Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 45
22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 gagnstætt okkar stefnu, í maí, þá yrði það fellt í flokksráði Vinstri grænna. Þannig að slíkt er ekki í boði.“ Allir vita hvernig fór. Óheilindin vinda upp á sig Og það er annað verra. Allir vita nú, að þegar þessar heitstrengingar voru hafðar uppi, var þegar búið að handsala það að ríkisstjórnin myndi án tafar láta Ís- land sækja um aðild að Evrópusambandinu. Fullyrt var að fyrirheit lægju fyrir um að Ísland „fengi hrað- ferð“ inn í ESB. Það eru vissulega til mörg dæmi um gráan leik í stjórnmálum. En pólitísk svikamál fram að þessu eru eins og putar hjá risa. Það gat hver maður sagt sér að þegar upphaf máls af slíkri stærð var reist á öðrum eins svikum, yrði ekki neinu að treysta í framhaldinu. Staðfesting þess var ekki langt undan. Atkvæðagreiðsla um þingsályktun um aðildar- umsókn var skilgetið afkvæmi sögulegra svika Stein- gríms J. Sigfússonar. Ráðherrar í ríkisstjórninni greiddu atkvæði með málinu, en tóku fram við at- kvæðaskýringu úr ræðustóli, að þeir hefðu aldrei á ferli sínum verið meira á móti því að ganga í ESB en einmitt það augnablikið (Svandís Svavarsdóttir o.fl.). Forkastanlegt tal af þessu tagi var allt hluti af leik- araskap um að undanþágulausar reglur um aðild- arviðræður við ESB giltu ekki um Ísland. Kommissarar ESB mega eiga það að þeir ýttu aldr- ei undir þennan skilning. Í trúnaðarsamtölum við stjórnarliða og stjórnarandstæðinga furðuðu þeir sig iðulega á þessari túlkun. Sótt hefði verið um aðild að ESB í samræmi við gildandi reglur þess. Þær reglur lægju aðgengilegar fyrir og í þeim sérstaklega tekið fram að engar undantekningar væru gerðar. Slíkt hefði verið heimilt áður fyrr, en slíkar heimildir væru ekki lengur fyrir hendi. Í skýringum við reglurnar var aðildarumsóknarríki hvatt til þess að gefa aldrei í skyn að samningaviðræður við sambandið færu fram. Viðræður færu fram en þær væru ekki samninga- viðræður í neinum skilningi. Þær snerust eingöngu um að fara yfir það, hvort umsóknarríki hefði aðlagað lagaumhverfi sitt fullkomlega að lagaramma ESB. Fulltrúar ESB í viðræðunum ákvarða einir hvort umsóknarríkið hafi uppfyllt öll slík skilyrði. Engir samningar fara fram um það. Um þetta geta engir deilt, nema þá þeir einir sem eru tilbúnir til að rífast um það, hvort sólmyrkvi hafi orðið í gær. Aðkomu þjóðar hafnað Stjórnarandstaðan krafðist þess vorið 2009 að fram færi þjóðaratkvæði um það, hvort sækja skyldi um að- ild. Stjórnarflokkarnir höfnuðu því með þeim rökum að ekki væri hægt að greiða atkvæði fyrr en aðildar- samningur lægi fyrir. En eins og áður sagði liggur hann í raun fyrir frá upphafi. Aðeins óheiðarlegir menn geta haldið öðru fram. Menn á borð við þann, sem horfði framan í þjóðina kvöldið fyrir kosningar í maí 2009 og sagði henni ósatt. Reglur ESB liggja fyrir og Íslandi ber, sem um- sóknarríki, að samþykkja þær allar. Ella fær það ekki aðild. ESB býður ekki umsóknarríkjum upp á mat- seðil til að velja af, eins og Hollande, forseti Frakk- lands, orðaði það og þurfti ekki hann til. Hitt var svívirðilegt að verja þremur árum til að láta samþykkja lög og tilskipanir ESB án þess að fá nokkuð í staðinn og þykjast svo ætla að spyrja þjóðina þegar allt hafði verið samþykkt hvort hún vildi fallast á aðildarsamning. Menn úr öðrum flokkum, jafnvel Sjálfstæðis- flokknum, fóru á bak við þjóðina með þessum hætti. Þeir eru þó ekki margir og fæstir merkilegir. Hvaða loforð? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn skömmu fyrir kosningarnar 2013 til að leggja síðustu hönd á stefnu flokksins fyrir þær. Kosningastefna flokka er misjafnlega skýr. En í Evrópumálum þurftu kjósendur Sjálfstæðisflokks ekki að kvarta að þessu sinni. Samt belgja sumir sig út eða eru samanklemmdir, eftir því hver á í hlut, og fullyrða að einstakir frambjóðendur hafi gefið til kynna á fámennum fundum í aðdraganda kosninga, þeir væru tilbúnir að ganga á svig við samþykkta stefnu flokksins. Hafi það gerst sem hljómar ósenni- lega fréttist það ekki út. Allur þorri kjósenda í landinu vissi því ekki annað en að samþykkt stefna flokksins í aðdraganda kosn- inga gilti og engin undirmál væru í gangi. Þeir vissu jú að einstakir frambjóðendur hefðu ekkert umboð til að hlaupa frá stefnu í mikilvægu máli, sem lands- fundur hafði sérstaklega áréttað fáum vikum fyrr. Ef slíkt tæki að tíðkast yrði ekkert að marka þennan burðarás íslenskra stjórnmála lengur. Landsfundarályktun og kosningaúrslit Kosningarnar fóru þannig að ESB-umsóknarflokkar rústuðust. Niðurstaða kosninganna var því í góðu samræmi við kosningastefnu