Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 Ferðalög og flakk Á sta Þorleifsdóttir og Hall- dór Björnsson eru vant fjallafólk, hafa bæði starfað sem leiðsögu- menn og gengið mikið hér heima og erlendis. GR 11 er þó langlengsta ganga sem þau hafa farið í um dag- ana. GR 11 liggur Spánarmegin í Pýreneafjöllum. Um er að ræða ríf- lega 840 km leið, það er meira en tuttugu Laugavegir og hver dagleið eins og að fara Fimmvörðuháls. Hraðametið er níu dagar. Það á Kilian Jornet, frægur katalónskur fjallamaður, en hann fór aðeins styttri útgáfu af leiðinni, 700 km með lítilli hvíld. Ungt og sprækt fólk fer leiðina á þrjátíu dögum en algengast er að gangan taki á bilinu 42 til 46 daga. Ásta og Halldór voru 44 daga á leiðinni. „Við vorum ekk- ert að flýta okkur og gáfum okkur víða tíma til að njóta fegurðarinnar. Mottóið var einfalt: Skjaldbakan kemst þetta líka!“ segir Ásta. Leiðin er erfið yfirferðar enda er hækkunin mikil, 46 þúsund hæð- armetrar. Upp og niður um ótal fjallaskörð, yfir tinda og um dali. Ásta segir í raun meira álag að ganga niður og viðurkennir að hún sé ennþá pínulítið aum í tánum. „Þetta eru skörðótt, ógnvekjandi fellingafjöll sem verða til vegna þess að Afríka er að rekast á Evr- ópu. Það er verið að ýta Íber- íuskaganum einhverja millimetra á ári og þess vegna eru fellingarnar svo brattar og brotnar,“ segir Ásta sem þótti leiðin ekki síður áhuga- verð frá jarðfræðilegu sjónarmiði en fagurfræðilegu. Ásta segir leiðina í einu orði sagt stórkostlega, útsýnið sé engu líkt, jarðfræðin mögnuð og litskrúðug. Fjöllin séu hvert öðru fallegra. Eins vötnin og blómskrúðið á sér fáa líka, þarna vaxa nánast allar plöntur villtar sem við þekkjum sem skrautblóm í íslenskum görð- um. Leiðin liggur um nokkra ægi- fagra þjóðgarða; Ordesa-Monte Perdido, Alt-Pirenea, Posets- Maladeta og Aigüestortes i Estany de Saint Maurici og loks Nuria- friðlandið. Góður undirbúningur Ásta og Halldór bjuggu sig vel und- ir gönguna, pöntuðu allskyns bækur og lágu yfir kortum. Ásta mælir alls ekki með leiðinni fyrir óvant fjalla- fólk. Þá skipti andlega atgervið engu minna máli en hið holdlega. Nauðsynlegt er að hafa góð kort og GPS-tæki meðferðis. Þau bjuggu líka að því að hafa gengið um hluta svæðisins, hið kynngimagnaða 2000 metra djúpa Ordesagljúfur, fyrir áratug, ásamt ungum syni sínum. „Honum þótti raunar alveg nóg um það ferðalag, blessuðum drengnum, og endaði á því að vísa í barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Ég er barn! Þegar hann þurfti á enn einn 3000 metra tindinn.“ Ásta hlær. Fyrir tuttugu árum gengu hjónin saman á Kilimanjaro, um Alpana og Halldór á einnig að baki göngur í Himalajafjöllunum. „Það sem skiptir öllu máli til að líða vel á svona langri göngu er góður og léttur útbúnaður. Ég lá yfir erlendum vefsíðum til að finna besta búnaðinn og tókst það. Hann þarf að þola rok og rigningu. Bak- pokinn minn var ekki nema tólf kíló fyrir utan vatn og mat og í honum var bara einn lúxus – dúnsvefnpoki. Það getur nefnilega orðið ansi kalt þarna á nóttunni. Hæsta tjaldstæðið okkar var í 2.680 metra hæð,“ segir Ásta. Þriðjung nátta gistu þau í tjaldi, þriðjung í