Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 13
Úlfar Önundarson á Flateyri, smáskipasmiður í frístundum, stefn- ir að því að opna bátasafn í bíl- geymslunni heima hjá sér á Drafn- argötu 2 fyrir páskana og hafa opið yfir hátíðarnar. „Ég verð með 12-13 skipalíkön í salnum, m.a. Titanic og Bismarck, sem ég er reyndar enn að smíða,“ segir Úlfar. Hann segir að sveitungi hans, Jón Svanberg Hjartarson, sem setti upp Dellusafnið á Flateyri á sínum tíma, hafi komið með hug- myndina að safninu og þá hafi stofnun markaðsstofunnar Perlur fjarðarins, hvatt hann til dáða. Áhuginn kviknaði snemma Úlfar segist hafa byrjað á smíði Bismarck um áramótin 2011 og 2012 og hann hafi verið að síðan með mislöngum hléum en vinnu- stundirnar skipti þúsundum. „Stærðarhlutföllin eru einn á móti hundrað sem gerir líkanið 2,5 metra að lengd. Þar er 891 hlutur sem þarf að smíða og koma fyrir ofan á dekkinu með byssum og öllu sam- an,“ segir Úlfar sem smíðar skipið eftir teikningu en mest styðst hann við módel sem börnin hans gáfu honum í stærðinni 1:350. Áhugi Úlfars á smíði skipalíkana hófst þegar hann var ungur að ár- um. „Eins og margir vita var hér handavinnukennari sem hét Ey- steinn Gíslason. Hann lét okkur nemendurna smíða allt milli himins og jarðar en var frekar bátasinn- aður. Ég var 10-11 ára þegar ég lærði hjá Eysteini svo þetta hefur alltaf blundað í mér. Ég byrjaði þó ekki að alvöru fyrr en ég fékk að- stöðu til verksins fyrir tíu árum.“ Hood kannski næst Þegar smíði Bismarck verður lokið ætlar Úlfar að halda áfram. „Ein hugmynd sem hefur komið fram er að smíða Hood í sömu stærðar- hlutföllum og hafa það við hliðina á Bismark en Hood er eitt frægasta herskip Breta sem Bismarck sökkti,“ segir Úlfar en ætlar sér þó að klára Bismarck áður en hann fer út í einhverja aðra vitleysu að eigin sögn. Aðgangseyrir inn á sýningu Úlf- ars verður 1.000 krónur. FLATEYRI Úlfar Önundarson smáskipasamiður á Flateyri við einn bátinn sem hann sýnir. „Hefur alltaf blundað í mér“ ÚLFAR ÖNUNDARSON HEFUR VARIÐ DRJÚGUM TÍMA OG PENINGUM Í AÐ SMÍÐA SKIPSLÍKÖN. ALMENNINGI GEFST SENN KOSTUR Á AÐ BERA DÝRÐINA AUGUM. Sigurjón J. Sigurðsson bb@bb.is Ljósmynd/Páll Önundarson Eitt þekktasta skipið sem Úlfar hefur smíðað til þessa er skemmti- ferðaskipið Titanic sem var gert í hlutföllunum einn á móti 100. Úlfar segir að einungis efnis- kostnaður við smíði Titanic hafi verið um 300 þúsund krónur og efniskostnaður vegna Bismarck geti numið 400 þúsundum króna. Hann segir að nokkrir ein- staklingar hafi lagt honum lið við efniskostnaðinn. Dýrt er drottins orðið Úlfar við líkan sitt af Titanic. „Hingað kemur fólk af öllum stærð- um og gerðum, ungir sem aldnir. Það er að verða svo mikil vitund- arvakning í sambandi við matvæli; fólk vill fá að vita hvaðan þau koma og í raun hefur orðið sprenging í eftirspurn á mat beint frá býli og líka á lífrænum matvælum,“ segir Dagmar Una Ólafsdóttir, einn þriggja eigenda verslunarinnar. Í Fjallkonunni kvað við nýjan tón. Slík verslun var