Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 BURTMEÐMÚSARÚLNLIÐ Eitt algengasta vandamálið meðal tölvunotenda ? bæði barna og fullorðinna Léttir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlumog hálsi duopad.is Náttúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs Meðmæli sjúkraþjálfara léttur og þægilegur ÚLNLIÐSPÚÐI aðeins 4 gr. Fæst á www.duopad.is ? fjárfesting gegn músararmi DuoPad fylgir hrey?ngum handleggsins í staðinn fyrir að allur líkaminn þur? að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. 1 2 3 4 EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði, síðar seiðingur út í handlegg. Verkur upp handlegg að olnbogameð vanlíðan og sársauka. Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur í olnboga, úlnliðumog öxlum. Stí?eiki í hálsi getur verið viðvarandi. Fólk getur orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært. Morgunblaðið/Eggert Stefán Jörgen Gervahönnuður og tölvugrafíker við tölvuna heima þar sem grafíkvinnan fer fram. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef verið að færa migyfir í þrívíddargrafíkinaog meðal annars unniðslík verk fyrir fyrirtæki sem heitir Frame Store, þar sem ég var að vinna við að skúlpta fíl og mála hann. Hitt verkið var að mála leðurblöku. En hingað til hef ég unn- ið við að búa til gervi fyrir bíómynd- ir, leikhús og söfn, hvort sem það eru grímur, brúður, skrímsli eða leikmunir,? segir gervahönnuðurinn og þrívíddarteiknarinn Stefán Jörg- en Ágústsson sem hefur starfað við fagið undanfarna tæpa tvo áratugi. ?Ég hef í raun verið að gera þetta frá því ég var lítill strákur, ell- efu eða tólf ára. Þá fann ég beina- grind af kind í nágrenni sumarbú- staðalands afa míns, en hann er trésmiður og mikill listamaður. Við afi ákváðum að líma beinagrindina saman og hann benti mér á efni sem heitir sílikon, og ég límdi beina- grindina saman með því. Þarna upp- götvaði ég hvað það er skemmtilegt að vinna með þetta efni, sílikonið, og ég fór að gera ýmsar tilraunir með það, prófaði mig áfram. Ég gerði til dæmis snigilshaus úr leir og setti sílikon ofan á hann, en í raun var ég að búa til mót og úr varð mín fyrsta gríma. Eftir þetta varð ekki aftur snúið.? Beinagrindin af kind- inni kveikti áhugann Hann er einn af okkar fremstu mönnum í gervahönnun og hefur fengið mörg spennandi verkefni á þeim vettvangi í þau tæpu tuttugu ár sem hann hefur sinnt slíkri vinnu, vann m.a við Myrkrahöfðingjann, The Wolf Man og Flags Of Our Fathers. Undanfarið hefur Stefán Jörgen Ágústsson snúið sér að þrívíddargrafík og langar að gera meira á því sviði, hvort sem það eru auglýsingar eða annað. Á vefsíðunni codecademy.com er boðið upp á gagnvirka og ókeypis kennslu í forritun. Fyrsta skrefið er að skrá sig inn með netfangi og lykil- orði og er þá ekkert að vanbúnaði að hefjast handa við forritunina. Leið- beiningar eru skýrar, fyrstu æfing- arnar tiltölulega léttar, en smá- þyngjast. Lítil hætta er á að notendur lendi öngstræti því aðstoð er nærtæk og einnig er möguleiki á spyrja aðra notendur á sérstökum umræðuvett- vangi á síðunni. Viðmótið er afar hvetjandi því um leið og notendur hafa náð ákveðnum árangri fá þeir endurgjöf í formi við- urkenningarmerkja. Hægt er að velja á milli sjö mis- munandi forrita; Python, PHP, jQuery, JavaScript, Ruby, umbrotstölvumál- anna HTML og CSS. Zach Sims og Ryan Bubinski stofn- uðu vefsíðuna í ágúst árið 2011 og aðeins tveimur og hálfu ári síðar voru notendur orðnir 24 milljónir og höfðu lokið meira en 100 milljón verk- efnum. Vefsíðan www.codecademy.com Morgunblaðið/Eggert Gagn og gaman Forritun er gagnleg og getur líka verið góð dægrastytting. Ókeypis kennsla í forritun Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmennta- fræðingur og aðjunkt við Hug- og fé- lagsvísindasvið HA, flytur fyrirlest- urinn Á eigin vegum ? Um sjálfsmyndasköpun Ingibjargar Steinsdóttur leikkonu, í stofu 102 á Háskólatorgi í dag kl. 12 til 13. Fyrirlesturinn fjallar um ömmu hennar og nöfnu, Ingibjörgu Stefáns- dóttur, og er hluti af fyrirlestra- röðinni Margar myndir ömmu sem RIKK, Rannsóknastofnun í jafnréttis- fræðum, heldur í samstarfi við Þjóð- minjasafnið og styrkt er af fram- kvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Endilega ? ? fræðist um leikkonuna Ingibjörg Fjallar um ömmu sína í dag. PEN á Íslandi stendur fyrir viðburða- röð á vormisseri í samstarfi við Borgarbókasafnið. Málfrelsi og bók- menntir er yfirskrift þessara opnu funda þar sem fjallað verður um efn- ið frá ýmsum hliðum auk þess sem starfsemi PEN á Íslandi og PEN international verður kynnt. Kveikjan að viðburðaröðinni er árásin á ritstjórnarskrifstofu franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo og árásin á menningarhús í Kaup- mannafhöfn fyrr í vetur, en þar fór einmitt fram málþing um listir og málfrelsi og hvort listamönnum væru skorður settar í listsköpun sinni. Rithöfundarnir Halldór Guðmunds- son og Sjón segja frá starfsemi PEN á morgun, laugardag, kl. 15.00 til 16.00 í Borgarbókasafni, menningar- húsi Grófinni. Þar verður einnig rifj- uð upp saga þýska rithöfundarins Al- berts Daudistel, sem flúði frá Þýskalandi nasismans og fann skjól- borg í Reykjavík, en Reykjavík hefur frá árinu 2011 verið hluti af alþjóð- legum samtökum skjólborga rithöf- unda. Viðburðaröð á vegum PEN Málfrelsi og bókmenntir í brennidepli á bókasafni AFP Ógn við tjáningarfrelsið Kveikjan að viðburðaröðinni er árásin á ritstjórnar- skrifstofu franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo fyrr í vetur. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.