allskyns fjallaskálum og bændagistingu og þriðjung á hótel- um með baði og maturinn var af- bragð og þá sérstaklega saltfiskur- inn. Ásta ljómar við þá tilhugsun. Þau hófu gönguna Atlantshafs- megin, við Capo de Higuer, en vel má byrja hinum megin á Cap de Creus við Miðjarðarhafið. Upplif- unin er víst alls ekki síðri þannig. Frakklandsmegin við fjöllin liggur svo sambærileg leið, GR 10, sem Ásta og Halldór geta vel hugsað sér að fara síðar. Jakobsvegurinn frægi liggur þvert um Pyreneafjöllin um fjallaskörð og má þá sjá pílagrím- ana ganga hann. „Annars er Jak- obsvegurinn bara sunnudagsrölt við hliðina á GR 11,“ segir Ásta og skellir stríðnislega upp úr. Ævintýrið hófst strax á fyrsta degi. „Þrátt fyrir þrjátíu ára fjalla- reynslu, kort og GPS-tæki og rauð- hvítu merkingarnar tókst okkur að villast. Komin var hellirigning og í stað þess að gista á hóteli, þar sem við áttum bókað, sváfum við undir þakskeggi afskekktrar kirkju fyrstu nóttina, ásamt bandarískri stelpu og skoskum hjónum sem einnig höfðu villst. Fengum hressingu á nálæg- um bæ fyrir svefninn,“ segir Ásta. Fall er fararheill og hjónin kom- ust á sporið strax daginn eftir – og villtust ekki aftur. Mikið er um ávalar hæðir í Baskalandi og landbúnaðarhéruð áberandi. Ásta og Halldór urðu margs vísari á göngu sinni þar, svo sem að tapas eru upprunalega baskneskir smáréttir. „Það kom á óvart,“ segir Ásta. Þau rákust á allra þjóða kvikindi á leiðinni en heimamenn voru samt í meirihluta, það er Baskar og Katalónar. „Þeir segja að Spánverj- arnir séu svo latir að þeir komi bara í skólafríinu í ágúst,“ segir Ásta hlæjandi. Rígurinn milli þessa fólks er vitaskuld heimsfrægur. Á leiðinni er svo gengið gegnum smá- ríkið Andorra. Gekk margsinnis á tré Landslagið er afskaplega fallegt á leiðinni, segir Ásta, og gróðurinn eftir því, ekki síst ægifagrir eik- arskógar. „Svo er fuglalífið engu líkt, sérstaklega í Baskalandi. Ég gekk bæði á bíla og tré meðan ég var að dást að fuglunum og fiðr- ildum.“ Fjölmörg þorp eru á leiðinni, sum í blóma en önnur í niðurníðslu. Unga fólkið er mikið til farið og mörg stóla þorpin á ferðamennsku. „Sum staðar er eins og jörðin hafi gleypt fólkið. Í einu þorpanna býr aðeins einn maður. Honum er illa við fólk og færir gjarnan göngu- leiðamerkingar til að afvegaleiða það. Sérstaklega er varað við hon- um í handbókum,“ segir Ásta hlæj- andi. Ferðin hefst í þorpinu Capo de Higuer við Atlantshafið. Skjaldbakan kemst þetta líka! ÞAÐ ER MÁL MANNA AÐ GR 11, RÍFLEGA 840 KÍLÓMETRA LEIÐ EFTIR ENDILÖNGUM PÝRENEAFJÖLLUNUM FRÁ ATLANTSHAFI TIL MIÐJARÐARHAFS EFTIR LANDAMÆRUM SPÁNAR OG FRAKKLANDS SÉ EIN MAGNAÐASTA GÖNGULEIÐ Í EVRÓPU. ÁSTA ÞORLEIFS- DÓTTIR JARÐFRÆÐINGUR, SEM GEKK ÞESSA LEIÐ ÁSAMT EIGINMANNI SÍNUM, HALLDÓRI BJÖRNSSYNI HÉRAÐSDÓMARA, Í FYRRA SEGIR ÞAR ENGU LOGIÐ. LEIÐIN SÉ EINSTÖK. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ásta og Halldór bregða á leik með góðum baskneskum göngufélögum. Skjaldbakan Hermann slapp með skrekkinn. Var bjargað af veginum. Frakkland Spánn Toulouse Barcelona Cadaques Irún Pamplona Zaragoza GR 11 Atlantshaf Miðjarðarhaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.