það á tíma- leysi. Ég er örugglega ekkert auðveld í sam- skiptum; þegar maður vinnur mikið einn, þá vill maður oft verða óþolinmóður við aðra. Það þola ekki allir.“ Hún hlær. Ekki dans á rósum Það verður gaman fyrir Hlíf að leika í kirkju afa síns á fyrstu tónleikunum á Fjóni. „Já, þar fer ég aftur í ræturnar og eflaust mæta einhverjir þeirra sem ég kynntist þar sumarið þegar ég var 15 ára og dvaldi hjá afa mínum. Birgitta móðir mín kom úr ríkulegum menningarlegum jarðvegi. Í fjölskyldu hennar eru meðal annars skáldin J.C. Hostrup, sem samdi Ævintýri á gönguför, og B.S. Ingem- ann. Í september sl. voru 65 ár liðin síðan hún steig upp í flugvél á leið til Ís- lands, þá var hún 17 ára prestsdóttir frá Fjóni, búin að ráða sig til starfa sem au pair hjá virðulegu fólki í Reykjavík. En þá hitti hún Ís- lendinginn Sigurjón Ólafsson og flutti svo hingað sjö árum síðar, með tvö ung börn. Lífið sem beið hennar var ekki dans á rósum, það var að minnsta kosti nóg af þyrnum. Sem unglingur spurði ég mömmu hvers vegna hún hefði ekki farið til baka, enda var pabbi ekkert auð- veldur, að reyna að lifa af sem listamaður í þessu erf- iða menningarumhverfi „Stoltið!“ sagði hún þá. Fjölskylda hennar var held- ur ekki hrifin af ráðahagnum. Mamma var einangruð en hélt þetta út, og hélt sönsum. Þá hjálp- aði menningin sem hún ólst upp við. Henni fannst svo mikið spunnið í Sig- urjón, þennan góða myndlistarmann; hún var hugfangin af listaverkum hans. Annars vegar var þetta ástin til manns- ins, hins vegar til hugverkana og þess að standa vörð um þau.“ Hlíf segir að Birgitta hafi mætt mikilli vel- vild eftir að Sigurjón lést, í desember 1982. „Veturinn á eftir var hrikalega erfiður. Mamma var þá hér með 300 verk, sannkall- aðar þjóðargersemar, en það var enginn markaður fyrir þau. Pabbi lét byggja vinnu- stofu yfir braggann árið 1963 en hún var illa einangruð og 20 árum seinna orðin hriplek. Mamma var þá á besta aldri og hvað átti hún að gera við þetta allt saman? Hún bar ábyrgð á verkunum og arfleifð Sigurjóns. Nú getum við horft til baka og verið henni þakklát fyrir það hvað henni þótti vænt um þennan mann og verkin. Annars hefði ekki orðið menn- ingarsetur hér.“ Gaf ríkinu safnið Birgitta stofnaði Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar árið 1984 og var það rekið sem sjálfseignarstofnun til ársins 2012. „Ég kom heim frá Sviss 1987 en þá var kærasti minn og lífs- förunautur, Geirfinnur Jóns- son, þegar kominn móður minni til aðstoðar. Þessi tvö stóðu að rekstri þessarar glæsi- legu menningarstofnunar öll þessi ár,“ segir Hlíf. „Eftir hrun þyngdist róðurinn fjárhags- lega og móðir mín leitaði samninga við stjórn- völd, sem lauk þannig að hún gaf íslenska rík- inu safnið. Það er von mín og ósk að hér verði áfram öflugt og lifandi starf í anda þess sem þau hafa staðið fyrir. Hér er list Sigurjóns aðgengileg vegna þess að konunni hans stóð ekki á sama um hvað yrði gert með hana. Það er ekkert nýtt að menningarstofnanir hér hafi úr ótrúlega litlu að moða. Á ráðstefnu um framtíð Listasafns Íslands á dögunum benti Andri Snær Magna- son á það að safnið hefði aðeins 20 milljónir á ári til að kaupa íslenska myndlist. Hvað er hægt að fá fyrir þá upphæð? Einn Range Ro- ver-jeppa!