Morgunblaðið - 15.04.2015, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
Árið í ár er stórt
fyrir frú Vigdísi Finn-
bogadóttur. Fyrir
nokkrum vikum var
fyrsta skóflustungan
tekin að Vigdísar-
stofnun, alþjóðlegri
miðstöð tungumála og
menningar, og í júní
nk. verða 35 ár liðin
frá forsetakjöri henn-
ar. Svo á frú Vigdís
líka afmæli í dag en í tilefni þess
viljum við í Íslensk-japanska
félaginu færa henni afmælisgjöf.
Í gegnum tíðina hefur Vigdís átt í
góðu sambandi við Japani en landið
hefur hún heimsótt margoft og
komið á tengslum íslenskra og jap-
anskra vísindamanna, listamanna
og fólki sem vinnur við góðgerða-
mál. Vigdísi er að þakka að styrkt-
arsjóðurinn Scandinavia-Japan
Sasakawa Foundation bætti Ís-
landsdeild við stofnunina með það
að markmiði að styrkja Íslendinga í
verkefnum tengdum Japan. Margir
hafa notið góðs af sjóðnum á sviði
menningar og vísinda og þar á með-
al félagar Íslensk-
japanska félagsins.
Árið 1987 fór Vigdís
á fund Hirohito Jap-
anskeisara, en hún var
síðasti þjóðhöfðinginn
sem átti fund með
keisaranum áður en
hann lést tveimur ár-
um síðar. Vigdís lagði
sig jafnframt fram við
að kynnast almennum
borgurum í Japan á
ferðalögum sínum þar
og voru Bessastaðir
alltaf opnir, þegar ýmsir hópar frá
Japan komu til Íslands í ólíkum er-
indagjörðum. Eitt sinn tók hún á
móti hópi japanskra húsmæðra sem
voru að kynna sér íslensk heimili og
endurnýtingu sorps hér á landi.
Í gegnum tíðina hefur Vigdís lagt
áherslu á hversu mikilvæg tungu-
mál séu Íslendingum. Til þess að
vera virkir í alþjóðasamfélaginu er
nauðsynlegt fyrir okkur að læra
erlend tungumál. Eldmóður frú
Vigdísar Finnbogadóttur og hennar
samstarfsfélaga er ástæðan fyrir
því að Stofnun Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum var
sett á stofn. Vafalaust á hún eftir að
styrkja menntun og rannsóknir á
tungumálum og tungumálakennslu.
Í tilefni dagsins vill Íslensk-
japanska félagið styrkja Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur með
hundrað þúsunda króna styrk.
Þetta er lítill þakklætisvottur frá fé-
laginu með óskum um bætt skilyrði
fyrir rannsóknir og kennslu í jap-
önsku og japönskum fræðum í
framtíðinni. Styrkurinn gæti von-
andi hvatt fleiri til að styrkja stofn-
unina svo að þessi glæsilega ný-
bygging við Háskóla Íslands nýtist
sem fyrst.
Til hamingju með afmælið, Vigdís
Finnbogadóttir!
Íslensk-japanska félagið
styrkir stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur
Eftir Stefán Atla
Thoroddsen » Íslensk-japanska
félagið rifjar upp
atvik þar sem Vigdís
hefur komið að tengsla-
myndun á milli Íslands
og Japans. Félagið
gefur henni einnig gjöf.
Stefán Atli Thoroddsen
Höfundur er formaður Íslensk-
japanska félagsins.
Vegna umræðu og vandræðagangs
ráðherra með náttúrupassa þá
langar mig að segja frá því hvern-
ig Ítalir rukka fyrir „náttúru-
passa“. Við hjónin vorum í Róm
fyrir skömmu og þegar við fórum
af hótelinu vorum við rukkuð um
sex evrur pr. mann pr. nótt. Okk-
ur var sagt að þetta væri nýr
skattur sem lagður hefði verið á
um áramótin 2013-2014. Þessi
skattur var innheimtur á hótelinu
og lagður á alla gesti sem koma til
landsins. Mér var sagt þetta væri
gert á öllum hótelum, a.m.k. í
Róm. Okkur hafði verið sagt að
þetta væri gert, en við bjuggumst
ekki við að þetta væri svona há
upphæð, eða 36 evrur á okkur
hjónin fyrir þrjár nætur.
Ég sat þarna þónokkra stund í
lobbíinu áður en við fórum og sá
ekki annað en allir borguðu þetta
án þess að þrasa.
Ég held að svona fyrirkomulag
sé auðveldara í framkvæmd og
mun réttlátara, þ.e. að láta gesti
borga pr. gistinótt, heldur en að
setja þetta gjald á alla Íslendinga,
fólkið sem býr í landinu. Við ætt-
um ekki að þurfa að borga sér-
staklega fyrir að skoða okkar eigið
land.
Anna Einarsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Réttlátari
náttúrupassi
Passi Sanngjarnt er að ferðamenn borgi fyrir að fá að fara um náttúruna.
Morgunblaðið/RAX
Vísindi eru enginn
heilagur sannleikur,
ekki heldur er trúin
sannleikur!
