Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015                                     !!  "#$! %! #%# !# ! $$ ! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 #  !  # "!% %#" #! ! %$ "! $%" !#" #"!  "#  $! "#% %! #% !% !% $%%# !#$  ##$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagdeild ASÍ telur líklegt að verðbólga verði komin yfir 2,5% markmið Seðla- bankans á þessu ári og verði 3,5% á næsta ári og 3,4% árið 2017. Þetta kem- ur fram í nýrri hagspá ASÍ fyrir árin 2015 til 2017. ASÍ spáir því að hagvöxtur verði 3,6% á þessu ári og á því næsta, en 2,5% árið 2017. Bent er á að fjárhagur heimilanna hafi vænkast, sem fram komi í vaxandi neyslu. Hraður vöxtur einka- neyslu skýrist af hækkun launa, jákvæðri þróun á vinnumarkaði auk skulda- og skattalækkunaraðgerða stjórnvalda. Þá er gert ráð fyrir vexti fjárfestinga á spá- tíma og að fjármunamyndun nálgist sögulegt meðatal í lok árs 2017. ASÍ spáir því að verð- bólgan fari vaxandi ● Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað um 8,8% síð- astliðna tólf mánuði en hún mældist 424,9 stig í mars. Vísitalan hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði, en síðastliðna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 3,2% og um 5,9% síðastliðna sex mán- uði. Vísitala íbúðaverðs, sem birt er af Þjóðskrá Íslands, sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs og er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteigna- verðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma Íbúðaverð hækkað um 8,8% síðustu 12 mánuði STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsætisráðherra tók, í ræðu sem hann flutti á ársfundi Samtaka at- vinnulífsins í gær, undir hugmyndir samtakanna varðandi lausn á þeim umfangsmiklu kjaradeilum sem nú eru yfirvofandi á almennum vinnu- markaði. „Ég var mjög ánægður að sjá þá nálgun sem Samtök atvinnu- lífsins lögðu til fyrir skemmstu til lausnar kjaradeilunni þar sem áherslan var á hækkun grunnlauna sem hlutfall af heildarlaunum,“ sagði forsætisráðherra og bætti við: „Slík uppstokkun launakerfa gæti komið til móts við kröfur um betri fram- færslumöguleika dagvinnulauna og styttri vinnutíma án þess að raska verðstöðugleika. Ég vona að þessi nálgun verði að veruleika í náinni framtíð.“Á sama hátt varaði hann við of miklum hækkunum og talaði um að veiðimannseðlið segði til sín nú þegar uppgangur efnahagslífsins væri farinn að koma í ljós. Gagnrýndu hækkanir Í því sambandi gagnrýndi for- sætisráðherra þær hækkanir sem komið hafa til á stjórnarlaunum í fyr- irtækjum á markaði. „Tugprósenta hækkun stjórnarlauna í fyrirtækjum eru kolröng og óábyrg skilaboð inn í samfélagið á þessum tíma. Við þurf- um sameiginlega að byggja upp þjóð- félag festu og stöðugleika og slíkar hækkanir hjálpa ekki til við það,“ sagði Sigmundur Davíð. Fyrr á fundinum hafði nýendur- kjörinn formaður SA, Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group, talað á svipuðum nótum. „Ég hef áður hvatt til þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misser- in. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð,“ sagði Björgólfur. Deildi á formann BHM Björgólfur ræddi á fundinum um þær leiðir sem færar væru til lausnar kjaradeilunni og vitnaði meðal ann- ars til þjóðarsáttarinnar árið 1990. Tiltók hann sérstaklega framgöngu Páls Halldórssonar, núverandi for- manns BHM, ári fyrir sáttina og sagði: „Nú vill svo til að formaður Bandalags háskólamanna, sem leiðir verkfall hópa innan bandalagsins, vill endurtaka kjarasamninga banda- lagsins, sem hann skrifaði undir 1989.