Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 13
Úlfar Önundarson á Flateyri,
smáskipasmiður í frístundum, stefn-
ir að því að opna bátasafn í bíl-
geymslunni heima hjá sér á Drafn-
argötu 2 fyrir páskana og hafa opið
yfir hátíðarnar.
„Ég verð með 12-13 skipalíkön í
salnum, m.a. Titanic og Bismarck,
sem ég er reyndar enn að smíða,“
segir Úlfar. Hann segir að sveitungi
hans, Jón Svanberg Hjartarson,
sem setti upp Dellusafnið á Flateyri
á sínum tíma, hafi komið með hug-
myndina að safninu og þá hafi
stofnun markaðsstofunnar Perlur
fjarðarins, hvatt hann til dáða.
Áhuginn kviknaði snemma
Úlfar segist hafa byrjað á smíði
Bismarck um áramótin 2011 og
2012 og hann hafi verið að síðan
með mislöngum hléum en vinnu-
stundirnar skipti þúsundum.
„Stærðarhlutföllin eru einn á móti
hundrað sem gerir líkanið 2,5 metra
að lengd. Þar er 891 hlutur sem
þarf að smíða og koma fyrir ofan á
dekkinu með byssum og öllu sam-
an,“ segir Úlfar sem smíðar skipið
eftir teikningu en mest styðst hann
við módel sem börnin hans gáfu
honum í stærðinni 1:350.
Áhugi Úlfars á smíði skipalíkana
hófst þegar hann var ungur að ár-
um.
„Eins og margir vita var hér
handavinnukennari sem hét Ey-
steinn Gíslason. Hann lét okkur
nemendurna smíða allt milli himins
og jarðar en var frekar bátasinn-
aður. Ég var 10-11 ára þegar ég
lærði hjá Eysteini svo þetta hefur
alltaf blundað í mér. Ég byrjaði þó
ekki að alvöru fyrr en ég fékk að-
stöðu til verksins fyrir tíu árum.“
Hood kannski næst
Þegar smíði Bismarck verður lokið
ætlar Úlfar að halda áfram. „Ein
hugmynd sem hefur komið fram er
að smíða Hood í sömu stærðar-
hlutföllum og hafa það við hliðina á
Bismark en Hood er eitt frægasta
herskip Breta sem Bismarck
sökkti,“ segir Úlfar en ætlar sér þó
að klára Bismarck áður en hann fer
út í einhverja aðra vitleysu að eigin
sögn.
Aðgangseyrir inn á sýningu Úlf-
ars verður 1.000 krónur.
FLATEYRI
Úlfar Önundarson smáskipasamiður á Flateyri við einn bátinn sem hann sýnir.
„Hefur alltaf
blundað í mér“
ÚLFAR ÖNUNDARSON HEFUR VARIÐ DRJÚGUM TÍMA
OG PENINGUM Í AÐ SMÍÐA SKIPSLÍKÖN. ALMENNINGI
GEFST SENN KOSTUR Á AÐ BERA DÝRÐINA AUGUM.
Sigurjón J. Sigurðsson bb@bb.is
Ljósmynd/Páll Önundarson
Eitt þekktasta skipið sem Úlfar
hefur smíðað til þessa er skemmti-
ferðaskipið Titanic sem var gert í
hlutföllunum einn á móti 100.
Úlfar segir að einungis efnis-
kostnaður við smíði Titanic hafi
verið um 300 þúsund krónur og
efniskostnaður vegna Bismarck
geti numið 400 þúsundum króna.
Hann segir að nokkrir ein-
staklingar hafi lagt honum lið við
efniskostnaðinn.
Dýrt er
drottins orðið
Úlfar við líkan sitt af Titanic.
„Hingað kemur fólk af öllum stærð-
um og gerðum, ungir sem aldnir.
Það er að verða svo mikil vitund-
arvakning í sambandi við matvæli;
fólk vill fá að vita hvaðan þau koma
og í raun hefur orðið sprenging í
eftirspurn á mat beint frá býli og
líka á lífrænum matvælum,“ segir
Dagmar Una Ólafsdóttir, einn
þriggja eigenda verslunarinnar.
