Morgunblaðið - 08.04.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.04.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný buxnasending frá Gardeur Verðlistinn 50 ára Þökkum viðskiptin í gegnum árin Af þessu tilefni er 20% afsláttur af öllum vörum þessa viku v/Laugalæk • sími 553 3755 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið sýnishornin á laxdal.is Perfect fit Roxy Ný sending Vertu vinur á Rauði krossinn á Íslandi hefur sent tvo sendifulltrúa til Jemen til að sinna stríðssærðum. Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræð- ingur er nú stödd í Djibútí þar sem teymi hennar bíður eftir að komast inn í Jemen þar sem hún mun starfa á sjúkrahúsi í borginni Aden. Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir bíður þess nú að komast til Djibútí og mun einnig starfa á sjúkrahúsinu í Aden. Þar munu þau gera skurð- aðgerðir á þeim sem særst hafa í stríðinu sem þar geisar. Eru þau bæði vanir sendifulltrúar Rauða krossins en áður störfuðu þau meðal annars á Haítí við að sinna slösuðum eftir jarðskjálftana sem skóku landið árið 2010. Í kjölfar loftárásanna sem gerðar voru á Jemen 25. mars síðastliðinn hafa yfir 300 manns látist og þar af um 200 óbreyttir borgarar. Þúsundir hafa særst og eru margar borgir án vatns og rafmagns. Alþjóða Rauði krossinn sendi frá sér yfirlýsingu 4. apríl síðastliðinn þar sem krafist er 24 stunda hlés á bardögum til að koma hjálpar- gögnum inn í landið. Íslendingar til aðstoðar í Jemen Elín Jakobína Oddsdóttir Jón Magnús Kristjánsson  Rauði krossinn sendi lækni og hjúkrunarfræðing Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, færði í gær starfsfólki fjármálaráðuneytisins orkustykki og bréf þar sem hún seg- ist bíða spennt eftir kostnaðarmati á tveimur húsnæðisfrumvörpum sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á þessu vorþingi. Þetta kom fram á fésbókarsíðu Eyglóar í gær. Í bréfinu til fjármálaráðuneytisins segir einnig að vonandi muni „þessir orkubitar hjálpa ykkur við að meta áhrifin á ríkissjóð og þjóðarbúskap- inn að hjálpa þeim allra fátækustu að fá öruggt húsaskjól“. Ríkisstjórninni tókst ekki að af- greiða frumvörpin tvö fyrir páskafrí, en þau eru enn í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu. Eygló hyggst hins vegar leggja frumvörpin fram eftir páska og þá með afbrigðum, enda rann frest- urinn til að leggja fram ný þingmál, sem eiga að kom- ast á dagskrá fyr- ir sumarhlé, út hinn 31. mars síð- astliðinn. Snúa frumvörpin að stofnkostnaði vegna félagslegs leiguhúsnæðis og húsa- leigu- og vaxtabótum. Hefur Eygló sagt að húsnæðis- frumvörpin séu mikilvægt skref í rétta átt til að greiða úr þeim vanda sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði. „Vonandi munu þessir orkubitar hjálpa ykkur“ Eygló Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.