Morgunblaðið - 08.04.2015, Side 11

Morgunblaðið - 08.04.2015, Side 11
Gult púður Sumir segja að gulur sé hamingjulitur og þessi stúlka tók gulu púðri fagnandi í Litahlaupinu. undir 8 ára aldri fá frítt í fylgd með fullorðnum. Á The Color Run hittist fólk og kynnist og fregnir herma að það hafi leitt af sér tíu trúlofanir og eitt brúðkaup. Þetta er því sann- kölluð kærleikssamkoma.“ Skaðlaust maísenamjöl Davíð segir að það hafi verið heilmikið ferli að fá litina sem úða eigi yfir hlauparana til Íslands frá Indlandi, en þeir eru ekki málning heldur náttúrulegt litapúður sem gert er úr kornsterkju, sem við þekkjum betur sem maísenamjöl. „Þetta er skaðlaust en vissulega ættu þeir sem eru mjög viðkvæmir í öndunarfærum kannski síður að taka þátt í hlaupinu. Fólk þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af því að lit- irnir skemmi fötin en við mælum samt með að fólk mæti í sínum hversdags hlaupafötum en ekki rán- dýrri merkjavöru, bara til að vera al- veg viss. Auk þess fylgir þvottaefni í þátttökupakkanum. Ég hef sjálfur tekið þrisvar þátt í The Color Run og skórnir mínir og fötin hafa öll komið sem ný úr þvotti eftir hlaupið,“ segir Davíð og bætir við að stemningin hafi verið einstaklega skemmtileg í þessi skipti sem hann tók þátt. Viltu úða yfir hlauparana? Davíð segir að hluti þátttöku- gjalda hlaupsins renni til góðgerð- arsamtaka á Íslandi. „Við stefnum að því að gefa fimm milljónir til samtaka sem tengjast réttindum barna og munum tilkynna síðar hvaða samtök það eru.“ Á nýrri vefsíðu íslenska Lita- hlaupsins, www.thecolorrun.is, má nálgast allar upplýsingar, þar er hægt að skrá sig í hlaupið (þar er linkur inn á midi.is) og þar geta einn- ig þeir sent póst sem áhuga hafa á að taka að sér að úða litapúðri yfir hlaupara, eða með öðrum orðum: langar að vera litabomba. Þeir hinir sömu geta sent póst á netfagið: island@thecolorrun.com Einnig getur fólk freistað þess að vinna sér þátttökumiða í hlaupið með því að læka Facebook síðu The Color Run. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 The Color Run var fyrst haldið árið 2012 í Phoenix í Arizona og var það Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gam- ans. Á síðustu þremur árum hefur hlaupið farið sigurför um heiminn því um er að ræða einstakan fjölskylduviðburð sem haldinn hefur verið í meira en 40 löndum og tvær milljónir manna hafa tekið þátt. Árið 2014 voru hlaupin meira en 300 hlaup í meira en 50 löndum og er The Color Run orðið tröllvaxinn alheims viðburður. Þrátt fyrir að hlaupið gangi út á skemmtun og upplifun þá stuðlar það líka að bættum lífsstíl. 60% þátttakenda í The Color Run eru að hlaupa 5 km í fyrsta sinn og taka flestir þessara aðila þátt í fleiri hlaupum og öðr- um skemmtilegum keppnisviðburðum í kjölfarið. „Það er okkur mikið gleðiefni að viðburður okkar leiði fólk til heilbrigðari og virkari lífsstíls,“ er haft eftir Snyder, upphafsmanni The Color Run. (Texti af nýjum vef íslenska litahlaupsins: www.thecolorrun.is) Tröllvaxinn alheimsviðburður THE COLOR RUN Stokkhólmsmeyjar Þessar skvísur hlupu í The Color Run í Svíþjóð. Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Klausturbleikja Heitur matur í hádeginu Stór pillaður humar Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Glænýr rauðmagi Nýlöguð humarsúpa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.