“ Þá bætti hann við: „Samning- urinn [var] afnuminn með bráða- birgðalögum í kjölfar þjóðarsátta- samninganna 1990. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve ábyrgðarlaus nálgun formanns BHM er að við- fangsefni sínu.“ Markaðurinn fylgist með Sérstakur gestur fundarins var Göran Persson sem gegndi embætti forsætisráðherra í Svíþjóð á árunum 1996-2006. Í ræðu sinni fór hann yfir þau gríðarlegu vandamál sem sænskt efnahagslíf stóð frammi fyrir meðan hann var forsætisráðherra og eins á þeim tíma þegar hann gegndi emb- ætti fjármálaráðherra í fyrri ríkis- stjórn. Hann sagði Íslendinga heppna, m.a. vegna þess hversu þjóð- in er ung og rík að auðlindum en hann varaði sérstaklega við því ef vinnumarkaðurinn gleymdi sér og færi að leika sama leik og á árum áð- ur. „Miklar nafnlaunahækkanir eru ekki það sama og raunhækkun launa,“ sagði Person og vísaði þar til þeirrar reynslu Svía að hóflegar hækkanir yfir langt tímabil hefðu gefist betur en skarpar hækkanir þegar kjaradeilur hefðu verið leystar þar í landi. Helstu viðvörunarorð hans fólust í setningunni „markaðurinn fylgist með ykkur“ og vísaði þar til þess að fylgst væri með efnahagshorfum og ástandi hér á landi og að miklu skipti að halda í þann stöðugleika sem náðst hefði eftir bankaáfallið 2008. Forsætisráðherra varar við innistæðulausum hækkunum Morgunblaðið/Ómar Atvinnulíf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Göran Persson voru ræðumenn á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins.  Formaður SA sagði ekkert svigrúm til hækkana hjá stjórnum og stjórnendum Sameining Skipta og Símans var samþykkt á aðalfundi Símans sem haldinn var í gærmorgun um leið og tilkynnt var um sameiningu við Skjá- inn. Sameining Skipta og Símans hef- ur staðið til í nokkurn tíma en sam- eining Skjásins er gerð í kjölfar sáttar við Samkeppniseftirlitið um að aflétta hluta af þeim kvöðum sem lagðar voru á fyrirtækin á árinu 2005. „Það voru settir mjög afgerandi skil- málar hvernig þessi fyrirtæki mættu starfa saman en í samræmi við al- þjóðlega þróun þá hefur markaður- inn breyst og féllst Samkeppniseft- irlitið á að draga úr þessum skilmálum,“ segir Orri Hauksson for- stjóri Símans. Öll starfsemi Skjásins færist til Símans en þjónustan sem um ræðir er Skjáreinn, Skjárbíó, Skjárkrakkar, Skjárheimur, Skjár- sport og útvarpsstöðin K100,5. Eftir sameininguna verður þjónusta Sím- ans fjórþætt í formi talsíma, farsíma, netþjónustu og sjónvarpsefnis. Orri segir að slíkt þjónustuframboð sé í takti við það sem gerist erlendis þar sem afþreying og sjónvarpsefni teng- ist fjarskiptaþjónustu sífellt sterkari böndum. Starfsemi Skjásins verður flutt í húsnæði Símans í Ármúla á næstu vikum og mun Friðrik Friðriksson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Skjásins, vinna að sameiningunni en lætur svo af störfum. Á aðalfundinum í gær samþykktu hluthafar einnig breytingar sem gera Símanum kleift að vera skráður á hlutabréfamarkaði en stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöllinni. Meðal þess var að fé- lagið geti greitt út arð og heimild var veitt til að geta keypt eigin bréf. Morgunblaðið/Golli Síminn Orri segir sameininguna í samræmi við alþjóðlega þróun. Síminn, Skipti og Skjárinn verða eitt  Sameining í samræmi við al- þjóðlega þróun KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.