Í Fjallkonunni kvað við nýjan
tón. Slík verslun var ekki fyrir
hendi á svæðinu en þörfin var
greinileg: viðbrögðin betri en þær
þorðu að vona og mikið að gera frá
fyrsta degi.
„Viðtökurnar voru strax afar góð-
ar og augljóst að fólk kunni að meta
þægilegt andrúmsloft og persónu-
lega þjónustu. Hægt er að smakka
flesta matvöru í versluninni áður en
hún er keypt, viðskiptavinir tína
vörurnar í gamlar eggjakörfur og
fara síðan út með matvöruna í
brúnum bréfpoka og vonandi þá
þægilegu tilfinningu að vera í ein-
hvers konar sátt við náttúruna,
menn og dýr. Í versluninni er líka
uppruni allrar matvöru rekjanlegur.
Við leggjum áherslu lögð á hágæða-
vörur og þjónustu í anda slow food-
lífsstílsins; sanngirni og hollustu,“
segir Dagmar.
Megináhersla er lögð á matvöru
beint frá býli; bæði frá heima-
vinnslu í héraðinu og víðar af land-
inu. Nefna má salöt og grænmeti,
hrossabjúgu, brodd, tvíreykt sauða-
kjöt, lambahakk og -gúllas, nauta-
steikur, -hakk og -borgara, krydd-
pylsur úr Þykkvabænum, reyktar
gæsabringur, anda- og landnáms-
hænuegg, hveiti og bygg, repjuolíu,
berjasaft, hunang, síróp og jurtate.
Elín Una Jónsdóttir og Sigrún
Óskarsdóttur stofnuðu fyrirtækið og
komu versluninni á fót sumarið
2013. „Elín Una gekk með barn, var
kyrrsett á meðgöngu og þá fór
hausinn á henni á fullt! Hugmyndin
varð til, hún hafði samband við Sig-
rúnu mágkonu sína og þær fóru af
stað,“ segir Dagmar Una sem kom
inn í fyrirtækið skömmu fyrir síð-
ustu jól. „Ég rek jógastöð hér á
Selfossi, hef alltaf haft áhuga á
hollu mataræði og heilsu yfir höfuð,
verslaði mikið í búðinni og við urð-
um ágætis vinkonur. Það endaði
með því að ég kom til liðs við þær.“
Á sumrin er grænmetismarkaður
í Fjallkonunni þar sem öll nýja upp-
skeran kemur beint í verslunina frá
bændum á hverjum degi. Í verslun-
inni má líka finna allskyns erlenda
sælkeravöru, t.d. ólífur og lífrænt
franskt súkkulaði, lífrænt kaffi og
ítalskt pasta, úrval af lífrænum ol-
íum og ediki, salti og ýmsu öðru. Þá
er að boðið upp á lífræna ávexti
sem allir eru seldir í lausu.
Í ostaborði Fjallkonunnar er úr-
val erlendis frá og þær framleiða
sjálfar ýmsar vörur.
Á opnunarárinu fékk Fjallkonan
frumkvöðlaviðurkenningu Sveitarfé-
lagsins Árborgar.
SELFOSS
Fjallkonur og sælkerar
SÆLKERAHÚSIÐ FJALL-
KONAN VAR OPNAÐ Á
SELFOSSI SUMARIÐ 2013.
ÞAR KVAÐ VIÐ NÝJAN TÓN
FYRIR AUSTAN FJALL.
Elín Una Jónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir og Dagmar Una Ólafsdóttir.
22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Eldsneyti á flugvélar er dýrara úti á landi en á
borgarhorninu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að
ríkið setji reglur um flutningsjöfnun, staðan nú hamli
verulega samkeppni, t.d. varðandi millilandaflug.
Vilja sama verð á bensíni
Nemendum í Vallaskóla á Selfossi mun fjölga um þrjár
bekkjardeildir á næstu þremur árum, eina á ári, skv. áætl-
unum. Nú eru 524 nemdnur í skólanum en verða 541 vet-
urinn 2018-2019. Vefurinn sunnlenska.is segir frá.
Fjölgar í Vallaskóla
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 25 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17