Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Staðan er þannig að mín áherslumál eru öryggi sjúklinga númer eitt, tvö og þrjú. Ég er í sambandi við for- stöðumenn heilbrigðisstofnana, Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og við Embætti Land- læknis. Tilmæli mín til þessara forsvarsmanna eru að gæta að ör- yggisþættinum í þessari stöðu,“ segir Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra, aðspurður um stöðuna í heilbrigðis- kerfinu vegna verkfalls Bandalags háskólamanna. Er öryggi sjúklinga tryggt? „Eins og frekast er kostur. Það er alveg ljóst að hvort tveggja verkfall lækna í vetur og nú þetta hefur óhjá- kvæmilega áhrif á sjúklinga og með- ferð þeirra. Ég óttast að áhrifin af þessu eigi eftir að bitna á heilsufari þjóðarinnar þegar árin líða. Það er óhjákvæmilegt að eitthvað láti undan í svona ástandi.“ Er það ásættanlegt? „Það finnst engum það ásættan- legt.“ Hyggstu beita þér fyrir lausn? „Eins og mitt umboð nær til. For- sætisráðherra og fjármálaráðherra hafa þegar kynnt áherslur sínar og ríkisstjórnin er einhuga um þær. Meginverkefni mitt er að halda úti starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og -kerfisins í þeim ramma sem okkur er skapaður.“ Eiga heilbrigðisstéttir að fá að fara í verkfall þar sem það bitnar á veiku fólki? „Ég ætla ekki að vera talsmaður þess að launþegar á vinnumarkaði séu sviptir verkfallsrétti. Það er ekki einhliða ákvörðun stjórnvalda að gera slíkt. Þetta er miklu meira grundvall- armál en svo að það sé hægt að af- nema verkfallsréttinn sísvona. Við eigum ekki að taka eina stétt út úr þegar rætt er um verkfallsrétt, það á að ræða það almennt og á öðrum for- sendum en þeim deilum sem eru nú komnar upp. Það verður að ræða það í miklu víðara samhengi en einni til- tekinni starfsgrein. Það þarf að ræða almennt um hvernig greiða á úr deil- um um kaup og kjör á vinnumarkaði og hvaða tæki launþegar og vinnu- veitendur eiga að hafa til þess. Á meðan þetta eru aðferðirnar í dag, þá verða þær nýttar.“ Knappur tími fyrir ísótópa Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Röntgen Domus, RD, sem er einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, skoðar nú möguleika á því að koma upp jáeindaskanna hér á landi og selja þjónustuna. Til rannsóknanna þarf svokallaða ísótópa. Eyþór Björg- vinsson, röntgenlæknir og stjórnar- formaður RD, sagði að ísótóparnir yrðu fluttir inn með flugi og notaðir samdægurs. Að sögn Eyþórs þá er beðið eftir svörum frá heilbrigðis- ráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) um hvort þjónustan sem boðið væri upp á yrði keypt. Hvernig er staðan á þessu máli? „Ég hitti fulltrúa Röntgen Dómus síðastliðið haust og þeir kynntu hug- myndir sínar. Vandinn við þá nálgun er að tíminn sem hægt er að nota ísó- tópana er svo knappur að það gat ver- ið vafamál hvort það gengi að hægt yrði að flytja þá með flugi. Við höfum ekki fengið nein afgerandi svör frá RD um hvort það gengur upp. Á með- an þetta liggur ekki fyrir þá hafa Sjúkratryggingar ekki hafnað erindi þeirra og það er því enn til skoðunar, og mér vitanlega eru viðræður á milli þeirra í gangi, þó engin formleg tilboð hafi verið lögð á borðið, hvorki frá SÍ né RD. Það er hins vegar mikilvægt að árétta að við gerum ráð fyrir því í uppbyggingaráformum Landspítal- ans að þessi nýja tækni verði notuð. Í ljósi þess munum við ekki vinna í bráðabirgðalausnum á yfirbyggingu fyrir sérhæfð tæki. Í mínum huga er það fýsilegur kostur að athuga hvort ekki sé hægt að brúa bilið með því sem RD lagði upp með. Á meðan þetta er svona þá nýtum við hagstæðan samning SÍ við ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn,“ segir Kristján Þór. Ef það væri ekki vafamál hvort hægt yrði að nota innflutta ísótópa í jáeindaskannann mynduð þið kaupa þjónustuna? „Ef það væri hagfellt þá myndum við eflaust gera það. Það er á alla lund betra fyrir sjúklinga, fagfólk og að- standendur að hafa kost á því að kom- ast í svona tæki hér heima. En ég ítreka að áætlanir okkar gera ráð fyrir jáeindaskanna við uppbyggingu þjóð- arsjúkrahússins.