Annað slagið rekst
ég á það viðhorf, eða
trú að þegar vísinda-
legur rökstuðningur
er ekki til staðar þá
geti málið ekki verið
satt.
Ég hlæ innra með
mér þegar ég heyri þetta viðhorf,
vegna þess að það er eiginlega bara
fyndið. Bara ef þú getur ekki mælt
eitthvað, þá er það ekki til, eða það
sem er enn betra, ef eitthvað hefur
ekki verið rannsakað, þá getur það
alls ekki verið til?
Einu sinni var talið að jörðin væri
flöt, samkvæmt niðurstöðum vís-
indanna í þá daga. En þó svo að vís-
indin héldu þessu fram, þá var jörðin
alls ekki flöt! Sama hve margir trúðu
því þá var jörðin alls ekki flöt!
Það kemur fyrir að fólk sem hefur
ofurtrú á vísindum telji að það sé
boðberar sannleikans og að aðrir
eigi að vera sammála því. Kannski er
eitt skelfilegasta dæmið um slík,
þegar Adolf Hitler tókst að fá alltof
marga til að trúa því að „vísinda-
legar“ skoðanir hans væru sannleik-
urinn. Sex milljón mannslífum síðar
var heil heimsálfa í sárum.
En af hverju er ég að tala um
þetta? Ég er jarðeðlisfræðingur og
annar tveggja stjórnenda Heilsu-
meistaraskólans. Ég vann við vís-
indarannsóknir í fjögur ár og veit að
það er ákveðin blekking að segja að
vísindi sýni okkur sannleikann.
Margt sem við tökum sem vísinda-
legum sannleika er oft aðeins vís-
indalegar túlkanir byggðar á fyr-
irframgefnum ályktunum. Þannig
eru margar rannsóknir unnar.
Rannsakandinn fer af stað með til-
gátu, býr til tilraun til að sanna til-
gátuna og túlkar svo niðurstöð-
urnar. Hvorki tilgátan né túlkunin
jafngildir staðreyndum.
Í heiminum má sjá tvær mismun-
andi leiðir eða hugmyndafræði til að
skilja veröldina. Ein er vélræn hug-
myndafræði sem hefur verið áber-
andi síðan á dögum Newtons: Allt er
eins og vél og ef þú gerir við hvern
hluta vélarinnar gerir þú við heildina
og bíll er ágætt dæmi um þetta.
Samhliða þessu lifir önnur hug-
myndafræði, enn eldri og vaxandi.
Það er hin heildræna hugmynda-
fræði, að í öllu efni séu
gagnvirk innbyrðis
áhrif eins og í
skammtaeðlisfræði.
Fólk er að átta sig á
þessu og aðhyllist nú í
æ meira mæli þessa ný-
stárlegu en gömlu hug-
myndafræði.
Vissir þú að það sem
þú velur að rannsaka,
tækin sem þú notar til
að rannsaka, rannsókn-
araðferðirnar sem þú
notar og hvernig þú túlkar niður-
stöður rannsókna þinna byggist allt
á því hvaða vísindalegu hugmynda-
fræði þú aðhyllist?
Og þar með er komin góð ástæða
þess að við getum ekki treyst vís-
indum til að segja okkur sannleik-
ann.
Önnur ástæða fyrir því að ég á
erfitt með að treysta fólki sem veifar
fána vísindanna sem sannleikanum
er að það velur að trúa á og vitna í
vísindi sem passa inn í hugmynda-
fræði þess, alveg sama þó að aðrar
rannsóknir sýni fram á annað.
En mig langar að játa að einu
sinni þjáðist ég af því sem ég kalla
vísindahroka. Ég hélt að fólk sem
tryði á stjörnuspeki léti blekkja sig.
En ég ákvað að sannreyna hana
sjálf, til að athuga hvort það væri
einhver sannleikur í stjörnuspeki.
Ég stúderaði fræðin og gerði síðan
um 50 stjörnukort fyrir aðra og
ræddi niðurstöðurnar við fólkið. Ég
komst að því að það er nægilega
mikill sannleikur í stjörnuspeki til að
hún geti verið hjálpartæki. Það þýð-
ir þó ekki að ég trúi því að stjörnu-
speki sé hinn eini sannleikur, heldur
gagnlegar upplýsingar sem fólk get-
ur notað til að bæta líf sitt.
Mér er í raun sama hverju vís-
indin og rannsóknir halda fram eða
hverju fólk trúir. Það sem skiptir
mig máli er hvað virkar.
Vísindi eru ekki
það sama og
sannleikurinn
Eftir Ann Birgitte
Lassen
Ann Birgitte Lassen
»Margt sem við tök-
um sem vísinda-
legum sannleika er oft
aðeins vísindalegar
túlkanir byggðar á fyr-
irframgefnum álykt-
unum.
Höfundur er Cand. Scient. í jarðeðl-
isfræði og skólastjórnandi Heilsu-
meistaraskólans.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið
er notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein-
ingar fylgja hverju þrepi í skráning-
arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur
skráð sig sem notanda í kerfið er
nóg að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið. Nánari
upplýsingar veitir starfsfólk Morg-
unblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.