Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.04.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2015 Söngvarinn Frið- rik Ómar stóð fyr- ir afmælistón- leikum í Eldborg 11. apríl sl. til heiðurs Vilhjálmi Vilhjálmssyni, sem hefði orðið sjötugur þann dag hefði hann lifað. Tónleikarnir féllu svo vel í kramið hjá áheyrendum að ákveðið hefur verið að bæta við nokkrum aukatónleikum. Í kvöld verða tónleikarnir endurteknir í Íþróttahúsinu í Neskaupstað kl. 20.30, en húsið verður opnað kl. 19.30 og eru miðar seldir við inn- ganginn. Laugardaginn 18. apríl verða tvær sýningar í Menningar- húsinu Hofi á Akureyri kl. 17 og 21. Loks hefur verið ákveðið að bæta við sýningu í Eldborg 5. september og hefst miðasala í dag á harpa.is. Vilhjálmur Vilhjálmsson Afmælistónleikar endurteknir Galleríin i8 og Hverfisgallerí taka þátt í myndlistarkaup- stefnunni Market Art Fair í Stokkhólmi sem hefst í dag og stendur yfir helgina. i8 mun sýna verk Birgis And- réssonar, Ólafs Elíassonar, Alicju Kwade, Ignacio Uri- arte og Lawrence Weiner og Hverfisgallerí verk Davíðs Arnar Halldórssonar, Georgs Guðna, Hrafnhildar Arnar- dóttur/Shoplifter og Þórs Sigþórssonar. Kaupstefnan fer fram í Liljevalchs, Djurg- årdsvägen 60 í Stokkhólmi. Market Art Fair var fyrst haldin árið 2006, stofnuð af hópi gallerista og á kaup- stefnunni kynna helstu gall- erí Norðurlanda verk valinna listamanna sem þau eru með umboð fyrir. Upplýsingar má finna á market-artfair.com. Shoplifter Hrafnhildur Arnardóttir, einnig þekkt sem Shoplifter. Hverfisgallerí og i8 á Market Art Fair Uppstoppaðir fuglar ogfuglaplakat sem á stend-ur „Íslenskir fuglar“ eftirBryndísi Snæbjörns- dóttur og Mark Wilson blasir við gestum þegar komið er í Listasafn Árnesinga þessa dagana. Þeir fyrr- nefndu eru kunnuglegir í lifanda lífi sem sumargestir, og sumir þeirra dvelja hér allt árið eins og ýmsar þeirra innfluttu tegunda sem sjást á plakatinu: páfagaukar, undúlatar og aðrir sem þó myndu seint teljast ís- lenskir. Fuglar láta sig skilgrein- ingar á þjóðerni engu varða – en til að lifa af á náttúrulegum búsvæðum þurfa þeir að kunna að lesa í um- hverfið og vera sjálfum sér nægir. Sjálfbærni er hugtak sem heyrist æ oftar og á sýningunni Ákall í Lista- safninu er myndlistinni ætlað að vekja til vitundar um brýn málefni sem tengjast sjálfbærni. Sýnd eru verk eftir 22 listamenn auk þess sem einum salnum hefur verið breytt í smiðju þar sem sunnlensk ungmenni og aðrir safngestir hafa tjáð hug- myndir um sjálfbærni í máli og myndum. Ljósmyndir Spessa í stóra salnum af pottum og pönnum tengjast þeim áköllum sem hljómuðu í samfélaginu í ársbyrjun 2009 í kjölfar þess að í einu vetfangi afhjúpaðist græðgin, óhófið, ágangurinn, ábyrgðarleysið og sjálfhverfnin – og jafnframt æp- andi skortur á gildismati sem tengj- ast sjálfbærri þróun og virðingu fyr- ir umhverfinu. Myndirnar eru ekki síst áleitnar fyrir þá kyrrlátu fag- urfræði sem einkennir þær. Óhugn- aður er undirliggjandi í fallegri ljós- mynd Hrafnkels Sigurðssonar af fljótandi bóluplasti í vatnsdjúpi. Ljósmyndin skírskotar til mengunar hafsins af völdum hins hömlulausa neyslu- og umbúðasamfélags: flýtur heimurinn sofandi að feigðarósi? Rósa Gísladóttir hefur skapað til- komumikla landslagsmynd úr plast- flöskum – og jafnframt framtíð- arminnisvarða um lífshætti vorra tíma. Háleitur eyðileggingarmáttur mannsins er til umfjöllunar í ljós- myndum Önnu Líndal, Péturs Thomsen og Rúríar er sýna fram- kvæmdir við gerð Kárahnjúkastíflu og fossa sem stafar hætta af tækni- brölti og ásælni mannsins. Í annarri myndröð í kaffistofu safnsins spyr Anna: Má bjóða þér meira? Mann- skepnan fær ekki nóg af næloni í verki Gjörningaklúbbsins „Þróun“ sem felur í sér skopstælingu á þekktri sjónrænni útgáfu af þróun- arkenningu mannkynsins frá apa til hins vitiborna manns sem notar þó vitsmuni sína á sérkennilegan hátt; þróunin virðist raunar sú að beisla náttúruna, og fjarlægjast bæði hana og sjálfan sig. Í innri salnum eru verk sem end- urspegla virðingu fyrir umhverfinu og skilning á lífinu sem hringrás. Í verkinu „Endurgjöf“ eftir Hildi Bjarnadóttur er fjallað um þá visku sem sækja má til fortíðar og um mik- ilvægi