beggja viðtakandi stjórnarflokka. Tapflokkarnir höfðu að vísu í raun hætt öllum við- ræðum við ESB misseri fyrir kosningar án þess að bera það undir þingið. Þeir höfðu ekki einu sinni haft fyrir því að nefna uppgjöfina við utanríkismálanefnd þingsins og enginn bar þá framgöngu undir prófess- ora í lögfræði. Ástæða þessa alls liggur nú fyrir. Hefðu Össur og Steingrímur sýnt á ESB-spilin sín þá hefðu aðeins hundar blasað við og afhroð flokk- anna orðið enn stórbrotnara en varð. Rétt að spyrja Hafstein og Láru? Það datt ekki nokkrum manni annað í hug, en að það hreina formsatriði að jarða dauðar aðildarviðræður yrði afgreitt á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan, sem þá var orðin, átti ekki sjálf von á neinu öðru. En þá hófst óskiljanlegt sjónarspil. Aðili úti í bæ var fenginn til að fimbulfamba um það, hvernig staðan væri í Evrópu, eins og ríkisstjórnin á Íslandi væri hin eina sem vissi ekkert um það. Hinir rassskelltu gömlu stjórnarherrar voru ekki þekktastir þingmanna fyrir að trúa á framahaldslíf og göptu þegar þeir áttuðu sig á að nýja stjórnin virtist lögst í spíritisma. Loks var þó flutt þingsályktunartillaga um að kasta rekunum, en meðferð hennar varð ekki lokið, af því að stjórnarandstaðan varð sér til skammar en samt var ákveðið að hún ætti að stjórna þinghaldinu. Fram- haldið þekkja menn því miður. Ég skrifa þér með blýanti Svo var allt í einu ákveðið að senda bréf með bæna- stefi til Brussel um að embættismenn þar yrðu svo liprir að sýna góðan skilning á því að Ísland vildi ekki lengur vera umsóknarríki. Það hafði stækkunarstjór- inn þá vitað í tvö ár. Hann taldi því fyrst að flotið hefði til sín flöskupóstur. Í skýringum hér heima var tekið fram að að þetta undarlega afbrigði hefði verið brúkað til að forðast „offors“ við ESB. Hvernig gat það komið til? ESB hafði að eigin sögn beðið í tvö ár eftir því að Ísland til- kynnti sér að landið væri hætt við að sækja um aðild því. Embættismenn ESB höfðu beinlínis beðið um að slík tilkynning yrði ekki dregin. En svona varð þetta. Og þýðir ekki um að fást. Og þótt farið hefði betur á því, að láta aðra semja bréfið en Íslandsdeild ESB í utanríkisráðuneytinu, sem stjórnað er af íslenska stækkunarstjóranum, þá var þó loks búið að koma frá sér þessu snifsi. En þá tók ekki betra við. Auðvitað byrjuðu sérvitr- ingar innan þings og utan að fabúlera um bréfið. Árni Páll Árnason, sem þó er lögfræðingur, talaði um að bréfið sem átti að koma í veg fyrir íslenskt offors, væri engu að síður „allt að því landráð“. Sjálfsagt hafa sérfræðingar utanríkisráðuneytisins rokið til við að skoða mál gamla Vitkuns svo ekki stæðu þeir á gati kæmi fyrirvaralaust boð á fund. Árni lögfræðingur og fleiri töldu líka að stjórnar- skrá landsins væri brotin með bréfinu vegna þess að í 1. grein hennar stæði að á Ísland væri lýðveldi með þingbundinni stjórn! Vita þessir menn virkilega ekki hvað felst í þeim orðum? Og sitja á þingi. Þurfa þeir laganema á fyrstu viku náms til að stafa þetta ofan í sig? Slík orð hefðu kannski óskýrð ruglað einhvern í Grænuborg en varla á þinginu, þótt þessar tvær virðulegu stofnanir virðist stundum eiga sandkassana sameiginlega. Jafnvel þeir sem vitna í það sem gerist í tölvuleikjum, sem heimild um veruleikann, ættu ekki að þurfa að fipast svo illa. Og aðrir, sem svo sannarlega eru ekki á þessu stigi, töluðu um það að fyrra bragði, að hvergi í bréfi utan- ríkisráðherrans, sem ríkisstjórnin hefði samþykkt, væri talað um slit eða riftun viðræðna! Ef maður hef- ur drukknað, verið skotinn og hengdur í framhaldinu er þá galli á frásögninni, ef ekki er tekið fram hvort hann dragi enn andann eða ekki? Felst það ekki í tilkynningu (ekki bænakvaki) um að Ísland sé ekki lengur „umsóknarríki“ að viðræður, sem ekki hafa farið fram á þriðja ár, muni ekki fara fram eftir að Ísland er hætt að vera „umsóknarríki“? Hvaða endemis aulagangur felst í tali af þessu tagi? Hvernig geta þingmenn leyft sér slíkt tal? Er hægt að undra sig á því að þingmenn Pírata leggist í athugun á því hver staðan sé í tölvuleikj- unum, þegar þingmenn, sem vilja að jafnaði láta taka sig alvarlega, tala svona? Eru þeir viljandi að ýta undir ruglanda og bjálfa- hátt? Ef svo er, hvað gengur þeim til? Hefur þjóðin gert þessum þingmönnum eitthvað? *Og þótt farið hefði betur á því,að láta aðra semja bréfið en Ís-landsdeild ESB í utanríkisráðuneyt- inu, sem stjórnað er af íslenska stækkunarstjóranum, þá var þó loks búið að koma frá sér þessu snifsi. En þá tók ekki betra við. Auðvitað byrjuðu sérvitringar innan þings og utan að fabúlera um bréfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.