“ Hlíf hlær og hristir höfuðið. „Útlendingar sem koma hér reka upp stór augu og uppgötva einn færasta portrettlist- mann tuttugustu aldar í Evrópu, þótt ekki séu biðraðir fyrir utan. Forstöðumaður listasafns Asgers Jorn var mjög hrifinn þegar hann kom hér í haust og sagði þetta vera frábært högg- myndasafn og algjöra perlu á einstökum stað. Á Íslandi vantar skilning á því að það þarf að fjárfesta í menningunni til að hún skili arði. Og það má ekki bara reikna arðinn út frá peningum, heldur þarf að reikna út frá húm- anískum gildum. Að hverju viljum við hafa að- gang? Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Hvers konar samræður viljum við? En hvar byrjar þetta: menning, tónlist, myndlist, bókmenntir?“ – Hlíf bankar í borðið til áréttingar. „Þetta byrjar á heimilunum. Foreldrar, afar og ömmur þurfa að fara með börnin á sýningar, tónleika, leikhús, þurfa að segja hvað þurfi að sjá, hvað sé forvitnilegt að heyra. Það þarf að skilja hvað það er sem gerir list lifandi, að það er fólkið sem miðlar henni og svo þeir sem koma að fá upplýs- ingar, upplifun, miðlun. Sem tónlistarmaður er ég ekkert án áheyrenda minna… Ég myndi vilja sjá öll börn læra á hljóðfæri í grunnskóla, sjá þau í söng, í kórum, í lúðra- sveitum, en því fer fjarri að öllum sé boðið upp á það. Það á að vera jafn mikilvægt og stærðfræðinám, tónlistin er á sama stað í heil- anum. Svo þarf að fara á söfn og foreldrar þurfa aðstoð við að horfa og skilja. Hér í þessu safni er til afar mikið efni á netinu, þar má meðal annars nálgast öll listaverk sem Sigurjón hef- ur gert um ævina. Og á heimasíðu safnsins geta kennarar sótt tilbúin fræðsluverkefni fyr- ir nemendur sína.“ Þjóðir þurfa fyrirmyndir Hafið er rétt fyrir utan glugga kaffistof- unnar þar sem við sitjum og Hlíf segir þetta heillandi umhverfi hafa mótað sig. „Líttu á hafið,“ segir hún. „Þegar ég bjó er- lendis var ég alltaf með heimþrá eftir þess- um stað. Í dag er þetta menningarstofnun og sýningarsalir en þetta var líka heimili lista- manns sem leit svona út. Þegar ég ólst upp var þetta braggahverfi á Laugarnesi og hér var fullt af krökkum, fullt af lífi, frábær bernska. Sigurjón var einn fremsti listamaður á sínu sviði og allar þjóðir þurfa fyrirmyndir, allan skalann, ekki bara poppgoð heldur líka klass- ísku goðin. Þrotlaus vinna mömmu gerði það að verkum að þetta merka safn varð til. Þetta var fyrsta safnið á landinu sem gerði alla safneignina aðgengilega á netinu, hér hefur farið fram gríðarlega mikil rannsóknarvinna, með útgáfu bóka um listamanninn og tímarita með viðbótarupplýsingum. Hefði þetta ekki verið gert hefði mögulega farið fyrir minningu Sigurjóns eins og Bach, sem gleymdist í tvær aldir.“ Sigurjón Ólafsson myndhöggvari í vinnustofu sinni í Laugarnesi árið 1979, þremur árum áður en hann lést. Þar er nú safn helgað verkum hans. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon * Á Íslandi vantarskilning á því aðþað þarf að fjárfesta í menningunni til að hún skili arði. Og það má ekki bara reikna arðinn út frá peningum … 22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.