þakklætis og endurgjafar: ljósmyndir sýna hvar hendur eldri konu miðla verkþekkingu til handa yngri konu – og svo hvernig sú yngri aðstoðar þá eldri. Í málverki Guð- rúnar Tryggvadóttir tengjast kyn- slóðir kvenna í gullnum lífsþræði og Gunndís Ýr Finnbogadóttir minnir m.a. á mikilvægi samveru og sam- nýtingar með þátttökuverki sínu „Samferða. Krossarnir hans Skúla“ í verki Ásthildar Jónsdóttur miðla friðaróskum einstaklings en Hildur Hákonardóttir býður sýning- argestum að tylla sér í innsetningu sem kallar á frumspekilegar hugleið- ingar um eðli heimsins og um viðhorf mannsins til tilvistar sinnar. Verk Þorgerðar Ólafsdóttur vekja einnig þanka um hvers konar náttúra speglast í ásjónu mannsins – hún getur verið undarlega samsett og mótuð af annarlegum viðhorfum eins og skoffínið á ljósmynd Ólafar Nor- dal í kaffistofunni. Ákall er fallega unnin og metn- aðarfull sýning með góðu úrvali myndlistarverka sem eru til þess fallin að vekja umhugsun. Með bók- verkum ungu kynslóðarinnar í sér- lega vel heppnaðri smiðjunni, Okkar náttúra – mínar óskir fyrir framtíð- ina, er tekið kröftuglega undir ákall- ið um vitundarvakningu, íhugun og samræðu um mikilvæg málefni er varða okkur öll, ekki síst komandi kynslóðir. „Við erum öll dýr náttúr- unnar. Við erum öll eins“ segir í einni bókinni, og saman – páfagaukar eða rjúpur, konur í nælonsokkabuxum eða peysufötum, og skoffínin – sitj- um við í súpunni ef mannskepnan fer ekki að ranka við sér. Vitundarvakning „Með bókverkum ungu kynslóðarinnar í sérlega vel heppnaðri smiðjunni, Okkar náttúra – mínar óskir fyrir framtíðina, er tekið kröftuglega undir ákallið um vitundarvakningu, íhugun og samræðu um mikilvæg málefni er varða okkur öll, ekki síst komandi kynslóðir,“ segir m.a. í gagnrýni um sýninguna Ákall. Dýr(ð) náttúrunnar Listasafn Árnesinga, Hveragerði Ákall – samsýning bbbbn Til 23. apríl 2015. Opið alla daga kl. 12- 18. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Ásthildur Jónsdóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fim 7/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 22/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00 Fim 23/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Fös 24/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 29/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fim 30/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Sun 3/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Þri 5/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 21/5 kl. 20:00 Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Hystory (Litla sviðið) Fös 17/4 kl. 20:00 aukas. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fös 15/5 kl. 20:00 Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. leikhusid.is Segulsvið – ★★★★ „Mikill galdur“ – AV, DV HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Sun 3/5 kl. 19:30 13.sýn Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz. Segulsvið (Kassinn) Fös 17/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 10.sýn Sun 26/4 kl. 19:30 12.sýn Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Sun 19/4 kl. 19:30 Aukas. Allra síðasta aukasýning. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 19/4 kl. 13:30 Þri 26/5 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 15:00 Þri 26/5 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Sápuópera um hundadagakonung Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Carroll: Berserkur (Mörg rými Tjarnarbíós) Fös 17/4 kl. 20:00 Macho Man Saving History (Salurinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sviðslistahátíð Assitej (Salurinn) Þri 21/4 kl. 17:00 Fim 23/4 kl. 12:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Mið 22/4 kl. 9:30 Fim 23/4 kl. 15:00 Lau 25/4 kl. 16:00 Mið 22/4 kl. 17:00 Fös 24/4 kl. 9:00 Lau 25/4 kl. 18:00 Síðbúin rannsókn (Aðalsalur) Mán 11/5 kl. 20:00 Þri 12/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 The Border (Salurinn) Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Fös 1/5 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Fim 7/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 8/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.