Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 36
Forðum var aðalfermingargjöfin græjur, magnari, plötu-spilari og hátalarar og jafnvel tvöfalt kassettutæki. Þáspáðu menn líka mikið í hljómgæði, en þegar sam- byggðu tækin komu á markað, sem voru alla jafna mun ódýrari og hentugri, dvínaði áhugi á slíku, enda var ekki bara verið að spara í snúrum, heldur náðist líka sparnaður með því að nota ódýrara innvols í tæki og ekki síst í að vera með ódýrari hátalara, stundum svo ódýra að þeir kostuðu nánast ekki neitt þegar dæmið var reikn- að. Vínyll var málið á þeim tíma og miklu skipti að vera með góðan plötuspilara og með gott pickup. Síðan tók geisladiskurinn við og plötuspilarar hurfu af heimilum og plötusafnið smám saman líka. Blómaskeið geisladisksins náði hámarki 2004, en skarpt dró úr sölunni – á áratug hefur sal- an minnkað um meira en helming og greinilegt að diskurinn er feigur – það er svo miklu einfaldara að sækja tónlist á netið eða þá að streyma henni sem er að verða ríkjandi leið til að hlusta á tónlist. Kunnugleg saga ekki satt – þetta hafa væntanlega allri séð sem spáð hafa í tónlist og tónlistarflutning á annað borð, en það sem færri hafa hugsanlega gert sér grein fyrir er að vofa gengur nú ljósum logum um heiminn – vofa vínylsins. Sumir gefa þá skýringu að tónlist hljómi betur af vínyl en geisladiski, hvað þá ef henni er streymt, en alla jafna er ekki hægt að greina á milli tónlistar sem spiluð er af órisp- aðri vínylplötu og af geisladiski, hvað sem hver segir. Í takt við það að tónlist verður óefnisleg verður eftirsóknarverðara að eiga tónlist á vínyl, sem er meiri gripur og eigulegri en geisladiskur, hvað þá sem Spotify-straumur eða kippa af mp3- eða flac-skrám. Samstarfsmaður minn nefndi það á dögunum að dóttir hans hefði fengið nokkuð af vínylplötum í afmælisgjöf, sem sýnir kannski að yngri kynslóð hefur hrifist af vínylnum, en til að spila plötur þá þarf líka plötuspilara, nema hvað, og þar er komin fermingargjöf sem vit er í. Ekki er svo langt síðan að erfitt var að fá spilara, nema þá hand- gerðar græj- ur úr úrvalsvið og eðalmálmum sem kostuðu á við jap- anskan smábíl. Á síðustu árum hefur ódýrum plötuspilurum, sem sumir eru býsna góðir, hins- vegar fjölgað umtalsvert og hægt að fá slíka í Elko, Sjón- varpsmarkaðnum og MAX-raftækjum, svo dæmi séu tekin. Það er líka hægt að fá dýrari plötuspilara víða, en ódýrir spilara eru vanalega á 15-20 þúsund, en dýrari 30-60 þúsund og þaðan af dýrari, stundum miklu dýrari. Eitt þarf að hafa í huga þegar keyptur er spilari og það er að úttakið á spilurum er alla jafna svonefnt Phono-merki sem varpa þarf í Line Level (sumir kalla það Aux) merki til að hægt sá að nota það. Til þess þarf formagnara, en á ár- um áður voru þeir almennt innbyggðir í magnara (þá er sér- stakt Phono-tengi (RCA-tengi) aftan á magnaranum). Eftir því sem plötuspilarar hurfu af heimilum sáu magn- araframleiðendur sér leik á borði og slepptu Phono- inntakinu og því þarf annað tveggja: Að kaupa sérstakan formagnara, eða spilara með innbyggðan formagnara sem þeir eru allmargir með. Ekki klikka á þessu og gætið líka að því að það sé almennilegur útgangur á spilaranum (RCA- tengi). Sem dæmi um hvort tveggja, ódýra en þó prýðilegan spilara og annan dýrari nefni ég spil- ara sem ég rakst á í Hljómsýn í Ármúlanum; annars vegar Voxoa T30, sem kostar 20.000 kr., og Pro-Ject Elemental, sem kostar nokkuð meira, 44.495 kr. með formagnara og 37.995 kr. án hans. Hægt er að fá báða spilarana með innbyggða formagnara og báða með USB-tengi, en nokkuð skilur á milli í gæðum eins og verðmunurinn gefur til kynna. Voxoa T30 er kínversk framleiðsla, alsjálfvirkur spilari með tveimur hraðastillingum, 45 og 33 ¹/³. Á baki spilarans er hnappur til að skipta á milli Phono- eða Line-úttaks (kveikja á formagnaranum). Hann er 350 x 348 x 95,4 mm að stærð með loki. Hljóðdósin í honum (pickup) er frá Au- dio-Technica (AT3600LAX) og þokkaleg sem slík. Til er dýr- ari Voxoa-spilari, T50, sem kostar 38.800. Pro-Ject Elemental er austurrískur og öllu meiri spilari og einnig skemmtilegri útlits, þó að það sé í sjálfu sér kost- ur að vera með loka á spilaranum (hægt verður að kaupa lok á hann sérstaklega). Hann er líka beltisspilari og mjög hljóðlátur. Flökt í honum er mun minna en í