Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 48
Þ að er merkileg upplifun að koma úr snjónum, sem kyngir niður, inn í gróðrarstöðina Lambhaga í Reykjavík. Það er ekki bara hlýtt og notalegt þar inni heldur blasa fagurgrænar salatbreiðurnar við. Nán- ast eins langt og augað eygir. Það er engu líkara en maður hafi flust milli árstíða. Og hoppað eins og Skarphéðinn Njálsson yfir vorið. Snaggaralegur maður tekur á móti sendi- nefnd Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, glað- legur og augljóslega svolítið ör. Ekki kemur á óvart að hann sé ávallt fyrstur inn á morgnana og síðastur út á kvöldin. „Er ég tilbúinn í viðtal? Hvað haldið þið? Ég er búinn að skipta um skyrtu,“ segir maðurinn og kynnir sig: Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Það er ekkert annað. Hafberg viðurkennir raunar að skyrtuskiptin hafi verið óhjákvæmileg í mannúðarskyni, hann hafi svitnað svo mikið í ræktinni um morguninn. Ertu duglegur þar? „Nei, þetta er þriðja vikan mín.“ Eftir hlé? „Nei, á ævinni.“ Einmitt það. Framleiðslan tvöfaldast Hafberg stofnaði Lambhaga gróðrarstöð árið 1979 og er fyrirtækið stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum á landinu. Lambhagi er í sókn og hafa húsa- kynni stöðvarinnar stækkað mikið undan- farna mánuði, nema nú 1,3 hekturum. Verið er að taka hátæknilegar nýbyggingar í notk- un og verður því verki lokið í vor. Mun þetta hafa mikla framleiðsluaukningu í för með sér. Í fyrra framleiddi Lambhagi 225 tonn af salati, í ár verður framleiðslan tæp 400 tonn og á næsta ári tæp 500 tonn. Það er meira en helmingsaukning á tveimur ár- um. Lambhagi er lögbýli innan borgarmarka Reykjavíkur og því einn af fáum bóndabæj- um höfuðborgarsvæðisins. Lambhagi hefur allt frá upphafi séð borgarbúum fyrir fersk- asta salati sem völ er á. Daglega líða ein- ungis þrjár klukkustundir frá því að salat er skorið í gróðurreitum Lambhaga, þar til var- an er komin í hillur verslana. „Þessi nálægð er einstök og tryggir Lambhagasalati al- gjöra sérstöðu hvað varðar ferskleika,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins. Spurður um upphafið kveðst Hafberg allt- af hafa verið ræktunarstrákur í æsku. Það hafi hann frá móður sinni sem ræktaði salat í túninu heima af mikilli kúnst. „Ég hef allt- af unnað náttúrunni og þegar ég fór fjórtán ára gamall í sveit á Laufskálum í Borg- arfirði réðust örlög mín. Eftir það vissi ég að ég ætlaði að verða garðyrkjumaður,“ seg- ir hann. „Ég elska salat- og grænmet- ismenninguna.“ Fékk bara úfinn sjó Sextán ára gamall hélt Hafberg til Noregs að læra garðyrkju og var þar meira og minna næstu sex árin. „Ég lenti á mjög góðu fólki, sem rekur býli og gróðrarstöð, og hef verið í góðu sambandi við það allar göt- ur síðan. Gamli maðurinn hringir í mig um hverja helgi og nuddar í mér að taka við rekstrinum. Það verður ekki, ég hef í nógu að snúast hér heima.“ Á Noregsárunum skrapp Hafberg heim, dvaldi tvo vetur og var til sjós. Ekki kom þó til álita að gefa garðyrkjuna upp á bátinn. „Uss, ég fékk ekkert nema úfinn sjó og gerði lítið annað en að æla þessa tvo vetur. Lét það gott heita af sjómennsku.“ Hafberg vann um tíma við að selja potta- plöntur í Noregi en kom síðan alkominn heim og hóf að leita að landi undir gróðr- arstöð í Reykjavík. „Það gekk hægt og eng- inn virtist hafa trú á bröltinu í þessum unga manni. Á endanum gafst ég upp og var kom- inn í samband við menn í Svíþjóð sem gátu útvegað mér vinnu í Afríku,“ segir hann. Þá hringdi síminn. Það var Albert Guð- mundsson, þáverandi borgarfulltrúi. Hafberg þekkti Albert ekki neitt en grunar að ein- hver hafi verið búinn að „pota“ í hann. „Ég held að það hafi verið mamma en hún vildi aldrei kannast við það.