“ Morgunblaðið/Ómar Jáeindaskanni Heilbrigðisráðherrann, Kristján Þór, segir að áætlanir geri ráð fyrir jáeindaskanna við uppbyggingu þjóðarsjúkrahúss. Bitnar á heilsufarinu  Öryggi sjúklinga ofar öllu Kristján Þór Júlíusson Tæplega tvö þúsund rannsóknir á röntgendeild Landspítalans eru í bið eftir að verkfall fimm aðildarfélaga BHM tók gildi 7. apríl sl. Á öllum deildum spítal- ans er sjúklingum forgangs- raðað og það á einnig við um röntgendeildina. Allir bókaðir tímar hafa fallið niður. „Í einstaka tilfellum hringjum við í þá sem eiga bók- aðan tíma sem fellur niður, ef þeir búa t.d. á landsbyggðinni,“ segir Díana Óskarsdóttir, deild- arstjóri röntgendeildar Land- spítalans, aðspurð hvort fólki sé almennt tilkynnt að tími falli niður. Margir, sem eiga bókaðan tíma, hringja á undan sér í mót- tökuna til að kanna hvort tíminn falli niður og fá þá svör við því. „Við erum með takmarkaðan mannskap og sinnum bara al- varlegustu tilfellunum eftir samráð við lækni,“ segir Díana. Reiknað er með að það taki a.m.k mánuð að ná að vinna upp þær rannsóknir sem hafa fallið niður, ef samið yrði á næstu dögum, að sögn Díönu. „Það yrði þá gert með því að keyra starfsemina mjög stíft en svo eru sumarleyfin á næsta leiti og þá hægist á starfseminni,“ seg- ir hún og tekur fram að ástand- ið sé nú þegar orðið alvarlegt og vísar til fyrrgreindra rannsókna sem hafa fallið niður. Hún bætir við að röntgendeildin glími enn við áhrif læknaverkfallsins. Hringt vegna tímabókana RÖNTGENDEILD Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, seg- ir að framlag Íslendinga til banda- lagsins sé mikilvægt og mikils metið innan bandalagsins. Sagði Stolten- berg að lega landsins mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku þýddi, að Ísland væri í einstakri stöðu til að tryggja að tengslin á milli heimsálf- anna væru traust. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi sem hann og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- sætisráðherra, héldu í Ráðherra- bústaðnum í gær, að loknum fundi þeirra um varnarmál. Sigmundur Davíð og Stoltenberg sögðust báðir vera mjög ánægðir með fundinn, en þar fóru þeir yfir nýlega þróun í öryggis- og varn- armálum heimsins, einkum hvað varðaði Austur-Evrópu og Ríki ísl- ams, auk þess sem farið var yfir stöðu mála í Afganistan og þau þjálf- unarverkefni sem þar færu nú fram á vegum bandalagsins, en Íslend- ingar hafa lagt þar sitt af mörkum. Aukin framlög áréttuð Í fréttatilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu kemur fram að þeir hafi einnig rætt um aukinn varnarvið- búnað bandalagsins í Evrópu og undirbúning fyrir leiðtogafund bandalagsins í Varsjá á næsta ári, og segir að forsætisráðherra hafi þar áréttað skuldbindingar landsins um aukin framlög til bandalagsins, sem gefnar voru á leiðtogafundi bandalagsins í Wales á síðasta ári. Auk þess voru hryðjuverk og loft- rýmisgæsla bandalagsins hér á landi á dagskránni, en fyrirkomulag hennar þykir hafa heppnast mjög vel. Á blaðamannafundinum fjallaði Stoltenberg nokkuð um þau úrræði sem bandalagið hefði þurft að takast á hendur í kjölfar þeirrar nýju stöðu sem komin væri upp í alþjóða- málum. Lagði hann þar áherslu