ekki fyrir hendi á svæðinu en þörfin var greinileg: viðbrögðin betri en þær þorðu að vona og mikið að gera frá fyrsta degi. „Viðtökurnar voru strax afar góð- ar og augljóst að fólk kunni að meta þægilegt andrúmsloft og persónu- lega þjónustu. Hægt er að smakka flesta matvöru í versluninni áður en hún er keypt, viðskiptavinir tína vörurnar í gamlar eggjakörfur og fara síðan út með matvöruna í brúnum bréfpoka og vonandi þá þægilegu tilfinningu að vera í ein- hvers konar sátt við náttúruna, menn og dýr. Í versluninni er líka uppruni allrar matvöru rekjanlegur. Við leggjum áherslu lögð á hágæða- vörur og þjónustu í anda slow food- lífsstílsins; sanngirni og hollustu,“ segir Dagmar. Megináhersla er lögð á matvöru beint frá býli; bæði frá heima- vinnslu í héraðinu og víðar af land- inu. Nefna má salöt og grænmeti, hrossabjúgu, brodd, tvíreykt sauða- kjöt, lambahakk og -gúllas, nauta- steikur, -hakk og -borgara, krydd- pylsur úr Þykkvabænum, reyktar gæsabringur, anda- og landnáms- hænuegg, hveiti og bygg, repjuolíu, berjasaft, hunang, síróp og jurtate. Elín Una Jónsdóttir og Sigrún Óskarsdóttur stofnuðu fyrirtækið og komu versluninni á fót sumarið 2013. „Elín Una gekk með barn, var kyrrsett á meðgöngu og þá fór hausinn á henni á fullt! Hugmyndin varð til, hún hafði samband við Sig- rúnu mágkonu sína og þær fóru af stað,“ segir Dagmar Una sem kom inn í fyrirtækið skömmu fyrir síð- ustu jól. „Ég rek jógastöð hér á Selfossi, hef alltaf haft áhuga á hollu mataræði og heilsu yfir höfuð, verslaði mikið í búðinni og við urð- um ágætis vinkonur. Það endaði með því að ég kom til liðs við þær.“ Á sumrin er grænmetismarkaður í Fjallkonunni þar sem öll nýja upp- skeran kemur beint í verslunina frá bændum á hverjum degi. Í verslun- inni má líka finna allskyns erlenda sælkeravöru, t.d. ólífur og lífrænt franskt súkkulaði, lífrænt kaffi og ítalskt pasta, úrval af lífrænum ol- íum og ediki, salti og ýmsu öðru. Þá er að boðið upp á lífræna ávexti sem allir eru seldir í lausu. Í ostaborði Fjallkonunnar er úr- val erlendis frá og þær framleiða sjálfar ýmsar vörur. Á opnunarárinu fékk Fjallkonan frumkvöðlaviðurkenningu Sveitarfé- lagsins Árborgar. SELFOSS Fjallkonur og sælkerar SÆLKERAHÚSIÐ FJALL- KONAN VAR OPNAÐ Á SELFOSSI SUMARIÐ 2013. ÞAR KVAÐ VIÐ NÝJAN TÓN FYRIR AUSTAN FJALL. Elín Una Jónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir og Dagmar Una Ólafsdóttir. 22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Eldsneyti á flugvélar er dýrara úti á landi en á borgarhorninu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að ríkið setji reglur um flutningsjöfnun, staðan nú hamli verulega samkeppni, t.d. varðandi millilandaflug. Vilja sama verð á bensíni Nemendum í Vallaskóla á Selfossi mun fjölga um þrjár bekkjardeildir á næstu þremur árum, eina á ári, skv. áætl- unum. Nú eru 524 nemdnur í skólanum en verða 541 vet- urinn 2018-2019. Vefurinn sunnlenska.is segir frá. Fjölgar í Vallaskóla KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.