Voxoa- spilaranum, enda er náttúrusteinn í botninum til að fyr- irbyggja titring. Tengi eru gullhúðuð, ef þér finnst það skipta máli, og innbyggði magnarinn er heldur betri, hljóm- ur hreinni. Ekki er hægt að skipta á milli Line- eða Phono- útgangs á þeirri týpu sem er með innbyggðan magnara. Hljóðdósin í honum er Ortofon OM 5E, sem er býsna góð. VOFA VÍNYLSINS SALA Á PLÖTUM HEFUR DREGIST MIKIÐ SAM- AN Á SÍÐUSTU ÁRUM OG NÁNAST HORFIÐ Á SUMUM SVIÐUM – ÞAÐ ER EF VIÐKOMANDI PLATA VAR GEISLADISKUR EÐA STAFRÆN. SALA Á TÓNLIST Í GEGNUM STREYMI, TIL AÐ MYNDA SPOTIFY EÐA TÓNLIST.IS, HEFUR AFT- UR AUKIST JAFNT OG ÞÉTT OG REYNDAR LÍKA SALA Á TÓNLIST Á VÍNYL – VÍNYLPLATAN SELST Æ BETUR UM ALLAN HEIM, EN ÞÁ VANT- AR GRÆJUR TIL AÐ SPILA – PLÖTUSPILARA. * Allmargir ódýrir plötuspilarar erulíka með USB-tengi, sem er þá ætlað til að afrita plötur inn á tölvu, en eng- an þekki ég sem hefur not af slíku, þó þeir séu kannski til sem eiga svo mik- ilvægar vínylplötur að þeir vilja gera af þeim léleg stafræn afrit með tilheyrandi umstangi og eftirvinnslu (klippa niður í lög og tilheyrandi). * Þó að vínyllinn njóti vanxandi vin-sælda er enn langt í land að vínylplötur seljist eins vel og þær gerðu forðum daga, það selst engin vínylplata í millj- ónavís á heimsvísu, en safnast þegar saman kemur; á síðustu sjö árum hefur sala á vínylplötum sjöfaldast vestan hafs svo dæmi sé tekið og hér á landi selja menn alla jafna vel af vínyl. * Formagnarar fyrir plötuspilara getaverið á stærð við sígarettupakka eða þar um bil og kostað 5-7.000 kr. og upp í það að vera á stærð við plötu- spilarann sjálfan og jafnvel stærrri og verðið þá jafnvel komið upp í hundruð þúsunda króna. Alla jafna á það við að betri hljómur fæst fyrir meiri peninga, en það er alls ekki einhlítt. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Hljómur skipti öllu í eina tíð og miklu fé og miklum tíma eyddu menn í að nálgast fullkomnunina. Með tímanum hætti hann að skipta svo miklu hjá þorra hlustenda sem fórnuðu glaðir hljóm- gæðum fyrir þægindi; það skipti meira máli að gera verið að ferð- inni með músíkina en að hún hljómaði frábærlega. Fyrir vikið þarf hljómur ekki lengur að vera fullkominn og ekki einu sinni næstum fullkominn – hann þarf bara að vera nógu góður. Að því sögðu þá finna þeir sem eru með ódýrar græjur mjög fljótt fyrir því þegar tækin verða betri (og dýrari), ekki síst ef þeir fá sér betri hátalara og betri magnara. Í hljómi eins og í öðru sem verður að áráttu komum við fljótlega að þeim stað þegar rétt er að láta staðar numið, hætta að kaupa sverari og sverari hátalarasn- úrur, rafmagnssíur og milljónagrindur undir græjurnar. Hvað samanburðinn á vínyl og geisladisk varðar þá er það vissu- lega rétt að framan af geisladiskavæðingunni varð hálfgert sleifarlag á yfirfærslu yfir á stafrænt snið, aukinheldur sem ekki var alltaf afrit- að af frumeintökum sem kom eðlilega óorði á geisladiskana hvað hljóminn varðaði. Sú tíð er löngu liðin og alla jafna má treysta því að geisladiskar eru unnir af fagmennsku og þá líka treysta því að hljómurinn á þeim sé jafn góður eða, iðulega, betri en á vínylnum. Og líka – ekki falla fyrir goðsögninni um 24 bita 192 kHz gagnasnið fyrir tónlist. Víst færðu miklu meiri upplýsingar, sex sinnum meiri, en af venjulegum geisladiski, en það þýðir ekki að tónlistin hljómi sex sinnum betur. Málið er nefnilega að stór hluti tónsviðsins er utan heyrnarsviðs mannseyrans og þegar við bætist að eftir því sem menn eldast, og eiga meiri peninga til að kaupa dýrar græjur, þá daprast heyrnin, tíðnisvið hverfa og nið- urstaðan er: Ekki fá þér Pono, nema kannski ef þú ert um eða innan við tvítugt – eftir það er það sennilega um seinan. FULLKOMINN HLJÓMUR Frábært eða nógu gott Pono-spilari Neil Young – meiri upplýsingar en dæmi eru um áður, en ekki meiri hljómgæði. Græjur og tækni Rafknúin sjálfrennireið *Fyrir stuttu lét Elon Musk, eigandi Tesla bíla-verksmiðjunnar þau orð falla að banna ættibíla sem eru með menn við stýrið. Meðþessu vildi hann náttúrlega draga athygli aðþvi að á næstu vikum verður stýrkerfi Telsa-rafbílanna þannig uppfært að eftir það verðaþeir sjálfrennireiðar að nokkru leyti – geta lagt í stæði mannlausir og líka komið sér úr stæðinu og til ökumannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.