Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 34
Hempfræ Einstaklega bólgueyðandi og eru talin geta haft góð áhrif á liðamót. Hempfræ eru því afskaplega góð næring fyrir þá sem þjást af liðagigt. Hempfræ eru svolítið sérstök á bragðið en upplagt er að strá þeim út á AB-mjólina, gríska jógúrtið eða skyrið. Þau eru líka bara ágæt út í hafragrautinn og gefa góða fyllingu í smoothy eða boost. Þá þykja þau sérlega ljúffeng í heimatilbúið pestó. Endilega prófið það! Hempfræ eru líka góð uppskera af öllum átta amínósýrunum, sem eru tegund af próteini sem líkaminn nær ekki að framleiða sjálfur. Sesamfræ Aðeins um ¼ af bolla inniheldur fimm sinnum meira járn heldur en 1 bolli af fersku spínati. Sesamfræ þykja afar heilsusamleg og eru góð uppspretta af andoxunarefnum. Fræin fást í nokkrum litum, brún, hvít, rauð og svört og bragðbæta mat með nokkurskonar léttu hnetubragði. Þau eru góð á kjúklinginn og í núðlurnar. Einnig eru þau góð með fisknum og fín í mat sem hafa asískar sósur á borð við soja, teriyaki og tamari. Hörfræ Hörfræin eru afskaplega feit og góð í kroppinn og smyrja hann vel að innan með nauðsynlegri og góðri fitu. Um sex matskeiðar af hörfræjum innihalda rúmlega tvöfalt meira magn af omega 3 fitusýr- um en er í um 100 gr. af feitum laxi. Hentar vel fyrir þá sem þykir fiskur ekki góður, eða hafa ofnæmi – því þá skortir gjarnan A- vítamínið og fitusýrurnar góðu sem eru einmitt í feitum fiski. Það er gott að henda fræjunum í matvinnsluvél eða blandara og geyma síð- an í lokuðum umbúðum, t.d. loftþéttri glerkrukku. En það má líka borða þau heil. Næringarfræðingar segja að hörfræin vinni gegn sykursýki og hjálpi þeim sem sykursjúkir eru en fræin lækka kólest- erólmagn líkamans. Við fáum sem mest út úr fræjunum með því að setja þau út á hafragrautinn eða jógúrtið frekar en að setja þau á salat. En auðvitað henta þau líka vel þar. Graskersfræ Graskersfræin eru í stærri kantinum en þau innihalda mikið magn af sinki, steinefni sem styrkir ónæmisfrumur og hjálpar þeim að starfa eðlilega. Tvær matskeiðar af graskersfræjum fullnægja um 20% af dagskammti af sinki en aðeins lúka af annarri fæðu sem inniheldur sink, á borð við nautakjöt eða svínakjöt, býður upp á sama magn. Prófið að rista gott brauð og stappa avókadó ofan á, um það bil tvær teskeiðar af graskersfræjum og örlítið af salti. Sannarlega ljúf- fengt! Athugið, reynið að komast hjá því að rista fræin því það dregur úr næringargildi þeirra. Sólblómafræ Einn skammtur af sólblómafræjum uppfyllir næstum ráðlagðan dag- skammt af E-vítamíni, sem er gott fyrir húðina og helduru kólester- óli í líkamanum í skefjum. E-vítamín er einnig talið hafa góð áhrif á minnið. Sólblómafræin er hægt að matreiða á ýmsan hátt og nota í fjölbreyttan mat. Gott er að blanda saman í skál um ½ bolla af sólblómafræjum, dass af salti, kúmen, chilli dufti og kanil. Fræin eru síðan ristuð á pönnu í kryddmarineringunni á meðalhita í um 4-5 mínútur. Skellið síðan fræjunum út á taco eða hvers kyns mexí- kanskan mat eða bara út á salatið. LITLU HLUTIRNIR Í LÍFINU Til eru fræ... ÞAÐ ÞYKIR AFSKAPLEGA HEILSUSAMLEGT OG JAFNFRAMT SMART AÐ BORÐA FRÆ. LEYND- ARMÁLIÐ VIÐ ÞESSAR LITLU EININGAR ER NEFNI- LEGA ÞAÐ AÐ ÞAU INNIHALDA FLEST ÞAU NÆR- INGAREFNI SEM TALIN ERU GERA LÍKAMANUM GOTT. HOLL FITA, PRÓTEIN OG TREFJAR ER HIN EFTIRSÓTTA HEILAGA ÞRENNING. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Chia fræ Pínulítil en stútfull af trefjum og kalki. Fyrir þá sem drekka ekki mjólk innihalda tvær matskeiðar af chia fræjum sama magn af kalki og hálfur bolli af mjólk. Ein matskeið inniheldur einnig meira magn af trefjum en ein heilhveitibrauðsneið. Það er ekki svo langt síðan að chia fræ urðu vinsæl hér á landi. Poki af chia fræjum er svolítið dýr, eða í kringum 1.000-1.500 kr. en hann endist lengi. Auk þess eru fræin alveg þess virði. Við þurfum jú að fjárfesta í heilsu okkar, ekki satt? Það er þó ekki gott að borða of mikið af fræjunum smáu því rannsóknir hafa sýnt fram á að mikil neysla geti lækkað blóð- þrýstinginn. Allt er gott í hófi. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 Matur og drykkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.