Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 50
* Þeir vildu fá mig tilað stjórna ræktunhjá sér á tuttugu sinnum hundrað hekturum. Ég er með 1,3 hektara hér heima. Áætlunin hljóðaði upp á þrjá og svo ein- hverja súpu af núllum. Ég hef aldrei séð aðra eins tölu á blaði. Ég kvaðst enginn maður í þetta en Kínverjar eru einkennilega ákveðið fólk og gáfu sig hvergi. Regiane Barros pakkar Lambhagasalati. enginn vildi sjá“, svo sem Hafberg kemst að orði – brokkolí. „Það var nýtt fyrir landann að fá salat svona ferskt og viðtökur voru ágætar. Átján hundruð hausar á viku, eða svo. Ég lét setja pípur í landið og var með tvær uppskerur yf- ir sumarið. Það þekktist ekki áður.“ Nóg af góðri vöru Starfsemin vatt hratt upp á sig. Árið 1981 reis fyrsta gróðurhúsið og tíu árum síðar fjárfesti Lambhagi í fyrsta færibandinu fyrir salat. Það þýddi að hægt var að framleiða tuttugu þúsund plöntur á mánuði sem Haf- berg viðurkennir að hafi verið býsna stremb- ið. „Markmið Lambhaga hefur alltaf verið að eiga nóg af góðri vöru. Hjá okkur er varan framleidd á allt annan hátt en aðrir gera á Íslandi. Við erum til að mynda eini aðilinn sem hefur útbúnað til að endurnýta vatn. Við mengum því hvorki ár né vötn með okkar starfsemi með losun áburðarvatns. Húsin eru það vel lokuð að engir fuglar fara inn og mjög snúið fyrir flugur að kom- ast inn líka. Það er helst að þær geti smygl- að sér inn með því að setjast á peysuna hjá manni.“ Hafberg er menntaður skrúðgarðyrkju- fræðingur og samhliða kálræktinni fór hann út í pottaplöntur um tíma. Þjónustaði stóra aðila eins og bankana, flugstöð Leifs Eiríks- sonar, Perluna og Kringluna. Síðasta verk- efnið af þeim toga var fyrir Smáralindina ár- ið 2001. Boðið að rækta í Kína Undanfarin áratug hefur Hafberg líka rækt- að býflugur af miklu kappi. Það er þó meira til gamans gert. „Það er bara tómstunda- gaman með tilheyrandi kostnaði, eins og að fara á skíði.“ Starfsemi Lambhaga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Garðyrkju- menn frá hinum löndunum á Norður- löndum stinga reglulega við stafni og nýlega komu Bandaríkjamenn frá Kaliforníu og skoðuðu gróðurhúsin hátt og lágt. „Það sem heillar menn mest er að okkur hefur tekist að rækta salatið án þess að úða eiturefnum yfir framleiðsl- una,“ segir Hafberg og bætir við að Bandaríkjamennirnir vilji setja upp garðyrkjustöð í sama dúr. Frægt var líka þegar kínverskir ráða- menn komu í opinbera heimsókn í Lamb- haga fyrir fáeinum árum. Eftir það hefur Hafberg farið í tvígang til Kína til að leggja heimamönnum ráð. „Þeir vildu fá mig til að stjórna ræktun hjá sér á tuttugu sinnum hundrað hekturum. Ég er með 1,3 hektara hér heima. Áætlunin hljóðaði upp á þrjá og svo einhverja súpu af núllum. Ég hef aldrei séð aðra eins tölu á blaði. Ég kvaðst enginn maður í þetta en Kínverjar eru einkennilega ákveðið fólk og gáfu sig hvergi. Spurðu hvað ég væri með mörg hús á Íslandi. Tutt- ugu, sagði ég, og taldi þá hvert einasta kofaræksni á landareigninni. Það var lítið mál, ég fengi tuttugu hús hjá þeim líka. Mér tókst á endanum að sannfæra þá um að þetta snerist ekki um húsakost, ég væri glaður með mitt heima á Íslandi. Þeir féll- ust á það.“ Hafberg ber Kínverjum vel söguna. Þeir séu gott og stálheiðarlegt fólk sem vilji vel. Þá séu þeir miklar hópsálir og taki iðulega ákvarðanir margir saman. Hafberg er enn í góðu sambandi við Kína og veitir garðyrkjumönnum þar annað veifið holl ráð. Hugur hans er þó allur við Lamb- haga og þá miklu stækkun sem hér á sér stað. Og metnaðurinn er alltaf sá sami: Að gera betur í dag en í gær. Lambhagi sumarið 2013. Mikil stækkun hefur orðið á húsakosti síðan á blettinum ofarlega til hægri, í framhaldi af gamla gróðurhúsinu. Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.