“ Fundu ekki bílinn hans Alberts Albert boðaði Hafberg á sinn fund 1. des- ember 1976. Hann man það eins og gerst hefði í gær. „Þetta var ógleymanlegur fundur. Við byrjuðum á því að ganga okkur þrotlausa um allan bæ til að leita að bílnum hans Alberts en fundum hann ekki. Við komuna á skrifstofuna byrjaði Albert að messa yfir mér og útgangspunkturinn var þessi: Ég yrði að fá mér land. Ég svaraði því til að það væri of seint, ég væri á leið til Afríku að leita mér að vinnu. Þá sagði Albert setningu sem ég mun aldrei gleyma: „Hafberg, hver á að hugsa um okkur þegar við verðum gömul ef ekki unga kyn- slóðin?““ Hafberg segir Albert hafa verið mjög fylginn sér og heitið að koma því í gegn að hann yrði kominn með loforð fyrir landi áð- ur en vélin færi til Afríku 6. janúar 1977. Við það stóð Albert bréflega – fyrir jól. Haf- berg varð því um kyrrt. „Það var fróðlegt að kynnast Alberti og vinnubrögðum hans. Hann vildi öllum vel og hafði trú á fólki – óháð pólitík. Við vorum ekki flokksbræður,“ segir Hafberg. Enda þótt loforðið væri í letur bundið lá ekki fyrir hvar landið ætti að vera. Albert bjó þannig um hnúta að Hafberg myndi sjálfur finna út úr því í samráði við þróunar- stofnun Reykjavíkurborgar. „Mér var ynd- islega vel tekið þar og allt virtist opið, jafn- vel að ég fengi land á Arnarhóli.“ Hann hlær. Var bara mýrardrulla Til að byrja með hafði Hafberg augastað á melunum fyrir ofan Keldur en það gekk ekki, þar sem þeir voru of nálægt rannsókn- arstofu. Þetta tvennt þótti ekki fara saman. Hafberg var kominn með flugmannspróf á þessum tíma og nýtti sér það til að skoða landsvæði úr lofti. Flaug lágflug með leyfi flugumferðarstjórnar, upp Elliðaárdalinn, yf- ir Rauðhóla og víðar. Þannig kom hann auga á land Lambhaga og heillaðist af því. Þar hafði forðum staðið býli en það fór í eyði fyrir seinna stríð. „Þetta var bara mýr- ardrulla en ég sá strax möguleikana. Trausti Jónsson, skipulagsfræðingur hjá borginni, sem hjálpaði mér mikið, var svolítið efins en þegar hann sá að ég var viss í minni sök var gengið til samninga.“ Hafberg beið ekki boðanna. Bjó til veg, keypti sér íbúðarhús og setti niður. Og var snöggur að því, sex vikum eftir að fram- kvæmdir hófust var hann fluttur inn. Þetta var sumarið 1979 og sama ár var gróðrar- stöðin opnuð. Lambhagi byrjaði í útiræktun á ýmsum káltegundum; hvítkáli, blómkáli og nokkrum nýjum tegundum, þeirra á meðal kínakáli, sem ekki hafði verið ræktað hér á landi í annan tíma, og „skelfilega ljótu káli sem Fæddur með græna fingur ÞAÐ ÁTTI ALLTAF FYRIR HAFBERG ÞÓRISSYNI AÐ LIGGJA AÐ VERÐA GARÐYRKJUMAÐUR. MINNSTU MUNAÐI ÞÓ AÐ HANN ENDAÐI Í AFRÍKU EN EKKI LAMBHAGA VEGNA TÓMLÆTIS ÍSLENDINGA ÞEGAR HANN SNERI HEIM ÚR NÁMI. ALLT FÓR ÞÓ VEL Á ENDANUM, ÞÖKK SÉ ALBERTI GUÐMUNDSSYNI, OG LAMBHAGI GRÓÐRARSTÖÐ ER ENN Í ÖRUM VEXTI 36 ÁRUM SÍÐAR. STEFNT ER AÐ ÞVÍ AÐ FRAMLEIÐSLAN VERÐI TVÖFALT MEIRI Á NÆSTA ÁRI EN HÚN VAR Í FYRRA. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ársæll Þór Kristjánsson, starfsmaður Lambhaga, fer yfir sáningu. * Ég hef alltaf unnaðnáttúrunni og þeg-ar ég fór fjórtán ára gamall í sveit á Lauf- skálum í Borgarfirði réð- ust örlög mín. Eftir það vissi ég að ég ætlaði að verða garðyrkjumaður.  Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.