á hið nýja hraðlið bandalagsins, sem ætti að geta brugðist við innan tveggja sólarhringa frá því að átök kæmu upp. Sagði Stoltenberg að með því væri verið að sýna að bandalagið gæti varið meðlimi sína fyrir allri utanaðkomandi hættu. Fagnar norrænni samvinnu Stoltenberg var spurður út í ný- lega yfirlýsingu varnarmálaráð- herra Norðurlandanna og utanríkis- ráðherra Íslands, þar sem greint var frá vilja til þess að auka samstarf milli ríkjanna í varnar- og öryggis- málum. Hann sagðist fagna því ef Norðurlöndin tækju höndum enn frekar saman í varnarsamstarfi sínu. Taldi Stoltenberg að það væri gott ef af því hlytust aukin tengsl á milli bandalagsins og Finn- lands og Svíþjóðar, en gott samstarf hefði verið þar á milli um árabil. Að loknum blaðamannafundinum með forsætisráðherra hélt Stolten- berg á fund Gunnars Braga Sveins- sonar utanríkisráðherra, þar sem farið var yfir stöðu öryggis- og varn- armála, meðal annars í ljósi þeirra áskorana sem aðildarríki bandalags- ins standa frammi fyrir vegna stöðu mála í Úkraínu og uppgangs hryðju- verkasamtakanna ISIS. Þróunin hröð og ófyrirsjáanleg Gunnar Bragi lýsti þar yfir áhyggjum sínum yfir þróun mála í Úkraínu og framferði Rússlands. Jafnframt lýsti hann yfir fullum stuðningi sínum við þau úrræði sem ákveðin hefðu verið innan banda- lagsins á leiðtogafundum þess. „Við stöndum andspænis hraðri og ófyr- irsjáanlegri þróun öryggismála í Evrópu sem minnir um margt á tíma sem við töldum vera að baki,“ sagði Gunnar Bragi í fréttatilkynn- ingu sem send var út eftir fundinn, og sagði að vestræn samvinna og sterk Atlantshafstengsl væru lykil- atriði utanríkisstefnu landsins. Auk funda sinna með forsætis- og utanríkisráðherra var ráðgert að Stoltenberg myndi ennfremur eiga fundi með forseta Alþingis og utan- ríkismálanefnd þingsins og einnig hitta innanríkisráðherra um borð í varðskipinu Þór. Heimsókn Stolten- bergs lýkur í dag. Framlag Íslands mikilvægt  Jens Stoltenberg fundaði með forsætisráðherra og utanríkisráðherra í gær  Fagnar fyrirætlunum um aukið samstarf Norðurlandanna í varnarmálum Morgunblaðið/Kristinn Varnarmál Stoltenberg sagðist vera ánægður með heimsókn sína, en hann hefur komið margoft hingað til lands. Skóla- og frístundaráð Reykjavík- urborgar hefur gengið frá ráðn- ingu fjögurra skólastjóra við grunnskóla borgarinnar: Austur- bæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Seljaskóla og Vesturbæjarskóla. Kristín Jóhannesdóttir var ráðin skólastjóri við Austurbæjarskóla, Þorkell Daníel Jónsson við Breiðagerðisskóla, Magnús Þór Jónsson í Seljaskóla og Margrét Einarsdóttir við Vesturbæjarskóla. Ráðningu skólastjóra í Réttar- holtsskóla var hinsvegar frestað. Hinir fjórir nýju skólastjórn- endur í Reykjavík munu taka til starfa 1. ágúst nk. benedikt@mbl.is Nýir skólastjórar ráðnir í Reykjavík Á aðalfundi Félags prestvígðra kvenna í vikunni var samþykkt ályktun þar sem skorað er á val- nefndir, prófasta og biskup Íslands að tryggja að þjóðkirkjufólk hafi aðgang að jafnri þjónustu beggja kynja innan sókna, samstarfssvæða eða prófastsdæma. Konur séu að- eins þriðjungur þjónandi presta. Félagið fagnar því hve margar frambærilegar konur hafa lokið guðfræðinámi og sækjast eftir emb- ættum og trúnaðarstörfum. Hins vegar er gagnrýnt hve lítinn fram- gang konur fá í vali á embættum undanfarið ár. Er bent á að kynja- halli innan þjóðkirkjunnar hafi aukist, þannig hafi 5 karlar hlotið vígslu á síðasta ári en 2 konur. Morgunblaðið/Ómar Prestar Kvenprestar í broddi fylkingar á síðustu prestastefnu í Grafarvogi. Aukinn kynjahalli í prestastéttinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.